Alþýðublaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. október 1987 ____________________________________ 3 FRÉTTIR Skuldasöfnunin: SJÖTTA HVER KRÓNA TIL ERLENDRA LÁNADROTTNA — Greiðslubyrðin á þessu ári nemur 15,8% af útflutningstekjum. Á næsta ári má gera ráð fyrir að greiðslubyrðin þyngist og verði yfir 16%. Á þessu ári má gera ráð fyrir að um það bil sjötta hver króna sem þjóðin aflar fari til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum, en samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið aflaði sér hjá Seðlabanka er gert ráð fyrir að 15.8% af útflutningstekj- um fari til greiðslu erlendra langtimalána. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að greiðslubyrðin þyngist og verði rúm 16% af útflutnings- tekjum. í lok síðasta árs námu er- lend langtímalán um tæpum 76 milljörðum króna, miðað við gengi bandaríkjadollars í árslok. Greiðslubyrðin sem hlutfall af útflutningstekjum var 18.9 af hundraði 1986. Á síðasta ári fór því tæplega fimmta hver króna til greiðslu afborgana og vaxta af erlend- um lánum. Miðað við spá Seðlabankans fyrir árið í ár og næsta hefur því nokkuð þokast i áttina og hefur raun- ar gert síðan 1984 þegar gretðslubyrðin náði hámarki og fjórða hver króna fór í af- borganir og vexti. Vaxandi útflutningstekjur og lækkun vaxta erlendis hafa fyrst og fremst gert að verkum að greiðslubyrðin hefur farið lækkandi frá árinu 1984. Ef útflutningstekjurnar dragast saman verður dæmið hins vegar öllu erfiðara og eins virðast erlendu vextirnir aftur á uppleið. Hækkun dollarans á und- anförnum árum hefur haft gífurleg áhrif á skuldastöð- una erlendis. Árið 1980 námu skuldirnar tæpum 5.9 mill- jörðum, en þá var gengi bandaríkjadollars 6.23 krónur. Síldarsöltun hafin Jón fltii forstjóri Olís Jón Atli Kristjánsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarforstjóri Olís h.f. frá 1. nóvember n.k. en mun síðar taka við starfi aðalforstjóra félagsins, eða þegar núverandi for- stjóri Oli Kr. Sigurðsson lætur af störfum. Jón Atli er 44 ára, hag- fræðingur að mennt frá háskólanum í Lundi og stundaði þar einnig framhaldsnám í rekstrar- hagfræði. Hann hefur starfað í Landsbanka ís- lands frá 1962, hin síðari ár sem forstöðumaður hagdeildaren einnig hef- ur Jón Atli verið sérfræð- ingur bankans í rekstri ýmissa stórfyrirtækja. Kona Jóns Atla er María Þorgeirsdóttir og eiga þau tvö börn. Um helgina hófst síldar- söltun á Austfjörðum, en fyrsta sildin kom til Eskifjarð- ar á föstudag. Um helgina var saltað á fjórum stöðum, á Seyðisfirði, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði og Höfn. Saltað var í 2500 tunnur. I gær var verið að salta á fjórtán síldar- plönum á sex stöðum á Aust- fjörðum. Samningar hafa enn ekki Forsetar Þorvaldur Garðar Kristjáns- son var kjörinn forseti Sam- einaðs þings á þingfundi i gær, Guðrún Helgadóttir var kjörin fyrsti varaforseti og Jó- hann Einvarðsson annar. Skrifarar voru kjörnir Guðni Ágústsson og Danfríður Skarphéðinsdóttir. Á laugardag var 110 lög- gjafarþingið sett, en í gær var í Sameinuðu þingi skipt í deildirog kjörið í embætti. Forseti neðri deildar var kjör- tekist við Sovétmenn um sölu saltsíldar á þessari ver- tíö. Sovétmenn hafa sem kunnugt er verið langstærstu sildarkaupendurnir á síðustu árum. Gerðir hafa verið samn- ingar um fyrirframsölu til Sví- þjóðar og Finnlands, en þeir samningar eru um 50 þúsund tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld og um 9000 tunnur af ferskskornum flökum. kjornir inn Jón Kristjánsson, Óli Þ. Guðbjartsson var kjörinn fyrsti varaforseti og Sighvatur Björgvinsson annar. Karl Steinar Guðönason var kjör- inn forseti efri deildar, Guð- rún Agnarsdóttir fyrsti vara- forseti og Salóme Þorkels- dóttir annar. Skrifarar í neðri deild voru kjörnir Jón Sæmundur