Tíminn - 01.08.1967, Side 6

Tíminn - 01.08.1967, Side 6
ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 1967. TIMINN Sextugur í dag: AGUST ÞORVALDSSO alþingismaður, Brúnastöðum í dag er Ágúst ÞorvaMisson,, allþingismaður og bóndi á Brúna- stöðum 60 ára, fæddiir á Eyrar- bakka 1. ágúst 1907, sonur >or- vaildar Bjlörnssonar og Guðnýjar Jólhanniesdóttur, sem lengi bjuggiu á Austurvelli á Eyrarhakka og áttu fjöida bama, sem öll náðu Mlorðlinsaldri. Ekki óilst Ágnist uipp hjá for- eMrum sínium, en var ungum bom- ið fyrir hj'á grönnium á Bakkan- um og dvaldist þar að mestU' fram til ellefu ára aMurs, en þá fór toann að Brúnastöðum til Ketils Arnoddssonar og Guðlaugar Sæfúsdóttur, sem þar bjuggu, og áður höfðu’ alið uipp Jóhönnu systur hans, sem þá var uppkom- in, og er nú látin fyrir nokkrum árum. Ólst Ágúst þar síðan upp við mikla vinnu, ei«s og þá var víðast siður, en mjög gott atlœti og tók skjótum þroska bæði and- lega og líkamlega. Ekki naut Ágúst annarar skólagöngu í æsku en lögskilinnar bamafræðslu og þó í knappasta lagi, en á móti því (kom að hann var ungur flt-g- læs og átti jiafnan kost nógra og góðra bóka, sem hann notíærði sér eftir beztu föngum. Auk þessa var Ketill fóstri hans alþekktur fræðasjór, langminnugur og lífs- reyndur, og óspar á að miðla þekkingu sinni. Hefur hann áreið- anl-ega haft yindi af að firæða þennan niámfúsa fóstwrson sinn, sem hann. hafði svio jnikið dálæti á. Þetta hefur Mka borið þann árangur, að Ágúst er prýðiilega menntaður maði_r og hefur af- burða gott vaM á máli og stíl Lslenzkrar tungu. í stað áfram- haMandi skólagöngu eftir ferm- ingu, fór Ágúst fljótlega að fara til sjós og stundaði sjó fjórtán vertíðir í Vestmannaeyjum. Fœrði hann þá oft drjúgar tekjur í bú frá sjónum, sem kom sér á allan 'hátt vel á þeim árum og styrkti hag heimi'lisins. Með árunum færðist for.staðd heimi'lisins á Brúnastöðum meira og meira á herðar Ágústi, unz hann tók við búsforráði.m árið 1932. Bjó hann þó fyrst með Jölhönnu systur sinni, sem fyrr getur, en fósturforeMrarnir dvöld- ust bæði h'já honum til dauða- dags, við framúrskarandi góða aðtoúð og umlhyggju. Árið 1942 kvæntist Ágúst ungri og^ glæsilegri heimasætu, Ingveldi Ástgeirsdóttur frá Syðri- Hömirum í Rangárvallasýslu'. Hef; ur hún reynzt honum hinn á- kjósanlegasti lífsförunautur og þau hafa eignazt 16 börn, öll toráðvel gefin og myndarleg. Það kom snemma í Ijós, að Ágúst vat félagslyndur í bezta lagi. Hann gekkst un-gur ásamt fleiri hreppsbúum fyrir stofnun ungmennafélags í sveitinni og tóik mijög virkan þátt í störfium þess. Rúmlega tviítug'ur hafði hann unn ið sér það álit í félaginu, að hann var nær einróma kosinn formað ur þess. Stýrði hann því af mfikl- um skörungsikap og við almenn- ar vinsældir í tíu ár en baðst þá undan endurkosingu, vegna anrikis. Eftir að Ágúst fór að búa tóku að hlaðast mjög á hann opin ber störf og sum þeirra tímafrek. Tíann var kosinn í hreppsnefnd 1936 og efcki löngu seinna var hann kosinn varaoddviti og vann ofit með oddvitanum að skýrslu- gerð o. fl. þar til hann var kjör- inn oddviti 1950. Var hann þá svo þaulkunnugur allri meðíerð