Tíminn - 11.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.08.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. ágúst 1967 TIMINN 9 Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN E’ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: ÞórariBB Þórarinsson íáb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingast.ióri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t. lausasölu kr 7.00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. f. Verkfall Hlífar Þegar vinna hófst við framkvæmdir í Straumsvík, náð- ist samkomulag milli Verkamannafélagsins Hlífar og verktaka þar á þá leið, að verkamönnum þar yrði greitt eftir sama taxta og gildir fyrir hafnarverkamenn. Hér var um eðlilegt samkomulag að ræða, þar sem hér er á ýmsan hátt um sérstæða vinnu að ræða. Við því var að sjálfsögðu búizt, að þetta samkomulag myndi gilda áfram og ná til allra framkvæmda í Straums- vík. Yfirleitt þótti það spá góðu um sambúð verkalýðs- félaganna og hinna erlendu aðila í Straumsvík, að strax í upphafi náðist samkomulag, sem allir virtust vel una. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það gerðist fyrir fáum vikum, að einn erlendi verktakinn, Hochtief, ásamt íslenzka verktakanum Verktækni, neitaði að láta vinna samkvæmt áðurgreindum samkomulagi, heldur vildi greiða samkvæmt öðrum og mun lægri taxta. Hér er um að ræða vinnu við hina fyrirhuguðu höfn í Straums- vík, og er hún vitanlegaækki neitt frábrugðin annarri vinnu þar að því leyti, að rétt sé að greiða lægra kaup fyxir hana. Verkamannafélagið Hlíf gat vitanlega ekki svarað þessu á annan veg en þann að boða verkfall við viðkomandi framkvæmdir. Þetta verkfall Hlífar hefur nú staðið á þriðju viku. Allmörg önnur verkalýðsfélög hafa boðað samúðarverkfall til stuðnings Hlíf, og nær það til flutninga á vörum milli viðkomandi framkvæmda. Það er vafalaust, að verkalýðshreyfingin stendur óskipt að baki Hlífar í þessari deilu. Sá stuðningur nær langt út fyrir raðir verkalýðshreyfingarinnar. Ef sæmileg sam- búð á að nást við útlendingana, sem eru að setjast að í Straumsvík, byggist það öðru fremur á því, að þeir læri strax að meta mátt verkalýðshreyfingarinnar og leiti eftir góðu samtarfi við hana. Annars er hætt við, að þeir færi sig upp á skaftið. Það furðulega hefur gerzt i sambandi við þetta verkfall, að annað aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins hefur stimpl- að það „ljótan blett“ á verkalýðshreyfingunni. Það sýnir vel, hvar hugur sumra forustumanna hins svonefnda Sjálfstæðisflokks er, þegar erlendir aðilar eru annars vegar. Það hefur líka heyrzt, að ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins vilji gjarnan leysa þetta mál með lögþvinguðum gerðardómi. Þótt ráðherrar Alþýðuflokksins hafi oft beygt sig djúpt fyrir meðráðherrum sínum, verður því ekki trúað að óreyndu, að svo djúpt- beygi þeir sig. Hlíf hefur ekki aðeins verkalýðshreyfinguna, heldur þjóðina með sér, í þessari sögulegu og örlagaríku deilu Þessi deila má ekki enda öðru vísi en með fullum sigri Hlífar. Góð heimsókn íslendingar telja Norðmenn ser skyldasta allra þjóða. Sterk bönd og frændsemi nafa tengt þessar þjóðir saman. Það er ósk íslendinga, að þau tengsl megi varð- veitast og styrkjast. Þess vegna iagna þeir innilega Har- aldi ríkisarfa. er hann kemur í opinbera heimsókn til íslands. Þótt íslendingar hafi kosið sér lýðveldisformið, skilja þeir vel konungshollustu Norðmanna Hún tengir þá við forna frægðarsögu þeirra. Norðmenn hafa líka orðið sér- staklega henpnir með konunga sina síðan þeir endur- reistu konungsstólinn Það gerir heimsókn hins norska ríkisarfa enn ánægjulegri, að hann þykir maður vænleg ur til að fylla vei sæti afa síns og föður. en framkoma þeirra á stríðsárunum varpaði ljóma á Norðurlönd. ERLENT YFIRLIT Geta Kínverjar varpað veínis-; sprengjum á Bandaríkin 1970? Menningarbyltingin hefur ekki truflað vopnaframleiðslu þeirra Keppinautarnir Mao Tse-tung og Liu Shao-chi. — Ekki má á milli sjá, hvor er meiri þjóðemissinni. Á FÁU er nú erfiðara að átta sig en ástandinu í Kína. Menningarbylting Maos hefur staðið á þriðja ár, án þess að nokkuð sé séð fyrir hvernig henni muni lykta. Víða hefur hún sætt harðri mótspyrnu og andstæðingár hennar virðast ráða yfir mörgum stórborgum og fjölibyggðum landssvæðum. Víða hefur komið til harðra átaka, en her og lögregla þó yfirleitt ekki látið málin til sín taka. Ef hér væri ekki um Kína að ræða, væri það einna senni legasti spádómurinn, að ríkið væri að gliðna sundur. Margir þeirra, sem bezt þekkja til, telja það hins vegar fjárri lagi. Þeir vara við því, að ástandið í Kína sé mælt samkv. vest- rænum mælikvarða. Venjur og siðalögmál séu svo ódík þar og á Vesturlöndum, Átökin snúist líka um stefnu eða siðalögmál, en ekki um persónuleg völd- Mao