Alþýðublaðið - 17.10.1987, Page 9

Alþýðublaðið - 17.10.1987, Page 9
Laugardagur 17. október 1987 9 FRETTASKYRING Þorlákur Helgason skrifar Frumvarp til fjárlaga JAFNAÐARSTEFNUNA A BORÐK) Þjóðin lifir um efni fram segja hagtölur mánaðarins og hagtölur undangenginna ára. Samkvæmt fjárlagafrum- varpi Jóns Baldvins verður hverjum íslendingi gert að greiða sem svarar 40 þúsund- um íslenskra króna á næsta ári i vexti og afborganir af rík- islánum. Þetta eru 9 þúsund og 400 milljónir króna. Þetta er versti matarskattur, sem nokkur fjölskylda þarf að standa skil á, og mun þurfa að hafa á samviskunni ókom- in ár. Það er því svolítið undar- legt að fjölmiðlar og stjórn- málamenn skuli einkum staldravið 75 milljónirnar sem 10% matarskattur fjár- málaráðherrans á að gefa rík- issjóði, vegna þess að það er smáupphæð miðað við þann stóra. Sá stóri kemur til vegna þess að menn hafa verið að éta yfir sig á undan- förnum árum. 10% matar- skattur Jóns Baldvins nú er hins vegar vondur skattur pólitískt. Það er vonlaust fyr- ir ráðherra alþýðuflokks að réttlæta slíkan skatt með til- vísun til þess að hann sé nauðsynlegur á áfanga til meiri einföldunar á skattkerf- inu. Fjármálaráðherrann, sem fór á 100 fundi um landið til þess að finna þá sem eiga landið, verður að átta sig á því aö fólk sem á annað borö er ekki að drukkna í „góðæri'1 hefur fyrir löngu fundið þá sem eiga ísland. Það eru þeir aðilar sem ekki borga til þjóöarbúsins i samræmi við framferði á kaupþingum landsins, og sömuleiðis þeir aðilar sem hafa komið þess- ari þjóð i þær matarskuldir af ofæti undangenginna ára, að hún þarf núna að borga mat- arskatt upp á tíunda milljarð króna ánæsta ári. Staönað stjórnmálakerfi hefur m.a. séð fyrir þvi að matarskatt- arnir hlaðast upp. Jón Bald- vin ryðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann leggur fram róttækasta fjár- lagafrumvarp sem lagt hefur verið lagt fram um árabil. í því er gerð tilraun til þess að losa kerfið úr viöjum ára- langrar stöðnunar. Það var erfitt að taka við slæmu búi siðustu ríkisstjórnar. Búi sem reyndar var sagt að væri að sökkva í fen góðæris. Góð- æris sem umfram allt varð að v.arðveita, eins og komist var að orði af fulltrúum fyrri ríkis- stjórnar fyrir síðustu kosn- ingar. Nú er öldin önnur og boðuð mögur ár framundan. Það var líka erfitt fyrir fjár- málaráðherra að taka í arf gjörðir og aðgerðarleysi þeirra tveggja ráðherra sem fóru með fjármálin í síöustu ríkisstjórn. Þetta sá Mogginn fyrir og benti réttilega á í for- ystugrein daginn eftir að rik- isstjórnin var mynduð, 9.júli sl. Það þótti djarft af jafnaðar- mönnum að hefja samstarf við fyrri ríkisstjórnarflokka. Formaður Alþýðuflokksins og fleira forystufólk hafði óvægið gagnrýnt gjörðir fyrri rikisstjórnar. Jón Baldvin hafði lýst því yfir að skatta- kerfið væri í rúst og Jóhanna hafði jarðaó húsnæðiskerfið. Nú verða þau að standa við stóru orðin. Nú verða þau líka að sýna og sanna að rót- tækar aðgerðir þeirra í ríkis- stjórn þjóna jafnaðarstefn- unni. Það er skylda þeirra að tefla djarft. Það hafa þau gert. Það skortir hins vegar að sýna það almenningi aö sóknin upp miðjuna þjóni m.a. þeim tilgangi að auka efnahagslegt réttlæti ( þessu þjóðfélagi. Það er t.d. ekki nóg aö ætla sér að leggja 10% matarskatt til einföldun- ar og geta þess svo neðan- máls i 400 slðna fjárlaga- frumvarpsplaggi að frumvarp sem á að bæta tekjulágum og barnmörgum fjölskyldum upp álagðan matarskatt verði lagt fram. Það lítur enginn á slíkar yfirlýsingar sem loforð um betrumbót. Þetta