Alþýðublaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 13. október 1987 5 Listir og menning rj| Atli Heimir Sveinsson skrifar Éil „Hér hefur verið rekin harösviruð menningarpólitik, sem er mjög austantjaldsleg, flokkræð- isleg, með handahófskendum tilhlaupum og geðþóttaákvörðunum," skrifar Atli Heimir Sveinsson m.a. i grein sinni um menningarpólitík. Vio þurfum glasnost í menningar- pólitíkina Mörgum þykir menningarpólitfk hið versta orð. Menningarpólitík, sé það að ríkið ráðskist með menninguna, beiti hana miðstýrðu kúgunarvaldi eins og tiðkast i einræðisríkjum. Og kannski hér lika. En áður en ég kem að pólitíkinni vil ég nálgast hugtakió menning. Hvað er menning? Orðið hefur mjög viðtæka merkingu á íslensku. Eru ekki öll mannleg samskipti menning? Erekki menning þegar bændur af Norður- og Suðurlandi hittast? Er ekki menning að spila bridds? Leyfi til hreindýra- veiða heyra undir menntamálaráðu- neytið. Er það menning að skjóta hreindýr? Og svona má lengi telja. Við ruglum saman óskildum hlutum í menningarumræðunni: uþpfræðslu og kennslu, umhverfismálum, almennum mannlegum samskiptum, listum, áhugastarfi og atvinnumennsku á því sviði, og ýmsu fleiru. Ég vil geraeinn þátt menningar- mála að umtalsefni hér: listasviðið eða „kúltúrsektorinn" eins og sagt er á útlensku. Tilefnið er ávarþ Birgis ís- leifs, menntamálaráðherra, sem hann hélt nýlega í Portúgal, og birtist í Morgunblaðinu 27. seþtember sl. Draga má ræðu ráðherrans saman í fjóra meginpúnkta eða fullyrðingar: 1) að listastarfsemi njóti verulegrar aðstoðar hins opinbera 2) að ríkið hafi reynt að örva stuðning einkaaðila við menningar- og lista- starfsemi, með því að gera gjafir til menningarmála, að hlutatil frádráttar- bærar til skatts. 3) að á íslandi sé almenn þólitísk sam- staða um að ríkinu beri að styðja við bakið á menningarstarfsemi í landinu með beinum styrkjum til menningar- stofnana og listamanna. 4) að tímabært sé að hefja opinberar umræður um nýjar leiðir til að styrkja menningu og listir. Hér er gerð heiðar- leg tilraun til að skilgreina og leggja grunn að menningarpólitík, það er sjaldgæft að stjórnmálamenn, hvað þá ráðherrar, reyni slíkt. Ég hef ekki stefnuskrár stjórnmálaflokkanna við hendina, en mig grunar að menningar- kapítulinn í þeim öllum sé svipaður og einkennist af frösum: vernda ber menningararf vorn styrkja skal bók- menntir og aðrar listir, reisa félags- heimili og sundlaugar. Raunar hefur verið rekin hér harð- svíruð menningarpólitik, sama hvað pólitíkusar sverja það af sér, sem er mjög austantjaldsleg, flokkræðisleg, með handahófskenndum tilhlaupum og geðþóttaákvörðunum. Hafa listir og listamenn orðiö illilega fyrir barð- inu á því. Hér hefur ríkt töluvert sovét í listamálum, allt frá velmektardögum Jónasar frá Hriflu. Og okkur mundi ekki veita af glasnost, jafnvel pere- strojku á þessu sviði, og raunar fleir- um, eins og Rússum. Dæmin, forn og ný, eru mýmörg í kringum okkur, en það er algjör útúrdúr að telja þau upp. Við þurfum nýja menningarpólitík. Við þurfum að ákveða hvaða listastarf- semi það er sem ríkið á að hafa af- skipti af, og hvernig. Ég býst t.d. við, að nær allir landsmenn vilji að ríkiö greiði myndarlega styrki til Þjóðleik- hússins. En hversu mikið? Við hvað á að miða? Og hvað með aðra leiklistar- starfsemi, t.d. leiksýningar áhuga- manna? Á ríkið að greiða með þeim? Eða veita aðstoö i öðru formi? Svona mætti lengi spyrja. Það þarf að gera sér grein fyrir heiIdarfjárþörf listasviðsins, og ákveða framlag ríkisins eftir því. Svara spurningunni: hversu mikill hluti af heildarútgjöldum ríkisins á að renna til listastarfsemi, og hvernig skipta skal sjóðnum til hinna ýmsu þarfa. Ragnar Arnalds, sem var mjög góður menntamálaráðherra, hefur sagt að tvöfalda ætti framlag til lista. Sumir segja að 1% af kökunni væri hæfilegt til listastarfsemi. Ég held að heildar- framlagið hafi stórminnkað á seinustu árum. Þegar efnahagsörðugleikar steðja að er oft klipið af framlögum til lista, og það var gert hér nýlega. En það breytti engu um ástandið, því hér var ekki um verulegar upphæðir að ræða. Það er rétt hjá ráðherranum, að hefja þarf opinbera umræðu, ekki bara nýjar fjármögnunarleiðir, heldur um nýja skipan mála á listasviðinu. Og ríkið á að hafa forgöngu um það, og hefja viðræður við listamenn og sam- tök þeirra. Ákveða heppilega tilhögun mála og styrktarform. Kortleggja af- skipti ríkisins af listamálum. Gera ein- hvers konar heildarskipulag. Þetta á ekkert skylt við miðstýringu — þvert á móti. Hlutur ríkisins hlýtur að vera mikill í fjármálum lista, líkt heilbrigð- is- og skólamála. Riiíisframlög eru kjöifesta, en þar fyrir utan má vel hugsa sér framlög annars staðar frá, einstaklingum og félögum, sem yrðu viðbót og skrautfjöður listalífsins. Það má eflaust auka gjafmildi fyrirtækja til lista með því að auka þeim skattaiviln- anir. Það er ein aðferð af 'leirum, og hana ge>ir Ármann Örn Áimannsson að umtalsefni í Morgunblaðinu þann 2. október sl. Hann vill auka skattalviln- anir, og telur að örlæti fyrirtækja við listir muni aukast við það. Þó einstakl- ingsframtög stórykjust, tel ég að rlkið hafi jafnmiklu hlutverki að gegna eftir sem áður. Ríkið á ekki að njóta einka- framlaga, heldur listastarfsemin sjálf. Eg vona að umræða um nýja menn- ingarpólitik hefjist nú. Menntamála- ráðherrann er því fylgjandi, nú þurfa listamenn að láta til sín taka, almenn- ingur, stjórnmálaflokkarnir og aðrir sem áhuga hafa. Og umfram allt, hreinskilni og umbótavilja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.