Tíminn - 11.08.1967, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. ágúst 1967
TÍMINN
7
VEGUM
A GATNAMÖTUM
VARÚÐ Á
UMFERÐ
Þriðjungur allra umferðar-
slysa hér á landi á sér stað þegar
ökutæki miætast þ.e.a.s. þegar
tveir ökiumenti stefn-a sro, að leið
ir þeirra skerast.
Það er ekki einungis á vega-
métum, sem slíkt á sér stað. Það
á sér einnág stað undir þeim
kringonstæðum, að ökumaður æti
ar að talka beygju, t.d. hægri
beygjiu og annað ökuteeki nálgast
tfrá vinstrd. Meginorsök þessara
slysa er oftast sú, að ökutækin
eru á of miklum hraða, eða að
Gkumennirnir fylgjast ekki nœgi-
l»ga vel með umtferðinni í kring
um sig.
Önnur algeng orsök þessara
siysa er sú, að ökuimenn virða
■ekki regluna alkunnu „VAflR'Úð
TIL VI'NSTiRI".
Skyldan að vfkja.
„Vinstrireglan", megininntak
þessarar regiu er það, að öku-
menn eru skyldugir til að vítoja
fyrir umferð frá vinstri. Þessi
regla gefur þó engan veginn,
þeim er frá vinstri koma, rétt til
að aka átfram viðstöðulaust. Það
verðum við að hafa hugfast. Það
er hægt að tala um skyktuna tii
að vífeja, en þess ber að minnast,
að það gefiur þeim ökumönnum er
frá vinstri tooma engan rétt.
Ökumaður sem kemuir frá
vinstri, er einnig skyildur til að
sýna varkárni og honum ber að
hatfa það í huga, að það er engin
vissa fyrir því, að sá ökumaður
er frá hægri kemuir, virði riegl-
una um að víkja fyrdT umlferð frá
vinstri.
Það er óvarkárni og skeytingar
leysi varðandi þessa reglu, sem
hefúr orsakað fjölda umferðar-
slysa á liðnum árum.
þeir koma frá hægri eða vinstri,
eru skyldugir til að sýna var-
toárni.
Undir vissum kringumstæðit.m
er þörf á sérstaklega mikilli gætni
t.d. þegar ekið er af vegi þar
sem umferð er lítii og inn á
mikla umferðarigötu.
Þeir ökumenn, sem vilja aka
á öruggan hátt, gera sér það að
reglu, að nema staðar þegar þeir
koma að mikilii umiferðargötu,
líta vel í kring um sig óg aka ekki
inn á götuna, fyrr en nægileg
eyðia verður í umferðinni, til að
það sé framkvæmanlegt á örugg-
an hátt. Þetta skulum við hafa
í huga, því að einmitt slíkar að-
stæður eru öft tii staðar hérlend-
is.
Undantekningar frá „vinstri-
reglunni“.
Á hinni svonefndu vinstri reglu
eru tvær mikilvægar undantekn-
ingar, sem gera það að verkum,
að ökumenn eru skyldir að víkja
fyrÍT umferð frá hægri
Þessar undantekningar eru:
1. Sá sem kemur að aðaibraut,
er skyldur að vikja fyrir umferð
á aðalbrautinni, hvort sem hún
kemuir frá vinstri eða hægri.
Ökumenn á aðalbrautinni eiga
að geta treyst því, að ökumenn
af hliðargötum haldi þessa reglu.
Tilgangurinn mieð því að hafa
þessar aðalbrautir, er sá, að um-
ferð á miklum umferðargötum
geti giengið greitt og örugglega.
Þegar ökumenn aka eftir aðal
braut, eru þeir ekki bundnir
þeirri regiu að víkja, sem gildir
á öðrum akbrautum. Það leiðir
því af sjálfu sér, að ökumaður af
hliðargötu verður að vera sér-
stafelega varkár og hann má ekki
aka inn á aðaiforautina, þannig
að hann hindri, eða sé umferð
á aðalibraut til óþæginda á nokk-
urn hátt.
2. í vissum tilfelilum gildir
„vin'Strireglan“ ekki vegna að-
stæðna. Það er augljóst, að ekki
er rétt að ökumaður á akbraut sé
skyldur að víkja fyrir umferð, þó
frá vinstri sé, ef ökutæki koma
ut frá eintoavegum, löndum, lóð-
um,. bifreiðastæðum eða aka írá
brún akbrautar. Þessir staðir eru
öft ekki merktir, þannig að erfitt
væri fyrir öbumann að sjá þá,
fyrr en hann væri kominn alveg
að þeim.
Það er þess vegna skylda þeirra
sem aka frá þessum stöðum, sem
nefndir hafa verið, að vítoja fyrir
allri umiferð á þeim vegi, er þeir
ætla að aka inn á.
Stöðvunarskyldan.
