Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. júlí 1987 7 V Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, við- skipta-,dóms-og kirkjumálaráðherraeru aðalhöfundarstefnumálaskrár Al- þýðuflokksins og skrifuöu ennfremur málefnasamning rlkisstjórnarinnar. Ekki að furða að málefnasamningurinn sé kallaður „krataplaggið." MÁLEFNASAMNINGUR RÍKIS^^nAlARIMMAR Ný ríkisstjórn ! um í stjórnarr ' I. STEFNUYFIRLÝSING Sjálfttæðuflokkur, Framjóknarflokkur og Alþýðu- flokkur hafa náð samkomulagi um myndun nýrrsr rik- isstjórnar. Helstu verkefni rikitujórnarianar verða a/ stuóla aó jafnvægi, ttöðugleika og nýtkðpun I efnr hags- og atvinnulffi, bæu Uftkjðr og draga úr verf bólgu. Markmið ttjórnarsamstarftiru er að auka einstaf ingsfrelti og jafnrétti, vinna að valddrci fingu og fálaj legum umbótum og treysta afkomuöryggi aUra lanr manna. Rikhstjórnin mun tunda vðrö um efnaha legt, ttjórnarfarslegt og menningarlegt ijálfstaeði þj Undirstaða hagsældar er jafnvægi I efnahagsmá og öflugt atvinnulif. RIkU«jórnin leggur áhen stöðugt verðlag og atvinnuöryggi. Hún mun nú J gripa til ráðttafana til þess að draga úr þenslu i þj búskapnum og sporna við verðbólgu. Meginatriði I stefnu rikisstjórnarinnar og þing hluU hennar cru: • Gengi krónunnar verði haldið stöðugu, stc hallalausum viðskiptum við utlönd og læk' lendra skulda I hlutfalli við þjóðarframleiðí • Jafnvægi I rikisfjármálum veröi nið á næstu n árum. Tekjuöflun rikisins verði gerð einfald látari og skilvirluri. Útgjöld rikisins verf skoðuð þannig að gætt verði fyllsta að spainaðar og þau vaxi ekki öur en þjd leiðsla. Skatttekjur nýtist sem best I þág> ings. • Eftirlit með framkvæmd sjtatulaga verði földun við öflun rikistekna mun tjálfku möguleikum til skattsvika og stuöla að si grciðslum einstaklinga og fyrírtækja t legra þarfa. • Stuðlað að eölilegri byggöaþróun I land vcislu auðlinda lands og sjávar og skynr nýtingu þeirra. Fylgt verði byggðastefni á atvinnuuppbyggingu, átaki I samgönj ingu þjónustukjarna og bættrí fjárn heima I héraöi. • Fylgt verður sjálfstæðrí utanrlkisstef öryggi landsins og fullveldi þjóðar AipÍS!/R --SSXug/jvjv s*Ul . SpUNíLcrSÍi^ÍKlSi m s>eínurmál wó S&MÍHNU ln9ar 1987 ; 1987 Stefnumál Alþýðuflokksins við Al- þingiskosningar 1987 eru nær end- urprentuð (málefnasamningi nýrrar rikisstjórnar. öllum sviðum þjóðlífsins. Alþýðu- flokkurinn vill stuðla að því, að aldraðir geti dvalið á heimilum sín- um svo lengi sem þeir kjósa...“ Punkturinn um húsnæðiskerfið í málefnasamningnum er tekinn beint úr stefnumálum flokksins. Setningin “Valfrelsi verði aukið í húsnæðismálum," er orðrétt úr stefnumálum flokksins. Boðaðar stjórnkerfisbreytingar er einnig úr stefnuskrá Alþýðuflokksins. Einn og sami penninn Þegar starfsáætlun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar er lesin er greinilegt hverjir eru höfundar plaggsins. í innganginum að efna- hagsstefnunni segir: „Markmið efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar eru að örva hagvöxt og framfarir í atvinnulífinu á grundvelli aukinnar framleiðni og nýsköpunar, að bæta lífskjör, tryggja jafnvægi í viðskipt- um við útlönd, sem stöðugast verð- lag og fulla atvinnu.