Alþýðublaðið - 08.07.1987, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 08.07.1987, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 8. júlí 1987 þjónusta Húsnæðisstofnunarinnar meti umsóknir þeirra sem hér um ræðir. • Áhersla verði lögð á fjármagn til íbúða fyrir aldraða og öryrkja í vernduðu þjónustuumhverfi og til stúdentagarða og annarra námsmannaíbúða. • Gerð verður áætlun um umbætur í húsnæðis- og vist- unarmáium aldraðra og fatlaðra. • Samið verði umað afgreiðsla húsnæðislána geti farið fram í lánastofnunum. Markmið húsnæðislánakerfisins er að fullnægja eðlilegri lánaþörf' og að greiðslubyrði fjölskyldna vegna húsnæðisöflunar verði ekki óeðlilega mikill hluti ráðstöfunartekna. 10. Fjölskyldu- og jafnréttismál. Unnið verður að því að treysta stöðu fjölskyldunnar með markvissri fjölskyldustefnu, fyrst og fremst með velferð barna fyrir augum. I samráði við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfé- lögin verður unnið að þvi að tekið verði meira tillit til þarfa fjölskyldunnar og þess að foreldrar beri jafna ábyrgð á börnum sínum, meðal annars með sveigjan- legum og styttri vinnutíma og bættri dagvistarþjón- ustu. Átak verður gert til að koma á jafnrétti kvenna og karla með sérstakri áherslu á Iaunajafnrétti. Störf kvenna hjá hinu opinbera verði endurmetin. Við þetta endurmat verði m.a. tekið tillit til mikilvægis umönnunar- og aðhlynningarstarfa og starfsreynslu á heimilum. • Launastefna ríkisins sem aðila að kjarasamningum miði að því að bæta kjör hinna tekjulægstu og að endurmeta störf kvenna og stuðla að jafnrétti í launakjörum og hlunnindagreiðslum hjá ríkinu; jafnframt verði kannað hvernig unnt er að gefa for- eldrum færi á að fá launalaust leyfi vegna umönnun- ar barna þegar sérstaklega stendur á. • Unnið verður samkvæmt framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. • í skatta- og lífeyrismálum og almannatryggingum verður tekið meira tillit til heimavinnandi fólks. • Fyrirkomulag dagvistunar barna og tilhögun greiðslna fyrir hana verður athugað. í því sambandi verður Iitið á þátt barnabóta og hvernig þær geti stuðlað að auknum samvistum barna og foreldra. • Lokið verði endurskoðun framfærslulaga. Aðstaða aldraðra og fatlaðra verði bætt og unnið að því að tryggja þeim jafnrétti í þjóðfélaginu. • Áætlun verði gerð í samráði við sveitarfélög um átak til að bæta heimilisþjónustu og vistunaraðstöðu fyrir aldraða og fatlaða. • Starfsemi Framkvæmdasjóðs fatlaðra verði styrkt samkvæmt fjögurra ára áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu sambýla fyrir fatlaða og verndaða vinnustaði. 11. Heilbrigðismál Fjárhagslegt skipulag heilbrigðisþjónustu og sjúkra- trygginga verður tekið til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að nýta sem best þá fjármuni sem varið ei til þessara mála. Meðal annars verður verka- skiptin milli ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðis- þjónustu endurskoðuð. Mikiivægir þættir í heilbrigðisstefnunni eru: • Auk ur forvarnir, heilsuvernd og sjúkdómaleit til að stem la stigu við sjúkdómum og slysum, svo og fræö 'ustarf um ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu. • Stefi verðiaðþvíaðnýtanýjustutækniogframfarir í vísi Jum til að efla sérhæfðar lækningar. • Ákv 'anir um áherslur byggist á mati á líklegri þró- un o framtíðarhorfum í heilbrigðis- og heilsufars- máh • Lög erði endurskoðuð með hliðsjón af stefnu i heils . erndarmálum, sem sett er fram í íslenskri heil- brig< ^áætlun, með forvarnarstarf að meginmark- miði • Sarm mdar verði aðgerðir stjórnvalda til að auð- velda ramkvæmd neyslu- og manneldisstefnu með heilb .gði landsmanna að leiðarljósi. • Leitao verði leiða til að lækka lyfjakostnað í heil- brigðiskerfinu. Verðlagning á lyfjum verði endur- skoðuð í því skyni að lækka verð þeirra. • Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja ávana- og fíkniefnavarnir. Samstarfsnefnd þeirra ráðuneyta, sem ávana- og fíkniefnamál heyra undir, samræmi og efli aðgerðir á þessu sviði, meðal annars með auk- inni löggæslu en fyrst og fremst með auknu fræðslu- og uppeldisstarfi. 