Tíminn - 01.08.1967, Side 14
ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 1967.
14
VÁ FYRIR DYRUM
Framihaida aí t>ls 1.
báðir verið því fylgjandi. í tillögu
þeirrL sem stjóm Búnaðarfélags-
ins gerði og hefur nú verið lögð
fyrir landbúnaðarráðherra, er
gert ráð fyrir, að Búnaðarfélag
íslands tilnefndi einn mann í
nefndina, Stéttarsambandið ann-
an og landbúnaðarráðherra 'til-
nefndi formann nefndar-
innar. Landbúnaðarráðherra hefur
tekið málinu vel, og standa vonir
til að hún taki til starfa eins
fljótt og auðið er.
Búnaðarmáiastjóri sagði enn-
fremur:
— Eins og öllum er kunnugt
hefur tíð verið óvenju köld í vor
og sumar, sérstaklega á öllu norð
anverðu landinu. Það var augljóst
strax í vor, að miklar kalskemmd
ir voru í túnum viðs vegar um
Norðaustur- og Norðurland, allt,
til Vestfjarða og jafnvel um smá-
skemmdir að ræða víðar í land-
inu eins og í Dalasýslu, Snæfells-
nesi og á nokkrum stöðum í upp-
sveitum Suðurlands. Strax var
augljóst, að uppskerubrestur
mundi verða mikill, þar sem tún-
in voru mest skemmd, eins og í
Norður-Þingeyjarsýslu og í Norð
ur-Múlasýslu og með sjó fram og
í ýmsum sveitum Suður-Þingeyj
arsýslu, á stöku stað í Eyjafirði,
Skagafirði og Húnavatnssýslu,
norðanverðri Strandasýslu og við
ísafjarðardjúp. Hefði viðrað sæmi
lega í júlímánuði hefði mátt bú-
ast við, að hinir óskemmdu hlutar
túnanna hefðu sprottið sæmilega.
Því miður hefur júlímánuður ver
ið svo kaklur, að til viðbótar kal-
inu er um algjöran grasbrest að
ræða víða á Norðausturlandi og
á annnesjum og með sjó fram allt
til Vestfjarða. Að vísu getur eitt
hvað sprottið héðan af, ef brigði
til hlýrrar veðráttu, en það er
útséð um, að heyfengur getur ekki
orðið góður á Norðurlandi, og ef
ekki hlýnar eittJhvað, þá verður
víða algjör vá fyrir dyrum allt frá
Héraðsflóa að ísafjarðardjúpi.
Þó er spretta í innsveitum í
Eyjafirði og þar fyrir vestan miklu
betri en í útsveitum og á stöku
bæ er um meðal spreltu að ræða,
eða allt að því, Veðráttan hefur
verið mjög óbagstæð til heyskap-
ar til þessa á N-Austurlandi, sí-
felldir kuldar, rigning, slydda og
snjókoma, en það hefur komið að
minni sök til þessa vegna gras-
leysisins þar. Hins vegar hafa
þurrkar verið sæmilegir og nýt-
ing því allgóð á því, sem heyjað
hefur verið í Eyjafirði og þar fyr-
ir vestan, en sláttur hefur óvíða
staðið í meira en hálfan mánuð
á Norðurlandi og víða skemur, og
heyskapur því víðast hvar mjög
skammt á veg kominn, nema í inn
anverðum Eyjafirði.
— Öðru máli er að gegna á
Suðurlandi og sunnanverðum
Austfjörðum. Þótt alls staðar vor
aði seint, þá hefur tíðarfarið ver-
ið tiltölulega hlýtt og sumir dag
ar ágætir um sunnanvert landið,
og sérstaklega hagstæð heyskap-
artíð í júlímánuði. Spretta var víð
ast hvar með allra seinasta móti,
en í Austur-Skaftafellssýslu, Mýr
dal og undir Eyjafjöllum má telja
grasvöxt góðan og á þessum svæð
um má vonast eftir fullkomlega
meðalheyskap eða heldur meira.
Annars staðar á Suðurlandi lítur
vel eða sæmilega út með hey-
skap, vegna þess hve hagstæð
veðráttan hefur verið. Allar töð-
ur hafa þornað á Ijánum, en ekki
lítur vel út með háarsprettur og
töður eru víða heldur með minna
móti að magni til, og sums staðar
mun minni en í meðalári, vegna
tregrar grassprettu. Hægt er að
bæta úr lítilli háarsprettu með
því að bera á milli slátta, eins og
sumir bændur gera, og komi hlý
ir votviðrisdagar á næstunni.
Við spurðum Halldór Pálsson,
búnaðarmálastjóra, hvað hann ráð
legði bændum nú í þessum málum
______TÍMINN______________
og sagði hann:
—• Það fyrsta, sem hver bóndi
ætti nú að hafa hugfast, er að
heyja sem allra mest og mögulegt
er. Allir, sem hafa goitt gras ættu
að afla sem allra mestra heyja, ef
þeir geta heyjað meira en handa
sínum skepnum er öruggur mark-
aður fyrir allt það hey, sem um-
fram verður. Hinir, sem sjáan-
lega verða i heyþröng, ættu að
hafa úti öll spjót um að afla sér
þó eins mikilla heyja og kostur
er á, með því að nýta engja-
bletti ef til eru, og öll eyðitún,
sem hægt er að nýta. Jafnvel ættu
bændur að leita til fjarlægra staða
ef þar er hægt að fó viðunandi
slægjur, því að hey er ómetanlegt
fyrir þá, sem heylitlir eru, eða
vantar hey. Það er um að gera,
að hver og einn reyni að bjarga
sér eins og bezt hann getur nú
í sumar, því gras, sem úti verður,
verður ekki gefið skepnum í vet-
ur.
