Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. ágúst 1987 3 Margrét Pála Ólafsdóttir, forstöðumaður dagvistunarheimilisins Steinahlíðar segir starfi sínu lausu: „Ekki tilbúin að staðna í þessu kerfi“ Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra hefur gefist upp á kerfinu í dagvist- armálum barna. Hún hefur veitt dagvistunarheimilinu Steinahlíð for- stöðu um 5 ára skeið en hefur nú sagt starfi sínu lausu og hyggst snúa sér að sjálfstœðum rekstri og faglegri ráðgjöf sem snerta dagvistunar- mál barna, ásamt Guðrúnu Einarsdóttur sálfrœðingi. Að mati Mar- grétar Pálu hamlar rekstur dagvistarheimila í dag, faglegri þróun: „Stóri bróðirii hefur ekki glœtt vonina í dagvistunarkerfinu. Ég er ekki tilbúin til að staðna í þessu kerfi, “ segir Margrét Pála. Margrét Pála Olafsdóttir hefur veitt dagvistunarheimilinu Steinahlíð forstöðu um 5 ára skeið, og starfað mikið að málefn- um sem snerta dagvist barna. Eft- ir mikið og erfitt starf, hyggst hún nú láta af störfum sem forstöðu- maður, og snúa sér að sjálfstæð- um rekstri, ásamt Guðrúnu Ein- arsdóttur, sálfræðingi, og munu þær bjóða upp á faglega ráðgjöf, sem snerta dagvistunarmál barna. Alþýðublaðið náði tali af Margréti Pálu, og spurði hana hvenær og hvers vegna hún léti af störfum? „Ég læt af störfum sem for- stöðumaður, þann 1. september n.k., ef málin ganga upp. Mín skoðun er sú, að rekstur dagvist- arheimila eins og hann er í dag, hamli faglegri þróun og eftir 5 ára starf sem forstöðumaður tel ég mig ekki komast lengra í faglegri þróun á uppeldisstarfi. Hins vegar er ég mjög ákveðin í að vinna áfram að dagvistunarmálum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra og forstöðumaður Steina- hlíðar. „Ég er ekki tilbúin til að staðna innan þessa kerfis og til þess að eiga möguleika á að halda áfram í faglegri þróun, ákvað ég að fara út úr þessu kerfi, sem aðþrengir allt of mikið þá möguleika sem þurfa að vera fyrir hendi. Og við teljum, að þessi leið til að bjoöa dagvistunarheimilum landsins faglega þjónustu, sé góð — bæði til að við getum haldið áfram og leitað áfram. Jafnframt er verið að gefa, verið að bjóða upp á þjónustu sem ekki hefur verið fyrir hendi áður. Það er nýr möguleiki fyrir dag- vistunarheimili að geta nýtt sér þessa þjónustu á þeim grundvelli sem við bjóðum hana. Sem dæmi má nefna, að Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa verið með fag- fólk sem stutt hefur þeirra heimili og að okkar mati er þessi sjálf- stæða þjónusta bein viðbót.“ — Hvernig verður ráðgjöfinni háttað? „Við munum bjóða upp á ráð- gjöf, en á öðruvísi forsendum en venjulegast er. Við verðum ekki með pakkatilboð, heldur stefnum við að því, að miða alla okkar þjónustu við hvert dagvistunar- heimili fyrir sig, og get ég nefnt dæmi því til útskýringar. Óski heimili eftir aðstoð frá okkur, viljum við byrja á því að gera fag- lega úttekt og meta síðan stöðuna og jafnframt þörfina á því hvaða vinna sé brýnust. Á grundvelli þess bjóðum við heimilunum og þar með rekstraraðila, stuðnings- vinnu frá okkur, sem miðast ná- kvæmlega