Alþýðublaðið - 16.05.1987, Page 5

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Page 5
Laugardagur 16. mal 1987 5 Margar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar voru róttækar. Margt af því sem hann var með, var hægri- sinnað, — frjálshyggjukennt að mínu mati. En, ýmislegt af þessu átti erindi og á erindi í dag. Þegar ég er að tönnlast á þessu um „raunverulega“ vinstri flokka, þá er það vegna þess að mér hefur fundist að sókn Alþýðuflokksins hafi ekki verið fyrst og fremst á rót- tækum vinstriforsendum. Sókn Al- þýðuflokksins, þegar hann hafði fylgið mikla í skoðanakönnunum, var inn á miðjuna, jafnvel hægra megin við miðjuna í utanríkismál- um. Það versta sem gæti gerst núna fyrir Alþýðuflokkinn væri, ef hann færi að trúa því að hann sé að óbreyttri pólitík eitthvert endurnýj- unarafl vinstrimanna. Hann verður að átta sig á því að til þess verður hann að vera með mikið rótækari jafnaðaráherslur en hann hefur ver- ið með.“ — Sumir segja að í kosningabar- áttunni hafi Alþýðuflokkurinn lagt áherslu á róttœk félagsleg umbóta- mál: Varðandi kaupleiguíbúðir, líf- eyrissjóðakerfi, þar sem grunnrétt- ur fyrir alla vœri tryggður, auk rót- tœkra tillagna I heilbrigðismálum. Er eitthvað hægrikennt við þessar tillögur? „Kaupleiguíbúðirnar eru bara sönnun þess fyrir mér hve Jón Bald- vin er sterkur áróðursmaður. Það vantar kjötið og beinin í þessar til- lögur. Hvaðan á að taka pening- ana? Á að minnka aðrar íbúðar- byggingar? Menn hafa sagt nei. Á þá að byggja hérna hátt í þriðja þús- und íbúðir á ári? Ég tel að hug- myndin hafi fyrst og fremst gert sig vegna þess hve Jón er sterkur áróð- ursmaður. Varðandi einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þá vita menn að það er bullandi ágreiningur innan stéttasamtakanna um það mál. Við erum á móti þessu, vegna þess að þetta þýðir valdaeinokun. Einn líf- eyrissjóður fyrir alla landsmenn þýðir líka skerðingu á lífeyrisrétt- indum m.a. opinberra starfs- manna“ — Sumir benda á að þessi and- staða hjá ykkur sýni best hvað Al- þýðubandalagið er mikill kerfis- flokkur. Þið eruð ekki tilbúnir að láta af sjóðunum ykkar og taka valdið af sjóðsstjórunum? „Það er alveg rétt við erum að verja kerfið. Við erum að verja vel- ferðarkerfið. Hverjir hafa verið hinir róttæku byltingarsinnar á síð- ustu árum? Það er Hannes Hólm- steinn og co. Það er „hægri bylting" sem hefur verið yfirvofandi. Þess vegna höfum við verið að vérja kerfið og það má kalla okkur kerf- iskalla þess vegna. Við viljum verja þá hugsun sem er í kerfinu, við vilj- um endurbæta það. Það þarf að endurmeta velferðarkerfið í heild og tryggja að það sé raunverulegt þjónustukerfi fyrir almenning. Þær stofnanir sem voru settar á stofn fyrr á árum, meðal annars fyrir til- stuðlan krata.eru eins og skrímsli í augum þorra fólks. Fólk er hrætt við þessar stofnanir, það er hrætt við að fara inn í Tryggingastofnun að leita réttar sins t.d. í sambandi við örorkumat. Það er ekki þar með sagt að það hafi verið vitlaust að setja þessar stofnanir upp. Það má hins vegar alltaf laga“ Ágreiningur um menn og málefni — Nú stendur ágreiningurinn innan Alþýðubandalagsins ekki bara um málefni, heldur líka um menn. hafið þið e.t.v. verið óheppn- ir með frambjóðendur? „Ég veit það ekki. Ég held að það væri of mikil einföldun að