Tíminn - 25.07.1967, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 25. júlí 1967.
Hreindýrin
á hverjum
Nýlega voru á ferð á Akur-
eyri Hermann Guðmundsson,
bondi á Eyjólfsstöðum í Foss-
ardal, kona hans, Huida Jó-
hannesdóttir og böm, en
Eyjólfsstaðir eru í Berunes-
hreppi í Suður-Múlasýslu, ekki
langt frá Djúpavogi. Þau eru
bæði stúdentar frá Menntasból-
anum á Akureyri og eru nú
einyrkjar í Fossárdal en Her-
mann hefur stundað kennsiu
með búskapnum á vetrum.
Tvennt var það einkum, sem
mig langaði til að fá vitneskju
um, þegar fundum okkar bar
saman. Hið fyrra var, bvemig
einyrkjar fara að því að fara
frá búi og loka bæ og í öðru
lagi vom það hreindýrin, þessi
hálendisprýði, sem síðustu árin
hafa leitað mjög suður á bóg-
inn, t.d. alilt suður í Fossárdal
á vetrum.
— Hver hirðir kýrnar á með
an þið eruð í burtu?
Hjónin verða kýmileit við
þesari spumingu. — Jú, það
var þannig, að þegar kýrin bar,
Týra heitir hún, fékk kálfurinn
að ganga undir og annar kálfur
var vaninn undir hana líka. í
sumar hafa svo þessir bálfar
baðir gengið undir og þrifizt
með ágætum. En til þess að
fólkið verði ekki alveg afskipt
er kýrin hýst og hún mjólkuð
á morgnana handa því. Þetta
hefur gengið ágœtlega til þessa
og una allir sínum hlut. Með
þessu móti getum við lokað
bænum á meðan grasið sprett-
ur, því að þessi þrenning sér
um sig sj'álf á meðan við erum
að heiman. Kúaeignin er ekki
meiri hjá okkur niúna. Þetta er
víst alveg nýtt búskaparlag og
mun tæplega henta á stórbýlum
við Eyjafjörð.
— Hvenær byrjar svo tilhuga
lífið?
— Það stendur hæst í októ-
bermánuði. Gömlu og stóru
tarfarnir safna þá gjarnan um
sig kúahópum. Tarfurinn ver
sinn hóp fyrir ágengum kyn-
bræðrum sínum, sem aldrei lláta
sig vanta. Og þeir reka hverja
þá kú umsvifalaust í hópinn,
sem ætlar að slá sér eitthvað
út. Kýrnar hlýða herra sínum
skilyrðislaust. Eflaust verða
hörð átök milli tarfanna, þótt
ég hafi ekki séð það. En hins
vegar hefi ég séð hvemig tarf-
ur með margar kýr rásar stöð-
ugt milli kúahóps síns og yngri
tarfanna sem einnig hafa áhuga
en þora ekki að Mta skerast í
odda. Hreintarfar munu taka
seint út vöxtinn. Eftir fengi-
tímann hópa tarfarnir sig og
eni þá sáttir hver við annan.
ALdrei heyrist neitt til þeirra
nema á meðan ástalífið stendur.
Hvorki baula þeir ,þó eða
Hermann Guðmundsson
koma
vetri
svo niákvæmt. En þau hrein-
dýrshræ, sem finnast, eru lang
flest af dýrum á fyrsta vetri.
Munu þau verst þola harðréttið.
Hreinkálfarnir fylgja mæðrum
smum fast allt sumarið og
fram á haust. En í október
munu þau bönd bresta og þá
verða kálfamir eftir það af
bjarga sér sjálfir. Kýmar fara
svo vestur á afrétt Fljótsdæl-
inga um sumarmálin, á hinar
gamalkunnu hreindýraslóðir,
komnar að burði. Síðustu dag-
ana í maí í vor sá ég tvær
hreinkýr með mjög unga kálfa
sina í Fossárdal. Þær voru í
hópi fleiri hreindýra. Ég komst
nálægt þeim, segir Hermann,
— og hreindýrin stukku þegar
í ána, þótt hún væri í örum
vexti, öll nema kýrnar , með
kálfana. Þær sneru frá.
— Hreindýr hika lítt við ár
og vötn?
— Hreindýrin eru ákaflega
Frú Hulda Jóhannesdóttir
— Hreindýrin hafa fært sig
suður á bóginn hin síðari ár?
— Já, þau höfðu ekki sézt
í okkar nágrenni í áratugi, en
gera sig nú heimabomin á
hverjum vetri hin sjðari ár,
bæði í dölunum inn af Álfta
firði og allt suður í Víðidal-,
inn af Lóni Kýrnar og ungviðin
hverfa um sumarmál og halda
þá lengra inn í landi* en tarf-
arnir eru á eftir og siwa jafn-
veí fram í júlímánuð. Það kem
ur fyrir, að þeir sækja í tún
bænda, þegar þau eru farin að
grænka á vorin. En þeir hverfa
þegar Hður á sumarið.
— Hvenær kemur hjörðin
svo á ný?
— Hún kemur aftur í fyrstu
viku september og er þá blönd-
uð. en heldur sig fyrst inni á
hálendinu upp af fyrrnefndum
iölum. Þá eru tarfarair komn-
tr með sína miklu höfuðprýði,
hin stóni oz greindu horn.
jarma, en blása snöggt og
Hkist hljóðið einna helzt hósta.
— Það er síðar, sem lirein-
dýrin koma til byggða?
— Já, og tarfarnir ætíð á
an'dan. Hreindýrin komá stund-
gm alveg heimundir bæi. Þá
éru stsérri tarfárnirflestir'bún
ir að missa hornin og stundum
sér maður þá með annað horn-
ið og eru þeir þá búnir að
felia hitt. Hreindýrin ganga
mjög hart að beitarjörðinni
þegar um harðnar og krafsa þá
jafnvel niður í svarfa mold.
