Alþýðublaðið - 17.10.1987, Qupperneq 20
20
Laugardagur 17. október 1987
ALÞÝÐUBLAÐIÐ AÐ TJALDABAKISTJÖRNUSTRÍÐSINS
Ingólfur Margeirsson skrifar
„DÆMKI GENGUR EKKI UPP“
— SEGIR SPURGEON M. KEENY
YNGRI, HELSTI TALSMAÐUR AND-
STÆÐINGA GEIMVARNARÁÆTL-
UNARINNAR í BANDARÍKJUNUM
2. grein
Andstaðan
Geimvarnaráætlun Bandaríkjanna — SDI
(Strategic Defense Initiative), oft nefnd
Stjörnustríð Reagans forseta, er og verður ein
umdeildasta hernaðarákvörðun Bandaríkj-
anna á síðari árum og hefur valdið miklum
usla í alþjóðlegum stjórnmálum. Nýverið ferð-
aðist ritstjóri Alþýðublaðsins um þver og
endilöng Bandaríkin, heimsótti helstu staði
sem tengjast áætluninni og rætti við ráða-
menn, vísindamenn og vopnaframleiðendur.
Fyrsta greinin í greinaflokknum birtist laugar-
daginn 10. október sl.
Washington DC (Alþýðublaðið)
„Stjörnustríðsáœtlun Reagans gerir ráð
fyrir því, að kjarnorkuárás með eldflaugum
verði óframkvœmanleg; að kjarnaoddar
sem beint er gegn Bandaríkjunum verði
ónýtir og einskis virði. Þessar hugmyndir
eru alrangar. Það er enginn leið fyrir forset-
ann að búa til órjúfanlegar varnir. Geim-
varnaráœtlunin mun hins vegar fjölga eld-
flaugum og kjarnaoddum og gera kjarn-
orkukapphlaupið verra en nokkru sinni. “
Þetta segir Spurgeon M. Keeny yngri við
Alþýðublaðið. Hann á langan og œruríkan
embœttisferil að baki, aðallega í Varnar-
málaráðuneytinu. Keeny var tœknilegur
ráðunautur fjögurra forseta, Eisenhower,
Kennedy, Johnson og Nixon á árunum
1958—69. Hann hefur skrifað fjölda bóka
um varnar- og afvopnunarmál og var vara-
forstjóri skrifstofu vígbúnaðareftirlits og
afvopnunar. Árið 1980 var Spurgeon M.
Keeny yngri formaður bandarísku viðrœðu-
nefndarinnar sem sat að samningum við
Sovétmenn um meðaldrœgu eldflaugarnar í
Evrópu.
í dag er Spurgeon M.
Keeny leiötogi Arms Control
Association I Washington —
Afvopnunarsamtakanna sem
berjast fyrirafnámi vlgbúnaö-
arkapphlaupsins I ræðu og
riti meö fjölda félaga og ein-
staklinga aö baki. Jafnframt
er Spurgeon M. Keeny einn
þekktasti og virtasti and-
stæöingur geimvarnaráætl-
unar Bandarlkjanna.
Ég hitti hann I aðalstöðv-
um samtakanna. Hann er afar
elskulegur maður, brosmild-
ur, eilítið útmynnturog gjör-
samlega laus viö stffni eöa
tilgerö. Stundum er hann dá-
litið prófessorlegur og viðut-
an en hugsunin afar skörp og
oröin vel valin. Hann talar
hægt og brosir einstaka
sinnum, einkum þegar hann
ræöir einstaka þætti í geim-
varnaráætlun Reagans for-
seta eins og hún væri barns-
leg endaleysa frá upphafi til
enda.
Brýtur
gagnflaugasáttmálann
„Geimvarnaráætlunin mun
ekki stuðla að afvopnun eins
og talsmenn stjörnustríðsins
segja,“ segir Keeny. „Þvert á
móti mun þessi áætlun gera
alla viöleitni til fækkunar
kjarnorkuvopna illmögulega.
Og það sem meira er þá eyöi-
leggur hún ABM-sáttmálann,
(Anti Ballistic Missile Treaty
— sem risaveldin gerðu 1972
og endurskoðuðu 1974 og
leyfir aðeins eitt gagnflauga-
kerfi kringum höfuðborg
hvors risaveldisins.) þvl það
er ekki unnt að byggja upp
geimvarnarkerfiö án þess að
brjóta sáttmálann.“
Fœlingarstefnan betri
Spurgeon M. Keeny finnst
erfitt að skilgreina geimvarn-
arkerfið, sérstaklega I rök-
ræðu við áhangendur kerfis-
ins. „Sjáðu til,“ segir hann og
brosir, „umræðuefnið er
ávallt mismunandi eftirvið
hvaða hóp þú talar. Geim-
varnaráætlunin er margskipt
I uppbyggingu. Það eru hags-
munir hersins, hagsmunir
stórfyrirtækjanna, hagsmunir
vlsindamannanna sem vilja
gera uppgötvanir I skjóli
áætlunarinnar og svo fram-
vegis. Hver þrýstihópur fyrir
sig, notar sín rök, óháð hin-
um. Þarafleiðandi er mjög
erfitt að ræða málið I ein-
hverri heild, sérstaklega af
því aö enginn er endanlega
ábyrgur."