12. Umhverfismál RÍKISSTJÓRNIN mun samræma aðgerðir stjórnvalda að umhverfisvernd og mengunarvörnum, meðal ann- ars með eftirfarandi hætti: • Sett verða almenn lög um umhverfismál og samræm- ing þeirra falin einu ráðuneyti. • Gerð verður áætlun um nýtingu landsins sem miðar að því að endurheimta, varðveita og nýta landgæðin á hagkvæman hátt. • Ríkisjarðir verða nýttar til útivistar, skógræktar og orlofsdvalar fyrir almenning þar sem því verður við komið. • Skógrækt, landgræðsla og gróðurvernd verða aukin í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og frjálsra samtaka. • Umhverfisáhrif atvinnufyrirtækja, svo sem í fisk- eldi, verða könnuð og reglur settar til þess að koma í veg fyrir mengun frá þeim. • Við skipulag ferðamála verður þess gætt að hlífa við- kvæmum landsvæðum, svo að komið verði í veg fyrir umhverfisspjöll. • Fræðsla um náttúruvernd og umhverfismál verður aukin. • Eftirlit með losun hættulegra efna verði bætt. • Athugað verði hvernig auka megi endurvinnslu á úr- gangi. • Strangara eftirlit verður haft með efnanotkun við matvælaframleiðslu og í innfluttri neysluvöru. 13. Stjórnkerfisbreytingar Ríkisstjórnin mun vinna að umbótum á stjórnkerfi hins opinbera til þess að gera það virkara: • Ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi frumvarp að nýjum lögum um Stjórnarráð íslands ásamt drögum að nýrri reglugerð um verkaskiptingu ráðuneyta. • Kosningalög verði endurskoðuð. • Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir heildarendurskoð- un dómsmálaskipunar er feli í sér aðskilnað dóms- starfa og stjórnsýslustarfa. • Sett verður almenn stjórnsýslulöggjöf, er tryggi vandaða og óhlutdræga málsmeðferð í opinberri stjórnsýslu. • Hreyfanleiki milli embætta innan stjórnkerfisins verði aukinn og æviráðning embættismanna afnum- in. Undirbúin verði lagasetning um hagsmuna- árekstra, að undangenginni sérstakri athugun. 14. Framtíðarsýn Á vegum forsætisráðuneytisins verður unnið áfram að könnun á þróun íslensks samfélags fram yfir aldamót og niðurstöðurnar hagnýttar við mótun langtíma- stefnu um þróun íslensks þjóðfélags og stöðu íslend- inga meðal þjóða. Áhersla verður lögð á langtímasjónarmið í sambúð þjóðarinnar við landið, gögn þess og gæði, og í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Tillit verður tekið til þessara sjónarmiða við áætlanagerð og ákvarðanir frá ári til árs um opinbera þjónustu og framkvæmdir. Rikisstjórnin telur slíkar langtímaathuganir mikil- vægar til þess að búa þjóðina undir viðfangsefni fram- tíðarinnar. III. FYRSTU AÐGERÐIR Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að koma á betra jafnvægi í efnahagsmálum og að stuðla að auknum jöfnuði í Iífskjörum. 1. Aðgerðir í fjármálum og peningamálum Horfur um verðbólgu og viðskiptahalla hafa versnað að undanförnu. Verðbólga hefur færst í aukana á ný og útlit er fyrir verulegan halla á viðskiptum við útlönd. Þetta má rekja til hækkunar þjóðarútgjalda umfram þjóðartekjur, sem stafar meðal annars af því, að kaup- máttur tekna hefur aukist mikið á árinu. Á sama tíma er mikill halli á ríkissjóði og hætta á óhóflegri útlána- aukningu í bankakerfinu. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að grípa til aðgerða í fjármálum og peningamálum til að hamla gegn verð- bólgu og jafnvægisleysi, treysta gengi krónunnar og eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur í efnahagsmálum að undanförnu. Ráðstafanir þessar munu draga úr halla á ríkissjóði á þessu ári og enn frekar á því næsta. Jafn- framt verður hamlað gegn erlendum lántökum og út- lánaþenslu í bankakerfinu. Aðgerðirnar í ríkisfjármálum eru fjórþætt- ar: í fyrsta lagi er undanþágum frá söluskatti fækkað og tekinn upp sérstakur söluskattur með lægra hlutfalli (10%) af matvælum — öðrum en kjöti, fiski, mjólk, ferskum ávöxtum og grænmeti — og nokkrum greinum þjónustu, svo sem lögfræðiþjónustu, fasteignasölu, endurskoðunarþjónustu, bókhaldsþjónustu og þjón- ustu verkfræðinga, arkitekta o.fl. Auk