Alþýðublaðið - 13.10.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. október 1987
7
¥T tlönd
Umsjón: f r £
■1 J Ingibjörg Árnadóttir Ifcr
ÞEIR SEUA VINUNUM FRAKKLAND
í Frakklandi hefur þjóönýt-
ing komiö í þremur bylgjum
síöastliöin fimmtíu ár, en nú
er svo komið aö einkarekstur
er aö ná yfirhöndinni. Fljót-
lega eftir kosningasigur
ihaldsmanna fyrir átján mán-
uðum síöan, fór aö bera á
þessu en nú fyrst er hinn al-
menni borgari i landinu að
gera sér grein fyrir þessu. Að
einskonar „Matadoð1 spil sé i
gangi fyrir fáeina útvalda og
að mikilvægir hlutar fransks
efnahags, séu seldir á gjaf-
verði til pólitiskra vina rikis-
stjórnar Chirac.
Jacques Chirac forsætis-
ráðherra og Edoard Balladur
fjármálaráðherra hafa nú
fengið vindinn í fangið. Nú
eru franskir sósíalistar að
taka við sér. Gagnrýnin nær
inn í raðir UDF flokksins
(Flokkur Gaullista), en sá
flokkur er samstarfsflokkur
íhaldsmanna í ríkisstjórninni.
Það hefur komið í Ijós að
einn flokkur, RPR (íhalds-
menn) hefur potað sér í þá
aðstöðu, að hafa yfirgnæf-
andi áhrif ekki aðeins í efna-
hagslífi, heldureinnig í út-
varpi og sjónvarpi. Menn tala
um „RPR-ríkið“ og „Chirac-
isma“.
Forgangsmál
Frá byrjun hefur rlkis-
stjórnin meðhöndlað þessa
„prívatiseringu" sem for-
gangsmál og einkaaðilar hafa
yfirtekið, síðan í apríl 1986,
mörg stór iðnaðarfyrirtæki,
banka, fjárfestingarfyrirtæki
og eina af þremur opinberum
sjónvarpsrásum. Þrettán fyrir-
tæki eru þegar seld, andvirði
þeirra var rúmlega 600 millj-
arðar króna og fleiri fyrirtæki
stendur til að selja. Það er
greinilegt að ríkisstjórnin
ætlar sér að vera búin að
koma þessu í kring fyrir for-
setakosningarnar, sem eiga
að fara fram vorið 1988, en þá
mun Chirac vera I framboði.
Þessar sölur munu tryggja
það, að Chirac og hans menn
hafi völd í þeim fyrirtækjum,
sem seld hafa verið, og jafn-
framt noti sölugróðann til að
t.d. lækka skatta — með öðr-
um orðum að milljarðarnir ét-
ist upp sem „kosningasteik"!
Meðal fyrirtækja, sem um
er að ræða er olíurisinn Elf-
Aquitaine, sem er að hluta
rekið af einkaaðilum, stór-
iðjufyrirtækið Saint Gobain
(byggingavörur o.fl.), SGE fyr-
irtækið (rafeindir og fjar-
skipti), Agence Havas (aug-
lýsingar) og sex risabankar,
þeirra á meðal Paribas og
Société Générale. Fljótlega
munu svo fjárfestingarfélagið
Suez og eitt af stærstu trygg-
ingarfélögunum fylgja í kjöl-
farið.
Það sem gagnrýnendur rík-
isstjórnarinnar hafa bent á,
er að stærstu hluthafar þess-
ara fyrirtækja eru handbendi
ríkisstjórnarinnar. Opinber-
lega hafa verið seldar milljón-
ir af hlutabréfum upp á smá-
upphæöir, og benda gagnrýn-
endur ríkisstjórnarinnar á
Eftir kosningasigur
íhaldsmanna fyrir hálfu
öðru ári síðan, hefur
einkaframtakið eflst
jafnt og þétt. Nú eru
Frakkar farnir að átta
sig á því seint og síðar-
meir að um er að rœða
einskonar Matador-spil
útvaldra hópa.
Edouard Balladur fjármálaráðherra Frakklands — og ráðherra einka-
rekstrar — (að ofan) og Jacques Chirac (til hægri) forsætisráðherra
eru farnir að finna fyrir pólitískum andbyr.
það, að eigendur þessara
smá bréfa muni ekki geta
haft nein áhrif og þaðan af
síður komist í stjórn fyrir-
tækjanna.
