Alþýðublaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 1
Efnahagsstefnan:
A0GERÐIR GEGN ÞENSLU
— Fastgengisstefnunni haldið. — Skattaívilnanir vegna hlutafjárviðskipta.
10 prósent söluskattur á
öll matvæli, afnám ríkis-
ábyrgða á lánum fjárfestinga-
lánasjóða, verslun með er-
lend verðbréf, skattaívilnanir
vegna hlutafjárviðskipta.
Þetta er meðal ráðstafana
ríkisstjórnarinnar í efnahags
málum, sem ætlað er að
bæta jafnvægi á lánamark-
aöi, efla innlendan sparnað
og draga úr halla ríkisfjár-
mála. Þetta kemur m.a. fram i
yfirlýsingu sem ríkisstjórnin
kynnti fjölmiðlum í gær-
kvöldi.
„Framvinda efnahagsmála
að undanförnu og horfur fyrir
næstu misseri sýna vaxandi
verðbólgu og viðskiptahalla.
Við þessar aðstæður þarf að
beita samræmdum ráðstöf-
unum á öllum sviðum efna-
hagsmála gegn þenslu,“ segir
í yfirlýsingunni. „Ríkisstjórn-
in hefur því ákveðið að leggja
fram hallalaus fjárlög fyrir
árið 1988 og gripa auk þess
þegar f stað til fjölþættra
aðhaldsaðgerða á sviði fjár-
mála og peningamála."
í yfirlýsingunni er sú
stefna ríkisstjórnarinnar
ítrekuð, að halda gengi krón-
unnar föstu. Þess utan bein-
ast aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar að ríkisfjármálunum ann-
ars vegar og lánamarkaöi
hins vegar.
Til að ná hallalausum fjár-
lögum verður tekjuöflun auk-
in meðal annars meö því að
felldar verða niður undanþág-
ur söluskatts á matvæli og
innflutningsgjöld bifreiða
hækka. Dregið verður úr
opinberum erlendum lántök-
um og með almennum ráð-
stöfunum verður reynt að
draga úr öðrum erlendum
lántökum.
Með aðgerðum á borö við
gengisbundna innlánsreikn-
inga, gengisbundin spariskír-
teini og meö því að vextir
ríkisvíxla verði endurskoðaðir
reglulega auk annarra að-
gerða stefnir rikisstjórnin aö
því að bæta jafnvægi á lána-
markaði og efla innlendan
sparnað.
Frá og með 1. nóvember
verður 75 milljónum króna
varið til tímabundinna niður-
greiðslana á búvörum.
Á Alþingi i gær var þingmönnum
skipt í deildir og raöaö til sætis.
A-mynd/Róbert
Asmundur Stefánsson:
„Ríkisstjórnin boðar
stórfelldar álögur"
— Loforö brotin frá síðustu kjarasamn-
ingum — Þjóðarsáttin liöin tíö
Kerfisbreyting:
Dregið úr
sjálfvirkni
„Þarna er veriö aö brjóta
loforð sem ríkisstjórnin gaf
við síðustu samninga og
verkalýðshreyfingin hlýtur því
að mótmæla,11 sagöi Ás-
mundur Stefánsson, forseti
ASÍ, í samtali við Alþýðublað-
ið en í gær sendi hann for-
sætisráðherra bréf þar sem
hann mótmæiir kröftuglega
því sem hann kallar „stór-
felldar nýjar álögur á almenn-
ing“, sem felist í efnahagsað-
geröum ríkisstjórnarinnar.
„Verkalýðshreyfingin hefur
ein staöið við sitt. Rikis-
stjórnin er að segja fólki að
hún vilji ekki axla ábyrgð og
að loforð af hennar hálfu sé
ekki að treysta. Það væri
ábyrgðarleysi af verkalýðs-
hreyfingunni að gangatil
samstarfs á þessum forsend-
um,“ sagði Ásmundur þegar
hann var spurður hvort tími
þjóðarsáttarinnar væri liðinn.
í bréfi sínu til forsætisráð-
herra bendir Ásmundur á að
enn eru nærri þrír mánuðir
eftir af yfirstandandi samn-
ingstíma og engin rauð strik
framundan. Þá fáist verð-
hækkanir ekki bættar í kaupi
fyrr en meó nýjum samning-
um, og því sé ábyrgð ríkis-
stjórnarinnar meiri en ella.
„Stjörnvöld munu í
verölagningu á opinberri
þjónustu og skattlagn-
ingu fylgja þeirri stefnu
að hækkanir verði í heild
ekki umfram almenna
verðlagsþróun. Verð á
áfengi og tóbaki feilur
þó ekki undir þessa skil-
greiningu.“
Úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
viö gerö siöustu kjarasamninga.
„Verkalýðshreyfingunni bíður
þá ekki annar kostur en
leggja þungann á beinar
kauþhækkanir og sjálfvirkt
vísitölukerf i.“
Að mati Ásmundar getur
áformuð hækkun matvöru
um næstu mánaðamót leitt
til 1.3% hækkunar á fram-
færslukostnaði meðalheim-
ilis, en 2% hækkunar á fram-
færslukostnaði lágtekjufólks.
Ef enn kæmi til 10% hækk-
unar á matvörum um áramót-
in yrði hækkun framfærslu-
kostnaðar til viðbótar um
2.3% hjá meðalheimili en 3%
hjá heimilum lágtekjufólks.
Ríkisstjórnin hyggst gera
gagngerar kerfisbreytingar til
að draga úr sjálfvirkni ríkisút-
gjalda. Samkvæmt áreiðan-
legum heimildum Alþýöu-
blaðsins hefur ríkisstjórnin
ráðgert að breyta Iðntækni-
stofnun, Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins og Veiðimála-
stofnun úr rikisstofnunum í
sjálfseignarstofnanir.
Þessi kerfisbreyting þýðir
að gerður veröur stofnsamn-
ingur með lagabreytingu á Al-
þingi þar sem hinum nýju
sjálfseignarstofnunum verði
tryggð ákveðin grunn-framlög
úr ríkissjóði og verkefnafram-
lög sem afgreidd yrðu á fjár-
lögum hverju sinni. Verkefna-
valið yrði að öðru leyti sjálfs-
ákvörðun stofnananna.
Þessar breytingar eru liður
í þeirri kerfisbreytingu ríkis-
stjórnar Þorsteins Pálssonar
að auka sjálfstæði og rekstr-
arábyrgð rikisstofnana og
fjárhagslega ábyrgð stjórn-
enda. Ennfremur verður hert
á kröfum um auknar sértekjur
opinberra þjónustustofnana.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins er nú unnið á
vettvangi fjármálaráðuneytis-
ins og einstakra ráðuneyta
að undirbúningi að sölu ein-
stakra ríkisfyrirtækja og
hlutabréfa I eigu ríkissjóðs.