Tíminn - 25.07.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.07.1967, Blaðsíða 16
 i f 165. íbl. — ÞfSífödagur 25. fiilí 1967. — 51. árg. Toini Havu og HaJldór Kiljan á blaSamannafundinum. (Tímamynd ísak) Þýðir bækur H.K.L. á fínnsku HEFUR ÞEGAR ÞÝTT ÞRJÁR BÆK- UR OG NOKKRAR SMÁSÖGUR ES-Reykjavík, inánudag. Hér á landi er níi stödd frú Toini Havu, finnskur blaöaniað ur og ritdómari, sem m.a. hef- ur þýtt nokkrar af bókum Halldórs Laxness á finnsku. Dvelst hún hér í boði Finn- landsvinafélagsins Suömi, en safnar auk þess efni í grein ar, sem hún hyggst skrifa í finnsk blöð um Halkdór Lax- ness. — Hún var í 17 ár einn að- alstarfskraftur við blaðið Helsinki Sanomat og var þar menntamálaritstjóri, sem er út af fyrir sig mikið afrek, sagði Halldór Laxness, er hann Kynnti frúna fyrir fréttamönn- um í dag. — Hún kemur nú hingað til íslands í fyrsta sirin, en er ákaflega vel þekkt í sínu landi sem bókmennta- fræðingur og ritdómari, og er eir, af þeim persónum, sem í unu landi hafa gert mikið til að ráða borgarabragnum í bókmenntunum. — Það er nú syo með Finnland og ísland, að við eigum einkennilega margt sameiginlegt, sagði Hall- dor ennfremur, og þó það sé ekki nema það, að við er- Um þær þjóðir á Norðurlönd- um, sem höfum hvor um sig tungumál, sem hinir Skandinav arnir ekki skilja bofs í, svoleið is að þó einkennilegt sé, þá hef ur þetta alls staðar þar sem Skandinavar eru samankomnir kallað á okkur tll félagsíkapar og gagnkvæans skilnings, þó við reyndar heldur ekki skilj um mál hvor annars. Okkar samband hefur þann góða kost líka, að það hefur aldrei orðið neinn misskilningur milli Finna og íslendinga, enginn misskilningur sem í nokkru tilfelli getur skapað misklíðar efni, við erum alltaf af sjálfu sér vinir, hvenær sem S'kandi navar mætast. Frú Toini Havu gat þess, að allar stærri skóldsögur Hall- dórs Laxness væru nú til í finnskum þýðingum, nema Vefarinn mikli frá Kasmír. Hún sagði og, að Halldór ætti mjög trúan lesenda- og að- dáendahóp í Finnlandi, og samanstæði sá hópur af fólki úr öllum stéttum. Bækur hans væru að vísu ekki metsölubæk ur, en nytu vinsælda og öruggr ar sölu frá ári til árs. Sjólf sagðist hún hafa lesið íslands klukkuna fyrsta af bókum Halldórs árið 1949 og eftir þau kynni hefði aðdáun sín á verk um hans og íslandi aldrei dvín- að. Frú Toini Havu hefur þýtt Silfurtunglið, Skáldatíma, Sjö stafakverið og ýmsar af smásög um Halldórs Laxness á finnsku og einnig hefur hún þýtt svo nefnda Verðandi bók Peters Hallberg um hann. Taldi hún verk Halldórs mjög erfið í þýðingu, ef vel væri unnið, en hins vegar myndi finnska e. t. v. ná stíl hans betur en önnur Norðurlandamál. Á næstunni sagði hún, að út myndi koma í Finnlandi úr- val af smásögum Halldórs. Þá ræddi hún einnig nokkuð Framhald ;• tils 15 15 af 50 gróður- kortum komin út GÞE-Reykjavík, mánudag. Þessa dagiana eru að koma út hjá Menningarsjóði 9 gróðurkort af hálendi íslands, en útgáfa slíkra korta hófst fyrir rösku ári með útkomu 6 korta, sem náðu yfir afrétti Biskupstungna- og Hrunamanna, og mikinn hluta af afréttum Flóa- og Skeiðamanna og Gnúpverja. Kortin, sem nú eru gefin út eru næst fyrir vestan, sunnan og austan þetta svæði, en alls verða kortin 50 talsins, og talið er að útgáfa þeirra verði ekki lokið að fullu fyrr en eftir 10 ár. Þá hefur og verið h afizt handa um útgáfu bæklinga um íslenzk beitiliind sem bysgðir eru á þessum gróðurkortum. Fyrsti bæklingurinn fjallar um Ilruna manna-, Flóa- og Skeiðamanna og Gnúpverjaafréttir og eru höfund ar hans þeir Ingvi , Þorsteinsson magister og Steindór Steindórs- son, en sá fyrrnefndi hefur stjórn að þeim rannsóknum, sem gróður kortin eru byggð á á vegum Rann sóknarstofnunar landbúnaðarins. Þessar rannsóknir á hálendinu eru einkum gerðar með það fyrir augum, að ákvarða beitarþol lands ins og finna hvar um er að ræða uppblástur eða gróðurcyðingu. Á kortunum er sýnd útbreiðsla gróð urlenda og þau flokkuð eftir rlkj andi