skrifa þessar niðurstöður á reikning fram- bjóðenda. Þeir eru auðvitað mis- jafnir eins og gengur“ „Nú hefur Þjóðviljagrúppan, þeir sem kenna sig við lýðrœðis- kynslóðina, verið áberandi I þeirri átakahríð sem átt hefur sér stað. Hefur þetta fólk ekki verið til óþurftar fyrir flokkinn? „Þessi innri átök hafa auðvitað sést á Þjóðviljanum. Ég get hins vegar ekki neitað því að ég er fjarska óánægður með það, ef að blaðinu er beitt í þágu eins hóps í flokki. Þannig á það ekki að vera, heldur i þágu flokksins í heild. Auk þess er það mikið álitamál hvaða kröfur er hægt að gera til blaða nú- orðið. Eiga menn að vera með sömu kröfur og hér áður? Þetta er eitt af því sem mér finnst að eigi að endur- meta nú í Alþýðubandalaginu." Þessi nýja rödd, stundum kennd við Þjóðviljann eða lýðræði, hefur einmitt að sumra mati ekki fram- fylgt neinni nýrri fjölmiðlun eða frjálsri. Það heyrist að sumir fái ekki að tala í Þjóðviljann meðan aðrir eru þar á beinni línu. Má ekki segja að þetta sé eitt dœmið um hve illa hefur tekist til með að velja fólk til ábyrgðarstarfa innan flokksins? „Eins og ég sagði áðan verður blað eins og Þjóðviljinn að hafa skyldur við hreyfinguna í heild, sýna mönnum, forystumönnum sem öðrum trúnað. Það hefur verið uppi sú gagnrýni að Þjóðviljinn hafi ekki sinnt því nægilega vel, en ég endurtek það að ég tel að það eigi að endurmeta stöðu blaðsins og blaðanna á vinstri væng íslenskra stjórnmála. — Það sé hluti af þeirri róttæku endurnýjunarumræðu sem verður að eiga sér stað innan Al- þýðubandalagsins. Samstarf á vinstri væng — Hver er hugur þinn til sam- starfs við Alþýðuflokkinn? „Ég er jákvæður gagnvart sam- starfi við Alþýðuflokkinn og hef alltaf verið það. Ég skrifaði ára- mótagrein 1983, sem hét „Nýtt w landsstjórnarafl" og var þar með tillögur um það að reynt yrði að stuðla að samstöðu þáverandi stjórnarandstöðuflokka. Alþýðu- flokkurinn var í þannig keng þá að hann gat ekki talað við neinn. Síðan endurtókum við þetta í byrjun árs 1985. Þá var Jón í „einkaflippi“ sínu, SCyo-flippinu og nennti ekki að tala við aðra og hefur í raun alla sína formannstíð verið með það á vörunum að Alþýðubandalagið sé ósamstarfshæft að öllu leyti. Fyrst var það sem sagt Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Síðan Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti og núna er allt í einu farið að tala um Alþýðubandalag. Þetta útspil okkar 1985 virti AI- þýðuflokkurinn ekki viðlits. Ég tel að þetta hafi verið ákaflega mikið slys að menn skyldu ekki þarna, með endurnýjaðri forystu í Alþýðu- flokknum, strax fara að tala saman. Ég held að kosningarnar hefðu far- ið öðruvísi ef þessir flokkar hefðu snúið sér saman, t.d. um kröfu um nýja jafnaðarstjórn eins og við gerðum tillögu um í vetur. Það hef- ur alltaf verið mitt áhugamál. Al- þýðubandalagið er samfylkingar- sinnað í eðli sínu; stofnað sem sam- fylkingarsamtök. Við viljum fylkja liði og mín skoðun er sú að þessar kosningar hafi sett á dagskrá spurn- inguna um það hvort flokkakerfið sem varð til fram að 1942 hafi geng- ið sína götu á enda. Hvort að því á að breyta. Því verður hins vegar ekki svarað bara með vilja hjá topp- unum — einhver Jón, Svavar eða Guðrún Agnarsdóttir setjist niður og vilji eitthvað gott og fallegt. Fólkið verður að finna sér slíkan farveg