Alþýðublaðið - 16.05.1987, Side 7

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Side 7
Laugardagur 16. maí 1987 7 Minningarorð Stefán Pjetursson Seint barst mér andlátsfregn Stefáns Pjeturssonar, þjóðskjala- varðar og ritstjóra, og fylgdi með, að hann hefði óskað, að útförin færi fram í kyrrþey. Þessi gamli vin- ur var horfinn, en minningarnar sóttu því fastar á. Ég kynntist Stefáni 1938, er ég byrjaði að skrifa íþróttafréttir fyrir Alþýðublaðið. Hann var þar og skrifaði um erlend málefni og fleira, en Finnbogi Rútur Valdi- marsson var ritstjóri. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (Hannes á horninu), Karl ísfeld og ýmsir fleiri komu við sögu. Ritstjóri hafði Iítið herbergi með útsýn yfir Arnarhól og höfnina. Þarna komu ýmsir valdamenn, Stefán Jóhann Stefánsson þó oft- ast. Þá söfnuðumst við af ritstjórn- inni þangað inn og stóðum kring- um ritstjóraborðið, af því að ekki var nema einn stóll í herberginu. Var skipst á fréttum og skeggrætt um pólitíkina, og þarna hafa leiðar- ar vafalaust orðið til í hugum rit- stjóranna. Stefán tók við ritstjórn blaðsins 1940. Hann var samviskusamur og stefnufastur ritstjóri, eins og leiðar- ar hans báru vitni, harður í horn að taka á vissum sviðum stjórnmál- anna. Á ritstjórninni var hann mildur húsbóndi og hjálpsamur en Stefán var svo fróður um heima og geima, að sjaldan þurfti að fletta upp í alfræðiorðabók, þegar hann var til taks. Árið 1942 var Alþýðublaðinu breytt úr síðdegisblaði í Morgun- blað. Það stækkaði úr 4 í 8 síður og Til sölu einbýlishús í Búðardal Tilboð óskast í húseignina Ægisbraut 7, Búðardal, stærð hússins er 593 m3 og bílskúr 50 m3. Húsið verðurtil sýnis i samráði við Pétur Þorsteinsson sýslu- mann, sími (93) 4404. Tilboðseyðublöð liggja frammi i húseigninni og á skrifstofu vorri. Kauptilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borgartúni 7, fyrir kl. 11:00 f.h. miðvikudaginn 27. maí 1987, en þá verða tilboðin opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðendæ________ _____ INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7, simi 25844 Tilboð óskast í eftirtalin tæki ofl. sem verða til sýnis næstu daga í áhaldahúsi Hafnarmálastofnunar I Fossvogi og á Víf- ilsstöðum. 1. Steypuhrærivél LOMBARDNI. Mótordrifin. (Bensín) 450, LTR. 2. Steypuhrærivél LOMBARDNI Rafdrifin (3 fasar) 450, LTR. 3. COLCRETE. Hrærivél með tilheyrandi dælu. 4. Gólfslípivél. MASTER. 5. Beltaborvagn. ATLAS COPCO. Árgerð 1974. 6. P.H. krani, 15 tonn. árgerð 1959. 7. Krókvigt, 30 tonn. 8. Díselvél. International 65-8 hestafla með 30 kw. ráfal, 220 wolta. 9. Kartöflu-niðursetningavél. 10. Kartöflu-upptökuvél. 11. Úðadæla. Liður 1-7 til sýnis í áhaldahúsi Hafnarmálastofnunar I Foss- vogi. Upplýsingar þar veitir Gústaf Jónsson forstöðumaður. Liöur 8-11, til sýnis á Vífilsstöðum. Upplýsingar þarveitir um- sjónarmaður [ sima 42800 og bústjóri i síma 42816. Tilboðseyöublöð liggja frammi á ofangreindum stöðum og á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 21. maí n.k. kl. 15:00 e.h. á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna þeim tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍK.ISINS Borgartuni 7, simi 25844 Laus staða Staða forstöðumanns Stofnunar Sigurðar Nor- dals er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til 3-5 ára. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins (forstöðu- maður háskólastofnunar). í reglugerðfyrirstofnuninasegirsvo (2. gr.: „Hlut- verk stofnunarinnar skal vera að efla hvarvetna f heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði.“ í samræmi við þetta er áskilið að umsækjendur hafi lokið kandí- datsprófi eða sambærilegu prófi i einhverri grein hugvísinda og lagt sérstaka stund á íslensk fræði. Góð málakunnátta er einnig áskilin. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilegaskýrslu um námsferil sinn og störf, rann- sóknir og ritverk. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. júli n.k. Menntamálaráðuneytið 14. maí 1987. varð jafnstórt Morgunblaðinu. Undir stjórn Stefáns var blaðið sem heild endurteiknað með mörgum nýjungum í dagblaðamennskunni, sem síðan breiddust út. Blaðið hafði 3.000 eintaka útbreiðslu, en Morgunblaðið um 6.000. Á 2—3 ár- um tókst að auka Alþýðublaðið upp í rúm 6.000, og um skeið var það jafn útbreitt og jafn stórt og keppinauturinn mikli. Þar hafði Alþýðublaðið beitt öllum sínum fjárhagsstyrk, en Morgunblaðið hafði varla snert á sínum. Keypti það nýjar prentvélar fyrir stærra blað og tók á rás — þá rás, sem enn stendur yfir. En þetta var spennandi tímabil á Alþýðublaðinu undir stjórn Stefáns Pjeturssonar. Þær stundir áttum við, oft þegar dagsverki lauk eftir miðnætti, þeg- ar Stefán lagði þunga