Tíminn - 26.07.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1967, Blaðsíða 7
MffiVHOJÐAGUR 26. juh' 1967. Forseti íslands, hr. Ásgeir As- geirsson, hefur að undanförnu verið á ferðalagi í Vesturheimi. Fyrst fór forsetinn til Kanada. þar sem hann m.a. fór á heim- sýninguna í Montreal. Að Kanadaheimsókninni lokinni fór forsetinn í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og hitti Johnson forseta í Hvíta hiísinu. Myndin hér neðst á síðunni m er frá þeirri athöfn. Þá lagði A forsetinn einnig blómsveig á 1 gröf óþekkta hermannsins í 1 Ailington-kirkjugarði. 1 Að heimsókn forsetans lok- | inni í Washington hélt hann 3 til New York, þar sem hann 1 sat boð Lindseys borgarstjóra | New York borgar, heimsótti \ Sameinuðu þjóðirnar, hitti að j máli U Thant framkvæmda- stjóra þeirra, og skoðaði aðal- b.ckistöðvarnar í New York. — Myndin á miðri síðunni er tekin þegar forsetinn hefur fengið sér sæti við borð íslands j í Allsherjarþinginu, en hjá .íonum sitja Emil Jónsson utan j ríkisráðherra og Hannes Kjart- ansson ambassador íslands. Forsetinn heimsótti The ” American Scandinavian Founda tion og afhenti þar 50.000 doll- ara í Thor Thors sjóðinn svo- nefnda, frá íslandi, en sjóðnum er ætlað að styrkja íslenzka namsmenn í Bandaríkjunum. Að heimsókn forsetans í Banda -íkjunum lokinni fer hann aftur til Kanada, þar sem hann verð ur viðstaddur hátíðahöld fslend inga, en að því loknu heldur hann áleiðis heim til íslands aftur, og verður kominn hingað upp úr fyrstu vikunni í ágúst. — Myndin hér lengst til vinstri er af því, þegar Johnson býður forseta íslands velkominn til Ilvíta hússins, en þar sat for- setinn hádegisverðarboð, sem haldið var honum til heiðurs. Fyrsta daginn í Washington fór Ásgeir Ásgeirsson að gröf Kennedys fyrrum forscta Bandaríkjanna, í Arlington- kirkjugarðinum í Virginia. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.