sjálft. Fyrsta skrefið er þá að menn séu með jákvæðan vilja. Vilji vera heiðarlegir, starfa saman. Geri sér grein fyrir því hver óvinurinn er. Hver er samnefnarinn og þrói þetta síðan stig af stigi. Vegna þess að í Alþýðuflokknum, Alþýðubanda- laginu og í Kvennalistanum er alveg „massi“ af fordómum gagnvart hinum, bæði frá mér, krötunum og kvennó. Allt tekur tíma og tilfinn- ingar eru líka pólitík. Menn sem ætla sér að vaða í gegnum pólitík án þess að taka tillit til tilfinninga; þeir eru ekki góðir pólitíkusar. — Þú hefur þegar nefnt eitt dæmi um hvernig þessi rödd kynni að geta hljómað saman; samvinnu blaða á vinstri vængnum. Hvergeta verið önnur skref? Hvað segir þú t.d. um hugmyndina um sameigin- lega þingflokksfundi, ef þessir flokkar lentu saman utan stjórnar eða í stjórn? „Þetta var hugmyndin sem ég var með á síðasta kjörtímabili, að stjórnarandstöðuflokkarnir mynd- uðu sameiginlegan þingflokk, hitt- ust t.d. tvisvar á vetri. Mín hugsun varsú að reyna að tengja menn sam- an. Ég held að ef um stjórnarsam- starf flokka yrði að ræða, geti það vel komið til greina. Ég held að það væri eðlilegast að við reyndum að ná saman þremur flokkum í stjórn; Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Kvennalista. Ég tel að það hafi komið fram í málflutningi og af- stöðu Kvennalistans ákveðinn end- urnýjunarkraftur sem vinstrimenn þurfa á að halda og þess vegna held ég að við eigum að horfa þannig á hlutina, að þessir flokkar þrír geti með einhverjum hætti staðið sam- an. Gallinn við þessar stjórnarmynd- unarumræður í fjölmiðlum undan- farna daga er sá, að það er aldrei spurt um mál. Þetta er einhver reiknivélasamlagning, A plús B, plús C plús D og út úr því fæst hitt og þetta. Síðan er spurt: Viltu fara með þessum eða hinum? Það er aldrei spurt um hvað eigi að mynda stjórnir. Stjórn þessara þriggja flokka yrði róttæk stjórn. Hún á að fiytja peninga til að efla velferðarkerfið. Hún á að koma á nýju stjórnkerfi. Hún á að endurskoða stjórnar- skrána og tala sig niður á nýja stefnu í utanríkismálum. Þessir þrír flokkar eiga að geta þetta og þeir eiga að taka sig saman“ Skrefin í áttina — Hvaða málamiðlun væri hægt að komast niður á í utanríkismál- um? „Afstaða okkar er þekkt: Utan hernaðarbandalaga, friðlýsing ís- lands, enginn her. Það er stefna okkar og markmið. Ég segi hins vegar: Allir áfangar á þessari leið eru betri en núverandi ástand. Ég sé fyrir mér stöðvun hernaðarfram- kvæmda sem nú eru í fullum gangi. Nú er t.d. á teikniborðinu stjórn- stöð fyrir hernað á Norður-Atlants- hafi. Stjórnstöð sem á að duga í totalwar, kjarnorkustríði í sjö daga. Þessar framkvæmdir ber að stöðva að okkar mati og við berj- umst fyrir uppsögn og endurskoð- un herstöðvarsamningsins og vilj- um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Allt þetta væri í rétta átt. í þess- um efnum hlýtur Alþýðubandalag- ið að leggja á það áherslu, að við sem höfum í áratugi verið á móti hernum og aðgerðum Nató, verðum meðhöndluð á jafnréttisgrundvelli, en ekki ýtt út í horn eins og óhreinu börnunum hennar Evu. Einnig þarna væri gaman að kanna, hvaða möguleikar eru á samstöðu. Það eru í raun hundrað þúsund mál sem við gætum náð samstöðu um. Þetta er allt hægt, ef við finnum sam- nefnara. En við skulum ekki vera alltof óþolinmóð. Við gætum t.d. sett okkur