— Venjast þau manninum?
— Ef þau dvelja lengri tíma
á sömu slóðum og sjá oft manna
ferðir, verða þau gæfari. Þau
eru mjög hundhrædd og margir
hundar espast mjög í nálægð
hreindýra.
— Fcllur árlega eitthvað af
stofninum?
— Um það er ekki gott að
fullyrða. því eftirlitið er ekki
vel synd, og sækjaist beinHnis
eftir því að flýja hættur með
því að synda yfir ár, jafnvel
straumharðar ár. Hreindýr hika
ekki þótt skarir séu að ánni,
eða leggja til sunds í íshroða.
Sum særð dýr kasta sér í ár
eða vötn á flótta.
— Er bændum illa við hrein
dýrin, vegna beitarinnar?
— Hreindýrin eru bæði fal-
leg og það er gaman að þeim.
Frá sjónarmiði sauðfjárbónd-
atis sem treystir á beitina á
vetrum, þykir honum e.t.v. nógu
margt í haga ef stórir hópar
hreindýra eru þar komnir.
—Eru hreindýr skotin utan
veiðitíma?
— Ég held að lítil brögð séu
að bví. Nú hafa hreindýrin ver-
í'ð alfriðuð tvö ár Síðast er
veiðileyfi voru veitt, bar mikið
á særðum dýrum, bæði höltum
v’ allavega lemstruðum. Hrein-
dvrit, eru talin úr lofti ár hvert
þanmg fylgzt með viðhaldi
•ítofnsins.
HreindýrahjðrC.
— Hefur nokkur reynt að
temja hreindýr?
— Ekki hef ég heyrt um það.
En i vetur fann ég kálf, sem
var lemstraður svo að hann
gat ekki stigið í afturfætur.
Ég bar hann heim og reyndi
að hjúkra honum, hafði hann
í hlöðu og hann varð mjög
gæfur, svo að hann át úr lófa
manns. Þvd miður Ufði hann
eklci af veturinn.
— Er það rétt, að hreindýr
hrapi oft fram af klettnm?
' ‘ —1 EÉki mun það verá néma
pugar svellalög eru. Hreindýrin
vivðást^ekki hafa lært að hræð
ast svellin. Þau eru einkar fót-
viss og hlaupa harðar hjarn-
fannir án þess að skrika fótur,
og þau fljóta ótrúlega vel í
iausum snjó og einnig í mýr-
lendi. Klaufir þeirra eru mjög
marðar og hvassar að utan-
verðu. En svellin verða þeim
oft að fjörtjóni í klettóttu
Undi.
— Þú ert fjárbóndi, Her-
mann.‘ Eyðið þið ekki litlu
fóðri?
— Á suðurströnd Berufjarð-
ar gengur féð sjálfala allt áðið
og var jafnvel ekki til hús yfir
bað til skamms tíma. Hjá mér
er snjóþyngra en samt góð út-
beit. Stefnur í sauðfjárræktinni
eru tvær. Það er hámarksafurða
stefnan annarsvegar, en hin
stefnan byggist á þvi að nýta
landið til beitar eins og framast
er unnt. Ég er þama mitt á
milli, sem líklega er það óheppi
legasta, en hef hvoruga steifn-
una þorað að tileinka mér að
fullu.
t 1
— Svo muntu eiga bæði hest
og hund, eins og þar stendnr?
þótt ég banmaði honum að
stökkva í hann. En viti menn.
Þá kom þruma mikil úr lofti.
Hundurinn hugði þetta vera
árétting orða minna, varð ákaf-
lega hræddur og hljóp sem
fætur toguðu heim. Eftir þetta
hetfur hamn hlýtt boðum og
bönnum, væntanlega minnugur
þess hvað skeð getur ef hús-
bóndanum er ekki hlýtt.
— Þið cruð að stofha jarð-
ræktarsamband, heyri ég í
fréttum?
— Jlá, fyrir ailt Austurland. ,
Tílgangur okkar með þvi er sá,
að nýta betur þann vélalkost,
sem fyrir hendi er í þessum
landsíhluta, og flýta fyrir rækt-
uninni. Þetta nýja samband lýt
ur væntanlega sömu stjóra og
Búnaðarsamband Austurlands.
— Er fólksflótti úr þinni
sveit og nálægnm?
— Ekki get ég sagt það, þótt
býH hafi verið sameinuð, þvi
að nýbýli koma í staðinn. Yfir
leitt helzt byggðin, ræktarlönd-
in stækka ár frá ári en þurfa
að stækka miklu meira. Fram
tíðarmöguleikar sveitanna eru
mifclir, segir Hermann að lok-
um. og ég þakka svörin.
— E.D.
Rætt við
Hermann
— Hest á ég engan, enda
hagar ekki þannig til, að hægt
sé að nota hest við fjárgæzl-
una vegna kletta. En hund átti
ég góðan, sem ég vUdi heldur
hafa með mér í smalamennsku
en fjóra menn. En hann varð
ekki langUfur, lenti í bdlslysi.
Nú á ég annan og hefur mér
gengið illa að venja hann.
Hann er byssuhræddur og hrein
dýr mátti hann ekki sjá þar til
■ vietui. Þá komu náttúruöflip
mér til hjálpar við að venja
hann. Ég var eitt sinn á fearð
og átti teið fram hjiá hrein-
dvrahópi. Hundurinn varð
al -.’eg óður og hlýddi mér ekki
Guðmunds
son, bónda
Eyjólfs-
stöðum í
Fossárdal