Tíminn - 19.07.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.07.1967, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 1967. 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og (ndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Uppgjöf eða annað verra Eins og kunnugt er hefur svo skipazt um göngur síldar og veiði síðustu ár, að veiðar og vinnsla hafa að miklu leyti farið fram á Austfjörðum. Þar hefur að sjálfsögðu risið upp margvísleg starfsemi til vinnslu síldarinnai’, umsvif aukizt, bæði hjá einstaklingum, fyrir- tækjum og bæjarfélögum og uppgripin skilað ómældum hlut í þjóðarbúið. En þessi atvinnuvegur kallar á marg- vísleg umsvif og þjónustu, ekki sízt hjá bæjarfélögum. Ætla mætti, að sæmileg ríkisstjórn kappkostaði að svelta ekki þennan arðsama búskap Austfirðinga og þjóðar- innar allrar. Sú hefur þó orðið raunin á. Þessar atvinnu- greinar þurfa mjög mikið rekstrarfé, en ríkisstjórnin hefur ekki vílað fyrir sér að beita lánsfjárkreppu sinni af fullum tökum gegn fyrirtækjum og bæjarfélögum þarna, og blasir nú raunar við íullkomin uppgjöf ríkis- stjórnarinnar við að veita þessum mikilvæga atvinnuvegi starfhæfan aðbúnað, svo að yfir vofir nú beinlínis kreppa og samdráttur. Og sé ekki um getuleysi stjórnarinnar að ræða, verður þetta ekki kallað annað en blygðunar- laust skemmdarverk við íslenzkan bjargræðisveg. Austfirðingar hafa tekið á þessum vandamálum sín- um með myndarlegum samtökum og áræði Þegar séð var eftir áramótin, hverjum fantabrögðum ríkisvaldið ætlaði að beita og vék sér undan að taka á vanda þeim, sem við blasti, sneru samtök sveitarstjórna á svæðinu sér til ríkisstjórnarinnar með ákveðnar tillögur og beiðni um úrbætur. Þetta var í apríl. Hverri sæmilegri ríkis- stjórn bar auðvitað að bregða skjótt við og setjast að borði með Austfirðingum til þess að leysa vandann. En nú er komið fram í miðjan jrli, og þá upplýsist, að ríkisstjórnin eða fulltrúar hennar hafa ekki einu sinni haft fyrir því að virða Austfirðinga svars, hvað þá að nokkuð væri gert með tillögur þeirra eða úrlausn veitt. Þegar svo var komið hlutu samtök austfirzku sveitar- félaganna að boða til nýs fundar, og var hann haldinn s.l. mánudag. Þau buðu á fundinn sérstaklega þeim ráð- herrum úr ríkisstjórninni, sem mal þessi heyra undir, svo og Seðlabankastjóra. En allir þessir aðilar hunzuðu boðið og mátu utanfarir eða sumarleyfi meira, eftir að þeir höfðu dregið Austfirðinga á svari í þrjá mánuði. Þetta er vægast sagt smánarlegt athæfi. Blað sjávarútvegsmála- ráðherrans talar og með lítilsvirðingu um fundinn og segir að honum standi „nokkur samtök á Austurlandi“ og afsakar neitun Eggerts með þvi, aö hann hafi fengið boðið með svo stuttum fyrirvara. Hins vegar er alveg látið undir höfuð leggjast að skýra frá þvi. hvaða annir það voru sem dvöldu orminn langa. í ályktun fundarins og umræðum voru skýr rök leidd að því, að veruleg áföll og samdráttur vofa nú yfir, ef ekki fást eðlilegar úrbætur á lánsfjárskortinum, og til- lögur þær, sem lagðar eru fram eru flestar mjög jákvæð- :ir og sjálfsagðar Austfirðingar eru og