hreppsmála, að það var Mkast því að hann hefði gegnt starfinai um mörg ár. Var hann framúr- skarandi vinsæll af samnefndar- mönnum sinum og stýrði málefn- um hreppsins af mikiilli hag- sýni og lipurð og einstakri reglu- semi, og þegar hann sagði af sér hreppsnefndarstörfium, í fyrra var hann tiltoúinn að skila af sér öll- um gögnum oddvitastarfinu við komandi þegar búið var að kjósa nýjan oddivita, sem vitanlega tók ekki langan tima og setja hann rækilega inn í starfið. Skömmu eftir að Ágúst var kos inn í hreppsn.efnd var hann skip aður fiormaður skólanefndar og gegndi því starfi í tuttugu ár, litLu skemur átti haun sæti í skattanefnd, svo að nokkuð sé nefnt. Þá er Ágúst mjög ákveðinn sam- vinnumaður og hefur starfað milk ið á því sviði. Hann er einn af stofnendum Kau'pfélags Árnesinga og hefur oft átt sæti í fuLltnúa- ráði þess, auik þess sem hann vann þar um árabil sem ullar- matsmaður. Hann er í stjórn Mjólkurfbús Flóamanna og Mjólk ursamsölunnar í Reykjavík. Þá er hann ýmist meðlimur eða í stjórn ýmissa annarra félaga, svo sem SLáturfélags Suðurlands, Meitils- ins hf. o. fil. Árið J956 var Ágúst kosinn á þing sem fiuILtrúi Framsókn- arfiokksins og hefiur átt þar sæti síðan. Hefur það aukið honum mjög annríki, bæði vegna þess, að hann leggur mjög piifcla vinnu í þingstörfin og auk þess fylgja því mikil ferðalög og fundahöM utan þingtímans, ásamt alls kion- ar erindarekstri og fiyrirgreiðsl- um fyrir hiáttVirta kjiósendur, bæði heima og beiman. Þó að Ágúst hatfi vegna yfir- burða hæfileika og mannkosta sinna áunnið sér meira traust sam borgara sinna en almennt gerist, er það þó fjarri skapi hans að sækjast eftir opinherum störfum eða vegtyLLum. Hann er fyrst og fremst bóndi, og það telur hann jafnan lífsstarf sitt. En það er heldur ekki orðið neitt smá- ræði. Kotlbýlið, sem hann hóf bú- sfcap á fyrir 35 árum er nú orð- ið höfuðból. Öll hús jarðarinn- ar nafa verið endurhyggð og tflest oftar en einu sinni vegna stækkandi bús og fjöl skyldu. Rœktun og girðingar auk ast ár frá ári og bústærðin eftir því og þó að aðalstörfin hatfi nú færzt á hendur barnanna, nýtur hann þess jatfnan ef tími vinnst til að starfa með þeim að rækt- un, heyskap og skepuihirðigu. Jafnan hefur verið mjög gest- kvæmt á Brúastöðum og er yfir- leitt ölLum tekið þar sem höfð- ingskap, hjartahlýju og látleysi svo að öllum þykir gott þar að koma og vil ég sérstaklega þakka margar ógleymanlegar yndisstund ir sem ég hef átt á heimili þeirra 'hjóna. Vil ég svo enda þett-a fá- tæklega rabb með kærri þökk til afmælisbarnsins fyrir öll okkar löngu kynni og samstarf og óska honum, konu hans og fjölskyld.u hamingju og blessunar á ókomn- urn æviárum. Lifið heil. Ó. Ö. Á þessum merku tímamótum i ævi vinar míns, Ágústs Þorvalds- sonar, vildi ég í þakkar- og árn- aðarskyni láta eftirfarandi fljóta með: Nokkuð sýnist það hefðtoundið, að raktar séu ættir manna við slík tækifæri. Leiði ég hest minn frá því, enda Mtt ættfróður. Það munu aðrir toetur gera. Hitt veit ég, að Ágúst er af góðu bergi brotinn. Á Suðuriandi hafa heilladrjúg spor verið stigin á veltflestum svið um atvinnu-, félags- og menningar mála. Fyrir sleitulaust starf hinna mörgu undir forystu viðsýnna og sókndjarfra atgervismanna hefur ýmsu því marki verið náð, sem æði torsótt þótti í upplhafi. