Alþýðublaðið - 26.09.1987, Page 8
8
Laugardagur 26. september 1987
Á sjávarútvegssýningunni í Laugardals-
höll voru kynntar nokkrar nýjungar í
vélum fyrir fiskvinnsluna. Þessar vélar
munu innan tíöar gera mörg hefðbundin
störf í fiskvinnslunni óþörf. Þegar eru
komnar vélar á markaðinn, sem geta leyst
mannekluvandann víða um land.
Á sjávarútvegssýning-
unni í Laugardal
komu fram margar
nýjungar sem í næstu
framtíð eiga eftir að
valda byltingu í fisk-
vinnslunni hér á
landi. Áhugi fyrir
þessari sýningu var
líka sérlega mikill og
fagmenn í greininni
telja hana einstaklega
vel heppnaða og boða
miklar tœkniframfar-
ir í undirstöðugrein-
inni.
Manneklan
Það er kannski ekki að ástæðu-
lausu, sem forsvarsmenn fisk-
vinnslufyrirtækja sýna vélum og
tækjum svo mikinn áhuga nú, þeg-
ar gífurleg mannekla er hjá fisk-
vinnslunni víða um land. Sjávarút-
vegssýningin færir mönnum í raun
heim sanninn um það, að ástæðu-
laust er að óttast mannekluna i
næstu framtíð því nú virðist alvar-
lega verið komið að spurningunni
um hvort vélarnar ryðji fólkinu út.
Alþýðublaðið leitaði til nokk-
urra fagmanna i fiskvinnslunni og
bað þá að nefna þær nýjungar á
sýningunni sem þeir teldu mestum
sköpum eiga eftir að skipta fyrir ís-
lendinga á næstu árum. Allir þeir
sem Alþýðublaðið leitaði til nefndu
sérstaklega nýja vél frá BAADER,
sem að þeirra mati boðar á raun-
hæfan hátt mjög aukna sjálfvirkni
í frystihúsunum.
Um er að ræða nýja og bætta
flökunarvél sem BAADER kallar
184. Verkstjóri í stóru frystihúsi
sem Alþýðublaðið talaði við sagði
að þessi vélasamstæða væri sú
fyrsta sem gæfi mönnum raunhæf-
ar vonir um að fljótlega verði hægt
að stinga fiskinum inn í hausara á
öðrum enda og fá hann út pakkað-
an á hinum. Eins og samstæðan er
í dag gerir hún strax nokkur hefð-
bundin störf óþörf, og gæti jafnvel
þar sem manneklan er mest komið
í veg fyrir slík vandamál.
Beinagarðarnir
vélskornir
BAADER 184 er flökunarvél,
sem tengd er við hausara, en vélin er
þeim eiginleikum gerð að hún er
með sérstakan skurðarhníf sem
sker burt beinagarðana og þunn-
ildi, auk þess að roðfletta. Við vél-
ina verður síðan hægt að tengja nið-
urskurðarvél, sem þversker flökin,
en sérstök tölva les út og reiknar út
flökin fyrir niðurskurðinn, væntan-
lega eftir þeim pakkningum sem
verið er að vinna í. Ýmis tæknileg
vandamál eru þó enn við slíkan nið-
urskurð, en vélin er væntanleg á
markað eftir tvö ár.
í þessum ferli vantar því aðeins
mannshöndina við að týna orma og
yfirfara flökin fyrir niðurskurðinn,
auk þess að mata vélina.
Fyrsta samstæða hér á landi búin
þessum hæfileikum hefur verið til
reynslu í Bolungarvík um skeið. Á
fundi hjá Fagfélagi fiskiðnaðarins,
<
f
Vchtmhkk sem shmtkist snúnhtg
Áhugamenn um bíla og akstur kannast við Pirelli. Einn helsta framleiðanda hjólbarða
fyrir kappakstursbifreiðar í heiminum í dag.
Við framleiðslu fólks- og
vörubílahjólbarða slær Pirelli
hvergi af kröfunum. Þess vegna
velja menn Pirelli.
EIGUM FYRIRLIGGJANDI
VETRARDEKK FRÁ PIRELLI í
EFTIRTÖLDUM STÆRÐUM:
FYRIR FÓLKSBÍLA:
175x70x13
185x70x14
FYRIR VÖRUBÍLA:
12 R 22,5
13 R 22,5
SÉRPÖNJUM EF ÓSKAÐ ER
SKEIFUNNI 15, SlMI: 91-35200.