Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 4
4
viðskiptaháttum verður endurskoðuð.
Starfsháttum og stjórn fjárfestingarlánasjóða verð-
ur breytt, einkum með því að hverfa frá skiptingu
þeirra, sem miðuð er við hefðbundnar atvinnugreinar,
þannig að nýjar greinar standi jafn vel að vígi og gaml-
ar hvað varðar aðgang að lánsfé.
MIKILVÆGIR þættir í atvinnustefnunni eru:
• Fríverslun verður meginstefnan í viðskiptum. Stefnt
verður að því að tryggja tollfrjálsan innflutning á
fiskafurðum í helstu viðskitpalöndum íslendinga.
• Greitt verður fyrir stofnun og starfsemi smáfyrir-
tækja á sviði fjarskipta og upplýsingatækni, sem
byggist á hugviti og markaðsþekkingu. Sama gildir
um fyrirtæki á sviði nýrrar tækni, t.d. lif- og raf-
eindatækni, og hagnýtingu slíkrar tækni í hefð-
bundnum atvinnugreinum.
• Áfram verður leitað samstarfs við erlend fyrirtæki
um stóriðju, eftir því sem markaðsaðstæður leyfa og
hentar íslenskum orkubúskap.
• Skipulag orkumála verði endurskoðað, þar með
hlutverk Orkustofnunar og orkusjóðs.
• Samkeppnisstaða þeirra greina, sem eiga við óeðli-
lega erlenda samkeppni að etja, verði treyst.
• Innlend ferðaþjónusta verði efld, stuðlað að aukinni
fjölbreytni og þess gætt að
starfsskilyrði séu ekki síðri þeim er gilda fyrir aðrar
atvinnugreinar.
• Tryggingastarfsemi verði sem frjálsust undir trygg-
ingaeftirliti ríkisins.
• Verktakastarfsemi fyrir varnarliðið verði tekin til
endurskoðunar.
• Gjaldeyrisverslun og fjármagnshreyfingar milli ís-
lands og annarra landa verður frjálsari en nú er og
dregið úr skilaskyldu á gjaldeyri.
• Lög og reglur um erlent fjármagn í íslensku atvinnu-
lífi verða endurskoðuð og samræmd. Erlent áhættu-
fé geti komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjár-
mögnun atvinnufyrirtækja hér á Iandi, en jafnframt
verði tryggt að erlendir aðilar nái ekki tökum á nátt-
úruauðlindum lands og sjávar.
• Aðhald að verðmyndun í innflutningsverslun verður
aukið með bættri verðgæslu og samanburðarathug-
un á verði hér á landi og í öðrum löndum.
• Skipan útflutningsverslunar verður einfölduð og
færð í átt til meira frjálsræðis þar sem aðstæður á er-
lendum mörkuðum leyfa.
• Átak verði aert til að stytta vinnutíma. Skipuð verði
samstarfsnefnd aðila vinnumarkaðarins og ríkisins
sem hafi það verkefni að leita leiða til að stytta
vinnutíma án þess að tekjur skerðist. Einnig verði
kannað hvern þátt ábatahlutur geti átt í myndun
launa og hvernig greiða megi fyrir eignaraðild starfs-
fólks að fyrirtækjum.
2. 1. Sjávarútvegur.
FISK VEIÐISTEFNAN verður tekin til endurskoðunar
og stefna mörkuð sem taki gildi þegar í upphafi næsta
árs.
Endurskoðunin verður falin sérstakri nefnd sem hafi
samráð við helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fisk-
iðnaði, svo sem fulltrúa útgerðar, fiskvinnslu, sjó-
manna- og fiskvinnslufólks og sérfræðinga Hafrann-
sóknastofnunar.
Nefndin mun meðal annars taka afstöðu til eftirfar-
andi atriða:
• Hvernig og hverjum veiðihemildir skuli veittar. Með-
al annars verði athugað hvort veiðiheimildir verði al-
farið bundnar við skip.
• Hvernig taka niegi meira tillit til byggðasjónarmiða
við mótun fiskveiðistefnu, auka athafnafrelsi og
svigrúm til endurnýjunar í sjávarútvegi.
• Hvers konar reglur skuli setja um færslu veiðiheim-
ilda milli aðila.
• Hve lengi meginreglur um stjórn fiskveiða skuli
gilda.
Aðrir mikilvægir þættir í sjávarútvegsstefnu ríkis-
stjórnarinnar:
• Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins taki til alls út-
flutnings á fiski og fiskafurðum.
• Verðlagsráði sjávarútvegsins verður heimilað að gefa
fiskverð frjálst með yfirnefndarákvörðun, náist ekki
samkomulag í ráðinu sjálfu.