Til þess að gera innakstur á
aðalbraut hættuminni, hefur stöðv
unarskyldan verið lögboðin. stöðv
unarskyldan gerir það að verkum
að ökumenn verða að nema stað-
ar áður en þeir aka inn á aðal-
braut og fá þar af leiðandi betri
tíma til að Mta í kring um sig
og dæma allar aðstæður, áður en
þeir aka yfir eða beygja inn á
aðalbrautina.
Fyrst ber að athuga, hvort
nokkuð annað farartæki sé á leið
eftir aðalbrautinni og reyna síð-
an að dæma sem nákvæmast um
hraða þess og gera sér þannig
grein fyrir, hvort nægur tími se
til að aka inn á aðalbrautina, ?ða
hvort heWur eigi að bíða betra
færis.
Skyldan til að nema staðar,
getur átt sér stað, þótt ekki sé
það geifið til kynna með sérstöku
merki.
Þar sem sett hetfur verið bið
skyldumerki, skal sá sem kemur
af hliðarvegi, skilyrðdslaust víkja
fyrir umferð þess vegar, sem
hann ekur inn á eða yfir, hvort
sem um er að ræða aðalbraut
eða ekki.
Draga skal úr hraða i tæka
tíð og nema staðar ef nauðsyn
kreifiur. Skylt er að nema staðar,
þegar ekki er fulikomin útsýn
yfir veginn.
Að sjálfsögðu er öllum þeim
sem aka út frá bifreiðastæðum,
benzínstöðvum og þess háttar,
skyiit að nema staðar er þeir koma
að þeim vegi, er þeir ætla að
aka inn á, en á þeim stöðUm eru
oftast ekki noin stöðvunarmerki.
Að nema staðar.
Meginreglan fyrir stöðvunar-
skyldu er, að ökutæki sem kem-
ur eftir hliðarbraut sé stöðvað áð
ur en komið er að aðalbrautinni,
.að ökumaður dragi veruiega úr
ferð og stöðvi ca. 2-3 bíllengdum
frá, þannig að þeir sem aka eftir
aðalbrautinni geti verið vissir
um, að ekki verði ekið viðstöðu-
laust í veg fyrir þá. Þegar öku-
miaður sem stöðvað hefur, ekur
af stað aiftur, heft,r hann öku-
tækið í fyrsta gír og því gott
vald á gangihraða. Hann nálgast
gatnamótin hægt og rólega, horf-
ir til hægri og vinstri þegar hann
fær sjónvídd inn á aðalbrautina
og ef ekkert annað ökutaski nálg-
ast etftir aðaibrautinni, ekur hann
yfir eða inn á hana.
Unda ntekningar.
Þegar ökumaður lögregluibif-
reiðar, slökkvi- eða sjúkrabifreið-
ar geftr hljóð og Ijósmerki er
öllum vegfarendum skylt að víkja
úr vegi í tæka tíð. Stjórnendum
annarra ökutækja er skylt að aka
til hliðar eða nema staðar. Ef t.d.
sjúkraibifreið mieð hljóð og Ijós-
mierki nálgast aðalbraut, skulu
ökumenn á aðalbrautinni skilyrð-
islaust víkja. Sjúkraibifreiðar,
slökkvi- eða lögreglubifreiðar,
eru ekki skyldar að stöðva við
stöðvunarskyldumerki eða um-
ferðarljös, ef þær eru með ljós-
og hljóðmerki, enda gæti öku-
menn þeirra sérstaklegrar var-
úðar.
Víkið fyrir gangandi vegfarend
um.
Þegar ökumenn nálgast stað,
þar sem almenningsvagn, strætis-
vagn eða langferðalbiíreið hefur
numið staðar, skal hann bægja
ferðina tímanlega og syna ytrusiu
varkárni. Ef fólk er að stíga út
úr vagninum,' ætti ökumaðurinn
að nema staðar og leyfa fólkinu
að ganga yfir gangbrautina.
Sérstaka varkárni skal viðhafa.
ef viðkomandi bttreið er skóla-
vagn. Ætti ökumiður þá skilyrðis
laust að nema staðar.
Allir ökumenn
sama hvort
HESTAR OG MENN
EITT OG ANNAÐ UM KAPPPEIDAR
Eitt og annað um kapp-
reiðamótið í Faxalborg 23. júlí
s. 1..
í síðustu grein minni, hélt
ég því fram að skerpa hesta
væri ekki þrautreynd fyrr en
beitt hefði verið saman fyrstu
hestum í riðli hverjum og auk
þess hrafli af þeim hestum,
sem beztum tíma hefðu náð,
enda hefir þetta verið föst
regla í kappreiðum Fáks, reynd
asta félagi landsins. Dómnefnd
in ákveður hestana eftir beztu
vitund, oft er einhver óánægð
ur með þá ákvörðun og sýnist
ýmsum annað réttara, sem líka
getur vel verið, en um það
tjáir ekki að deila hart. Rétt
sekúndubrot eru vandfundin,
enda sér hver glöggur maður
að tími er ónákvæmur í ýms-
um sprettum næstum á hveri
um kappreiðum. Jafnvel eru
dæmi til þess í sumar, að dóm-
nefnd beygi sig ekki fyrir
myndum. Þetta er mjög óhyggi
l«2t.
