Tíminn - 11.08.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.08.1967, Blaðsíða 3
X/ rOSTUDAGUR 11. ágúst 1967 TÍMINN 3 Stari'smenn sendiráðs G’hana í Was'hington standa nú í ströngu við að selja bíl Nkr- uma fyrrverandi forseta, en það er ekki á almienningsfæri að kaupa hann, jafnvel ekki i Bandaríkjunum. Yfirvöld Gha- na vilja meina, að hinn brott- rekni forseti eigi ekkert til- kail til bílsins, en sjálif vilja yfirvöldin hvorki heyra b-ílinn né sjá. Þetta er alls ekki neinn venjulegur bíll. í honmm er loftræ'stingarkerfi, útvarps- sendir og móttökutæki, sjón varp, bar, ísskápur og segul- bandstæki. Rúður þessa undra bíls eru skotheldar, og í leyni geymslu. hans eru veg- liegt vopnasafn, stæði er fyrir lífverði og sérstakur sími fyrir bílstjóra. Er það kannski ein- hver hér á íslandi, sem hiefur ráð á að kaupa bíl þennan? * Hinn kunni og byltingar- gjarni tízkuteiknari Paco Ra- banne frá Spáni, hélt sýningu á tízkufa'taði í París í fjórða sinn nú fyrir skemmstu og sýndi hann m.a. þennan brúð- arkjól, sem sjá má á meðfylgj- andi mynd, en hann er gerð- ur úr pappír. Á sýningu Spán- verjans gaif að líta hinn furðu- legasta klœðnað úr ýmsum efn um, málmi, plasti, leðri o.fl., en þessi tízka hefur stöðugt verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Ekki er nú víst að margar brúðir vilji láta leiða sig upp að altarinu í pappírskjól, en hagkvæmt er það eigi að síður, þar sem brúðarkjólar eru yfirleitt ekki notaðir nem,a einu sinni, og því alveg út í hött að eyða í þá stórfé. Pappírskjólarnir eru á hinn bóginn ódýrir, og sá sem ekki veit betur órar ekki fyrir því, hvers kyns efni er í þeim, að því er Rabanne s'egir. ★ .^.xbroiauiaoui, naidmn und arlegri áráttu, leikur lausum hala í Kaupmannahöfn, þráti fyrir ítrekað-ar tilraunir lög- reglunnar að hafa upp á hon um. Við innbrot sín hefur hann þann háttinn á að rænt ýmsu fémætu. en leita síðan uppi svefnherbergi húsráðendf: og gerast nærgöngull við hús frúna á hvaða aldri sem hún er, og enda þótt eiginmaður inn h-víli við hlið henn ar. Hann hefur alltaf komizt undan,‘.þó að hann komist ekki hjá því að gera hressilega vart við sig á þessum nætur heimsóknum. en fátið. sen kemur á fórnardýrin er venju lega svo mikið. að þa-u veita því ekki eftirtekt, hvernig mað urinn er ' hátt. Þess vegna hefur lögreglan ekkert til að styðjast við í leit sinni að þessum undarle-ga manni. ★ Francoise Jordan, eiginkona Oolin Jordan leiðtoga nazista f'lokksins í Bretlandi var fyrir fáum dögum tekin höndum og hneppt í varðhald, fyíir að hafa kvatt til íkveikju í sam- kunduhútsum Gyðinga á Bret- landseyjum fyrir tveimur ár- u.m og þáttöku í slí'kri íkveikju í Middle-sex sama ár. í vetur var frúin stödd í Frakk landi, og hafði þar í frammi hatramman áróður gegn Gyð- ingum. Fyrir bragðið var hún dæmd í fjögurra mánaða fang elsi, en tókst að flýja undan hinum franska refsivendi. Mað ur hennar situr nú í fangelsi ákærður fyrir að hafa æst til kynþáttaáróðurs. ★ Heyrzt hafa raddir um, að hinn frægi Effleiturn í París verði u-m næstu ár skreyttur s-em jólatré. Hann er 985 fet á hæð, og yrði því alhæsta jólatré heims. Parísarbúar munu þegar vera farnir að saifna skreytingareifni. •k Svo sern menn muna þurfti trena primiessa hin hollenzka að afsala sér