ritstjóra- starfsins og pólitíkina til hliðar. Birtist þá bráðskemmtilegur fagur- keri, víðfróður um listir og sögu, sem var ekkert mannlegt óviðkom- andi. Þær stundir voru ungum blaðamönnum ógleymanlegar. Stefán Pjetursson fæddist 1898 að Núpum við Skjálfanda, sonur Pjeturs Stefánssonar bónda og síð- ar verkamanns á Húsavík, og Helgu Sigurjónsdóttur. Hann varð stúd- ent 1920 og hélt til Berlínar til að nema sagnfræði. Hann las og nam svo að hann varð með fróðustu mönnum á sínu sviði, og jós úr þeim brunni þekkingar af skörpum gáfum. En hann komst einnig í kynni við kommúnismann í kaffi- húsum stúdenta í Berlín, sem ekki var óalgengt þar í borg á þeim tím- um. Sökkti hann sér djúpt í flokks- starf og komst til áhrifa og ábyrgð- ar. Fór hann meðal annars til Moskvu pólitískra erinda, en þá hafði leiðir skilið og komst hann heim við illan leik. Hann var alla tíð fámáll um þetta tímabil í ævi sinni, og mun þó vera mikil saga að baki. Hins vegar varð baráttan gegn kommúnismanum að leiðarljósi hans eftir þessi nánu kynni, og sótti hann það mál af mikilli festu. Rit- stjórastóll Alþýðublaðsins var góð- ur vettvangur fyrir þá baráttu nokkrum árum eftir klofninginn 1937, meðan fylking sósíaldemó- krata var enn í sárum. Öll pólitísk störf taka enda eftir sínum eigin lögmálum, þar á meðal pólitísk ritstjórn. Stefán tók til starfa á Þjóðskjalasafni og varð síðar þjóðskjalavörður. Þar naut sín hin víðtæka sögulega menntun hans, fróðleikur, vandvirkni og samviskusemi. Við, sem héldum áfram í pólitík og blaðamennsku, sáum hinn gamla húsbónda okkar sjaldnar, en fengum góðar móttök- ur þegar við áttum erindi á Þjóð- skjalasafnið. Stefán Pjetursson var áhrifa- maður í íslenskum stjórnmálum á miklu umbrotaskeiði. Þáttur hans var meiri en flestir gerðu sér grein fyrir, og rödd hans lifir á gulnuðum síðum dagblaðanna, sem eru gleggsta myndin af sögu þeirra ára. Samstarfsmenn og vinir Stefáns frá þeim árum minnast hans með virð- ingu og hlýjum hug. Kona Stefáns var Sonja Bienek, ættuð frá Efri-Slesíu. Bcncdikt Gröndal. Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Sumarferðir í sumar eru áætlaðar ferðir innanlands á vegum Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Upplýsingareru i sumardagskráfélagsstarfs aldr- aðra. Dagskrárnar hafa verið póstlagðar til allra Reyk- víkinga 67 ára og eldri. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsstarfs aldr- aðra Hvassaleiti 56-58 símar689670 og 689671 frá kl. 9-12. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Útboð Hafnarsjóður Sandgerðishafnar auglýsir. Óskað er eftir tilboðum í að leggja vatnslagnir, ídráttarpípur fyrir raflagnir og steypa þekju alls 1300 fermetrar á stálþilsbakka í Sandgerðishöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Miðness- hrepþs frá og með 21. maí. Tilboðum óskast skilað á sama stað kl. 14.00 29. maí og verða þau opnuð þar af þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óska. Sveitarstjóri Miðnesshrepps. Laus staða sérfræöings viö eðlisfræðistofu Raun- vísindastofnunar Háskólans sem veitt er til 1-3 ára. Staða sérfræðings við eðlisfræðistofu Raunvísinda- stofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. september n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða til- svarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsóknastarfa, en kennsla hans við Háskóla íslands er háð samkomu- lagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans og skal þá m.a. ákveðið hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt itarlegri greinargerð og skilrfkjum um menntun og vísindaleg störf og rannsóknaráætl- un, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. júni n.k. Æskilegt er, aó umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm- bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytid 11. maí 1987 Utboð Otradalur 1987 — Bíldudalsvegur í Arnarfirði Vegagerð rikisins óskareftirtilboðum i of- angreint verk. Lengd vegarkafla 4.1 km, neðra burðarlag 6.100 m3, fylling 2.500 m3, ölduvörn 1.500 m3. Verki skal lokið 15. júli 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins á Isafirði og i Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 19. maí n.k. Skilaskal tilboðum ásömu stöðum fyrirkl. 14:00 þann 1. júní 1987. Vegamálastjóri. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Bygg- ingardeildar óskar eftir tilboðum i framkvæmdir við niðurrif og endurbyggingu á steyptum vegg í kringum gæsluvöll við Hringbraut. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavik gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 3. júní n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Posthóll 878 — 101 Reykjavik

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.