við viðkomandi heim- ili. Þessi vinna er árangur af margra ára þróun hjá okkur. Guð- rún Einarsdóttir sálfræðingur, hefur verið ráðgjafi við heimili þar sem ég hef veitt forstöðu, og það er ekki út i bláinn þegar við segjum að þörf sé á svona þjón- ustu. Við höfum báðar unnið það mikið við þessi störf, að við sjáum að það þarf fullkomið sjálfræði til að setja þessa þróun á oddinn. Þetta er líka mjög mikilvæg þjónusta við rekstraraðilann og vinna okkar gerir beinar kröfur um árangur. Eftir faglega úttekt, getur heimilið og rekstraraðilinn keypt mjög afmarkaða og niður- festa vinnu. Tíminn verður mjög afmarkaður og faglegt efni, markmið og verð, verður fest nið- ur. Allt er þetta afleiðing af margra ára vinnu og púli. Maður hefur haft þá trú, að „Stóri bróð- ir“ myndi hjálpa okkur. — Hvað hafa borgaryfirvöld gert í dagvistunarmálum, að þínu mati? „Það sem yfirvöld hverju nafni sem þau nefnast, eiga að gera, er að leggja fram fjármuni og tryggja að til séu góð dagvistar- heimili fyrir öll börn. Það vitum við að er ekki staðreynd í dag. I öðru lagi eiga yfirvöld að skapa þessum heimilum góð starfsskil- yrði. Það hefur heldur ekki tekist að mínu mati. Hins vegar geta yf- irvöld aldrei tryggt faglegt starf. Það er hlutverk fagaðila. „Ég er ekki tilbúin til að staðna innan þessa kerfis og til þess að eiga möguleika á að halda áfram I faglegri þróun, ákvað ég að fara út úr þessu kerfi, sem aðþrengir allt of mikiö þá möguleika sem þurfa að vera fyrir hendi.“ Þess vegna er það sem ég segi, að ef yfirvöld sjá um sín rekstrar- markmið, eiga fagaðilarnir að bera ábyrgð á faglegu hliðinni. Ég vonaði lengi, að „Stóri bróðir“ myndi bjarga þessu öllu saman og það var erfið vinna að skilja, að þær væntingar eru óraunhæfar. Þar af leiðandi sá ég, að okkar aðferðir fara ekki sam- an, þrátt fyrir að markmiðið sé það sama — þ.e.: velferð barna. Þeir eiga að vinna á sínum for- sendum og við á okkar. Mikið vonleysi hefur ríkt í dag- vistunarkerfinu eins og ég sagði áðan. Það þýðir ekki að bíða eftir því, að „Stóri bróðir“ bjargi okk- ur. Við sem viljum vinna faglega að dagvistunarmálum, verðum að fara að leita nýrra lausna, því þær geta aldrei orðið lakari en vonleys- ið, og sú leið sem ég er að fara, finnst mér vera eitt skref, þótt það sé bara eitt lítið af mörgum sem þarf að stíga,“ sagði Margrét Pála Ólafsdóttir, forstöðumaður i Steinahlíð. Komið að greiðslu gjafalánanna Forsvarsmenn lífeyrissjóöanna þvinga fram hærri vexti á húsnæðislánum. Segjast þurfa hærri ávöxtun til aö geta stadið við lífeyrisskuldbindingar. íbúöa- kaupendur morgundagsins þvingaðir að greiða fyrir gjafalánin á sjöunda- áratugnum. Jóhanna Sigurðardóttir var varla búin að tylla sér í stól félagsmála- ráðherra, þegar útsendarar Sigtúns- hópsins bönkuðu á dyrnar. Erindið var að sjálfsögðu að minna á mis- gengishópinn svokallaða, mót- mæla öllum hugsanlegum áform- um um hækkun vaxta á húsnæðis- lánum og umfram allt að minna á kröfuna um að hér á landi skapist mannsæmandi aðstæður fyrir ungt fólk sem telur sig þurfa þak yfir höfuðið. Sigtúnshópurinn