• Undirbúnar verða reglur til frambúðar um starfsemi
fiskmarkaða hér á landi til að leysa af hólmi þær sem
nú eru og gilda til loka næsta árs.
• Rannsóknar- og þróunarstarf i sjávarútvegi, þar á
meðal á sviði fiskeldis í og við sjó, verður aukið.
Miðvikudagur 8. júl( 1987
• Eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum í sjávarútvegi
verður einfaldað og samræmt.
2.2. Landbúnaður
MARKMIÐ LANDBÚNAÐARSTEFNUNNAR verð-
ur að tryggja þjóðinni fjölbreytt og öruggt framboð á
búvörum með sem minnstum tilkostnaði, treysta
starfsskilyrði í landbúnaði og bæta hag bænda. Átak
verður gert til að stöðva gróðureyðingu, græða örfoka
land og auka skógrækt. Svæðaskipulag í landbúnaðar-
framleiðslu verður endurskoðað með tilliti til land-
kosta, byggðasjónarmiða og markaðsaðstæðna.
Landgræðsluáætlun verður tengd alhliða landnýt-
ingaráætlun og miðist meðal annars við skipulega nýt-
ingu afréttarlanda.
Unnið verður að aðlögun landbúnaðarins að breytt-
um markaðsaðstæðum:
• Nýjar búgreinar verði efldar og stærri hluti fjárveit-
inga til landbúnaðar renni til þeirra. Menntun, starfs-
fræðsla og rannsóknir í landbúnaði verða efldar. Jafn-
framt verði unnið skipulega að fjölgun nýrra starfa i
sveitum landsins.
• Ríkisstjórnin taki upp viðræður við Stéttarsamband
bænda um framkvæmd á samningi um verðábyrgð rík-
isins á landbúnaðarafurðum með það að markmiði að
hún verði sem hagkvæmust og ódýrust. Meðal annars
verði skipting heildarfjárframlaga milli útflutnings-
bóta og búháttabreytinga athuguð út frá því sjónarmiði
að stærri hlut verði varið til að greiða fyrir breytingum
á búháttum i ljósi markaðsaðstæðna.
• Reglur um framleiðslustjórn og fullvirðisrétt verða
endurskoðaðar. Uppkeyptum fullvirðisrétti megi ráð-
stafa svæðisbundið, þar sem landkostir leyfa og þörf er
á, til að styrkja byggð, en annars staðar verði hann
felldur niður.
• Lagaákvæði um stjórn Framleiðnisjóðs og hlutverk
hans verði endurskoðuð.
• Lögð verður aukin áhersla á nýjungar í markaðs- og
sölustarfi fyrir landbúnaðarframleiðsluna, meðal ann-
ars með sérstöku verkefni við markaðsleit fyrir sérunn-
ið dilkakjöt erlendis.
• Starfsemi afurðastöðva og sölu- og verðmyndunar-
kerfi landbúnaðarins — þar á meðal fyrirkomulag
vaxta- og geymslukostnaðar og söluþóknun fyrir út-
fluttar vörur — verður endurskoðað i því skyni að auka
gæði, örva vöruþróun og lækka verð. Hlutur bóndans
verði sem mestur í endanlegu verði.
• Sjóðakerfi og sjóðagjöld landbúnaðarins verða end-
urskoðuð og einfölduð í þeim tilgangi að gjöldin lækki.
• Unnið verður að endurskoðun á starfsemi stofnana
landbúnaðarins í því skyni að auka hagkvæmni og
sparnað.
• Lög um forfalla- og afleysingaþjónustu bænda verða
endurskoðuð.
• Athugun verði gerð á rekstri sláturhúsa með hag-
kvæmnissjónarmið í huga.
• Kannað verði hvernig best verður staðið að stað-
greiðslu á búvöru til bænda og fyrirkomulagi rekstrar-
og afurðalána.
• Jarðræktar- og búfjárræktarlög verða endurskoðuð.
Því fjármagni, sem við það sparast verði varið til efling-
ar Jarðakaupasjóðs. Leitast verður við að mæta vanda
þeirra bænda sem búa við sérstaklega erfiða fjárhags-
stöðu með skuldbreytingum, kaupum eða leiðrétting-
um á fullvirðisrétti eða kaupum á jörð með tilstyrk
Jarðakaupasjóðs.
• Jarðalögin verði endurskoðuð í því augnamiði að
auðvelda eigendaskipti að bújörðum.
• Fjárframlag ríkisins til áburðarframleiðslu verður
fellt niður eða lækkað.