Balladur fjármálaráðherra
hefur haft það f hendi sér
hvaða fyrirtæki ætti að selja
í hendur einkaaðilum. Hann
hefur ákveðið söluverð fyrir-
tækjanna, eftir mati nefndar
sem er skipuö mönnum sem
hann hefur sjálfur bent á!
Sömuleiðis ákveður hann á
hvaða kjörum kaupendurnir
kaupa. Fjármálaráðherrann
ákveður hvaða einkafyrirtæki
hafa aðgang að stóru hluta-
bréfunum og mynda þann
harða kjarna, sem ríkisstjórn-
in telur nauðsynlegan til
tryggingar á jafnvægi í einka-
rekstri.
Það eru samtals fimmtíu
og tveir menn sem skipta
með sér stjórn í þessum
einka- og hlutafélögum. Sami
maðurinn geturverið hluthafi
í tveimur til þremur af þess-
um fyrirtækjum en getur haft
óbein áhrif í fleirum, þá í
gegnum enn önnur fyrirtæki.
Það er athyglisvert að þessir
menn allir, eru í tengslum við
annan tveggja, Chirac eða
Balladur. Það geta verið fjöl-
skyldutengsl, vináttutengsl
eða pólitísk tengsl. Þetta á
sérstaklega við um fimm
„Stóra“ fjármálamenn, sem
sitja I lykilstöðum I nýja kerf-
inu.
En hvað skyldi Chirac vilja
fá fyrir sinn snúð í staðinn
fyrir gjafmildi sína? Frétta-
tímaritið Le Point segir, að
flokkur Gaullista hafi með
þessu brotthvarfi frá þjóðnýt-
ingu „tryggt sér alla peninga-
kassana, svo vel, að fjár-
mögnun kosningabaráttu sé
örugg og ekki áberandi."
Milljónir í
peningakassa RPR
Pierre Joxe formaður hins
sósíalistíska hóps í þjóðar-
fylkingunni og fyrrverandi
innanríkisráðherra sagði á
blaðamannafundi nú nýverið.
„Þetta fráhvarf frá þjóðnýt-
ingunni, mun í komandi for-
setakosningum vera tilbóta
fyrir frambjóðanda RPR þar
sem tugir milijóna verða (
sparibauk RPR“.
Flokkssamböndin eru sér-
lega áberandi í Havas-fyrir-
tækinu en ( níu manna stjórn
þess eru sex meðlimir RPR.
Það er ekki aðeins flokks-
pólitlsk misnotkun sem mæl-
irgegn einkaframtakinu í
þessum fyrirtækjum. Sér-
fræðingur franskra sósíalista
í þessum málum, Michel
Charzat, vekur athygli á því,
að þar sem fyrirtækin voru
seld á föstu veröi (ekki boðin
út) leiði það til brasks, en
dragi úr fjárfestingu í iðnaði.
„Þetta getur orðið til þess,
að iðnvæðing í Frakklandi
dragist aftur úr,“ segir hann.
KapitaMsmi
án hagvaxtar
Aðrir vekja athygli á þvi, að
með þessum breytingum sé í
rauninni verið að hverfa til
hins hefðbundna franska fjár-
mögnunar-kapitalisma, sem
þýði kapítalismi án hagvaxtar.
í dagblaðinu Le Monde er
því slegið föstu, að i hinum
„hörðu kjörnum" í fyrirtækj-
unum séu alltaf sömu menn-
irnir. Sérstaklega eigi þetta
við í stærstu fyrirtækjunum:
Paribas, Crédit Commercial
de France, Havas og Société
Generale. „Yfirráðin og yfir-
stjórnin í stóriðju og á fjár-
málamarkaðnum eru svo til
algjör,“ segir ( blaðinu og
það spyr hvort það sé af hinu
góöa fyrir franska stóriðju og
efnahag að láta völdin aftur á
hendur fáeinna manna.
Manna, sem ekki hafi sýnt
góða stjórnunarhæfileika og
láti gróðasjónarmið einkaað-
ila ráða? Væri ekki nær að
fjárfestingaraðilar sem hefðu
áhuga á að efla iðnaðinn
kæmu inn í myndina?
Umræður um þessi mál,
snúast meira um „Chirac-
ríkið“ og pólitiskan klikuskap
en hugsjónir varðandi „með
eða móti“ einkarekstri. Menn
vekja athygli á því að „traust-
ir menn í lykilstöðum“ var
keppikefli general de Gaulle!
(Det fri Aktuelt)