Tíminn - 01.08.1967, Side 2
2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 1967.
TiíWm ocean
ilii; i
II
ÍHvó^tUiut*
|§ Kouln v! ||
UiswHtti. tfurt
Beifmmng <jt
í (OVO tlO'A
m
JARÐÉDLISRANN-
SÓKNIR f SURTSEY
EJ-Reykjavík, mánudag.
Eins og frá var skýrt í blað
inu fyrir helgina, hafa verið
birtar niSurstöður af itarleg-
um rannsóknum á Surtsey, eink
um með því að niynda eyna
með innrauðum geislum. Var
eyjan m. a. mynduð úr gervi
hnetti.
Rannsóknir þessar munu
halda áfram í sumar, en þá
munu tveir bandarískir visinda
menn koma'hingað og kanna
Surtsey enn frekar. Einnig
munu þeir kanna Heklu og
Kötlu, en myndun með inn-
rauðum geisluiá á þeim slóð-
um, sem fjöll þessi eru, sýndu,
að vert væri að kanna ástandið
nánar.
Myndirnar þrjár eru af
Surtsey. T.d. er loftmynd, tek-
in í október 1966, en Jólnir
er neðst til vinstri. T.v. er inn
rauð mynd af Surtsey, te'kin
á svipuðum tíma. Hið dekksta
á myndinni er Atlantshafið og
vatnið í eyjunni, en hið skær
hvíta sýnir hvar gígurinn er.
Aðrir hvítir blettir sýna hraun
lög neðanjarðar og aðra staði,
þar sem mikill hiti er. Á mið
myndinni, sem tekin var í jan
úar 1967, sýnir hvar neðan-
jarðarhitinn hefur brætt snjó-
inn, og einnig sézt nýtt hraun
flóð niður í vatnið.
Myndin hér til hliðar sýnir
hluta af Surtsey. Strikalínan
sýnir, hvaða leið vísindamenn
fóru, er þeir mynduðu eyna
með innrauðum geislum, en
krossarnir sýna hvað myndun-
in fór fram. Örvarnar sýna
hvar hraun rann í janúar s.l.
LEYFI FENGIÐ FYRIR
64 STARFSMÖNNUM
í frétt frá menntamálaráðuneyt
inu, sem blaðinu barst í gær seg
ir: Ríkisútvarpinu hefur verið
heimilað að fjölga föstum starfs-
UÍA-hátíí í Atíavík um
verzlunarmannahelgina
FB-Reykjavík, mánudag.
Ungmenna- og íþróttasam-
band Austurlands hefur ákveð
ið að halda útisamkomu um
Verzlunarmannahelgina í Hall
ormsstaðaskógi. Slíkar samkom
ur hefur UÍA haHdið undanfar-
in ár, og hefur þar verið bönn-
uð neyzla áfengra drykkja. Sam
komurnar hafa farið mjög vel
fram, og verið vinsælar, og má
reikna með að svo verði einnig
að þessu sinni, enda verður
þarna margt til skemmtunar og
gamans fyrir þátttakendur.
Útisamkoman hefst á laugar-
dagskvöldið kl. 21 með dans-
leik, og munu Dumfoó og Steini
frá Akranesi leika fyrir dansi
og einnig Austmenn frá Nes-
kaupstað, því bæði verður dans
að inni og úti. Kl. eitt eftir mið
nætti hefst miðnæturvaka við
varðeld, og fara þar fram all-
mörg skemmtiatriði. Flugelda-
sýning verður, leikararnir Ró-
bert Árnfinnsson og Rúrik Har
aldsson skemmta, Tónakvartett
inn frá Húsavík syngur og
danski fjöllistarmaðurinn Barly
Stefán Jasonarson
sýnir listir sinar. Einnig leika
Dumfoó og Steini.
Á sunnudaginn hefjast há-
tíðahöldin kl. 10 fyrir hádegi
með keppni í frjálsum íþrótt-
um, hástökki, langstökki og
einnig fer þar fram víðavangs
hlaup Austurlands. Kl. 14
hefst útisamkoma í Samkomu-
rjóðrinu og þar verða þessi
skemmtiatriði: Lúðrasveit Nes-
kaupstaðar leikur, undir stjórn
Haralds Guðmundssonar, Stef-
án Jasonarson í Vorsabæ flyt-
ur ræðu, og ávörp flytja Elma
Guðmundsdóttir frá Neskaup-
stað og Kristján Ingólfsson for
maður UÍA, sem setur sam-
komuna og líynnir skemmtiat-
riði. Tónakvartettinn á Húsa-
vík syngur og leikararnir Ró-
bert Arnfinnsson og Rúrik Har-
aldsson skemmta, einnig Karl
Framhald á bls 15
mönnum sjónvarpsins upp í 64, og
munu nýju starfsmennirnir sum
part koma i stað lausráðinna
starfsmanna og ennfremur verða
til þess að minnka yfirvinnu, sem
hingað til hefur verið óhjákvæmi
legt að vinna. Er hér um að ræða
ráðstafanir innan ramma þeirrar
fjábhagsáætlunar, sem sjónvarpið
starfar etfir.
Prófessor settur í
ensku við Hásk. ísl.
í frétt frá menntamálaráðuneyt
inu, sem blaðinu hefur borizt,
segir:
,,Með lögum nr. 41/1966 var
stofnað prófessorsembætti i ensku
við heimspekideild Háskóla ís-
lands. Embætti þetta var auglýst
laust til umsóknar og hefur I- J-
Kirby, lektor, verið settur próf-
essor í ensku við heimspekideild
Háskóla íslands til eins árs, frá
1. júlí 1967 að telja.
Heyskapur gengur
vel í Lóni
TE-Volaseli, mánudag.
Iíeyskapur hefur gengið nokkuð
vel hér um slóðir. Tún voru að
vísu frekar illa sprottin, en núna
er sprettan orðin ágæt. A.m.k.
einn bóndi hér í sveitinni hefur
Framnaid a bls. 14.
Öryggisútbúnaður
strætisvagnsins
í fullkomnu lagi
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Strætisvagninn Sem ók á dælu-
stöðina í Hafnarfirði s.l. laugar-
dagsmorgun hefur nú verið rann
sakaður hjá Bifreiðaeftirliti rík-
isins og kom í jjós að stýri og
hemlar bflsjns voru í fullkomnu
lagi þegar hann fór út af vegin-
um.
Sagt var frá því í blaðinu í
gær að stýri bílsins hafi hlaupið
í lás og hemlarnir orðið óvirkir
þar með. Er þetta haft eftir fram
burði bílstjórans en hann gaf
lögreglunni í Hafnarfirði þessar
upplýsingar við yfirheyrslu. En
þær virðast ekki hafa við rök að
styðjast og verður að leita ann-
arra orsaka fyrir útafakstrinum.
Starfsmenn Bifreiðaeftirlits-
ins hafa þrautreynt fyrrgreind
tæki strætisvagnsins og voru þau í
fullkomnu lagi. Eins má geta
þess að í vagninum er vökvastýri,
sem er eingöngu til að létta bíl-
stjóranum aksturinn og þótt eitt-
hvað komi fyrir vökvaútbúnaðinn
skeður ekki annað en það að
þyngra verður að stýra bílnum,
og hefur slík bilun í stýri engin
áhrif á hemlaútbúnaðinn.
Skemmdir á strætisvagnin-
um urðu töluverðar við að aka út
af og á dæluhúsið. Undirvagninu
skekktist og yfirbyg.|ingin er úr
skorðum gengin.