• Kjarnfóðurskattur verður lagður á til að styrkja sam-
keppnisstöðu innlendrar fóðurframleiðslu.
• Að lokum aðlögunartíma er stefnt að jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar eftir búvörum á innlendum
markaði.
3. Utanríkisstefna.
Ríkisstjórnin mun fylgja sjálfstæðrj utanríkisstefnu. Á
þeim grundvelli styðja íslendingar alla raunhæfa við-
leitni sem beinist að gagnkvæmri fækkun kjarnavopna
undir öruggu eftirliti, gegn vígbúnaðarkapphlaupi og
að vinsamlegum samskiptum þjóða.
Ríkisstjórnin ítrekar þá grundvallarstefnu í utanrík-
ismálum að taka virkan þátt í norrænu samstarfi, í
samstarfi Evrópuþjóða, í starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna og vestrænu varnarsamstarfi á grundvelli aðildar
að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningsins.
íslendingar taki virkan þátt í starfsemi Atlantshafs-
bandalagsins. Til þess þarf að efla starf utanríkisráðu-
neytisins á sviði varnar- og öryggismála. íslensk stjórn-
Fréttahaukarnir fylgdust vel með hverju fótmáli stjórnmál
eru þeir að leita frétta hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, sem '
fram og kaupleigufbúðir eru á góðri
völd leggi ávallt sjálfstætt mat á öryggis- og friðarmál
og varnir íslands.
Kjarnavopnaleysi Norðurlanda er liður í ríkjandi
jafnvægi í okkar heimshluta. Fylgt verður markaðri
stefnu varðandi þátttöku íslands í samvinnu ríkis-
stjórna Norðurlanda um kjarnavopnalaust svæði.
Sameiginlegar yfirlýsingar um slíkt svæði þurfa að vera
hluti víðtækara samkomulags milli austurs og vesturs
um afvopnun eða takmörkun vígbúnaðar.
Samvinna við þróunarlönd verður aukin í anda sam-
þykkta Sameinuðu þjóðanna um þróunaraðstoð. Ein-
dregin afstaða verður tekin á alþjóðavettvangi gegn
hvers kyns mannréttindabrotum og kúgun.
Áhersla verður lögð á víðtækt samstarf við aðrar
þjóðir Norðurlanda. Sameiginleg menning þjóðanna
verði styrkt með auknum menningarsamskiptum.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir samstarfi þjóða við
Norður-Atlantshaf um sameiginlega hagsmuni varð-
andi nýtingu auðlinda hafsins. íslenskra hafréttarhags-
muna verður gætt innan sem utan 200 mílna efnahags-
lögsögunnar. íslendingar munu hafa frumkvæði á al-
þjóðlegum vettvangi í umræðum og aðgerðum gegn
mengun í lofti, láði og legi vegna úrgangs frá iðnaði og
kjarnorkuverum.
Samvinna við Evrópubandalagið á sviði viðskipta-
mála og vísindaþróunar verður aukin. Fylgst verður ná-
ið með öllum breytingum á störfum og skipulagi
Evrópubandalagsins. Innan EFTA og GATT og í samn-
ingum við Evrópubandalagið verður lögð rík áhersla á
fríverslun og afnám hafta og tolla.
4. Endurskipulagning
á ríkisbúskapnum.
Ríkisstjórnin setur sér eftirfarandi markmið i ríkisfjár-
málum:
• Að ná jafnvægi í rikisfjármálum á næstu þremur ár-
um.
• Að ljúka heildarendurskoðun á tekjuöflunarkerfi
ríkisins fyrir mitt kjörtimabil þannig að skattakerfið
verði einfaldara, réttlátara og skilvirkara.
• Að endurskoða útgjöld ríkisins þannig að skatttekj-
ur nýtist sem best til verkefna á vegum hins opinbera.
• Að bæta framkvæmd og eftirlit með skattalögum og
framkvæma tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum.
Við endurskipulagningu á ríkisbúskapnum verða
eftirfarandi sjónarmið lögð til grundvallar:
4.1. Heildarendurskoðun skattakerfisins.
• Megintekjustofnar hins opinbera verði sem almenn-
astir þannig að skattlagning verði sem hlutlausust.
• Skattlagning mismuni ekki fyrirtækjum eftir rekstr-
arformum.
• Undanþágum og sérreglum verðunfækkað þannig að
unnt verði að hafa álagningarhlutföll sem Iægst.
Stefnt verður að því að samræma og einfalda löggjöf
um tekjuöflun ríkisins að lokinni endurskoðun.
Helstu þættir í hinu nýja skattakerfi verði: