Alþýðublaðið - 08.07.1987, Síða 3
Miðvikudagur 8. júlí 1987
3
Sögulegar sættir? Það hefur lengi verið grunnt á því góðamilli tveggjaaf stjórnarflokkunum. Nú vinna Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur saman I ríkisstjórn.
MÁLEFNASAMNINGUR
RÍKISSTJÓRNARINNAR
Ný ríkisstjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar sest að völd-
um í stjórnarráðinu í dag. Alþýðublaðið birtir málefnasamning
stjórnarinnar í heild.
I. STEFNUYFIRLÝSIN G
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar rík-
isstjórnar. Helstu verkefni ríkisstjórnarinnar verða að
stuðla að jafnvægi, stöðugleika og nýsköpun í efna-
hags- og atvinnulífi, bæta lifskjör og draga úr verð-
bólgu.
Markmið stjórnarsamstarfsins er að auka einstakl-
ingsfrelsi og jafnrétti, vinna að valddreifingu og félags-
legum umbótum og treysta afkomuöryggi allra lands-
manna. Ríkisstjórnin mun standa vörð um efnahags-
legt, stjórnarfarslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóð-
arinnar.
Undirstaða hagsældar er jafnvægi í efnahagsmálum
og öflugt atvinnulíf. Ríkisstjórnin leggur áherslu á
stöðugt verðlag og atvinnuöryggi. Hún mun nú þegar
grípa til ráðstafana til þess að draga úr þenslu í þjóðar-
búskapnum og sporna við verðbólgu.
Meginatriði í stefnu ríkisstjórnarinnar og þingmeiri-
hluta hennar eru:
• Gengi krónunnar verði haldið stöðugu, stefnt að
hallalausum viðskiptum við útlönd og lækkun er-
lendra skulda í hlutfalli við þjóðarframleiðslu.
• Jafnvægi í rikisfjármálum verði náð á næstu þremur
árum. Tekjuöflun ríkisins verði gerð einfaldari, rétt-
látari og skilvirkari. Útgjöld ríkisins verði endur-
skoðuð þannig að gætt verði fyllsta aðhalds og
sparnaðar og þau vaxi ekki örar en þjóðarfram-
leiðsla. Skatttekjur nýtist sem best í þágu almenn-
ings.
• Eftirlit með framkvæmd skattalaga verði bætt. Ein-
földun við öflun ríkistekna mun sjálfkrafa draga úr
möguleikum til skattsvika og stuðla að sanngjarnari
greiðslum einstaklinga og fyrirtækja til sameigin-
legra þarfa.
• Stuðlað að eðlilegri byggðaþróun i landinu og varð-
veislu auðlinda lands og sjávar og skynsamlegri hag-
nýtingu þeirra. Fylgt verði byggðastefnu, sem byggist
á atvinnuuppbyggingu, átaki í samgöngumálum, efl-
ingu þjónustukjarna og bættri fjármagnsþjónustu
heima í héraði.
• Fylgt verður sjálfstæðri utanríkisstefnu sem tryggir
öryggi landsins og fullveldi þjóðarinnar. Stefnan
mótast af þátttöku íslands í norrænni samvinnu,
starfi Sameinuðu þjóðanna og varnarsamstarfi vest-
rænna ríkja.
• í samvinnu við aðila á vinnumarkaði verður unnið að
því að auka framleiðni þannig að unnt sé að stytta
vinnutíma og bæta kjör hinna tekjulægstu.
• Kjör kvenna og aðstaða barna verði bætt og áhrif
kvenna í þjóðlífinu aukin.
• Komið verður á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla
landsmenn. Undirstöður samfélags mannúðar og
menningar verða treystar, stuðlað verður að jafnari
skiptingu lífskjara og bættri aðstöðu aldraðra og
fatlaðra.
• Fjárhagsgrundvöllur húsnæðiskerfisins verði treyst-
ur þannig að sem flestir geti eignast húsnæði. Val-
frelsi verði aukið í húsnæðismálum.
