Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 29. ágúst 1987
MMMMDIÐ
Sími:
Útgefandi:
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaðamenn:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofa:
Auglýsingar:
Setning og umbrot:
Prentun:
681866
Blað hf.
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníelsson.
Ása Björnsdóttir, Elfnborg Kristín Kristjánsdóttir
Kristján Þorvaidsson og Orn Bjarnason.
Valdimar Jóhannesson.
Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og
Þórdís Þórisdóttir.
Guölaugur Tryggvi Karlsson
og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsiminn er 681866.
Norski Verkamanna-
flokkurinn 100 ára
Norski Verkamannaflokkurinn átti nýverið aldarafmæli,
eða nánar tiltekið þann 21. ágúst sl. Norski verkamanna-
flokkurinn hefur átt mestan þátt í að móta norskt nútíma-
þjóðfélag. Sömu sögu er að segja af sósíaldemókratiskum
systraflokkum hans í Skandinavfu og gifurleg áhrif þeirra
við samfélagsuppbyggingunaá Norðurlöndum. Mikið hefur
breyst á þeim 100 árum f rá því að norski Verkamannaf lokkur-
inn leit dagsins Ijós. Norskt þjóðfélag hefur tekið miklum
stakkaskiptum (átt til jafnréttis, velmegunarog atvinnuþró-
unarog ekki síst tryggt afkomuöryggi hins almenna þjóðfé-
lagsþegns. Fyrir 100 árum varauður í höndum fárra útvaldra
í Noregi en flestir voru snauðir og fátækir. Ástandið í heil-
brigðis- og húsnæðismálum, svo og öllum lifnaðarháttum,
var mjög bágborið. Meöalaldur fólks var innan við 50 ár,
meðal verkamanna var meðalaldurinn um 32 ár. Stjórnkerfi
landsins bauð ekki upp á lýðræði; aðeins 12% þjóðarinnar
höfðu atkvæðisrétt.
Það var í þessu þjóöfélagi, árið 1887, sem 29 menn víða að
úr Noregi, hittust I Arendal I Suður-Noregi til að stofna
Norska Verkamannaflokkinn. Stefnuskráin var ekki ýkja
löng: Krafa um almennan kosningarétt, krafa um lög sem
vernduðu verkamenn gegn óhóflegum vinnutíma, krafa um
að tollur á nauösynjavörur yrði afnuminn og krafa um að
komiö yrði á nýju og réttlátu skattkerfi sem grundvallaðist
á beinum sköttum eftir tekjum. Og ennfremur krafa um verk-
fallsrétt og stuðningsyfirlýsing við þau verkföll sem væru
viðurkennd og réttmæt. Fyrsti kjarni norska Verkamanna-
flokksins var frá S-Noregi. Flokkurinn stækkaði fyrst veru-
lega þegar honum óx ásmegin í Norður-Noregi og verka-
mennirnir gerðu stjórnmálalegt bandalag við smábændur
og sjómenn. í raun og veru varð flokkurinn að stórum og
sterkum flokki vegna þeirrar þarfar verkalýðsfélaganna að
mynda pólitlsk heildarsamtök. í byrjun var norski Verka-
mannaflokkurinn heildarsamtök norskra verkalýðsfélaga;
Alþýðusamband Noregs. Sömu sögu er að segja af íslandi
og áhinum Norðurlöndunum. Þaðerþví engin leið að kynna
sér sögu norska Verkamannaflokksins nema að kynna sér
sögu verkalýðsfélaganna i Noregi, og hlutverk flokksins I
heildarsamtökum þeirra. Enn þann dag I dag eru norska Al-
þýðusambandið og Verkamannaflokkurinn greinaraf sama
