Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 1
SÖLULISTIJÓNS BALDVINS Fjármálaráðherra vill m.a. selja Rafmagnsveitur ríkisins, Bifreiðaeftirlitið, Sementsverksmiðjuna og Skipaútgerð ríkisins. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra hefur lagt fram til- lögu til ríkisstjórnarinnar um stefnumörkun við undirbúning fjárlaga fyrir 1987. Meðal tillagna fjármálaráðherra er sala á ríkisfyr- irtækjum og eignarhluta ríkisins í ýmsum fyrirtækjum. Á þann hátt vill fjármálaráðherra draga ríkið úr atvinnustarfsemi og afla fíkissjóði tekna. Ennfremur hefur fjámála- ráðherra lagt til að ákvæði um ýmis lögboðin fjárframlög verði afnum- in og sömuleiðis ákvæði um ýmsa markaða tekjustofna. Á sölulistanum er m.a. að finna Rafmagnsveitur ríkisins, Menning- arsjóð, Bifreiðaeftirlit ríkisins og Skipaútgerð ríkisins. Alþýðublaðið birtir sölulista fjármálaráðherra í heild sinni. Ferðaskrifstofa ríkisins. Fóður og fræframleiðsla Gunnarsholti. Gutenberg, ríkisprent- smiðja. Laxeldisstöð í Koliafirði. Lyfjaverslun ríkisins. Sementsverksmiðja rík- isins. Síldarverksmiðjur ríkis- ins. Skipaútgerð ríkisins. Póstur og sími (valdir hlut- ar) Áburðarverksmiðja ríkis- ins. Bankar. Rafmagnsveitur ríkisins. Menningarsjóður. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Af hlutafélögum og sameignarfé- lögum vill fjármálaráðherra selja hlut ríkisinsíeftirfarandi fyrirtækj- um: Jarðboranir hf. (50%) Steinullarverksmiðja hf. (40%) Slippstöðin hf. (54%) Orkustofnun erlendis hf. (100%) íslenska járnblendifé- lagið hf. (55%) Hitaveita Suðurnesja (20%) Hólalax hf. (40%) Skallagrímur hf. (65%) Þormóður rammi, Siglufirði (71%) Orkubú Vestfjarða (40%) Landsvirkjun (50%) Þróunarfélag íslands (29%) Kísiliðjan (51%) Skýrsluvélar ríkisins (50%) Sjóefnavinnslan hf. (ca. 90%) Áframhald hvalveiða: Beðið eftir viðbrögðum Eysteinn Helgason, forstjóri lceland Seafood sölufyrirtækis SÍS í Banda- ríkjunum, segist lítið hafa orðið var við þrýstihópana að undanförnu. —■ Ekki borist hótunarbréf í 1—2 ár. „Við höfum ekki orðið varir við neinn þrýsting frá náttúruverndar- samtökum undanfarna mánuði og viðskiptavinir okkar hafa ekki orð- ið fyrir neinum óþægindum,“ sagði Eysteinn Helgason forstjóri lceland Seafood í Bandaríkjunum í samtali við Alþýðublaðið í gær. Eysteinn viWi ekkert segja um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda áfram hvalveiðum í vísindaskyni. „Ég vil ekkert segja fyrr en búið er að tilkynna ákvörðun ríkisstjórnar- innar.“ Á ríkisstjórnarfundi á fimmtu- dag var ákveðið að hefja hvalveiðar að nýju í Iok næstu viku, en veið- arnar hafa legið niðri í rúman mán- uð vegna þvingana Bandaríkja- manna. Samkomulag ríkisstjórnar- innar felur í sér að 20-30 sandreyðar verði veiddar fram að áramótum en engar hrefnuveiðar leyfðar. Ákvörðunin verður ekki gerð opin- ber fyrr en eftir helgi. Mikil óvissa ríkir um viðbrögð bandarískra stjórnvalda sem í við- ræðum sínum við sjávarútvegsráð- herra hafa lagt þunga áherslu á að veiðunum verði hætt. Svokallaðir náttúruverndarhópar í Bandaríkj- unum munu því beita sér af fullum þunga fyrir því að gripið verði til viðskiptaþvingana, en slíkar að- gerðir eiga sér stoð í lögum þar í landi. Eysteinn Helgason sagði að s.l. 1-2 ár hefðu engin bréf borist frá náttúruverndarhópum, né annars konar hótanir. Hann sagði hins veg- ar ógerning að segja til um við- brögðin á næstunni og ítrekaði að enn ætti eftir að tilkynna ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra vill ennfrem- ur afnema ákvæði um löebundin útgjöld til ýmissa verkefna eins og Stofnlánadeild landbúnaðarins, Iðnlánasjóðs, Fiskveiðisjóðs, Framkvæmdasjóðs fatlaðra, Lána- sjóðs ísl. sveitarfélaga og Kvik- myndasjóðs. Þá leggur fjármálaráðherra til afnám