— Því miður eru litlar líkur til
þess, að margir bændur hafi hey
forða umfram eigin þarfir, en
þeir, sem gera ráð fyrir að geta
selt hey, ættu að undibúa sig sem
bezt með það, m.a. með þvi að
láta vélbinda heyið, og geyma
það véibundið, þar til sala fer
fram. Það sparar vinnu og flýtir
fyrir viðskiptum og heyflutning-
um þegar þar að kemur, sagði
búnaðarmálastjóri að lokum.
129 LIÍK
Framhals af bls. 1.
Ekki er enn vitað með vissu
hversu margir hafa látið lífið í
eldsvoðanum á laugardaginn.
Margra sjómanna, sem stukku fyr
ir bo.rð, er saknað, og enn er leit
að í skipinu að lífcum.
Harvey P. Lannam, aðmíráll,
sagði á blaðamannafundi í Subic
Bay, að tekizt hefði að nafngreina
62 hinna látnu, en hin líkin væru
það illa farin, að ómögulegt væri
að segja til um nöfnin.
Eldurinn á laugardaginn hófst,
þegar eldsneytisgeymir í
Skyfcawk-flugvél sprakk í loft
upp. Benzínið rann um fremri
helming flugbrautarinnar og
stóð hann samstundis í Ijósum
iogum. AJtar á skipinu voru flug
vélar reiðubúnar til flugtaks, bún
ar eldflaugum og sprengjuim. Nóði
eldurinn flugvélunum fljótlega,
og sprakk þá allt sem sprungið
gat í loft upp, en margir flug-
menn brunnu til bana í sætum
sínum í fliugklefunum. 80 flugvél
ar voru um borð og eyðilagðist
21 fiugvél, en 42 skemmdust veru
iega. Flestar voru vélamar af
Skyhawk og Phantom-gerðum.
Skipstjórinn á „Forrestal“ Jobn
K. Beling, sagði, að í hverri flug
vél, sem eyðilagðist, hafi verið
1800 kíló af sprengjuan og eld-
flaugum.
Skipið var á 27 hnúta ferð, þeg
ar eldsneytisgeymirinn sprakk
og ósköpin hófust.
„Forrestal" var statt í Tonkin
flóa, en þangað kom skipið á
þriðjudag í siðustu viku. Leysti
það af annað skip, sem verið
hafði um tima á þessum slóðum.
Flu'gvélamóðurskipið „Constell
ation“ hefur nú tekið við störf
um „Forrestals".
Beling skipstjóri sagði í dag,
að ekki væri hægt að segja til
um, hvenær skipið yrði aftur
reiðubúið til þjónustu, en taldi
víst að gert yrði við ,,Forrestal“.
HEYSKAPUR
Framhald af bls. 2.
lokið fyrra slætti, en flestir eru
í miðjum neyskap. Hér er núna
ágætis veður og allir í heyi. Ekki
hefur heyrzt talað mikið um kal
í túnum. Að vísu var vorið kalt,
sprettan seint á ferðinni „>g fé
lengi í túnum, svo að heyskapur
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlega þakka ég börnum mínum og öðrum ætt-
ingjum og vinum, sem á einn eða annan hátt glöddu
mig á 75 ára afmælinu 26. júlí s.l. og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Ó!öf Gísladóttir.
Föðursystir mín,
Signý Jónsdóttir
frá Neðri-Hundadal
andaðist 27. júli. Jarðarförin fer fram föstudaginn 4. ágúst kl. 13,30
frá Fossvogskirkiu.
Guðmundur H. Einarsson.
Innilega þökkum við öllum nær og fjær, sem auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar,
Sveins Gíslasonar,
Kýrholti.
Jóna Sveinsdóttir
Gísli Bessason
1
Inniiegustu þakkir fyrlr auðsýnda samúð, við andlát og jarðar-
för móður okkar, tengdamóður og ömmu,
frú Sigurlínu Á. Gísladóttur
frá Hofsósi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Innllegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför
Helga Guðbrandssonar
Fossá i Kjós
Aðstandendur.
byrjaði seinna en venjulega, en
nú eru horfurnar góðar. Rúningar
'hafa farið fram að einhverju leyti
víðast hvar. Hér var klaki ákaf-
lega léngi í jörðu, eða fram undir
20. júní.
TRULOFUNARHRINGAR
Fljót atgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður,
Bankastræti 12.
(gníineníal
Hjólbarðaviðgerðir
OPIÐ ALLA DAGA
(LÍKA SUNNUDAGA)
FRÁ KL. 8 TIL 22
GÚMMÍVINNUSTOFAU HF.
Skipholti 35, Reykjavík
SKRIFSTOFAN: sími306 88
VERKSTÆÐIÐ: sími310 55
I FERÐAHANDBÚKINNI ERU
»ALLIR KAUPSTAÐIR DG
NÝJA VEGAKORT SHELL Á FRAM~
LEIDSLUVERDI. ÞAD ER í STÖRUM
&MÆL1KVARÐA, Á PLASTHÖDDDUM
PAPPÍR OG PRENTAÐ í LJÓSUM OG
LÆSILEGUM LITUM, MED 2,600 ^
Qgm ^ STAÐA NÖFNUM
BÆNDURl
Nú ei rétti timinn tii að ;
?lírá vélar og tæki sem a
aö selia:
Traktora
Múgavélar
Blásara
Sláttuvélar
Amoksturstæki
VIÐ SEUUM IÆKIN —
Bila- og
búvélasalan
v/Miklatorg Simi 23136
Sportfatnaður
í ferðalagið,
i glæsilegu úrvali
BARNALEIKTÆKI
ÍÞRÓTTATÆKi
VéiaverkstæöF
öernharðs Hannessonar.
Suðurlanclsbrauf 12
Sim' 3581Ö.