Tíminn - 26.07.1967, Page 3

Tíminn - 26.07.1967, Page 3
3 M H)VI KUI>A<ytTR 26. jöí 1967. TIMINN í SPEGU TÍMAIMS Brasilíslcur blaðamaður, Helio Fernandes, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar á fangaeyju fyrir að hafa skrif að, að heimurinn hafi ekki misst mikið við lát Castellos Brango fyrverandi forseta Brasilíu, sem lézt sem kunm- uigt er fyrir skömmu í flug- slysi. Blaðamaðurinn hefur áður verið sviptur kosninga- rétti sínum í tíu ár vegna stjórnmálaafskipta sinna. ★ Natalia Wood hefur krafizt óhemjukaups fyrir næstu kvik mynd, sem hún leikur í og gefur hún eftirfarandi skýr- ingu á kröfu sinni: Við hverju búizt þér eiginlega af einni vesalings konu, sem verður að sjlá fyrir tólf ómögulegum og vesælum umboðsmönnum og blaðafulltrúum að sjá. * Sophia Loren útskýrði eitt sinn fyrir blaðamönnum hvern ig hægast væri að komast yfir miklar umferðargötur í stór bongum: Á Ítalíu verður mað ur að leiða lítið barn sér við hönd, í Frakklandi að leiða töfrandi konu, í Englandi að hafa hund í bandi og í Þýzka landi að vera í einkennisbún ingi. ★ Shirley Temple, sem flestir kvikmyndahúsagestir um og eftir 1940 dáðu og dýrkuðu, sérstaklega hinir yngri, hefur nýlega tilkynnt það, að hún sé nokkurn veginn ákveðin í því að bjóða sig fram til al- þingiskosninga í Bandaríkjun- um. Shirley heitir nú ekki lengur Temple heldur Blaek og er 39 ára gömul. Hún er republikani og hefur oft tekið þátt í ýmsu stjórnmálastarfi i San Francisco og hefur áður verið talað um að hún hyggð- ist fara í framboð. * Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum áttu þeir Johnson og Kosyigin fund saman í Glass- boro. Eftir fundinn ákváðu nokkrir íbúar GÍassboro að ★ safna sér fé til þess að geta farið, í heimsókn til Sovétríkj anna. Hér sjáum við 17 íbúa, sem komnir eru til Moskvu og þeir ætla að dveljast í Sovét- ríkjunum í þrjár vikur. Þeir hafa meðal annars meðferðis gjöf handa Kosygin. ★ Bandaríski kvikmyndaleikar- inn, Basil Rathbone lézt síð- ustu viku sjötíu og fimm ára að aldri. Hann var sérstaklega þekktur fyrir leik sinn í ýms um skúrkahlutverkum, en þekktastur var hann þó í hlut verki leynilögreglumannsins fræga, Sherlocks Holmes. Rathbone fæddist í Suður Afríku og kom til New York 1922 til þess að leika í leikrit um S'hakespears. Árið 1925 hóf hann svo kvikmyndaleik og og lék síðan óslitið í kvik myndum bæði í Englandi og Bandaríkjunum. •k j Danska leikkonan Anna Kar ina, sem nú er algjörlega talin frönsk á nú að fara að leika aðalhlutverkið í franskri giæpa mynd sem nefnist Six crimes sans assasin. (Sex glæpir án morðingja). Leikstjóri kvik- myndarinnar er óþekktur og heitir Jacques Guymont. ★ Lady Orr-Lewis, sem er eig inkona kanadiska milljónamær ingsins Duncan Orr-Lewis er ekki sérlega hrifin af lífinu á frönsku rívíerunni. Segir hún að það sé eins og að vera í litlu þorpi þar sem íbúarnir gera ekki annað en að kjafta hver um annan og þegar mað ur hóstar að kveldi í Cannes er sagt frá því í Cannes næsta dag. * Að sögn John Lennons ætla The Beatles að leika saman í kvikmynd síðar á þessu ári. Segjast þeir ekki ætla að leika eftir handriti né heldur hafa leikstjóra. — Við ætlum að leika okkur sjálfa — ekki sem hópur