staðráðnir í því að fylgja málinu eftir og munu vafalaust sækja stjórnina heim, fyrst ráðherrar eru ófáanlegir áustur, nema rétt fyrir kcsningar. Mál þetta er svo vaxið, að það er í raun og veru prófsteinn á það, hvort ríkisstjórnin ætlar að gefast upp við að veita íslenzkum bjargræðisvegum þann forgangsstuðning, sem þjóðin hefur gert allt þangað til uppgjafarstjórnin, sem kennir sig við „viðreisn“ kom til valda. ___TIMINN_______________________________ —«i G. L. Sulzberger: Rússar virðast iausir í rás í utanríkisstefnu sinni Þeir hvetja til mínni háttar átaka, sem þeir hafa ekki tök á að fylgja eftir í framkvæmd og þeim virSist í raun og veru kappsmál að komast SÚ virðist tíðam raunin um stefnu Sovétríkjanna í utan- nkismálum, að hún sé mjög hugvitsamlega mótuð, en hvergi nærri svo árangursrík sem því svarar. Énn er á ferli í Genf gamansaga frá tímum Þjóða- bandalagsins, og á hun að syna fram á hugvitsemina. Sag an er á þessa leið; Þeir Sir John Simon, Aristide Briand og Maxim Litvinoff mæltu sér mót í veitingahúsi við vatnið og ætlunin var að ræða áreksturinn milli Búlgara og Grikkja. ,Það er jafn ómögulegt að fá Búlgara til að semja við Grikki og fá kött til þess að • éta mustarð", sagði John Simon. „Köttur étur mustarð ef lagt er fast að honum og á réttan hátt“, svaraði Litvinoff. John Simon var með sjálfum sér sannfærður um að Bretar væru fróðari um dýr en allir aðrir. Hann kallaði því á gest- gjafann og bað um sykur og rjóma i skál. Saman við þetta nrærði hann svo dálitlu af mustarði og skipaði síðan svo fyrir, að komið væri með kött vínsölumannsins. En kötturinn lét ekki einu sinni hafa sig til þess að þefa af kræsingunum. Briand hæddist að aðförun- um og John Simon vék sér því að honum og sagði: „Jæja, reynið þér þá“. Frakkinn lagði fyrir hótel- stjörann að láta tilreiða og bera fram samlbland af kola, smjöri, smásíldarhausum og rótum, og láta svo ákveðna sósu út á. Hann hrærði síðan must- arði saman við þessa blöndu méð stakri vandvirkni og lét jafnframt svo um mælt, að verulega góður matreiðslumað ur gæti hulið hvaða bragð sem væri. — En kötturinn sýndi réttinum fulla fyrirlitningu. „Þið eruð of háttbundnir i aðferðum, herrar mínir“, sagði Litvinoff. Hann tók köttinn og klessti dálitlu af mustarði und ir rófuna á honum. Kötturinn emjaði, og reif sig lausan og stökk. Hann kom niður úti í horni á stofunni, vatt sér þar til — og sleikti mustarðinn burt. GRIKKIR og Búlgarar urðu aldrei vinir. En sá siður ríkir enn í Kreml, að beita brögð- um við mótun utanríkisstefnu. Vaidhafarnir i Moskvu leyfðu fylgiríkjum sínum að halda við eins konar umboðsstyrjöld í Grikklandi, þrátt fyrir fyrirheit Staiins um að líta á það heims norn sem brezkt áhrifasvæði. En svo gekk hvorki né rak, og ftússar drógu hljóðlega að sér hendina. Leiðtogar Sovétríkjanna reyndu fyrst að þröngva Vest- ur'andabúum á burt úr Berlín og síðar að fæla þá frá með því að aðgreina borgarhlutana tvo Rússar hvöttu Norður- hjá allsherjarstyrjöld. Breshnev Koreumenn einnig til árásar suður á bóginn, en aðvöruðu Kínverja síðar og féllust á að samið yrði