Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. júlí 1987 13 VON VERITAS krafta sinna, eins og gert er í Sví- þjóð og Bandaríkjunum. En að sögn Von Veritas-manna sjálfra, hafa aðeins 8—10 vistmenn af 230 fengið dvölinagreidda af vinnuveit- anda. SAS flutfélagið hefur gegnið lengst allra fyrirtækja í þessu efni. Það hefur sent starfsmenn sína hundruðum saman á erlendar af- vötnunarstöðvar. Starfsmanna- stjórinn, John Sorensen, sem er jafnframt yfirmaður afvötnunar- mála félagsins, hefur verið í sam- bandi við Von Veritas, en viðskipt- unum hefur enn ekki verið beint þangað. „Við veðjum á þann hest- inn sem hefur.mestar vinningslík- ur“, segir læknir flugfélagsins. Hann vill skipta við Alfa-stofnun- ina í Svíþjóð, sem er lúxus-með- ferðarstöð, notar Minnesótakerfi eins og von Veritas og hefur útibú í Noregi og annað í uppsiglingu í Danmörku. „Meðferðin þar hefur gefið fjarskalega góða raun“, segir hann. Yfirvöld treg í taumi Von Veritas treystir á stuðning hins opinbera, en ennþá má telja á fingrum annarrar handar þá sjúkl- inga sem hafa fengið vistina greidda með almannafé. Meðferðarstofn- anir fyrir áfengissjúklinga heyra undir sjúkrahússlög og eru undir héraðsstjórn á hverjum stað. Með- ferðarstofnun þarf því að fá sam- þykki héraðsyfirvalda áður en hún getur fengið fjárstyrk eða tekið við sjúklingum annars staðar frá. Hér- aðsyfirvöld í Stormstrems-héraði kannast ekki við að hafa fengið neina beiðni um slíkt samþykki frá Von Veritas og héraðsstjórinn, Bent Normann Olsen, segir að það yrði heldur ekki auðfengið. „Það er eitthvað undarlegt við aðferðirnar sem þeir nota“, segir hann. „Það eru frelsaðir menn sem standa á bak við meðferðina og þeir sem eru frelsaðir vilja frelsa aðra. Svo geðjast mér ekki að því að menn skuli vilja græða peninga á því að hjálpa bágstöddum“ Svipaðar undirtektir urðu hjá sex öðrum héraðsstjórum sem voru spurðir álits á Von Veritas. Dvölin þar þykir of dýr, menn hafa ekki trú á Minnesóta-kerfinu, óvissa um ár- angur meðferðarinnar og mönnum líst ekki á þá trúarvakningu sem þar á sér stað. Flemming Ahlberg, fé- lagsmálastjóri í Kaupmannahöfn segir: „Það getur vel verið að menn fái heilbrigðan líkama eftir dvölina á Von Veritas, en hvaða gagn er í því ef menn verða sjúkir á sálinni". Baðsloppar Dvöl á Von Veritas byrjar alltaf með einnar viku afeitrun. Allt er tekið af gestunum, fötin meira að segja. í staðinn fá þeir náttföt og baðsloppa, alla eins, sem þeir klæð- ast jafnt á nótt sem degi. Með klæðnaði þessum er það undirstrik- að að vistmenn séu veikir og dvölin sjúkrahússdvöl. Það er útgöngu- bann alla vikuna og vistmenn fá ró- andi töflur. Að afeitrun lokinni hefst með- ferðin. Hver dagur er skiplagður út í æsar og skiptast á fyrirlestrar og hópmeðferð. Antabus er ekki gefið, en vistmönnum er ráðlagt að leita aðstoðar æðri máttarvalda. Það sem mestu máli skiptir er að það renni upp fyrir sjúklingnum að hann er ekki ótindur róni, heldur drekkur hann vegna þess að hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi, sem skv. Minnesóta-skilgreiningu kall- ast að vera efnafræðilega háður áfengi og á sér hvorki félagslegar né sálfræðilegar orsakir. Með öðrum orðum: Sá sem drekkur, drekkur vegna þess að hann er alkóhólisti. Þessi sýn á vandann liggur all- fjarri þeirri sem hinar opinberu meðferðastöðvar aðhyllast. Þar er það algengast að áfengissjúklingur sé færður á stöðina með tremma. Þegar hann kemur til sjálfs sín, er hann útskrifaður með eitt glas af antabus-pillum í vasanum