veit Jón Baldvin og er þvi farinn að ef- ast. Tilraun hans til þess að skipta á þjóðarsátt af verka- lýðshreyfingunni og skattin- um er til marks um það. Jó- hanna Sigurðardóttir ræður ríkjum í mjúku málunum. Hún tók við milljarða loforð- um í húsnæöiskerfi, sem var að hæfustu manna yfirsýn sprungið i nóvember i fyrra. Stefnuleysi ríkti lika í félags- lega íbúðakerfinu. Enginn var eins sjálfgefinn ráðherra sem Jóhann við stjórnarmyndun. Þaö er þvf að vonum að fólk búist við miklu af henni í fé- lags- og húsnæðismálum. Hún hefur líka tekið til hend- inni. Það er t.d. ekki róið á hefðbundin mið að ætla sér að miða félagslega kerfið meira en hingað til hefur ver- ið gert, við efnahag fólks. Það er sanngjarnt að miða greiöslur úr sameiginlegum sjóðum við tekjur manna. Þetta skilur almenningur og það veit Jóhanna. Því ber að fagna því að félagsmálaráð- herra skuli boða breytingar í félagslega kerfinu sem auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfé- laginu. Það er eftirtektarvert að það skuli vera minnihlut- inn í Borgarstjórn Reykjavfk- ur sem leggur til að dagvist- argjöld skuli miðuð við efna- hag foreldra, og þeir foreldrar sem hærri hafa tekjurnar greiði meira. Er það öðrum til eftirbreytni. Jafnaðar- og samvinnufólk ætti að stíga sambærilegt skref á Alþingi og boða meiri jöfnuð í þjóð- félaginu í gegnum tilfærslur úr sameiginlegum fjárhirslum þjóðarinnar. Auövitað þarf grunnurinn sem skattarnir byggja á að vera réttlátur. Það er því skiljanlegt að fjár- málaráðherra boði meiri ein- földun skattakerfis og hreinni línur. Við eigum held- ur ekki að stýra meó óbein- um sköttum neyslu þjóðar- innar. Það á ekki að taka ákvörðun um hvað þjóðinni er fyrir bestu að borða eins og nú er gert með því að leggja söluskatt á sumt og annað ekki. Þetta er óeðlileg stýring. Það á hins vegar að tryggja jöfnuð í þjóðfélaginu með því að auka tilfærslur til efnaminni fjölskyldna. Jafn- aðar- og samvinnumenn í rík- isstjórn ættu aö endurskoða skattakerfið allt frá grunni með það að leiðarljósi að ná sanngjarnari tekjuskiptingu með þjóðinni. í þeirri athug- un þarf að felast athugun á hlutföllum beinnaog óbeinna skatta. Óbeinir skattar á ís- landi eru hlutfallslega hærri en tiðkast með öðrum þjóð- um, og eru óréttlátir i eðli sinu, þar sem þeir leggjast að jöfnu á alla ríka sem tekjulága. Fólk bíður i ofvæni eftir þvf hvað gerist næst á rikisstjórnarheimilinu. Mun Jóhanna t.d. ganga svo langt að leggja fram róttækt frum- varp ( húsnæðismálum, sem ekki hefur stuöning allrar rlk- isstjórnarinnar? En fólk biöur llka i ofvæni eftir þvi að fá út- skýringar á samhengi hlut- anna. Fram að þessu háfa ráðherrar Alþýðuflokksins komið fram sem viðgerðar- menn á gölluðu kerfi. Næsta skref er að klæða aögeröirn- ar í pólitiskan búning jafnað- arstefnunnar svo að fólk skilji, svo að fólk sjái svart á hvítu að Alþýðuflokkurinn er í ríkisstjórn til þess að auka jöfnuð og réttlæti, en ekki til þess eins að koma okkur út úr að forstokkuðu kerfi. Jón Baldvin, Jón Sigurðsson og Jóhanna þurfa að færa póli- tíkina út til fólksins. Ella er hætta á að fari fyrir flokknum eins og þeim sem vinna í kyrrþey, að verkin gleymast, og það sem verra er menn sjá aldrei samhengið í rót- tækri uppstokkun á efna- hags- og félagskerfi þjóðar- innar og hugsjón jafnarstefn- unnar. Fundur Jóns Baldvins i Múlakaffi í dag, laugardag, er skynsamleg ákvörðun, og boöar vonandi að fleiri fundir verði haldnir í framtíðinni — utan ráðuneytisveggja.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.