heldur sem einstakling ar — og kvikmyndin verður bara til af sjálfu sér eins og þegar við erum að syngja irin á grammófónplötu, saði Lenn- on. ★ Það hefur mörgum reynzt erfitt að þola hitann, sem ver ið hefur í Parísarborg undan farið. — Hér sjáum við lítinn dreng, sem ekki stenzt freist inguna að reyna að ná sér í smá vatnsdreitil og sjálfsagt hafa margir öfundað hann af því hversu fáklæddur ham var. Iliil 'AVSwíX'X'XíwX Á VÍÐAVANGI Náttúruspjöll Undanfarna daga hafa blöðin flutt af því fregnir, að ýmis náttúruspjöll hafi verið unnin. Okuþórar knýja jeppa sínaotip á r'jöll og hóla og skemma gróð ur og stofna til uppblásturs- hættu. Heilum mosatorfum, lnnni fíngerðu, ægifögru en viðkvæmu strautábreiðu ís- lenzkra hrauna er svipt af, svo að svöðusár blasa við. Ótal margt annað blasir hvarvetna við, eyðilegging, skemmdir, hirðuleysi og hreint og beint siðleysi í umgengni við náttúr- una. Ruslið, sem fólk fleygir frá sér þar sem það stendur, fyllir lautir og gjár, á tjald- stæðum í viðkvæmum birki- Iundum eru svört sár eftir elda, og ýmsir landráðendur iifa í sífelldum ótta við land- bruna. Margir ferðamenn tjalda hvar sem þeim býður við að horfa og biðja einskis leyfis. Siík Ieyfi eru þó oftast góðfús- lega veitt, ef um er beðið, en þá ben á heppilega staði og reynt að binda tjaldstæðin við ákveðin svæði, svo að ekki sé allt undir lagt. Fyrir nokkrum dögum varð mikill mosabruni í Reykjanes- nrauni. vafalítið af ógætni þeirra, er leiðir áttu þar um. Svona mætti lengi telja það, sem miður fer í sambúð fólks- ins við land sitt. Sök hins opinbera En cinstaklingarnir eru ekki einir sekir um náttúruspjöllin. Hið opinbera, ,sem svo er kall- að, á þar einnig sinn hlnt og ekki ósmáan. Alkunn' er löng og gömul saga um vegasárin, sem vegagerð ríkfsins hefur lítt hugsað um á Iiðnúm árum og valdið hafa uppblæstri víða, eins og illa hirt sár, sem ígerð hleypur í. Nú eru komin laga- ákvæði um græðslu vegasára og sérstök tæki til þess flutt til landsins. En litlar athafnir sjást enn. Er þess nú að vænta, _að hafizt verði handa. Allir vita, hvernig opinberir aðilar fóru með Rauðhólana við Reykjavík. Víða um land hafa gerzt svipaðar sögur í minni mæli. Nú sem stendur er togstreita um það hvernig leggja skuli veg við Mývatn og talin þar hætta á náttúruspjöll um, ef þa” verður haldið sem horfir. Þegar síðasta Sogsvirkjun var gcrð var mývargur harð- leikinn við starfsmenn, og var þá gripið til þess ráðs að eyða mýinu með kynstrum af skor- dýiaeitri. Það hreif, en mýið hefur ekki náð sér aftur á þessu svæði ,og þar með hvarf mjö? silungsgegnd á þessum slóðum. Þannig var náttúruaðfctæðum breytt með vafasömum hætti. Öflugt viðnám Vugljóst er,' að hinni sérkenni legu en viðkvæmu náttúru landsins stafar æ meiri hætta af vaxandi umferð fólks og marg- vislegri nýrri ferðatækni og stórvirkum vélum, svo og vega- iögnum og fleiru. Engar viðhlít andi náttúruverndarreglur eru i 'ögum, og reglum ekki nóg- samlega fram fylgt hvað þá að náttúruspjallamenn sæti viö urlögum svo að nokkru nemi. Náttúruverndarráð hefur engin skilyrði til þess að rísa undir nafni. Hér verður að vinda bráð Framnald á hls 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.