Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.08.1987, Blaðsíða 8
Þrjú af aðalmönnum í indverskri pólitík, eftir heimsstyrjöldina síöari. Til vinstri: „afi“ Jawa- harlal Nehru, hægra megin Indira Gandhi og í miðju Rajiv Gandhi forsætisráðherra. Tvísýnt ástand hjá Rajiv Gandhi Er ættarveldið komið að falli? Nú stendur Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands frammi fyrir þeim stærsta pólitíska vanda, sem hann hefur lent í. Nú eru tvö og hálft ár síð- an morðið á móður hans gerði það að verkum að hann varö leiðtogi Ind- lands. Herskáir Sikhar framan við „Gullna bænahúsið" i Amritsar. Rajiv Gandhi hefurekki tekistfrekaren móðurhans Indiru Gandhi.að kveðaniðurólguna meöal Sikhanna. I indverska Kongressflokknum hefur lengi verið heift undir kötlun- um. Upp úr sauð, þegar þrír hátt- settir flokksmenn voru reknir úr flokknum og einn í viðbót sagði sig úr flokknum í mótmælaskyni. Um svipað leyti missti miðstjórnin eina fulltrúann frá hinu hernaðarlega mikilvæga landamæraríki Kashm- ir, Mufti Mohammcd Sayeed sagði af sér. Ekki batnaði ástandið þegar Arun Singh, sem var náinn vinur og stuðningsmaður forsætisráðherr- ans sagði af sér. Arun Singh var mjög virtur sem aðstoðarráðherra. Mikil hreyfing Enn halda úrsagnirnar áfram. Þetta tvísýna ástand er tilkomið vegna ólgu í stjórnarflokknum, en er ekki runnið undan rifjum veikrar stjórnarandstöðu. Spurningunni um, hvort og hvar finnist annað leiðtogaefni, svara stjórnarand- stæðingar með því að benda á, að undir forustu Rajiv Gandhis hafi verið stöðugar skærur í Punjab, ættbálkastríð í Bihar og stríð og erjur í mörgum héruðum í norður- hluta landsins, þar eru það erjur milli trúarfíokka. Spillingar- hneyksli hefur komið á daginn í sambandi við vopnakaup frá Sví- þjóð og Þýskalandi. Sambúð Ind- lands við Kína, Pakistan og Sri Lanka er erfiðleikum háð, en þessi ríki eru nágrannaríki Indlands. Lykilmaður Lykilmaðurinn í andófinu er V.P. Singh, fyrrverandi varnar- og fjár- málaráðherra. Hann er af lágum stigum, er ættaður frá smáríkinu Uttar Pradesh í norður Indlandi. Þar nýtur hann mikils stuðnings í þingflokknum. V.P. Singh elur á kvörtununum um spillingu, hann hefur komið á þjóðarherferð gegn fjármálaafbrotum í opinberu lífi. Meðan V.P. Singh var fjármála- ráðherra var lögð sérstök áhersla á að útrýma svartamarkaðsbraski í Indlandi, en eftir útreikningum stjórnarinnar skila sér aðeins einn þriðji hluti skattbærra tekna til skattheimtunnar. Sagt var að V.P. Singh hefði gengið of langt í inn- heimtuaðgerðum sínum. Hann varð sífellt minna áberandi í stjórn- inni og nýlega sagði hann sig úr flokknum. V.P. Singh hefur fengið annan mikilvægan stuðningsmann úr þingflokknum,. sá heitir Arun Nehru og er mögulegt forsætisráð- herraefni. Nehru þessi og Rajiv eru þremenningar og er hann úr „ættar- veldi“ Nehru fjölskyldunnar. Arun Nehru er fyrrverandi ráðherra og sérlegur ráðgjafi Rajivs og þótti sér- staklega duglegur stjórnmálamað- ur og hagfræðingur. Þrátt fyrir það rak Rajiv hann úr stjórninni og seinna var hann rekinn úr flokkn- um. Frjálslyndir múslimar Arif Mohammed Khan, sem er múslimi og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Rajivs hafði gengið í lið með stjórnarandstöðunni og var vísað úr um svipað leyti. Khan sagði sig úr ríkisstjórninni í mót- mælaskyni við lög sem sett voru á árinu sem