meiði. Nýlega lét Leif Haraldseth, starfandi forseti norska
Alþýðusambandsins þau orö falla I blaðaviðtali, að „Verka-
mannaflokkurinn og Alþýðusambandið eru ekki hjón og
ekki heldursíamstvíburar. Hins vegareru þessir tveir aðilar
góðir vinir og samstarfsaðilar “
w
Asamt norska Alþýðusambandinu, hefur Verkamanna-
flokkurinn ekki aðeins verið veigamesti hluti af stærstu
stjórnmála- og verkalýðshreyfingu Noregs á þessari öld,
heldur einnig mesta þjóðlífs- og menningarhreyfing lands-
ins. Ekkert annað pólitískt afl hefur mótað Noreg jafn mikið
og norski Verkamannaflokkurinn. En að sjálfsögðu hefur
Verkamannaflokkurinn einnig átt sína erfiðu tíma — og
sennilega eru klofningsárin 1924—27 milli flokks og verka-
lýðsfélaga, þau þyngstu I sögu flokksins. Flokkurinn sætti
ennfremurofsóknum ástríðsárunum þegarnasistarnir réðu
ríkjum I Noregi og var margur flokksmaðurinn tekinn af lifi
eða sendur I fangabúðir nasista á þeim árum, þar á meðal
Trygve Bratteli, sem síðar varð formaður flokksins og for-
sætisráðherra Noregs. Norski verkamannaflokkurinn hefur
borið gæfu til að safna saman vinstri mönnum og verkalýð
I stóran lýðræðislegan flok með sterkum tengslum við
verkalýðshreyfinguna. Þannig myndar Verkamannaflokkur-
inn eðlilegt jafnvægi við íhaldsöflin I Noregi sem saman eru
komin I mörgum flokkum, og hefur þetta tveggja blokka
kerfi verið ráðandi I stjórnmálum Noregs allt frá stríðslok-
um. Þetta kerfi ætti að vera íhugunarefni fyrir Islenska
vinstri menn og verkalýðshreyfingu I upplausnarástandi
hugsjónaleysis og fjölflokkakerfis. Alþýðublaöið óskar
norska Verkamannafloknum til hamingju með aldarafmæl-
ið.
XX hlfd^rsporinu
Karl Th. Birnisson
skrifar
Með athöfnum slnum f Útvegsbankamálinu hefur Þorsteinn Pálsson komið sér I stöðu sem hann sleppurvarla
óskaddaður úr,“ segir Karl Th. Birgisson I Hliðarspori slnu.
HNUTUR
Útvegsbankamálið er í hnút.
Kannske ekki óleysanlegum hnút,
en hver sem lausnin verður, þá verð-
ur hún klúðursleg.
Svo gæti því virzt að fyrsta há-
pólitíska eldraun Jóns Sigurðsson-
ar viðskiptaráðherra hafi reynzt
honumofviða. Hann tók á málinu
með röggsemi í fyrstu, en síðan
virðist atburðarásin hafa farið úr
böndunum.
Forsœtis-h vað?
Þáttur Þorsteins Pálssonar i mál-
inu er afar athyglisverður. Ef ein-
hverjum verður kennt um hvernig
komið er hlýtur forsætisráðherrann
að bera stóran hlut af þeirri sök.
Látum vera að hann kalli krossa-
próf innan flokksráðs Sjálfstæðis-
flokksins samráð við trúnaðar-
menn. Ef hægt er að kalla já/nei-
spurningar samráð eða samvinnu
fara kvartanir flokksfólks um
vinnubrögð forystunnar kannske
að verða skiljanlegar.
Látum einnig vera að Þorsteinn
virðist ekki skilja hlutverk sitt sem
forsætisráðherra, þ.e. að sætta ólík
sjónarmið og halda ríkisstjórninni
saman í stað þess að hóta stjórnar-
slitum í fyrsta skipti sem reynir á
forystu hans. Ýmsir höfðu svo sem
efasemdir um forystuhæfileika
hans fyrir.