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn og ber þeim öllum þökk. í þrautreyndum félagssamtök- um Sunnlendinga hefur lánazt að lyfta Grettistaki og leysa af hendi þau verkefni í þágu fjöldans að lengi mun að búið. Einn þeirra, sem eiga sinn gilda þátt í þeirri framvindu er afmœlisbarnið sex- tuga, Ágúst Þorvaldsson, bóndi og alþingismaður að Brúnastöðum Hann hefur um Langa hrlð ver- ið í forystusveit þeirri, sem mark- að hefur stefnuna og sameinað hin ýmsu öfl til sóknar og varnas í velferðarmálum héraðanna. Bygigt hefur verið á grunni félagsihyggju og samvinnulhugsjón in leiðarljósið. Það er ekki undrunarefni, að Ágúst skLpaði sér þegar á ung- um aMri í raðir samvinnu- og Framsóknarmanna. Öll hans gerð með a-uknum þroska og skýrleg- um hugsunarhætti var þegar til þeirrar áttar. Þá er Ágúst var ungur sveinn, hlaut hann sem margir fleiri að leggja hart að sér við störf til Lands og sjávar, fleyta sjálfum sér fram og hjálpa jafnframt öðr um, sem naerri honum stóðu til hins sama svo sem kostur var og kraftar entust. Mun hann hatfa taMð sér það bæði ljúft og skylt. Snennna munu gæfumerki hafa komið í ljós í fari hans og aug- ljósir fyrirmennskuhæfileikar. Lífsbaráttan var hörð fátækum drengnum og nokkuð varbúnum að ytri aðstæíum. Eigi þarf um að efast, að hugur hans hefur snemma leitað til bóka og bók- náms en langskólaleið var honum eigi fyrirbúin fremur en svo mörgum öðrum á þeim tíma, sem gáfur og dug höfðu þó í rikum mæli. Hitt ráðið tók Ágúst upp að nema í störfum sínum við mold og mar þau fræði, sem vel haía dugað honum fram á þenn- an dag. f skóla lífsins hefur hann lokið prófum með hinni mestu prýði og sú þekking, sem hann hefiur hlotið af reynslu sinni og með ötulu sjálfisnámi við lestur bóka um félagsmál, skáldskap og þjóðleg sagnaefni, er bæði traust og honum til mikils lofs á alla lund. f félagsmálum tók hann fyrst þátt innan ungmennafélag- ianna, og komst þar þegar í fremstu röð. Þjóðleg stetfna og háleitt mark þess fólagsskapar áttu hug jhans og er víst, að vel hefur hann haldíð á málefnum þar og fékk á hendur forystu- hlutverk. Síðar hlóðust á bóndann á Brúnastöðum hin margvíslegustu störf í félags og athafnamáLum sveitar og héraðs, og munu fá störfin á vegurn almennings þar vera sem hann hefur eigi gegnt lengri eða skemmri tíma. Rík og sannfærandi félagshyggja svo og traust framkoma Ágústs og skör ungsháttur í alLri niálafylgju hlaut að leiða til þess, að jöfnum skretf um víkkaði starfssviðið. Félagar hans og samherjar sýndu honum æ meiri trúnað og töldu málum sínum hið bezta borgið í hans höndurn. Þannig nefur Ágúst haf izt fram til trúnaðarstarfa fyrir hérað sitt og þjóð án þess að hann legði sjálfur í metnaðarskyni hina minnstu áiherzlu á síður en svo. Með drengilegum og brotalausum hætti hefur honum jafnan tekizt að leysa það hlutverk, sem tíðin hefur fengið honum t.ii úr- lausnar, þannig að hann heíur vaxið af og unnið hug þeirra, sem honum hafa trey*2 og hann