öltom erfðarrétt- indum til holLenzku krúnunn- r. er hún gekk að eiga prins- inn Carlos Hugo fyrir nokkr um áru-m. Eins og eðlil-egt var, voru foreldrar hennar ekkert yfir sig hrifin af þessuim ráða- hag, en svo virðist sem aillt sé fallið i ljúfa löð, a.m.k eru nú konungshjónin í sumar fríi áisamt dóttur sinni og tengdasyni, og vel hefur farið á með þeim þennan tíma. Með- fylgjandi mynd er tekin et þeim á ítalíu, en þar á hol- lenzka konungsfjölskyldan sumarhöll. vi|a«aeyríss|oour Alþýði'blaðið skrifar 1 gær um erfiðleika efnahags- og •itvinnulífi. Segir þar m. a.: „Góð aflaár og hagstætt verð tag utflutningsaíui ða var notað til að safna gjaldeyri, svo að þjóðin nyti frjálsra verzlunar- hátta, fosnaði við gjaldeyrishöft og ætti inneign til að mæta erfiðleikum, þegar þa bæri að. Segja mi, að þessi stefna hafi verið heilbrigð skynsemi — en samt hefur þetta ekki gerzt fyrr á íslandi siðustu áratugi“. Nokkru síðar segir: „Vegna gjaldeyrisvarasjóðs- ins hefur efnahagslífið ekki farið úr skorðum, en þjóðinni gefizt tóm til að undirbúa traustari gagnráðstafanjr með haustinu". Og svo lýkur þess- ari forystugrein Alþýðublaðs- ins á því að segja, að „stjórn- arflokkarnir hafi varað við þeim erfiðleikum, sem framund an eru“. Atvinnulífið Við fyrstu tilvifnunina er það að segja, að gjaldeyrisvara sjóðurinn er byggður upp með því að draga sparifé lands- manna úr umferð og frysta í Seðlabankanum. Það eru ekki þær ráðstafanir, sem hafa tryggt nægan gjaldeyri, heldur metafli ár eftir ár og hækk- andi verðlag á útflutningsaf- urðum ár eftir ár. Sparifjár- frystingin hefur hins vegar valdið stórfelldum erfiðleikum í atvinnurekstri og uppbygg- ingu og ráðstafanir til fram- leiðniaukningar í atvinnurekstr inum hafa orðið að sitja að mestu á hakanum af þessum sökum — og ennfremur er það lánsfjárskorturinn og fleiri ráðstafanjr ríkisstjórnarinnar i innflutnings- og tollamálum, sem hafa drepið eitt iðnfyrir- tækið af öðru. Enginn vafi er á því, að gjaldeyriseignin væri miklu meiri, ef ekki hefði verið þrengt eins að atvinnu- vegunum í lánamálum og gert hefur verið. Því auðvitað ér það atvinnulífið, sem stendur undir gjaldeyrisöfluninni. Nú en gjaldeyrisvarasjóðurinn, sem byggður var upp með þess um þungbæru ráðstöfunum fyrir atvinnulífið, átti að tryggja okkur gegn áföllum, þannig að aldrei kæmi til mála að taka upp höft í nokkurri mynd, því svo gildur væri sjóð- urinn orðinn! Nú hefur blásið heldur á móti og hvað kemur þá upp á teninginn? Jú, „efna- hagslífið hefur ekki farið úr skorðum** en þjóðinni gefizt tóm til að undirbúa TRAUST- ARI gagnráðstafanir með haust inu“. Það á sem sagt að halda áfram lánakreppunni, en gera traustari gagnráðstafanir en hún hefur verið, kannski meira af svo góðu? — Að vara þjóðina við Og þeir segjast „hafa varað þjóðina við þeim erfiðleikum, sem framandan eru“. Þeir ættu að lesa aftur blöðin sin frá fyrri hluta þessa árs, fram að kosningum. Þeir fengu einmitt meirihlutann út á fullyrðingar um að allt væri í lagi, stöðvun- arstefnunni yrði haldið áfram. skattar yrðu ekki hækkaðir og verðlagið myndi ekki hækka og ekki kæmi til greina að fella gengi krónunnar. Þeir sögðu, að það væri um það valið í kosningunum, hvort menn Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.