Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. ágúst 1987 5 ,j^l ,a ,* .1 ,a í®?S6 .^my^r^ (Si jMMMMw! i®*® ssral? Í. j-ÉaE- SríaLFfjLr: '’i%i*&$f*0yw*$a WW&m . mm iMMW»Í iti IH í> iimr 3SB»8»3i8gs8»jll8* W§»pM»*85*l! Sf^*S5*%y[ w|-—nÉr—"t'^V wwMBiw . ■ taxtar og undanþáguheimildir standa eftir þar til sett hafa verið ný tolltaxtalög. Engu að síður standa nú fyrir dyrum verulegar breytingar á allri tollframkvæmd s.s. yfirstjórn tolla- mála og tollafgreiðsluháttum. Fyrst er að nefna heimild fjár- málaráðherra til að fela tollstjóran- um í Reykjavík að gegna jafnframt starfi ríkistollstjóra. Þessi heimild hefur þegar verið nýtt. í annan stað felst í lögunum sú breyting að úrskurðarvald í ágrein- ingsmálum, sem upp koma er tekið úr höndum ráðherra og ráðuneytis, en þess í stað falið sérstakri ríkis- tollanefnd. Þetta miðar að því að tryggja þeim, sem hagsmuna eiga að gæta, bæði innflytjendum og ríkisvaldi, áfrýjunarrétt þegar úr- lausn tollyfirvalds þykir orka tví- mælis. Eðlilegt er að þetta úrskurð- arvald sé í höndum aðila sem starf- ar sem sjálfstæðast við hlið stjórn- sýsluaðila á vettvangi tollamála. Agreiningsmál af þessu tagi hafa aukist stórlega á undanförnum ár- um, m.a. vegna aukinnar innflutn- ingsverslunar, fjölbreyttara vöru- úrvals og tækninýjunga, flókinna fríverslunarsamninga og mikils ósamræmis í skattlagningu inn- fluttra vara skv. tollskrá. Ríkistollanefnd skal skipuð til tveggja ára í senn. í henni eiga að sitja 3 menn, þar af formaður sem fullnægja skal skilyrðum til þess að vera skipaður héraðsdómari. Aðrir nefndarmenn skulu hafa staðgóða þekkingu á tollamálum. Nefndinni ber að taka til starfa 1. sept. n.k. og þar með færist úrskurðarvaldið frá ráðuneyti til hennar. Þeir menn eru vandfundnir sem hafa „staðgóða þekkingu á toIlamálum“ án þess að hafa hagsmuna að gæta. Fjármála- ráðuneytið hefur því ákveðið að leita ábendinga frá hagsmunaaðil- um áður en nefndin verður skipuð með formlegum hætti. Skv. 109. gr. tollalaga getur fjár- málaráðherra heimilað tollstjórum að veita innflytjendum greiðslu- frest á aðflutningsgjöldum að upp- fylltum nánari skilyrðum skv. reglugerð. Greiðslufrestur getur verið að meðaltali 2 mánuðir. Þessi heimild hefur enn ekki ver- ið nýtt. Áhrif greiðslufrests á að- flutningsgjöldum á tekjur ríkis- sjóðs þarf að kanna enn betur. Framkvæmdin er undir því komin að tölvuvæðing tollþjónustunnar verði að fullu komin til öruggrar framkvæmdar. Fjármálaráðuneyt- ið mun fela tollstjóraembættinu að semja fyrstu drög að reglugerð um tilhögun og framkvæmd greiðslu- frests. Þetta tengist öðru máli svokall- aðri bankastimplun innflutnings- skjala. A seinasta þingi var breytt lögum um skipan gjaldeyris- og við- skiptamála. Sú regla að ekki megi tollafgreiða vöru nema staðfesting gjaldeyrisbanka liggi fyrir um að greiðsla hafa verið innt af hendi eða tryggð með öðrum hætti, var felld úr gildi. Þessi breyting á að taka gildi 1. sept. n.k. Þetta eftirlit tollyfirvalda með því að krafa væri greidd eða greiðsla tryggð áður en tollyfirvöld heimiluðu afhendingu vöru mun hdfa átt að skapa íslandi viðskipta- traust og greiða fyrir vöruflutning- um til landsins. Slík gæsla ríkis- valdsins á hagsmunum erlendra seljenda á sér ekki forsendur leng- ur, en veldur innflytjendum og toll- yfirvöldum óhagræði. Öll helstu viðskiptalönd Islands hafa fyrir löngu horfið frá þessu eftirliti af hálfu tollyfirvalda. Til þess að greiðslufrestur á að- flutningsgjöldum verði tekinn upp þarf að fella niður ákvæði um bankastimplun. Seðlabankinn hef- ur lengi talið öll tormerki á að af- létta þessum höftum. Málið er í höndum viðskiptaráðuneytisins. Af hálfu fjármálaráðuneytisins hefur því verið haldið fram við viðskipta- ráðherra að lögin um afnám banka- stimplunar eigi að koma til fram- kvæmda. Vegna tímabundinnar gjaldtöku á erlendar lántökur þýðir þetta þó fyrst um sinn að tollaf- greiðsla fari ekki fram nema til- kynnt hafi verið um viðskipti í við- skiptabanka. Tölvuvæðing toll- stjóraembættisins mun síðan Ieiða til þess að gjaldeyriseftirlitið á að geta fengið upplýsingar um inn- flutning og tollafgreiðslu samdæg- urs. Tölvuvæðing tollstjóraembætt- isins í Reykjavík mun þegar þar að kemur hafa verulega hagræðingu í för með sér, auk þess sem hún mun stytta afgreiðslutíma í tolli t.d. munu innflytjendur geta skilað inn aðflutningsskýrslum „í tölvutæku formi“. Telexafrit verða viðurkennd full- gild tollskjöl nema svokölluð upp- runaskírteini til staðfestingar á frí- verslunarmeðferð (EFTA-EB). í þeim tilvikum er af samræmingar- ástæðum nauðsynlegt að framvísa frumgögnum. Þetta verður nánar skilgreint í reglugerð, eftir 1. sept. Ný samræmd tollskrá Samhliða breytingum á tollaf- greiðsluháttum mun um næstu ára- mót taka gildi ný samræmd toll- skrá, eins og nánar verður rakið hér á eftir. Þetta er í samræmi við þá al- þjóðasamninga sem íslendingar hafa gert innan Tollasamvinnuráðs- ins. En þótt tollskrá sé breytt og ný flokkun á vöru tekin upp mun enn um sinn ekki verða breyting á gjald- töku. Samhliða því að tekin verði upp tollskrá með nýjum töxtum þarf að gera breytingar á vöru- gjaldi, sem tengist mjög tollinn- heimtu, og hefur veruleg áhrif á tekjuöflun ríkisins. Þessi endur- skoðun er einn liður í þeirri heildar- endurskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkisins, sem hafinn er með undir- búningi staðgreiðslukerfis skatta og fækkun undanþága í söluskatti sem undanfara virðisaukaskatts. Framh. af bls. 7 Upplýsingasími 685111

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.