gróðri, en auk þess er allt ógróið land aðgreint á kortunum eftir því hvort um er að ræða mela, sanda og grjót. Þegar kortin liggja fyrir er unnt að gera fram kvæmda- og kostnaðaráætlanir um aðgerðir til gróðurverndar og heftingar uppblásturs. Byrjað var að rannsaka og kortleggja þá afrétti þar sem mestur uppblást ur hefuf verið og beitarþol lítið og í vetur var reiknað út beitar þol þeirra, og í Ijós kom, að af- réttir viðkomandi hreppa, höfðu aðeins beitarþol fyrir hluta þess Framihald á bls. 15. LANDMÆLINGAR GEFA ÚT NÝ ÍSLANDSKORT GÞE-Reykjavík, mánudag. Svo sem kunnugt er tóku Land mælingar íslands alla kortagerð ifyrir landið í sínar hendur fyrir tæpu ári, og nú eru fyrstu ís- landskortin að koma út á þeirra vegum, aukin og endurbætt, auk þess sem nú er verið að vinna að mjög nýstárlegu korti frá Mývatni og Mývatnssveit. Aðalkortin eru 9 talsins, fjögur þeirra eru þegar komin út, Mið- Norðurland, Norð-Austurland, Mið Austurland og Mið-ísland. Útgáfu allra kortanna verður væntanlega lokið næsta sumar. Kort af þess- um landshlutum fjórum eru allt frá árinu 1947 og voru þau að mörgu leyti orðin úrelt, einkum hvað snerti vegi o.fl. Því sem á vantaði hefur nú verið bætt inn, aukið við örnefni, merkt við eyði býli ojfl. Þá hefur til hægðarauka verið komið fyrir nafna- lista með tilvísunum aftan á kort- in, og eru þar merkt inn öll þau nöfn og örnefni, sem á kortun- um eru. Menn frá Landmælingum eru að störfum úti á landi yfir sumartímann og í starfi þeirra felst m.a. að safna örnefnum. Ágúst Böðvarsson landmælinga- maður tjáði blaðamanni Timans í dag. að bændur úti um land hefðu reynzt mjög liðlegir við að láta í té upplýsingar þar að lúlandi, og hann vonaðist til að þetta samstarf mætli halda áfram á sama hátt. Kortin eru í mælikvarðanum 1:250000 og að öllu __ leyti unnin hjá Landmælingum íslands. Mývatnskortið, sem fyrr frá greinir kemur út eftir fáa daga. Það er sérkennilegt að því leyti að grunnurinn er byggður upp á ljósmyndum, þannig að hraunið kemur mjög greinilega fram, og slík kort hafa ekki áður verið gerð hér á landi. Geysileg vinna er fólgin í gerð korts þessa, en það verður mjög skemmtilegt, þeg ar það er fulibúið, og verður áreið anlega mjög vel þegið af þeim vaxandi fjölda ferðamanna, inn- lendra og erlendra, sem leggja leið sína til Mývatns. I ráði er að Sigurður Þórarinsson jarðfræðing ur skrifi jarðfræðilýsingar á ensku með kortinu næsta sumar. Áður hefur verið gert kort af Mývatni en það er orðið býsna gamalt. og að ýmsu leyti úrelt. KOMA TÆKJUM SÍNUM FYRIR Á REYNISFJALLI ES—Reykjavík, mánudag. Tvær franskar flutningaflugvél ar lentu á Skógasandi í gær. Fluttu þær efni til frönsku vís- indamannanna, sem dveljast við háloftarannsóknir á Reynisfjalli, og komu þær frá Frakklandi um Keflavíkurflugvöll. Eins og frá hefur verið slcýrt hér í blaðinu, kom fyrri hópur frönsku vísindamannanna til landsins á föstudag, samtals sjö menn. Fóru þeir austur á Reynis fjall á laugardag, og hafa þeir síðan unnið að því að koma tækj um sínum þar fyrir. Síðari hópur inn, þrír menn, komu í .gærkvöldi en fleiri eru væntanlegir. í gær komu tvæ.r flutningaflugvélar með efni til þeirra, og lentu þær á Skóigasandi ef.tir að hafa flogið Framhald á bls. 15. ! KAPPREÍÐ- AR Á HVÍT- ÁRBÖKKUM OÓ-Reykjavík, mánudag. Hestamannafélagið Faxi hélt um lielgina mikið hesta mannamót að Faxaborg hjá Ferjukoti í Borgarfirði. Alls voru 40 hestar sbráðir til kappreiða og 29 voru skráðir til gæðingakeppni. Eru þetta helmingi fleiri hestar en áður hafa tekið þátt í keppni að Faxaborg. Mótið fór mjög vel fram og var fjölsótt enda veður hið bezta báða dagana. Á laugardaginn fór fram gæðingakeppni og mættu flerri hestar og jafnibetri til keppninnar __ en nobkru sin.ni áðúr. Úrslit urðu þau að Jarpur, eign Magnúsar Guðbrandssonar á Álftá hlaut Faxaskeifuna, sem veitt er bezta gæðingnum á hverju ári. Á sunnudag föru hlaupin Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.