Alþýðublaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 13. október 1987
SMÁFRÉTTIR
Vöruskiptin
við útlönd
í ágústmánuði voru fluttar
út vörur fyrir 3.958 millj. kr.
en inn fyrir 3.829 millj. kr. fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn í ág-
úst var því hagstæður um
129 millj. kr. en í ágúst I fyrra
var vöruskiptajöfnuðurinn
hagstæður um 1.270 millj. kr.
á sama gengi.
Fyrstu átta mánuði þessa
árs voru fluttar út vörur fyrir
35.209 millj. kr. en inn fyrir
32.894 millj. kr. fob. Vöru-
skiptajöfnuðurinn var á þess-
um tíma hagstæður um 2.315
millj. kr. en á sama tíma í
RSI<
RÍKISSKATTSTJÓRI
Embætti ríkisskattstjóra augiýsir laus til
umsóknar eftirtalin störf
Almenn deild:
Staða deildarlögfræðings á gjaldsviði.
Helstu verkefni eru skýringar á lögum og reglugerðum
er snerta álagningu óbeinna skatta, samningu úrskurða
og álitsgerða er snerta skattskyldu o.fl.
Staða viðskiptafræöings á skattasviði
Helstu verkefni eru endurskoðun ársreikninga, úrskurðir
á skatterindum og tölulegar álitsgerðir í umsögnum
ríkisskattstjóra fyrir ríkisskattanefnd.
Staðgreiðsludeild:
Staða skrifstofumanns á tölvusviði.
Helstu verkefni eru færsla upplýsinga inn í stað-
greiðsluskrá, skjalavistun og önnur almenn skrifstofu-
störf.
Staða ritara á upplýsingasviði.
Helstu verkefni eru ritvinnsla og vélritun.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf,
sendist ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150 REYKJAVÍK,
fyrir 31. október nk.
RSK
RÍKISSKATTSUÓRI
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir septembermánuð er 15.
október. Ber þá að skila skattinum til innheimtu-
manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Kjördæmisþing í
Reykjanesi
Sunnudaginn 25. nóvember n.k. verður haldið kjör-
dæmisþing Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Þingið hefst kl. 10.00 árdegis í Alþýðuflokkshúsinu
að Hafnargötu 31, í Keflavík.
Dagskrá: 1. Þingstörfin framundan
Kjartan Jóhannsson alþm. og Karl
Steinar Guðnason alþm.
2. Félagsstörf
Formenn Alþýðuflokksfélaga í kjör-
dæminu.
3. Frá sveitarstjórnum
Sveitarstjórnarmenn Alþýðuflokksins í
kjördæminu.
4. Flokksstarfið á landsvísu
Guðmundur Einarsson framkvæmda -
stjóri.
5. Ráðherraspjall
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð-
herra, Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra og Jón Sigurðsson, við-
skiptaráðherra.
6. Almennar umræður og önnur mál.
Stjórn kjördæmisráðsins.
fyrra var hann hagstæður um
4.667 millj. kr. á sama gengi.
Fyrstu átta mánuði þessa
árs var verðmæti vöruútflutn-
ingsins 15% meira á föstu
gengi en á sama tima í fyrra.
Sjávarafurðir voru um 78%
alls útflutningsins og voru
16% meiri að verðmæti en á
sama tíma í fyrra. Útflutning-
ur á áli var 17% meiri, en út-
flutningur kisiljárns var 5%
minni en á sama tíma í fyrra.
Útflutningsverðmæti annarr-
ar vöru var 15% meira fyrstu
átta mánuði þessa árs en á
sama tíma í fyrra, reiknað á
föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutn-
ingsins fyrstu átta mánuði
ársins var 27% meira en á
sama tíma í fyrra. Innflutn-
ingur til álverksmiðjunnar var
10% meiri en í fyrra, en hins
vegar var olíuinnflutningur
sem kemur á skýrslur fyrstu
átta mánuði ársins um 11%
minni en í fyrra. Það sem af
er árinu hafa skipakaup verið
mun meiri en í fyrra en hins
vegar hefur ekki verið um
nein meiri háttar kaup á flug-
vélum eða flugvélahlutum að
ræða. Innflutningur til stór-
iðju og olíuinnflutningur
ásamt innflutningi skipaog
flugvéla er jafnan breytilegur
frá einu tímabili til annars.