leið. Lög þessi fjölluðu um rétt indverskra kvenna til hjóna- skilnaða. Khan fannst þessi lög vera tilhliörun við grundvallarlögmál Múslima. Með stuðningi Arif Khan mun stjórnarandstaðan geta fengið atkvæði miðju- og frjálslyndra Múslima, sem hingað til hafa verið traustir stuðningsmenn Kongress- flokksins. Stuðningur almennings við stjórnarandstöðuna kemur til vegna óánægju með síendurtekna ósigra Rajivs í að leiða flokkinn til sigurs í mörgum landshlutum. (í Punjab, Assam, Mizoram, Kerala, Vestur-Bengal og Haryana.) Að vísu voru ósigrarnir frekar að kenna ólýðræðislegum aðferðum þegar flokksforusta var kosin árið 1972, en lélegri forustu í flokknum. Rajiv gerði lítið sem ekkert í því að efna loforð um kosningu nýrrar flokks- stjórnar. í þeim loforðum var heitið að endurskipuleggja og betrum- bæta flokkinn svo hann næði aftur þeim háa sessi sem hann hafði í kringum 1950. Ekki tókst honum heldur að fá nægilegan stuðning við þau pólit- ísku áform sín, að gera Indland að nútímaþjóðfélagi en þessi áform virtust ætla að verða til þess að eins- konar „millistétt“ fór hraðvaxandi. Sem „pólitísk jómfrú“, gerði Rajiv margar skyssur, og eftir hverja þeirra þótti hann koma fram á held- ur óheflaðan hátt við jafnvel hátt- setta ráðgjafa og embættismenn. Því sárari sem forsætisráðherr- ann varð, virtist hann hverfa meira til hinna hefðbundnu aðferða Kon- gressflokksins, þegar valdabaráttan stjórnaðist aðallega af ættflokka og trúarlegum sjónarmiðum. Þrír valkostir Það er innan þessa ramma sem forsætisráðherrann starfar nú. í raun og veru hefur Rajiv þrjá val- kosti. Hann getur reynt að ná aftur stuðningi flokksins t.d. með því að segja af sér sem forustumaður flokksins og losa sig við vafasama samstarfsmenn. Þá helst hinn þekkta kvikmyndaleikara og þing- mann Amitabb Bachchan, sem er bendlaður við hneykslið í Bofors viðskiptunum. Sé Iengra litið gæti þetta orsakað klofning í flokknum, eins og skeði árið 1979. Forsætis- ráðherrann gæti líka haft pólitískt frumkvæði og reynt að fá aftur fyrrverandi umráðasvæði Indlands. Fréttaskýrendur telja ekki útilokað að til tíðinda geti dregið, í samskipt- um við Pakistan og Kína, ennfrem- ur gæti hann breytt sinni pólitík í líkingu við vinstri sveiflu móður hans þegar hún, í kringum 1970 stóð höllum fæti. Rajiv gæti líka dregið sig í hlé jafn snögglega og hann kom inn í pólitíkina. Þó tvísýnt sé um forustu lands- ins, er ekki víst að það snerti ind- verskt þjóðfélag nema rétt á yfir- borðinu. í sögu Indlands á síðari tímum, hafa andstæðurnar á milli hins mikla valds, sem leiðtogar þess hafa haft og persónudýrkunar á þeim annarsvegar og hinsvegar hvað þjóðin er fljót að aðlagast nýj- um leiðtoga ef dauðsfall orsakar leiðtogaskipti. Einn merkasti leið- togi Indlands fyrr og síðar er Ma- hatma Gandhi, hann barðist fyrir réttlæti í þjóðfélaginu. Jawaharlal Nehru mótaði þróunar og jafnað- arstefnu í 15 ár. Þegar dóttir hans Indira varð forsætisráðherra, reyndi hún meira en nokkur annar að stjórna bæði flokki og fjölmiðl- um. Hið stóra indverska samfélag sem telur 800 milljónir manns, er þrautseigt og vant sviptingum í pólitík. Það líkist að mörgu leyti ánni heilögu, Ganges. Það er kraft- mikið og voldugt að sumu leyti en skiptist eftir duttlungum náttúr- unnar og eigin krafti. (Arbeiderbladet)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.