það að marki að verða orðinn svona 50% flokkur fyrir aldamót. í dag værum við saman- lagðir mikið, mikið stærri en íhald- ið, ef við hefðum verið með fram- bjóðendur um allt land, segjandi þetta í öllum blöðum, á öllum þing- málafundum, öllum sjónvarps- fundum, alltaf látlaust: Ný jafnað- arstjórn. Þá værum við ekki með 24, heldur miklu fleiri“ — Það urðu margir hissa á dög- unum, þegar þú í útvarpsviðtali hafnaðir hugmyndinni um nýsköp- un? „Hví skyldu menn vera hissa á því? Sósíalistaflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn ásamt Alþýðu- flokknum störfuðu saman í ríkis- stjórn '44-46. Það er Ameríkaninn sem sundraði þeirri stjórn: „Sósíal- istar eiga ekki að vera í ríkisstjórn- um á Vesturlöndum“. Það er knú- inn fram Keflavíkursamningurinn á þeim tíma og Sósíalisaflokkurinn fer úr þeirri stjórn. Síðan hafa Sósí- alistar og Sjálfstæðisflokkurinn aldrei starfað saman í ríkisstjórn. Þegar ég er að segja nei við nýsköp- unarstjórn, þá er ég að segja nei við stjórn með Sjálfstæðisflokknum nema hann komi með einhver bita- stæð tíðindi í íslenskum stjórnmál- um. Mér sýnist að Sjálfstæðis- flokkurinn sé þannig á sig kominn eftir kosningaúrslitin, að hann geti ekki komið með neitt fram í þá veru. Svo er hitt, að ef það gerðist að kratarnir og við færum saman inn í stjórn með íhaldinu, þá vær- um við að splitta upp þessari hreyf- ingu sem ég var að tala um. Kvenna- listinn er til. Hann er pólitískur veruleiku út á tilteknar pólitískar aðstæður. Hann er ekki bara kvennahreyfing heldur líka „alternatíf" stjórnmálahreyfing við gömlu flokkana. Ef við ætlum að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd, þá erum við að vinna þessari framtíðarmynd ógagn. Þess vegna vil ég að þessir þrír flokkar nálgist. Svo geta þeir raunverulega gert samkomulag við hvern sem er, þeg- ar að þeir eru búnir að átta sig á hvað sameinar þá. Slíka nálgun hefði ég viljað sjá. Maður er dálítið pirraður á þessu tali um stjórnir og stjórnir. Um hvern fjandann? Það er aldrei spurt um hvað“ — Ertu að tala um að þessir þrír flokkar, Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Kvennalisti, geti betur stillt saman strengina í stjórnarand- stöðu? „Mér finnst í rauninni alveg ljóst, því miður, að fráfarandi stjórnar- flokkar sem sögðust vera á réttri leið fyrir kosningar, fengu 32 þing- menn, að meðtöldum Stefáni Val- geirssyni. Þeir gætu þess vegna myndað ríkisstjórn. Það vantar að vísu einn mann í annarri deildinni, en þeir kæmu fjárlögum í gegn og gætu samið við stjórnarandstöðu- flokkana um einstök mál. Þetta mynstur kalla ég Stefaníu Valgeirs- dóttur, til aðgreiningar frá Stefaníu gömlu. Ef svona stjórn yrði mynd- uð, gætu þessir flokkar farið að vinna saman og finna samnefnara. Vinna t.d. að málum innan verka- lýðshreyfingarinnar og fleiri mál- um. Auðvitað er líka sá möguleiki að þeir verði allir í stjórn þessir þrír, t.d. með Framsóknarflokknum. Af hverju ekki? Af hverju að einblína á gamla hluti, eins og svokallaða nýsköpunarstjórn, eða Stefaníu, einmitt þegar við stöndum frammi fyrir nýjum staðreyndum, allt öðru flokkakerfi. Mér finnst menn því allt of fastir í fortíðinni í þessu tali um nýsköpunarstjórn. Fjórðungur kjósenda er búinn að segja nei, þetta gengur ekki. Fjórðungur kjósenda kaus ekki gömlu flokkana fjóra.