og kem- ur síðan til viðtals nokkrum sinnum í viku. Jens Haslund, yfirmaður áfeng- ismeðferðar í Kaupmannahöfn, segir að enginn viti nákvæmlega hvað alkóhólismi sé. „Meðhöndlun á alkóhólisma er eins og að raða raðspili“. segir hann. „Það verður að taka bæði félagslega og sál- fræðilega þætti með í reikninginn og líkamlegt ástand einnig. Engir tveir alkóhólistar eru eins og þess vegna verður að meðhöndla þá sinn með hverju móti“. Skilyrði fyrir því að fá bót meina sinna á Von Veritas, er að sjúkling- ‘arnir komi sjálfviljugir, að sögn Kirsten Thomsen ráðgjafa. En á því vill verða misbrestur. Margir koma þangað vegna þess að eiginkonan hótar að fara, eða vinnuveitandinn hótar uppsögn. Minnesóta-píslarvotturinn Jens, sem hefur greitt samtals 170.000 Dkr. fyrir dvöl á hinum ýmsu með- ferðarstofnunum, segir að níu af hverjum tíu sem leita þangað séu brynjaðir í bak og fyrir og það skapi slæm skilyrði fyrir þá sem vilja losna við áfengið í fullri ein- lægni. Sem stendur er Jens að jafna sig eftir þriggja mánaða drykkjutúr sem hefur staðið síðan hann var síð- ast á Von Veritas. Hann segir frá því er hann og fjórir aðrir sjúklingar stálust út og versluðu í nærliggjandi vínbúð. Þetta var í janúar í heljar- kulda, en mennirnir allir íklæddir baðsloppum. „Þetta voru allt heldri menn, svo það hlýtur að hafa verið kostulegt að sjá þess búðarferð! segir hann. Hverfiskaupmaðurinn minnist þess aftur á móti ekki að hafa selt baðsloppaklæddum mönnum áfengi. Enn þyrstur Jorgen er einn af þeim óláns- sömu mönnum sem ekki hafa feng- ið þorsta sinn slökktan. Hann býr í lúxusvillu, sem er raunar eign for- eldra hans, sem hafa þungar áhyggjur af ástandi sonarins. Jorgen hafði áður góða vinnu í banka og átti góða konu, en hefur nú misst allt. Það eina sem hann heldur eftir er skuld upp á 120.000 Dkr. Þá peninga hefur hann notað til að greiða fyrir dvöl á Hazelden í Minnesóta. Þar var hann í fjóra mánuði og fékk enga fjárhagsað- stoð. Áður höfðu foreldrar hans greitt fyrir hann dvöl á íslandi, en þar sem þau eru bæði á eftirlaunum geta þau ekki meira. Hann hefur leitað eftir aðstoð alls staðar þar sem hana er að fá, en án árangurs. Nú fær Jorgen 1.200 Dkr í sjúkrapeninga á viku og getur því ekki greitt af láninu sem hann tók fyrir Hazelden-meðferðinni, sem , var hans síðasta von. Vextirnir hlað- ast upp og lausaskuldum fjölgar, því Jörgen er enn þyrstur. Hann féll strax við heimkomuna frá Minne- sóta. „Nú bætist fjárhagsvandinn við þann vanda sem fyrir var“, segir móðir Jorgens. „Og það fær hann til að drekka ennþá meira“ Spurðu áðuren þú greíur! Það er dýrt að grafa upp vandræði! Það getur þú sann- reynt ef þú kynnir þér ekki legu jarðstrengja áður en þú hefur jarð- vegsframkvænidir. Sá sem ber ábyrgð á greftrinum ber jafn- framt ábyrgð á því tjóni sem hann veldur. Þegar rafmagnskapall slitnar fylgir því ekki aðeins slysahætta og óþægindi. Raf- magnsleysi getur einnig haft alvarlegar afleiðingar víðs vegar í samfélaginu, t.d. á sjúkrahúsunt, við tölvuvinnslu og í iðnfyr- irtækjum. Og reikningurinn verður hár þegar starfsmenn Rafmagnsveitunnar þurfa að leggja nótt við dag til að gera við bilunina. Aflaðu þér graftrarleyfis og hafðu sam- band við teiknistofú Rafmagnsveitu Reykjavíkur áður en þú hefur framkvæmdir og þú færð teikningar og upplýsingar um svæðið sem þú ert að vinna á. Spurðu fyrst — sparaðu pér ómceld fjárútlát! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 ARGUS/SlA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.