“ Þetta er reyndar almennt orðalag en alla þessa punkta er að finna í stefnu- málum Alþýðuflokksins. Síðar seg- ir: „Afskipti rikisins af einstökum atvinnugreinum og fyrirtækjum verði sem minnst.“ í stefnumálun- um stendur: „Hlutverk ríkisins verði takmarkað við að bæta mark- aðsumhverfi fyrirtækja, en horfið verði af þeirri braut ríkisafskipta og forsjár einstakra rekstraraðila sem dregur úr nauðsynlegu aðhaldi.“ Áfram segir í málefnasamningn- um: „Fjárlögum, lánsfjáráætlun, peninga- og gengismálum verður markvisst beitt til þess að draga úr sveiflum og treysta jafnvægi í þjóð- arbúskapnum.“ í stefnumálum AI- þýðuflokksins stendur: „Ríkið á að beita framsækinni hagstjóm,þann- ig að fjárlögum, lánsfjáráætlun, peninga- og gengismálum sé mark- visst beint að því að draga úr sveifl- um og treysta jafnvægi.“ I málefnasamningi stendur: „Stjórn peningamála mun miða að jákvæðum en hóflegum raunvöxt- um.“ í málefnasamningi Alþýðu- flokksins stendur ritað: „Vaxta- stefna og stjórn peningamála mið- ist við jákvæöa en hóflega raun- vexti...“ í málefnasamningi segir áfram: „Lánastofnanir munu njóta frjálsræðis en verður veitt aðhaid frá ríki og Seðlabanka innan ramma gildandi laga. Ríkisstjórnin mun stuðla að jafnvægi á lána- markaði og lækkun vaxta.“ í stefnumálum Alþýðuflokksins fyr- ir kosningar stendur orðrétt: „Lánastofnanir njóti frjálsræðis innan ramma strangs aðhalds frá ríki og Seðlabanka. Ríkisvaldið stuðli að lækkun vaxta...“ Og enn stendur í málefnasamningnum: „Gengisákvarðanir munu miðast við að veita aðhald af verðlagsþró- un innanlands og tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Dregiö verði úr crlendum lántökum hins opin- bera.“ í stefnumálum Alþýðu- flokksins segir: „ Gengisákvarðanir miðist við að tryggja hagsmuni undirstöðugreina og jafnvægi í ut- anríkisviöskiptum, en jafnframt að veita eðlilegt aðhald af verölagsþró- un innanlands. Nauðsynlegt veröur að setja strangar takmarkanir við erlendar lántökur hins opinbera." Efast einhver um, að þarna sé einn og sami penninn á ferðinni? Sama atvinnustefna Of langt mál yrði að bera nákvæm- lega saman hinn 24 siðna málefna- samning og stefnumál Alþýðu- flokksins. En gegnum allan mál- efnasamninginn er að finna orða- lag, svipmót og hugmyndir krat- anna sem þeir birtu í máiaskrá sinni fyrir kosningar. Atvinnustefna hinnar nýju ríkis- stjórnar ber yfirskriftina „Efling atvinnuvega — nýsköpun atvinnu- lífs?“ sem er einmitt slagorð krat- anna úr kosningunum. Og reyndar er upphaf atvinnustefnu ríkis- stjórnarinnar í málefnasamningi alveg orðréttur úr stefnumálum Al- þýðuflokksins: „Markmið atvinnu- stefnunnar er að búa atvinnulifinu sem best vaxtarskilyrði." Mikil- vægir þættir í atvinnustefnu ríkis- stjórnarinnar eru unnir beint úr plaggi Alþýðuflokksins; fríverslun, fyrirgreiðsla við stofnun og starf- semi smáfyrirtækja á sviði fjar- skipta og upplýsingatækni, og sama gildir um fyrirtæki á