Séu þessir liðir frátaldir reyn-
ist annar innflutningur (87%
af heildinni) hafa orðið um
33% meiri en í fyrra, reiknaö
á föstu gengi).
Háskólafyrirlestur
Jörgen Dines Johansen,
prófessor í bókmenntafræði
við háskólann í Óðinsvéum,
flytur fyrirlestur í boð) heim-
spekideildar Háskóla íslands
laugardaginn 17. október
1987 kl. 14:00 í stofu 101 í
Lögbergi.
Fyrirlesturinn fjallar um
táknfræði í bókmenntum og
nefnist „Semiotik og littera-
turen.“
Prófessor Jörgen Dines
Johansen er meðal þekkt-
ustu fræðimanna i heiminum
á sviði táknfræði og sálgrein-
ingar í bókmenntum. Hann
hefur síðustu árin fengist við
rannsóknir á táknfræði
Charles Sanders Peirce og
þá sérstaklega hvernig nota
má hana í bókmenntatúlkun.
Eftir hann liggja ýmis rit og
fræðigreinar, svo sem Psyko-
analyse, tekstteori, litteratur
(1977), og væntanlegt er rit
um Peirce.
Fyrirlesturinn verður flutt-
ur á dönsku og er öllum op-
inn.
MMBUBIMD
vanfar blaðamenn
Alþýöublaöiö er á uppleið. Vikulegur blaösíöufjöldi hefur
meira en þrefaldast og þaö er bara byrjunin. Okkur vantar
þess vegna fleiri blaöamenn. Viö setjum bara eitt skilyröi. Þú
þarft aö vera hress, drífandi, dugmikil/l, atorkusöm/samur,
bráögreind/ur, kunna á ritvél og umfram allt hafa brennandi
áhuga á aö komast aö kjarnanum. Ef þú hefur auk þess
reynslu af biaðamennsku, þá spillir þaö hreint ekki möguleik-
um þínum til aö fá starfið.
Alþýðublaðið
Ármúla 38, Sími 68 18 66
Beint að kjarnanum
FLUGMÁLASTJÓRN
Útboð
Flugmálastjórn óskar eftir tilboöum í 1. áfanga að
nýrri flugbraut viö Egilsstaði.
Helstu magntölur:
Vegagerð 2,5 km.
Aðkomuvegur 2,0 km.
Gröftur 65000 m3
Útboðsgögn verða afhent hjá Ingólfi Arnarsyni, um-
dæmisstjóra Flugmálastjórnar á Egilsstaðaflugvelli
og hjá Almennu verkfræðistofunni hf. Fellsmúla 26,
108 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 14. októ-
ber nk. gegn kr. 5000.- skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni
hf., Fellsmúla 26, Reykjavík mánudaginn 2. nóvem-
ber nk. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóóendum
sem þess óska.
Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða til-
boði sem er eöa hafna öllum.
Flugmálastjórn.
I ■ I REYKJKJÍKURBORG ||l
JtaUAOK Stödun MÍ
Fjölskylduheimili fyrir unglinga
Laus er staða starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir
unglinga.
Um er að ræða vaktavinnu kvöld, nætur og helgar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða
reynslu á sviði uppeldismála.
Upplýsingarum starfiðeru gefnar í síma681836eftir
kl. 16.00.
Umsóknarfrestur er til 25. október.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðu-
blöðum sem þar fást.
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein-
dagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 15.
október n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga
skal greiðadráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt
er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af-
henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.