ýmissa markaðra tekju- stofna eins og skemmtanaskatts til Sinfóníunnar, flugvallaskatts og skil aðflutningsgjalda til Ríkisút- varpsins. Útvegsbankinn almenningshlutafélag? „Viö höfum hugsað okkur að um 1000 manns taki sig saman og kaupi bankann. Þetta er það sem menn vildu upphaflega, — að hlutabréf í bankanum dreifðust á margar hendur,“ sagöi Skúli Ólafs starfs- maður í Útvegsbankanum í samtali viö Alþýöublaöiö í gær. Skúli og Garðar Garðarsson, lögfræðingur í Keflavík, gengu í gær á fund við- skiptaráðherra og kynntu sér hvort Útvegsbankinn væri enn til sölu, með það fyrir augum að ná saman stórum hópi einstaklinga sem áhuga hefði á hlutabréfakaupum í Útvegsbanka íslands. „Það er mikill áhugi fyrir þessu innan bankans, en þetta er ekkert á vegum starfsmannafélagsins. Hug- myndin kemur hins vegar fyrst og fremst frá starfsmönnunum sem vilja fara að róa mál í bankanum. — Þetta er að slíta allan bankann í sundur og starfsfólkið, sérstaklega eftir að pólitíkin kom inn í þetta,“ sagði Skúli. Hann vildi ekki útiloka að aðilarnir tveir sem þegar hafa gert tilboð í bankann taki einnig þátt í þessu.“ Við viljum sameina þessi tvö öfl, en styðjum hvorugt þeirra og vinnum ekki með þeim nema þau standi bæði með okkur í þessu.“ Seinnipartinn í gær ætlaði hópur fólks að hittast og ræða hugsanleg kaup á bankanum. Skúli sagðist einnig búast við frekari fundahöld- um um helgina. Hann sagði einnig að áhugamenn um kaupin væru víða um land og þyrfti að hafa sam- band við þá yfir helgina. Það hefur mikiö mætt á Jóni Sigurðssyni viöskiptaráöherra vegna útboös á hlutabréfum rikissjóðs i Útvegsbanka íslands. Síöast f gær gengu tveir einstaklingar á hans fund og lýstu yfir áhuga sýnum fyrir kaupum. Þessir einstaklingar vilja að Útvegsbankinn veröi gerður að almenningshlutafé- lagi. A-mynd/Róbert. Miklar umbætur í húsnæðismálum öryrkja Lottóhagnaði hefur verið varið til kaupa á fjölda íbúða og hafnar eru stórtækar byggingaframkvæmdir. Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur á undanförnum mánuðum keypt fjölda íbúða og hafið stór- tækar byggingaframkvæmdir fyrir ágóða af Lottóinu. Lottóið hefur því valdið þáttaskilum í húsnæðis- málum öryrkja og auðveldar sjóðn- um að takast á við gífurleg húsnæð- isvandræði sem öryrkjar hafa lengi átt við að stríða. í nýju fréttabréfi frá íslenskri Getspá, aðstandenda Lottósins, kemur fram að íbúðarhúsnæði sem hússjóðurinn eignast er leigt ör- yrkjum á viðráðanlegu verði. Leigjendur hafa litlar eða engar aðrar tekjur en örorkubætur og því ekki bolmagn til að leigja á almenn- um Ieigumarkaði. Sjóðurinn hefur undanfarið fest kaup á 13 íbúðum á höfuðborgar- svæðinu, auk þriggja einbýlishúsa fyrir sambýli. Til viðbótar þessu er sjóðurinn að byggja fimm íbúða hús á Selfossi. Áformað er að kaupa hús á Akureyri fyrir fimm til sjö fatlaða og búið er að sækja um lóð undir 30 íbúðir í Reykjavík. Þá er í ráði að kaupa á næstunni íbúðir víðs vegar um landið, eftir þörfum á hverjum stað. Stefna sjóðsins er að fatlaðir geti í sem flestum tilfellum búið í heima- högum sínum, en þurfa ekki að flytja langan veg að heiman vegna húsnæðisvandræða. Öryrkjabandalagið á 40% í ís- lenskri Getspá, sem rekur Lottóið, og fær því 40% ágóðans. Vegna gíf- urlegs húsnæðisvanda ákvað Ör- yrkjabandalagið að næstu 3 árin skyldu 80% af hlut bandalagsins renna til byggingar íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja og 20% til að efla aðra starfsemi þess. Að sögn Arnþórs Helgasonar formanns Öryrkjabandalagsins verður nú einnig hægt að snúa sér að öðrum þjóðþrifamálum, sem varða almennan hag öryrkja, svo sem í atvinnu- og félagsmálum, sem vegna fjárskorts hafa setið á hakan- um frá stofnun þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.