“ Vil eiga gott samstarf við formann A Iþýðuflokksins — Hvað finnst þér um Jón Bald- vin? „Ertu að spyrja mig í blaðavið- taliý spyr Svavar og brosir. „Ég segi ekkert. Frá mínum bæjardyrum séð hefur hann haft á sér hægrisvip. Hann hefur virkað dálítið fljótfær og fyrirsagnaglaður núna undan- farnar vikur. En, ég vil sjálfur eiga gott samstarf við formann Alþýðu- flokksins og ég held að það sé skyn- samlegt af formanni Alþýðuflokks- ins að hafa gott samstarf við for- mann Alþýðubandalagsins. Jón er náttúrlega í talsverðum vanda. Fyrst og fremst vegna þess að hann er kominn frá okkur. Hann kom út úr Alþýðubandalaginu 1967. í öðru lagi, vegna þess að hann kemst til valda í Alþýðuflokknum við býsna sérkennilegar aðstæður. Þannig að honum er það mikil nauðsyn, svo að segja í öllum hans athöfnum, að sanna sig fyrir krötunum — í einu og öllu. Einu sinni var ég spurður að því af hverju mér væri illa við Jón Bald- vin. Ég veit ekki af hverju ég var spurður að því. Þetta er ekkert á svona persónulegum grunni. Ef við tölum um pólitík í þáskildagatíð; þá hefði verið betra að hann, sem nýr formaður um haustið 1985, hefði tekið vel í okkar málaleitan. Þá hefði pólitískt landslag á íslandi strax orðið öðruvísi. Ég tel einnig að það yrði slæmt fyrir framtíðar- þróun vinstrihreyfingar í landinu, ef það gerðist, að saman færu í stjórn íhald og kratar ásamt Fram- sókn. — En, það er hans mál. Það er mál Alþýðuflokksins.“ — Gætir þú eða Jón Baldvin orðið sameiningartákn ef draumur- inn um sameinaða vinstrimenn og jafnaðarmenn á að rœtast. Þarf ekki einhver nýr maður að koma til? „Jú, alveg örugglega. Ég held reyndar að við verðum að passa okkur á því í félagshyggjuflokkun- um, að einblína ekki of mikið á ein- staklinga eins og borgaralegu flokkarnir gera. Ég held að við verðum að læra að vera með fjöl- breytilegri framlínu, en við höfum verið með á seinni árum. Róttœkt endurmat — Nú er miðstjórnarfundurinn framundan um helgina. Hvers væntirðu? „Ég á von á því að við ræðum kosningaúrslitin“ — Muntu ræða þessar hug- myndir um samstarf á vinstri vængnum? „Eg mun gera það. Vinnuheiti minna hugmynda er „Róttækt end- urmat“. Þá er ég að tala um alla hluti. Og heilagar kýr eiga ekki að vera til. Menn eiga að horfa á hlut- ina eins og þeir séu að koma að nýju landi og skipuleggja málin eins og landnemar mundu gera“ — Fyrst þú ert að tala um heilag- ar kýr; sérðu fram á að formanns- ferill þinn muni styttast eftir þenn- an miðstjórnarfund? „Ég vil ekki neitt um það segja. Það er auðvitað alveg ljóst að við verðum að ná fram endurnýjun og uppstokkun og ég mun taka þátt í því af lífi og sál. Ég hef aldrei litið á formannssæti mitt sem fasteign og aldrei litið á flokkinn sem mitt tæki. Ég hef reynt að líta á mig sem vinnumann fyrir flokkinn og þær hugsjónir sem hann stendur fyrirí* — Ertu bjartsýnn um að þessir sundruðu flokkar á vinstri vængn- um taki fljótlega höndum saman? „Það veltur mikið á stjórnar- myndunarviðræðunum núna og mönnum sem bera ábyrgð á þessum flokkum, og málefnunum. Það er hins vegar lífsspursmál að við eign- umst sterkt sameiningarafl vinstri manna í landinu og Alþýðubanda- lagið hlýtur að vera stofn þess afls,“ segir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins. FASTEIGN

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.