Tse Tung sé ekki fyrst og fremst að efla persónuleg völd, heldur að vinna að því að skoð anir hans verði einskonar trú- arbrögð eftir að hans nýtur ekki lengur við. Hann telji, að þessu marki verði tæpast náð með valdboði ofan frá, heldur verði þetta að koma frá fólk- inu sjálfu neðan frá, ef svo mætti að orði kveða. Þess vegna teflir hann fyrst og fremst fram unga fólkinu, rauð liðunum, en ekki hernum eða lögreglunni. Megintakmark hans er að láta skoðanir sín- ar festa rætur hjá unga fólk- inu og gera það að merkisber um þeirra í framtíðinni. Á ÞESSU stigi er erfitt að fullyrða nokkuð um, hvernig Mao tekst að framkvæma þetta. Það getur farið eftir þvi, hve lengi hans nýtur við, en heilsa hans er sögð léleg. Hverjir eft- irmenn hans verða, er alveg ó- ljóst enn, en að sjálfsögðu velt ur mikið á því- Helzt er kannske hægt að spá ein- hverju um framtíðina með því að reyna að glöggva sig á því, sem Maoistar og andstæðingar þeirra í Kína eru sammála um, en þá er að sjálfsögðu átt við andstæðinga þeirra innan kommúnistaflokksins, því að ekki ber nú opinberlega á öðr um andstæðingum Maoista i Kína, og líklegt er, að þeir myndu taka völdin, ef Maoism inn misheppnaðist. A. m. k. virðist ekki annað líklegt, eins og viðhorfið er í dag. Það, sem Maoistar og þessir keppi- nautar þeirra, eru sammála um, er að gera Kína sameinað öflugt ríki, sem verði á sem styztum tíma voldugasta ríki veraldar. Andstæðingar Mao- ista meðal kinverskra kommún- ista eru sízt minni þjóðernis- sinnar en Maoistar sjálfir. Þess vegna er rétt að reikna með voldugu, þjóðernissinnuðu Kínaveldi í framtíðinni. ÞAÐ ER lærdómsríkt, að þrátt fyrir þá upplausn sem virðist ríkja í Kína hef- ur kjarnorkuvopnavígbúnaður þeirra gengið eftir áætlun og vel það. Þeir sprengdu fyrir nokkru fyrstu vetnissprengju sína og var það allmörgum misserum fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Þá þykir full- víst, að þeir séu farnir að firamileiða svokölluð meðaldræg flugskeyti, þ. e. flugskeyti, sem draga allt að 1500 km. Hér er að sjálfsögðu átt við flug- skeyti, sem geta flutt vetnis- sprengjur. Með þessum flug- skeytum geta þeir ógnað Ind- landi, allri Suðaustur-Asíu og stórum svæðum í Sovétríkjun um. Samkvæmt seinustu grein- argerð, sem bandairísk þing- nefnd hefu'r látið fara frá sér, eru Kínverjar nú svo vel á veg komni í framleiðslu langdrægra flugskeyta, að þeir eru líklegir til að geta tekið þau í notkun 1970 eða þar um bil. Rétt áður höfðu Bandaríkjamenn reiknað með þvi, að Kínverjar myndu í fyrsta lagi ráða yfir slíkum skeytum um 1975. Hér er átt við skeyti, sem geta náð til allra aðaiborga í Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum. Þessar seinustu fréttir af vetnissprengjum og flug skeytum Kínverja, hafa vakið svo mikinn ugg í Bandaríkj- unum að meðal þingmanna í Washington hefur . þeirri stefnu stóraukizt fylgi, að Bandaríkin verði að koma sér upp nýju varnarkerfi, sem er fólgið í þvi að granda flug- skeytum áður en þau hafa náð í mark. Þetta kerfi byggist á fjölda stöðva, sem skjóta smá- um flugskeytum, er finna og granda skeytum hugsanlegra ó- vina. Talið er að Rússar séu búnir að koma upp slíkum varnarkerfum umhverfis helztu stórborgir sínar. Mc Namara varnarmálaráðherra hefur beitt sér gegn því, að Bandaríkin kæmu sér upp slík- um vörnuin, því að þær kost- uuð óhemjufé og gætu orðið fljótt úreltar. Nú þykir vafa- samt, að hann geti staðið gegn þessu lengur vegna hinna nýju frétta frá Kína. SAMKVÆMT framansögðu mun ekki líða nema örfá ár þangað til Kina verður orðið jafnoki Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna á sviði kjarnorku- vopna. Að vísu munu þeir ráða yfir miklu færri vetnissprengj um og flugskeytum. Þeir munu hins vegar eiga nógar birgðir slíkra vopna til að geta ógnað öllum helztu stórborgum þess- ara landa. Þegar Kína verður komið á þetta stig, hefur aðstaða þess í Asíu breyzt mikið. Kína þorir ekki í dag að beita landher sín- um í Vietnam af ótta við, að Bandaríkin beiti kjarnorku- vopnum- En Bandaríkin myndu vafalaust hika við að beita þeim, ef Kínverjar gætu greitt í sömu mynt. Eftir að Kínverj ar hafa eignazt kjarnorkuvopn, sem geta náð til hvaða staðar sem er, munu þeir óragari við að beita landher sínum í Asiu. Þeir óttast þá minna kjarnorku vopn Bandaríkjanna. Af þessum ástæðum hug- leiða Indverjar nú mjög að hefja framleiðslu kjarnorku- vopna. Þeir telja sig þurfa að sýna Kínverjum, að þeir geti goldið líku likt á hvaða sviði, sem er. Menningarbyltingin 1 Kína er óhugnanlegt fyrirbæri. En ógnin, sem stafar af kjarnorku vopnum Kínverja er meiri. En úr henni verður ekki dregið með því að einangra Kínverja, heldur að unna þeim þeirrar viðurkenningar, sem þeim ber, t. d. á vettvangi S.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.