Nú eru þau gleðitíðindi að
segja, að skyndimyndir eru aö
færast i aukana og gott væri
að dómnefndir þyrftu ekki að
kveða upp úrskurð fyrr en
mynd lægi fyrir, enda virðast
þau vinnubrögð á næsta leiti.
Faxaborg.
Hestamannafélagið Faxi
hélt sitt árlega mót sunnudag-
inn 30. júlí s. 1. Veður var gott
og margt um menn og hesta.
Form. félagsins, Friðlþjófur
Þorkelsson setti mótið með
hvatningarræðu til hestamanna
og áhorfenda að hafa í heiðri
góða samkomusiði. Þulur var
Guðráður Davíðsson, bóndi.
Þetta mót var svo fjölþætt,
sem verða mátti á einum degi
Góðhestakeppni, skeið, viðvan
ingahlaup, 300 og 350 m. sprett
ir. Mótið fór fram að venju-
legum hætti, með samblandi
af reglusemi og skeytingar-
leysi. Hið betra kom fram á
ýmsan hátt, svo sem skynsam
Iegum ábendingum til áhorf-
enda, sem margir ræktu, svo
sem það að fara frá dómpalli og
snúrunni og til sætis í brekk-
unni, en skeytingarleysið var
fólgið einkum í tvennu: mörgu
fólki leiðst að óhlýðnast skip-
unum og óskum þular, þeim að
setjast í brekkuna og skyggja
ekki á aðra. Jafnan var þétt-
skipað af mönnum og hestum
við dómpall utan skeiðvallar
og standandi fólki móti dóm-
palli brekkumegin. Síðar kom
fram að ekki var hægt að hafa
nema tvo hesta í riðli í 350
m. sprettunum. Fullyrt var, að
þessi ráðstöfun var notuð
vegna þess, að láðst hafði að
gera við úrrennsli á skeiðvell
inum! Tími var svo látinn ráða
og mun það einsdæmi í 350 m.
spretti. Þó má ef til vill færa
þetta undir veika heimild í
reglunum. Hefi ég áður lýst
fyllstu andúð á þessu ákvæði
og mun ég hafa flesta hesta-
menn með mér í því sjónar-
miði, hvað þá ef slík ráðstöfun
stafar af kæruleysi í undirbún
íngi.
Góðhestadómar fóru fram
kvöldið fyrir mótið. Valinkunn
ir hestamenn voru þar að verki
og var góðhestalhópreiðin á
mótsdaginn mjög sæmileg.
Dómunum hefir þegar verið
lýst í blöðum. Þulur stjórnaði
knöpum og starfsliði með prýði
en áhorfendur höfðu sína
hentisemi eins og fyrr segir.
Heima í Faxaborg voru veit-
ingar góðar og vel útilátnar.
Þar gætti óvenjulegrar regiu-
og röggsemi af hendi þeirra
kvenna, sem framreiddu og
fyrirkomulag þar inni lýsti
bæði hagsýni og hugulsemi.
Á móti þessu voru reyndir
40 hestar á fyrnefndum sprett
færum. Þar af hlutu 12 hestar
verðlaun- Þetta tel ég góða ráð
stöfun. Einnig var verðlaumm-
um hyggilega skipt og á vinsæl
an hátt-
Skeið I. verð. 2500 kr. II. v.
2000 kr. III. v. 1500 kr.
Stökk 250 m. 1500 , 1000, og
500 kr.
Stökk 300 m. 2000, 1500 og
1000 kr.
Ötökk 350 m-, 2500, 2000 og
1500 kr.
Alls kr. 19.500.00.
Áður hefir verið skýrt frá
nöfnum þeirra hesta er verð-
laun hlutu og eigenda þeirra.
Tímavarzlan gekk fljótt og
var gallalítil.
Til samanburðar voru verð
laun á fjórðungsmótinu á
Hellu þan.nig:
Skeið, I. verðl. kr. 10.000, II. v.
kr. 5000, III. v. kr. 2500.
Stökk, 300 m., 6000, 3000 og
1500 kr.
Þolhlaup, 800 m., 10.000, 5000,
2500 kr.
Alls kr. 45.500, sem skiptust
milli 9 hesta, en 58 voru reynd
ir.
í bæði skiptin er um ákvarð
anir þeirra manna að ræða>
sem til þeirar verka voru vald
Framhald á bls 12