Alþýðublaðið - 17.10.1987, Side 6
6
Laugardagur 17. október 1987
„GUÐ MINN GÓÐUR,
EG HELD ÉG SÉ AÐ
MISSA STJÓRN Á BÍLNUM“
LÍÐAN EFTIR ATVIKUM
LÁRA MAGNÚSDÓTTIR
OG AÐALBJÖRG
GUÐGEIRSDÓTTIR
ERU FÓRNARLÖMB
UMFERÐARSLYSA
„Líðan eftir atvikum” herma fjölmiðlar — og síð-
an ekki söguna meir. Það var slys. Annað vitum
við ekki. En „atvikin“ tala sínu máli. Stundum er
það barátta upp á Uf og dauða. Legið á gjörgœslu-
deild í viku, 10 daga — allt upp í mánuð. Öll sam-
anlögð lœknisfrœðin í einni manneskju.
Lára og Aðalbjörg lentu báðar í umferðarslys-
um. Aðalbjörg í Kúagerði í desember sl. en Lára í
bílveltu norður á Ströndum fyrir 15 mánuðum. Á
einu augnabliki breyttist líf þeirra. Aðalbjörg er
lömuð fyrir neðan mitti, en Lára brotnaði á sjötta
og sjöunda hálslið og mœnan fór í sundur. Hún er
lömuð frá brjósti og niður, og hefur enga tilfinn-
ingu í fingrum. Ég hitti þœr stöllur í vikunni inni á
Grensásdeild Borgarspítalans. Grensás er endur-
hœfingardeild spítalans. Þangað fara sjúklingar að
lokinni lœkningu á spítalanum sjálfum. Lára og
Aðalbjörg voru báðar 2 mánuði á gjörgœslu- og
legudeildum spítalans áður en þcer voru lagðar inn
á Grensás. Það kemur fljótlega í Ijós í samtali okk-
ar að Lára hefur átt erfiðara uppdráttar en Aðal-
björg. Það er auðheyrt að Aðalbjörg hefur stappað
stálinu í Láru.
Viötal:
Þorlákur Helgason
Aðalbjörg, 21 árs, er úr Fljótshlíðinni: Ég fór i brúðkaup
laugardaginn 27. desember og var i brúðkaupinu til klukk-
an tíu um kvöldið, en fór þá út á Hellu. Krakkarnir báðu
mig um að koma með út á flugvöl! með eina vinkonu okk-
ar meö flugvélinni, svo að þau þyrftu ekki að vera bara 2
á leiðinni heim í bilnum. Ég sló til, og svo þegar við vor-
um á leiðinni til baka skeði þetta. í Kúagerði. Ég var sof-
andi í aftursætinu, vaknaði og lít upp og só að bíllinn er
farinn að snúast svona svolitið mikið, og ég hugsa með
mér, ja hann hlýtur að rétta hann við — og legg mig aft-
ur. Svo vissi ég ekki meir fyrr en ég lá úti í móa. Þar var
einhver kona hjá mér sem ég veit ekki hver er, ég hef
aldrei haft neitt samband við hana. Ég hefði gaman af þvi
að hitta hana aftur. Hún sat hjá mér eftir að þau fundu
mig. Það gekk nú erfiðlega að finna mig. Það var svo mik-
ið myrkur og ég var mjög dökkklædd. Þeir runnu eígin-
lega á hljóðið en sáu mig ekki. Við biðum i þrjú korter
eftir sjúkrabilnum. Það var kallað fyrst á sjúkrabilinn i
Keflavík i stað þess að kalla i Hafnarfjörðinn. Þess vegna
þurftum við að bíða svo lengi. Leigubílstjóranm sem kom
að okkur var farið aö lengja eftir sjúkrabílnum og hringdi
í Hafnarfjörð og hann sótti mig.
„Ég er búin að vera hér á
Grensás I þrettán mánuði.
Þetta er ansi hörð barátta að
eiga við. Þetta er hörð vinna.
Sú erfiðasta sem óg hef lent
( allavegana," segir Lára. Hún
er 29 ára. „Það var ekki fyrr
en fyrir 3 eða 4 mánuöum
sem ég fór að taka framför-
um að einhverju leyti. Ég var
mjög neikvæð og langt niðri
fram að þvl. Núna er maöur
hræddur við það sem kemur.
Hér lifir maður I vernduðu
umhverfi og fær alla aðstoð
og hjálp. Bæði I sambandi
við þvagið og hægöir og ann-
að sem maöur getur ekki
stjórnað. Og þrifnaö. Það
kemur einhvern tima aö þvi
að maöur útskrifast héöan.
Þá er maöur voða nervös um
framtlðina, hvað veröur og
hvert maöur fer. Það er allt
óráöið.“ Hefurðu ástæðu til
að óttast það, Lára? „Já. Þeg-
ar maður sér fram á að fara
úr þessu umhverfi, þar sem
maöur fær alla hjálp, veit
maður ekki hvort maöur get-
ur búið á slnu eigin heimili
eða þarf að fara inn á aðra
stofnun. Þetta er allt mjög
óljóst ennþá.“ Lára segist
hafa veriö I ágætisvinnu, áð-
ur en slysið varð. „Maður
byrjar alveg nýtt lif frá
grunni, þegar maður lendir i
svona löguöu. Það hefur tek-
ið mig langan tima að sætta
Lára
Þjálfarinn teygir á Láru til
að styrkja hana.Lára gerir llka
jafnvægisæfingar. Húp flytur
sig I stól og úr stól. Eftir
langa legu eftir slysið, var
jafnvægiö æft hægt og slg-
andi. Fyrsta æfingin var fólg-
in I þvi að reisa llkamann
smám saman I hærri stelling-
ar á bekk úr láréttri stöðu.
Lára hefur verið I iðjuþjálfun,
þar sem hún lærir að klæða
sig upp á nýtt og þrifa sig.
„Maður styrkist hægt og ró-
lega frá degi til dags, þó að
ég eigi langt í land,“ segir
Lára.
sig við það sem hefur gerst.
Kannski sættir maöur sig
aldrei við aö lifa með þessu.“
Heldur þú, Aðalbjörg að þú
sleppir við að efast? „Já, ég
hugsa þaö. Ég fer héðan I
fbúð, sem Öryrkjabandalagiö
á, og fæ að vera þar i eitt ár.
Svo veröur maöur að reyna
að kaupa sitt eigið. Maður
verður eitthvað að gera alla-
vegana. Ég er ekkert hrædd,
þvl að ég get alveg séð um
mig sjálf. En þetta er ofsa-
lega verndað hérna og væri
maður lengi hérna væri fer-
lega erfitt að komast héöan
út. Manni eru allir vegir færir
hérna inni, kemst um allt á
hjólastólnum, engir þröskuld-
ar, ekki neitt.“ „Svo koma
þeir, þegar maöur kemur aft-
ur út ( lífið," skýtur Lára inn I,
Og þær eru sammála um að
ekki sé vel tekið á móti löm-
uðu fólki úti I samfélaginu.
Höfðu þær hugsað út I
þessa hlið áður en þær lentu
Hór er teygt og togað á henni Láru. „Þetta er erfiðasta vlnna sem ég hef
lent í,“ segir hún. Hægt og rólega styrklst Lóra, „þó að óg eigi langt i
land.“