þess að styrkja stöðu ríkissjóðs á næstunni er þessi fækkun undan- þága áfangi í átt til endurbætts kerfis óbeinnar skatt- heimtu með Iægra skatthlutfalli á breiðari álganingar-’ stofn. Fækkun undanþága mun einnig auðvelda eftirlit og bæta innheimtu. í öðru lagi verður sérstakt gjald lagt á bifreiðar eftir þyngd, 4 kr. á kg á ári. Á þessu ári verður innheimt hálft bifreiðagjald. Á næsta ári áformar ríkisstjórnin að fella niður smærri gjöld sem nú eru lögð á bifreiðar. í þriðja lagi verður innheimtur viðbótarskattur af innfluttu kjarnfóðri, 4 kr. á kg. í fjórða lagi verður ríkisábyrgðargjald hækkað og lagt lántökugjald á erlend lán. Ábyrgðar- og lántöku- gjöldin skila ríkissjóði nokkrum tekjum en tilgangur- inn er einkum að draga úr erlendum lántökum. Þessi gjöld eru þvi einnig þáttur í peningamálastefnu. Áætlað er að þessar aðgerðir muni skila ríkissjóði tæpum milljarði króna á þessu ári. Þær eru því stórt skref í þá átt að jafna hallann á ríkissjóði. Um leið og undanþágum frá söluskatti er fækkað verður gert sérstakt átak til að bæta eftirlit og inn- heimtu. Þetta átak er áfangi í áætlun um að hrinda í framkvæmd tillögum nefndar sem kannaði umfang skattsvika um úrbætur til að bæta skattaeftirlit og framkvæmd skattalaga. Ríkisstjórnin telur aðgerðir gegn skattsvikum meðal brýnustu verkefna sinna. Aðgerðir í peningamálum eru margþættar: í fyrsta lagi verða vextir af spariskírteinum ríkissjóðs hækkaðir um 1,5% til að greiða fyrir sölu þeirra og draga þannig úr lántökuþörf ríkissjóðs erlendis og hjá Seðlabankanum. í öðru lagi verður endurgreiðsla söluskatts til sjávar- útvegs lögð inn á bundna reikninga í vörslu Verðjöfnun- arsjóðs og Fiskveiðasjóðs. í þriðja lagi verða settar reglur um fjármögnunar- leigu, um notkun greiðslukorta og afborgunarviðskipti sem ætlað er að draga úr þenslu. Með þessum ráðstöfunum er komið á betra samræmi milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna og þannig sköpuð skilyrði til að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla þeg- ar til lengri tíma er litið. Aðgerðirnar miða allar að því að hamla gegn þenslu í efnahagslífinu með því að draga úr heildareftirspurn. Áætlað er að þær haldi aftur af þjóðarútgjöldum sem nemur 1—1,5% og dragi úr við- skiptahalla um allt að 1% af þjóðarframleiðslu. Að- gerðirnar í rikisfjármálum, einkum breyting sölu- skattskerfisins, munu i upphafi hafa í för með sér nokkra hækkun framfærsluvísitölu. Þessar aðgerðir ásamt ráðstöfunum í peningamálum eru nauðsynlegar til að draga úr verðbólgu þegar fram í sækir svo unnt sé að halda gengi íslensku krónunnar stöðugu og að ná jafnvægi í viðskiptum við útlönd. 2. Aðgerðir til kjarajöfnunar. Ríkisstjórnin mun móta stefnu, sem miðar að því að bæta kjör hinna tekjulægstu og stuðla að jafnrétti í launamálum. Fyrsta skrefið er hækkun elli- og örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar, þannig að þessar greiðslur ásamt greiðslum úr lífeyrissjóðum og öðrum tekjum verði ekki lægri en lágmarkslaun í landinu frá 1. september næstkomandi. Þannig verður lágmarks- framfærslueyrir einstaklings tæpar 28 þúsund krónur á mánuði i stað 25 þúsunda nú. Viðbótarkostnaður ríkis- sjóðs á þessu ári af þessum sökum er áætlaður um 90 milljónir króna. Annað skref er hækkun barnabótaauka á þessu ári úr rúmum 25 þúsundum króna í 30 þúsundir. Þessi hækkun barnabótaaukans mun fyrst og fremst renna til barnmargra fjölskyldna með lágar tekjur. Kostnað- arauki ríkissjóðs af þessari hækkun er áætlaður um 100 milljónir króna. Ríkisstjórnin telur að almennir kjarasamningar séu í verkahring og á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Hún vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að launahækkanir í þjóðfélaginu geti samrýmst efnahagslegu jafnvægi jafnframt því sem kaupmáttur lægstu launa batni. En til þess að slíkur árangur náist er mikilvægt að fyrstu aðgerðir í fjármálum og peningamálum dugi til að leggja grundvöll að efnahagslegum stöðugleika til frambúðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.