sviði nýrrar tækni sem líf- og rafeinda- tækni, (eitt af áherslumálum Al- þýðuflokksins) frjálsari gjaldeyris- verslun og fjármagnshreyfingar milli íslands og annarra landa, end- urskoðun á lögum og reglum um er- lent fjármagn í íslensku atvinnulífi, átak til styttingar vinnutíma. Sjávarútvegsstefnan er einnig orðin gegnsósa af kratatexta. Þar er stefnumál Alþýðuflokksins inni að binda veiðiheimildir ekki alfarið við skip. Byggðarsjónarmiðin eru einnig á pappírnum og heimild að gefa fiskverð frjálst. Þá verða und- irbúnar reglur til frambúðar um starfsemi fiskmarkaða hérlendis — punktur tekinn beint úr stefnumál- um Alþýðuflokksins. Meira að segja landbúnaðarstefnan Meira að segja landbúnaðar- stefnan sem flestir telja að kratar hafi þurft að gleypa hráa frá Fram- sókn, hefur fengið ábót úr stefnu- málaskrá Alþýðuflokksins. í inn- gangsorðum landbúnaðarkafla málefnasamningsins segir: „Mark- mið landbúnaðarstefnunnar verður að tryggja þjóðinni fjölbreytt og ör- uggt framboð á búvörum með minnstum tilkostnaði, treysta starfsskilyrði í landbúnaði og bæta hag bænda. Átak verður gert til að stöðva gróðureyðingu, græða ör- foka land og auka skógrækt." 1 stefnumálum Alþýðuflokksins stendur skrifað: „Markmið land- búnaðarstefnunnar veröi að skapa viðunandi starfsskilyrði stétt bjarg- álna sjálfseignarbænda, tryggja þjóðinni nægjanlegt framboð mat- væla með sem minnstum tilkostn- aði, stöðva gróðureyöingu og græða örfoka land. Gerð verði sér- stök landgræðsluáætlun sem m.a. byggist á víðtækri friðun afréttar- landa." Og meira að segja hinn illræmdi búvörusamningur er kominn í hættu eftir að kratarnir skrifuðu eftirfarandi punkt í málefnasamn- inginn: „Ríkisstjórnin taki upp við- ræður við Stéttarsamband bænda um framkvæmd á samningi um verðábyrgð rikisins á landbúnaðar- afurðum með það að markmiði að hún verði sem hagkvæmust og ódýrust.“ Það er ekki nema von að þing- flokkur Framsóknar hafi gengið af göflunum þegar þeir lásu landbún- aðarkaflann í málefnasamningn- um. Veigamesta kosningamálið Utanríkisstefnan er í takt við stefnumál Alþýðuflokksins og end- urskipulagning á ríkisbúskapnum er nær orðréttur úr stefnumálum flokksins. Þar þekkjum við aftur kosningaslagorð krata sem heildar- endurskoðun skattakerfisins," sam- ræma og einfalda löggjöf um tekju- öflun ríkisins,“ „staðgreiðsla skatta“, og ekki síst punkturinn sem Svavar Gestsson sá ekki eða vildi ekki sjá þegar hann gagnrýndi hina nýju stjórn og sérlega Alþýðu- flokkinn sjónvarpi fyrir að hafa hlaupið frá sköttum á stóreigna- menn: „Athuguð verður skattlagn- ing fjármagns- og eignatekna og samhengi slíkrar skattlagningar og eignarskatts af öðrum tekjum." Fjöldi annarra þátta eru samhljóða í málefnasamnmgiogstefnumálum Alþýðuflokksins eins og tekju- álagning atvinnurekstrar verði ein- földuð og samræmd, virðisauka- skattur leysi söluskatt af hólmi eða til komi nýtt og endurbætt sölu- skattskerfi, og ekki síst heildarend- urskoðun á tekjustofnun sveitarfé- Iaga. Kaflinn um heildarendur- skoðun skattakerfisins er afar mik- ilvægur, því