Hitt er alvarlegra að með þessum
athöfnum sínum hefur Þorsteinn
Pálsson komið sjálfum sér í stöðu
sem hann sleppur varla óskaddaður
úr. Þetta lýsir meira dómgreindar-
leysi en mestu efasemdarmenn áttu
von á af hans hálfu.
Þrír möguleikar
Með hótun um stjórnarslit gerði
Þorsteinn viðskiptaráðherra
ómögulegt að taka tilboði aðilanna
33, jafnvel þótt vilji hefði verið fyrir
því. Jón Sigurðsson lætur varla um
sig spyrjast að hann láti undan póli-
tískum hótunum íhaldsins — láti
kúga sig. Það mátti Þorsteinn Páls-
son vita. Þess vegna er þessi mögu-
leiki nú úr sögunni og var kannske
fjarlægður fyrir.
Viðskiptaráðherra gat hins vegar
með góðri samvizku og góðum rök-
um tekið tilboði SÍS. Þá hefði Þor-
steinn átt tvo möguleika.
Sá fyrri: að slíta stjórnarsam-
starfi og boða til kosninga. Hjálpi
honum hver sem vill að fara í kosn-
ingar með Útvegsbankamálið á
oddinum.
Sá seinni: að slíta ekki stjórnar-
samstarfi, en standa þá uppi sem
ómerkingur, sá sem ekki stendur
við orð sín. Varla ætti hann sæla né
langa formannsdaga eftir það.
í öllum tilvikum er það Þorsteinn
Pálsson sem tapar leiknum og þar
með ríkisstjórnin öll. Gáfulegt af
forsætisráðherra — eða hvað?
Möndl
Enn voru til nokkrar leiðir til
„lausnar“. Flestar eru þær möndl
og tilfæringar, enda lítið annað til
ráða eftir útspil forsætisráðherra.
1) Selja Búnaðarbanka þeim
sem ekki fær Útvegsbankann. Þessi
möguleiki er úr sögunni. Fram-
sóknarflokkarnir vilja ekki selja,
auk þess sem vafasamt er að hvort
hægt er að veita einum aðila for-
kaupsrétt að ríkisbanka fyrirfram.
2) Lokað útboð, hæsta tilboði
tekið. Þessu hafna báðir málsaðil-
ar, enda ómögulegt fyrir þá að vita
hvernig það myndi fara. Það væri
verri lausn en engin fyrir viðskipta-
ráðherra að efna til útboðs ef eng-
inn býður svo í.
3) Skipta til helminga hlutabréf-
um á milli blokkanna tveggja. Ólík-
legt er að þetta gangi, enda kaupa
menn ekki banka bara til þess að
kaupa banka. Þeir eru fyrst og
fremst að kaupa sér völd og til þess
þarf meiri hluta bréfanna.
4) Sameina Útvegs- og Búnaðar-
banka og selja pakkann. Þetta er
liklega skásta lausnin ef einhver
fæst til að kaupa og í samræmi við
þær tillögur sem Alþýðuflokkurinn
lagði fram strax í vetur. í svo stórum
banka myndi einum aðila veitast
erfitt að eignast meiri hluta og
þannig er komið til móts við vald-
dreifingarsjónarmið.
Ef nú bara . . .
Jón Sigurðsson á ekki auðvelt um
vik í þessari stöðu. Hugsanlega
hefði mátt knýja fram lausn á mál-
inu strax, taka tilboði SÍS og láta
Þorstein Pálsson um sín vandamál.
Úr því sem komið er verður þó eng-
in lausn beint góð.
Með kaldhæðni má þó segja að
byrjunarmistökin í málinu liggi hjá
SÍS. Þeir hefðu getað skipt sér upp
í ca. 15 aðila sem hver keypti hluta-
bréf í Útvegsbankanum fyrir um 45
milljónir. Til þess þurfti ekki sam-
þykki ráðherra og SÍS hefði eignast
Útvegsbankann án þess að nokkur
gæti hreyft sig til varnar . . .