• Gerðar verða breytingar á stjórnkerfi hins opinbera
til að gera það virkara.
• Lagður verður traustur grunnur að samfélagi fram-
tíðarinnar með þvi að efla íslenska menningu,
menntun, rannsóknir og vísindi.
II. STARFSÁÆTLUN
Ríkisstjórnin hefur sett sér starfsáœtl-
un fyrir kjörtímabilið sem hér segir:
1. Efnahagsstefna: Helstu markmið.
MARKMIÐ efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar eru að
örva hagvöxt og framfarir í atvinnulífinu á grundvelli
aukinnar framleiðni og nýsköpunar, að bæta lífskjör,
tryggja jafnvægi í viðskiptum við útlönd, sem stöðug-
ast verðlag og fulla atvinnu.
Þessum markmiðum hyggst ríkisstjórnin fyrst og
fremst ná með því að móta meginreglur um efnahagsleg
samskipti og umgjörð atvinnu- og efnahagslífs, sem
tryggi eðlilega samkeppni og samkeppnishæfni ís-
lenskra atvinnuvega. Afskipti ríkisins af einstökum at-
vinnugreinum og fyrirtækjum verði sem minnst. Með
almennum aðgerðum verði skapaðar aðstæður fyrir
tækniþróun, aukinn útflutning og fjölbreytni i at-
vinnulífinu.
Ríkisstjórnin mun beita hagstjórnartækjum með
samræmdum hætti. Fjárlögum, lánsfjáráætlun, pen-
inga- og gengismálum verður markvisst beitt til þess að
draga úr sveiflum og treysta jafnvægi í þjóðarbúskapn-
um.
Stjórn peningamála mun miða að jákvæðum, en
hóflegum raunvöxtum. Lánastofnanir munu njóta
frjálsræðis en verður veitt aðhald frá ríki og Seðla-
banka innan ramma gildandi laga. Ríkisstjórnin mun
stuðla að jafnvægi á lánamarkaði og lækkun vaxta.
Gengisákvarðanir munu miðast við að veita aðhald
að verðlagsþróun innanlands og tryggja jafnvægi í ut-
anríkisviðskiptum. Dregið verði úr erlendum lántökum
hins opinbera.
Meginþættir i efnahagsstefnunni á næsíu árum eru:
• Að verðbólgu verði náð niður á svipað stig og í helstu
viðskipta- og samkeppnislöndum.
• Að halla á ríkissjóði verði eytt á næstu þremur árum.
• Að jafnvægi verði náð í viðskiptum við útlönd.
• Að erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðartekjum
x lækki.
• Að innlendur sparnaður aukist.
Ríkisstjórnin mun stuðla að því að launaákvarðanir
í þjóðfélaginu samræmist þessum markmiðum, jafn-
framt því sem kaupmáttur lægstu launa verði aukinn.
Ríkisstjórnin stefnir að uppbyggingu öflugs atvinnu-
lífs og menntakerfis, sem tryggi hagvöxt til framtiðar
og treysti undirstöður velferoar þjóðarinnar.
2. Atvinnustefna: Efling atvinnuvega —
nýsköpun atvinnulífs.
MARKMIÐ ATVINNUSTEFNUNNAR er aö ia at-
vinnulífinu sem best vaxtarskilyrði. Allar atvin ;rein-
ar njóti sem jafnastra starfsskiiyrða. Hlutverk Gsins
er fyrst og fremst að tryggja stöðug almenn skilyrði fyr-
ir atvinnulífið hvað varðar gengi, skatta og lánakjör.
Ríkisafskipti og ríkisrekstur á atvinnufyrirtækjum
verði sem minnstur.
Opinber afskipti af verðlagningu verði sem minnst,
en stuðlað að aukinni samkeppni og verðgæsla efld,
þar sem samkeppni er ófullnægjandi. Löggjöf gegn
hringamyndun, samkeppnishömlum og óeðlilegum