Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 4
4 »i' Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: MIN BfÐA FJÖLMÖRG ARIÐANDI VERKEFNI „Taka þarf til hendi í húsnæðismálum — kaupleigumáli — jafnréttismálum — endurmati á störfum kvenna — málefni fatlaðra — sveitarstjórnarmálum — og svona mætti endalaust upp telja“ Nýr félagsmálaráð- herra á íslandi heitir Jóhanna Sigurðardóttir. Hún hefur um margra ára skeið vakið athygli á sér fyrir skeleggan mál- flutning og ákveðni í baráttunni fyrir jafnrétti og jöfnuði. Hún hefur um mörg undanfarin ár verið einn helsti tals- maður Alþýðuflokksins í félags- og velferðar- málum. Að ná slíku orðspori hlýtur að teljast verulegur árangur fyrir stjórnmálamann í flokki sem frá fornu fari hefur sett þau mál á oddinn. Jóhanna hefur með atorku sinni og óbilandi baráttuvilja vakið áhuga margra og aðdáun sumra, en hún hefur líka bakað sér óvinsœldir í sumum forréttindastétt- um. Síðast í vetur lýsti a.m.k. einn tannlœknir áhuga sínum á því að koma í veg fyrir áfram- haldandi framboð hennar. Nú hefur Jóhanna loksins komist í þá stöðu að hafa völd til að framkvœma eitthvað af því sem hana hefur svo lengi dreymt um. Við náðum tali af henni á miðvikudaginn, hálfpart- inn á hlaupum, enda var þetta einmitt dagurinn sem hún tók við ráðu- neytinu og samtalið varð því ekki langt, en við náðum þó að spyrja hana hvernig henni litist á þetta nýja verkefni. „Á verksviði félagsmálaráðu- neytisins eru margir mikilvægir málaflokkar og einmitt málaflokk- ar sem ég hef haft mikinn áhuga á og beitt mér fyrir á umliðnum ár- um. Ég nefni t.d. húsnæðismálin, sem er vissulega erfiður málaflokk- ur að taka við og þar biða mikilvæg málefni úrlausnar. Ég nefni kaup- leigumálið, sem verður að öllum Iíkindum mitt fyrsta verk að hrinda í framkvæmd. Eg nefni einnig jafn- réttismálin, sem eru á verksviði fé- lagsmálaráðuneytisins, en þar mun ég reyna að beita mér mikið, — ekki síst að því er varðar launajafnrétti kynjanna og endurmat á störfum kvenna. Ég vil einnig taka fram, að á verksviði félagsmálaráðuneytis- ins er einn málaflokkur sem ég hef haft mikinn áhuga á, en það eru málefni fatlaðra og er það mála- flokkur sem ég mun sérstaklega skoða. Einnig nefni ég sveitar- stjórnarmálin, en þar bíða fjöl- mörg verkefni og það er líka eitt af þeim málum sem ég mun skoða eins fljótt og unnt er“ — Kaupleigumálið var mjög til umrœðu við gerð málefnasamn- ingsins. Ertu ánœgð með þá samn- inga sem tókust? „Við í Alþýðuflokknum höfum eins og allir vita lagt höfuðáherslu á kaupleigumálið og það var auðvit- Laugardagur 11. júlí 1987 að höfuðnauðsyn að ná þessu máli í gegn í þessum stjórnarmyndunar- viðræðum. Það tókst og ég fagna því mjög og ég mun vinna eins vel úr því og ég framast get. Ég tel að þarna hafi náðst mjög góður árang- ur og að ég sé þarna með í höndun- um ákvæði í málefnasamningnum sem vel er hægt að vinna eftir, þannig að þetta mál, kaupleigu- íbúðir, verði að veruleika" — Á meðan á stjórnarmyndun- arviðrœðunum stóð kom upp sá kvittur að verið vceri að reyna að koma í veg fyrir að þú fengir ráð- herraembætti. Er eitthvað fil íþess- um getgátum? „Ég hef ekki hugmynd um það hvort slíkar hugmyndir hafi ein- hvern tímann verið uppi. Ráðherra- dómur er þó vissulega ekkert sjálf- gefinn fyrir mig, frekar en aðra. Það var formaðurinn sem gerði til- lögu um mig og miðað við þann málefnasamning sem lá fyrir í lok- in, þá taldi ég rétt að taka þeirri til- lögu sem formaðurinn gerði í þessu efni.“ — Félagsmálaráðuneytið er talið erfitt og fjárfrekt ráðuneyti og sagt að það hafi „drepið af sér” tvo val- inkunna stjórnmálamenn á síðustu árum. Óttast þú að örlög þín geti orðið þau sömu? „Enginn getur ráðið í sín örlög. Ég tel þó að í málefnasamningnum, að því er varðar þann málaflokk sem ég fer með, þá sé hægt að vinna nokkuð vel úr þessum málum. Við verðum bara að láta verkin tala í þessu efni“ — Hvað finnst þér almennt um málefnasamninginn? „Eg held að þessi málefnasamn- ingur beri sterkan svip af stefnu okkar jafnaðarmanna og það sé al- veg auðsætt að alþýðuflokksmenn hafi komið mjög nálægt því plaggi. í öllum málaflokkum er að finna ýmis mál sem Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á. Ég nefni sem dæmi uppstokkun á skattakerfinu og aðgerðir gegn skattsvikum, sem ég fagna sérstaklega að er þarna skýrt inn í málefnasamningnum. Ég treysti Jóni Baldvin Hannibals- syni, sem fer með fjármálin, mjög vel til þess að hrinda þeim tillögum I framkvæmd sem liggja fyrir í því efni að ráðast gegn skattsvikum. Einnig má í málefnasamningnum finna ýmis umbóta- og félagsmál sem Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á og það sem er ef til vill nokkuð sérstætt við þessa starfsá- ætlun er að ég tel að það hafi ekki fyrr verið eins sterk ákvæði, bæði í markmiðslýsingum ríkisstjórnar- innar og eins í kaflanum um jafn- réttismál, en þá á ég við hin sterku ákvæði um jafnréttismál kynjanna. Þar er á ferðinni gífurlegt nauð- synjamálþ segir nýi félagsmálaráð- herrann Jóhanna Sigurðardóttir, og er þar með rokin til að halda áfram að sinna hinu nýja embætti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.