vopnahlé. Þeir fluttu og eldflaugar til Kúbu til þess að skjóta Bandaríkjamönnum skelk í bringu, en hurfu svo með þær á burt aftur, þegar þeir voru varaðir alvarlega við. LENGST í austri byrjuðu Sovétmenn á því að hafa af Kínverjum. Síðar hjálpuðu þeir Mao Tse tung til þess að ná völdunum í sínar hendur, en studdu þó alltaf jafnframt við bakið á aðalkeppinaut hans, Liu Shao-shi, sem hlynntur var Sovétríkjunum. En nú hefur hann verið sviptur öllum, völd um. Moskvumenn sögðu Norður Vietnömum, að hyggilegast væri fyrir þá að semja um frið, en létu þeim eigi að síður í té hergögn til þess að þeir gætu haldið styrjöldinni áfram. í nálægari Austurlöndum hófust Rúsar handa með því að komá á fót sérstöku ríki í Norð ur-Iran, en létu það svo sigla Kosigyn sinn sjó. Þeir reyndu að þ>-öngva Tyrkjum til að láta af hendi tvö héruð og yfirráðin yfir sundunum, en virtust svo gleyma öllu saman Rússar hjálpuðu einnig til við stofnun Ísraelsríkis og skipulögðu jafnvel vopnaflutn- inga þangað eftir leynileguin leiðum, en héldu eigi að síður áíram að styðja við bakið á E Ai-öbum. Þegar á þann stuðn- E ing reyndi í fullri alvöru, eins I og til dæmis nú í sumar, tóku 1 Rússar svo þann kost að líta ■ í aðra átt. S HLIÐARHOPP Sovétmanna í utanríkismálum hafa oft verið ærið ílburðarmikil, s-vo sem hleösla Berlínarmúrsins allt í einu og flutningur eldflauga á laun til Kúbu.En stefna stjórn endanna í Krem) nær aldrei tilgangi sínum þegar mest er í borið. Þeim verður mest á- gengt þegar þeir viðhafa eðli- lega skynsemi. í því efni má t.d benda á hið lofsverða fram- tak Kosygins, þegar hann kom á sáttafundinum milli Indverja og Pakistana í Tashkent. Eins og sakir standa nú er Moskvumönnum engu minna Kappsmál en Bandaríkjamönn- um að komast hjá tillitslausri eyðileggingarstyrjöld milli kommúnista og auðvaldssinna. Þess vegna eru stjórnarherrarn ir í Kreml hvergi nærri reiðu- búnir til að horfast í augu við hugsanlegar, endanlegar afleið- ingar af þeim áhættudilk, sem hvatningar til minni háttar á- tak? draga óhjákvæmilega á eftir sér. Aðstaða Sovétmanna er því hvergi nærri góð til fulltingis við skjólstæðinga sem vilja knýja á með hin umfangs- minni „þjóðlegu frelsistríð", sem eru þó réttlætanleg og æskileg samkvæmt kenning- unni. Rússar ráða hvorki yfir fjarlægum herbækistöðvum né flotastyrk til þess að geta látið í té beina, hernaðarlega aðstoð, hvort heldur er á Kúbu, í Kongó, Vietnam eða Egypta- landi. Þeir hafa ekki flugvéla móðurskip, ófullnægjandi bún að til flutnings í lofti og á allan hátt rninni búnað til venjulegs styrjaldarreksturs í fjarlægð en aðalkeppinautarn- ir, Bandaríkjamenn. Aðstaða Moskvumanna er því óhjákvæmilega mjög óþægi leg og erfið. Þeir hvetja til staðbundinna styrjaldarátaka, en geta svo ekki látið í té virka aðstoð þegar til kast anna kemur. Þeir geta naum ast boðið aðra virka aðstoð fram en að skjóta kjarnorku- eldflaugum, en hjá því vilja þeir einmitt helzt komast í lengstu lög. Sovézkum stjórnmálamönn- um hefir oft tekizt að láta FramhaJd á bls. 15. - I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.