hefur tekið að sér það hlutverk að vera nokkurs konar vörsluaðili fyrir húsbyggjendur og íbúðakaupendur í landinu. Hópurinn dregur nafn sitt af fjölmennum fundi sem hald- inn var um húsnæðismáin fyrir nokkrum árum í veitingahúsinu Sigtúni. En á sama tíma og Sigtúns- hópurinn bankaði upp hjá Jó- hönnu voru aðrir gæslumenn, for- svarsmenn lífeyrissjóðanna, að móta kröfur sem fela í sér stórfellda hækkun útlánsvaxta hjá Húsnæð- isstofnun ríkisins. Ekki hefur heyrst að áhugahópurinn um hús- næðismál hafi gert tilraun til að koma í veg fyrir þær þvingunarað- gerðir. Það var ekki síst fyrir tilstilli Sig- túnshreyfingarinnar, að bragabót var gerð á húsnæðismálunum. Hjólin fóru fyrst að snúast eftir fundinn fræga og launþegasamtök- in knúðu fram nýtt húsnæðislána- kerfi sem gerir fólki auðveldara en áður að fjármagna húsnæðiskaup. Það voru einmitt lífeyrissjóðirnir sem tóku að sér að fjármagna stór- an hluta þessa nýja kerfis, með því að verja 55% af ráðstöfunarfé sínu til skuldabréfakaupa hjá Húsnæð- isstofnun. í dag vilja hins vegar þessir sömu sjóðir þvinga fram vaxtahækkun, sem fyrst og fremst bitnar á sjóðsfélögunum sjálfum sem hafa einkarétt á lánum frá Hús- næðisstofnun ríkisins. í samningaviðræðum við full- trúa ríkisins hafa forsvarsmenn líf- eyrissjóðanna lagt fram kröfu um hærri ávöxtun en í fyrri samning- um. Kröfurnar eru taldar þýða óhjákvæmilega hækkun útláns- vaxta hjá Húsnæðisstofnun. Þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda er talið að staðan í ríkisfjármálum leyfi ekki frekari niðurgreiðslur, en út- iánsvextirnir eru nú 3,5% á sama tíma og vextir á skuldabréfunum til Iífeyrissjóðanna eru 6,5%. í viðræðunum nú vegna skulda- bréfakaupa á árunum 1988, ’89 og ’90 lögðu sjóðirnir fyrst fram tilboð um 7,5% vexti. Þessu höfnuðu stjórnvöld og í dag er útgangs- punktur viðræðnanna 7% vextir, en ennfremur krefjast lífeyrissjóð- irnir hækkunar vaxta á eldri bréf- um sem bera 4,5%. En hver eru rök forsvarsmanna Iífeyrissjóðanna fyrir enn hærri vöxtum sem fyrst og fremst bitna á félögum í sjóðunum sjálfum? Hvers vegna vill Pétur Blöndal sem formaður Landssambands lífeyris- sjóða auka enn frekar greiðslubyrði umbjóðenda sinna? Er það vegna hagsmuna hjá Kaupþingi? Nei. Hann segist þurfa hærri ávöxtun svo lífeyrissjóðirnir geti staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar. Pétur segir að vaxtahækkun á skuldabréf- unum verði að koma til svo komið verði í veg fyrir skerðingu á lífeyri. í ljósi þessarar röksemdarfærslu Péturs er fróðlegt að reyna að gera sér grein fyrir því hverjir það akkúrat eru sem ungir íbúðakaup- endur í dag eiga að fara að greiða lífeyri fyrir. Á einfaldan hátt má finna einn stóran hóp, sem einmitt fékk svokölluð gjafalán frá lífeyris- sjóðunum á sínum tíma. Þeir sem fengu óverðtryggð lán með litlum vöxtum á sjöunda áratugnum eru nú komnir á eftirlaunaaldur og að sjálfsögðu verður að greiða þeim lífeyrinn. Hjá sjóðunum virðist nærtækast að taka þá peninga af ungumíbúðakaupendum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.