Sigur- jónsson og Geir H. Haarde og í efri deild Valgerður Sverrisdóttir og Egill Jóns- son. Alþingi: í fyrra þegar heildarskuldir i i jörðum var gengi bandarikja- árslok námu tæpum 76 mill- | dollars í árslok 40.18 krónur. Gísli J. Johnsen s.f. keypti Skrifstofuvéiar Sameinuð eru þessi fyrirtæki orðin stærsta tölvu- og skrifstofuvélafyrirtæki iandsins. Fyrirtækið Gísli J. John- sen sf. í Kópavogi hefur fest kaup á fyrirtækinu Skrifstofu- vélum hf. og yfirtók allan rekstur um helgina. Fyrirtæk- in verða áfram rekin undir sömu nöfnum við Hverfis- götu og Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Bæði þessi fyrirtæki eru í hópi stærstu og öflugustu tölvu- og skrifstofuvélafyrir- tækja hér á landi og samein- uð eru þau stærst á þessu svíði. Hinir nýju eigendur munu haga stjórnun fyrirtækjanna þannig að Erling Ásgeirsson verður aðalframkvæmdastjóri Skrifstofuvéla h.f. en Gunnar Ólafsson verður fram- kvæmdastjóri Gísla J. John- sen. Þeir eru eigendur Gisla J. Johnsen. Ottó A. Michel- sen, sem var aðaleigandi skrifstofuvéla, mun gegna ráðgjafastörfum fyrir fyrir- tækin. Nýir pennar Alþýðublaðsins: Atli Heimir skrifar um menningarmál Atli Heimir Sveinsson tón- Heimi velkominn til starfa. skáld hefur tekið að sér að skrifa reglulega pistla um menningarmál ( Alþýðublað- ið. Atla Heimi er óþarft að kynna fyrir lesendum Alþýðu- blaðsins. Hann hefur lengi verið í fremstu röð núlifandi tónskálda íslands og samið fjölda verka sem hafa aflað höfundinum frægðar og frama innanlands sem utan. M.a. hefur Atli Heimirhlotið Tónlistarverðlaun Norður- landaráðs. Atli Heimir hefur auk þess að skrifa tónlist, 'fengist við víðari umfjöllun >um tónlist og menningu. Al- þýðublaðið ,býður Atla Fyrsti pistill hans birtist í dag á blaösíðu 5. Lambakjötsrannsókn í Bandaríkjunum: UPPARNIR MÚTTÆKILEGIR „Lýsingin á lambakjöts- neytandanum er sú, að hann sé á aldrinum 25 til 40 ára, búi i sólarríkjum Bandaríkj- anna, og líti á lamb sem heilsusamlega fæðu. Hann telur kjötið vera eitthvað nýtt sem henti vel inn í lífsstíl hans,“ þetta segir orðrétt í úrdrætti úr skýrslu sem Út- flutningsráð íslands gerði fyrir Landbúnaðarráðuneytið um möguleika á sölu á ís- lensku lambakjöti á Banda- ríkjamarkað. í Alþýðublaðinu í síðustu viku var sagt frá því að skýrsluhöfundur telji möguleika á að selja kjötið í Bandaríkjunum, og þá helst til veitingahúsa. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar þarf enn frekari rannsóknir á markaðnum áð- ur en hægt verður að selja kjötið í einhverju magni. For- rannsóknir gefa hins vegar nokkrar jákvæðar vísbending- ar:..kom í Ijós að lamba- kjötsneytendur virðast ekki vera jafn meðvitaðir um verð og aðrir neytendur." Þetta segir skýrsluhöfundur mjög athyglisverðan punkt, ef sannur reynist. „...því að þá lítur út fyrir að verðþolið á lambakjöti sé jafnvel meira en á öðru kjöti, og ætti því hugsanlega að gefa íslensku lambakjöti möguleika á mark- aðnum í Bandaríkjunum.1' Eins og fram kemur i lýs- ingunni á lambakjötsneytand- anum, þá lítur hann á lamb sem heilsusamlega fæðu og telur kjötið vera eitthvaö nýtt sem henti vel lífstíl hans. Skýrsluhöfundur bendir enn- fremur á að sifellt fleiri séu orðnir meðvitaðir um það sem þeir snæði og lifi eftir sgekinni, „maðurinn er það sem hann etur". Þetta kemur verulega i Ijós í skýrslunni því samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram eru 38% af fólki í einhvers konar megrun. 63% er umhugað um að vera í góðri æfingu. 53% er umhugað um salt í matnum. 20% er umhugað um sykur i matnum. 68% er umhugað um fitu i matnum og 26% er umhugað um kjöt í matnum. Síðast nefndi hóp- urinn getur varla talist mjög vænlegur markhópur fyrir ís- lenska lambakjötið, — en það má alltaf reyna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.