hef- ur reynt í starfi. Árið 1956 _ var Ágúst kjörinn þingmaður Árnesinga og héfur síðan setið á þingi fyrir Framsókn arflokikinn. Má fullyrða, að hann hefur skipað sæti sitt þar með ágœtum. Að hverju máli, sem hann hefur þar unnið, hefur nann sem endranær lagt hina mestu ail- úð og fylgt fast eftir og myndar- lega. Mumi fiáir þingmenn betur fylgja úr hlaði eða skönulegar máli sínu en Ágúst. Fer þá hvað eftir öðru heill hug.ur, skipuieg framsetning, einarðlegt og blæ- fagurt málfar og þróttmikill flutn- ingur. Þetta er alkunna, Ágúst hefur flutt erindi í útvarp og auk þess oft verið í fyrirsvari af háltfu flokk síns í útvarpisumrœð'um. Á þingi hefur Ágúst einkum látið til sín fcaka félagsmál og þá sérstaklega sveitarstjórnarmál og landibúnaðarmál, sem hann er hvortt'veggja manna kunnugastur. 'Munu bændur eiga fiáa hliðhollari máLsvara eða snarpari til and- svara ef honum þykir hlut þeirra hallað. Síðasta kjörtímahil hefur Ágúst starfað í fjárveitingar- nefnd. Á álþingi hefur honum verið sýndur hinn mesti trúnaður eins og í heimabyggðum og hon- um fengið að flytja ýmis mál, sem mildu hefur þótt varða. Þar hefur hann eigi fremur en ann- ansstaðar brugðizt því trausti sem félagar hans bera til hans. Hóf- samur, gætinn og hygginn heldur hann máli sínu fram án áreitni en qil er haús málssókn með fiestu óg virðúleik. Ef á hann er leitað, og máli hans sýndur að hans áliti óverðugur andtolástur, getur hann hæglega brugðizt nokk uð harkalega við, og mun þá á- leitnismanni óljúft að liggja und- ir höggi. Víist er það, að fiáir eiga fremur honum vinsældum að tfagna meðal samþingsmanna. Ber það til sem sagt hefur verið áður og faitt kemur einnig til, að allt við- miót hans markast af einstakri nærgætni hver sem hlut á að máli. f kunningjalhópi er Ágúst ræðinn vel, segir manna bezt frá og drýp ur þá ósjaldan grœskulaus gaman semi með, vel þegin og eins og ðhjákvæmileg til skrauts og gleði. Ævinlega er reisn í tungutakinu og svo íslenzkt að unun er að. Bak við allt er hlýhugur í ann- arra garð. Fáfcítt hygg ég að Ágúst hallmæli öðrum svo broddur fylgi. Þrátt fyrir ótal störtf í þágu almennings hefur Ágúst verið fyrst og fremst bóndi. að hefur verið hans höfuðstarf, og það sem hann hefur talið sér fremst til gildis. Aðrir munu rekja þann þátt ævistarfs hans, en það eitt er víst, að búskapur hans hefur reynzt farsæll og í hvivetna af hyggindum rekinn, enda búið þurft mikils við, svo sem segir sig sjálft. Frá því að leiðir okkar Ágústs lágu fyrst saman hefur hann í samstarfi ætíð verið hinn trausti drengskaparmaður, velviljaður, æðrulaus og óhlífinn, afdráttar- laus í hverju máli, sem hann hef- ur talið horfa í rétta átt. Ég tel mér það til láns að hafa átt og eiga hann að félaga og trúnaðar- vini. Fáir eru þeir, seon ég vildi fremur hafa mér við hlið í mót- byr. í einkaMfi sínu hefur Ágúst átt óvenjulegu iáni að fagna. Hann kvœntist árið 1942 Ingveldi Ást- geirsdóttur frá Syðri-Hömrum í Rangáhþingi, geðþekkri atgervis konu. Þau hjónin eiga glæsilegan hóp fallegra og góðra bama, sem eru heimilisins höfuðprýði og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.