hann var helsta bar- áttumál Alþýðuflokksins í kosn- ingunum og það veigamesta. í mál- efnasamningum birtist stefnuyfir- lýsing flokksins í þessum mála- flokki nær óbreytt og fjármála- ráðuneytið þar að auki í höndum Alþýðuflokksins. Þetta tvennt tryggir að Alþýðuflokkurinn er kominn með stjórntæki í hendurnar til að fylgja á eftir sínu stærsta kosningamáli. Nœr orðrétt Um aðra málaflokka í málefna- samningi er sömu sögu að segja; orðrétt eða líkt orðalag úr stefnu- málum Alþýðuflokksins. Þetta á við banka- og lánamál; „dregið verður úr ábyrgð ríkisins og afskipt- um af bankarekstri og lánastarf- semi,“ og „stefnt verður að sam- runa banka með því að setja um það almennar reglur.“ Um sam- ræmt lífeyriskerfi og almennar tryggingar þarf ekki að fjölyrða, það eru gamalkunn stefnumál krata. „Byggðarstefna og sam- göngumál" heitir einn kaflinn í málefnasamningnum.Þar eru heilu kaflarnir orðréttir úr stefnumálum Alþýðuflokksins. Menningar- og menntamál ríkisstjórnarinnar eru ennfremur í meginatriðum þau sömu og Alþýðuflokksins, og hús- næðismálin með hina sterku áherslu á kaupleiguíbúðir er á tíð- um eins og klipptur út úr stefnu- málum krata. Ríkisstjórnin eyðir heilum kafla undir heitinu? „Fjölskyldu- og jafnréttismál." þennan kafla er ennfremur að finna nær orðréttan úr stefnumálum Alþýðuflokksins. Sömu sögu er að segja af heilbrigð- ismálunum og umhverfismálunum. Fyrirhugaðar stjórnkerfisbreyting- ar rikisstjórnarinnar eru hugmynd- ir krata i hnotskurn: Ný reglugerð um verkaskiptingu ráðuneyta, ný kosningalög, aðskilnaður dóms- starfa og stjórnsýslustarfa, sett verði stjórnsýslulöggjöf sem tryggir óhlutdræga málsmeðferð í opin- berri stjórnsýslu. En verður Jónsbók framkvœmd? Margir kynnu að spyrja sig eftir þennan lestur: Hvernig má það vera að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn skrifuðu undir málefnasamning sem er saminn beint og oft á tíðum óbreyttur upp úr stefnumálum Aþýðuflokksins? Mín skýring er eftirfarandi: í fyrsta lagi höfðu Sjálfstæðis - og Fram- sóknarmenn lítið sem ekkert fram að læra í stjórnarmyndunarviðræð- unum og þeir lögðu ekki fram neinn skrifaðan texta. Alþýðuflokkurinn hafði hins vegar lagt geysilega vinnu í textagerð við samningu stefnumála fyrir kosningar og sú vinna skilaði sér aftur í stjórnar- myndunarviðræðunum. Eftir að Jóni Baldvin var falið umboð höfðu kratar tögl og hagldir í við- ræðunum. Margir kvörtuðu sáran yFir öllu pappírsflóðinu. Og kannski voru menn ekki nógu vel að sér; höfðu ekki lesið stefnumál Al- þýðuflokksins og áttuðu sig ekki á að sömu mennirnir skrifuðu stefnumál flokksins og málefna- samninginn. Og áður en þeir vissu voru sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn búnir að skrifa undir stefnumál Alþýðuflokksins. En við skulum muna að málefna- samningurinn er víða opinn í orða- lagi og framkvæmdir ráðast í ráðu- neytum. Reynslan fær því úr því skorið hvort að Jónsbók reynist vera krataplagg í framkvæmd. Fylgist með . Lesið áfram Al- þýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.