— En er hugsunin ekki
góð i sjálfu sér — að halda
skildi yfir hinum vestræna
heimi?
„Það væri nær að segja að
fælingarstefnan væri góö I
sjálfu sér. Hún erorðin mjög
heilsteypt og virðist hafa
skapað frið I tæp 40 ár. Fæl-
ingarstefnan er mun öruggari
en geimvarnaráætlunin. Þá
spyrja sumir: Hvað með
kjarnorkuslys? Hvað ef ein-
hver ýtir óvart á takkann?
Hvað ef æ fleiri rlki ná í eld-
flaugar sem búnar eru kjarna-
oddum — eins og Llbía, til
dæmis? Jú, jú, vissulega hef-
ur fælingarstefnan sína stóru
öryggisgalla. Hún hefurhins
vegar sannað sína hernaðar-
legu þýðingu. Geimvarnar-
áætlunin hefur hins vegar
enga hernaðarlega þýðingu.
Hún er geysilega kostnaðar-
Spurgeon M. Keeny var formaður
bandarísku viðræðunefndarinnar
við Sovétmenn um fækkun meöal-
drægra eldflauga i Evrópu. í dag
er hann helsti talsmaður and-
stæðinga geimvarnaráætlunar
Reagans í Bandaríkjunum. Hann
segir við Alþýðublaðið: „Það er
engin leið að búa til órjúfanlegar
varnir í kjarnorkuárás. Tæknilega
gengur dæmið ekki upp.“
samt tæknikapphlaup sem á
að þvinga Sovétmenn upp að
veggnum I nýrri kjarnorku-
vopnauppbyggingu. Jafn-
framt ýtiráætlunin undir
uppbyggingu á hefðbundnum
hernaði."
Stjörnustríð sem
skiptimynt
— En þaö hefur einnig ver-
ið talað um geimvarnaráætl-
unina sem skiptimynt við
sáttarborðið, aðferð til að
stuðla að afvopnun?
„Mikið rétt, en gallinn er
aðeins sá, að sé geimvarnar-
áætlunin notuð sem skipti-
mynt, verður hún hættuleg
skiptimynt. Þróunin I áætlun-
inni er hröð og æ fleiri bland-
ast inn I uppbygginguna. Þar
af leiðandi verða hagsmun-
irnir æ fleiri og erfiöara að ná
samstöðu um áætlunina sem
skiptimynt."
— Hvað með særanleika
geimvarnarkerfisins?
„Kerfið er mjög særanlegt.
Það er illa variö gegn árás-
um. Áætlunin gerir ráð fyrir
þungum vopnum, skynjurum
og speglum upp í geimnum.
Allt eru þetta stórir hlutir
sem tiltölulega auðvelt er að
skjóta á. Svo má ekki gleyma
þvl, að árásaraðilinn getur
alltaf ákveðið hvernig hefja á
árás. Þannig getur andstæð-
ingurinn hafiö árás á því að
ráðast á geimvopnin. Séu
þau gerð gagnlaus eða hluti
af kerfinu, verður erfitt að
verja kjarnaflugarnar sem
ráðast í annarri eða þriðju
lotu gegn skotmörkum í
Bandarikjunum."
Krefst þess að óvinurinn
sé samvinnuþýður
Spurgeon M. Keeny er jafn-
framt vantrúaður á hæfni
geimvopnanna: „Geri Sovét-
menn kjarnorkuárás með eld-
flaugum tel ég af og frá að
geimvarnarkerfi geti stöðvað
sllka árás. Bandaríkjamenn
yrðu að skjóta sem flestar
flaugar niður á skotstiginu,
þ.e.a.s. áðuren flaugin kemst
út úr gufuhvolfinu eða á 2—3
mínútum. Þrói Sovétmenn
hraðskreiðari flaugar, minnk-
ar viðbragðstími Bandaríkja-
manna enn meir. Við getum
tekið dæmi. Talsmenn geim-
varnaráætlunarinnar halda
þvl fram að innan átta ára
verði þeir búnir að þróa geim-
varnarkerfið svo, að þeir geti
skotið niður SS 24 eldflaug
sem er I þann mund að lyfta
sér frá sovéskri jörð. En þá er
ekki gert ráð fyrir að Sovét-
menn þrói eldflaugar sínar
neitt frá því sem nú er. Auð-
vitað gera þeir það ef kapp-
hlaupið heldur áfram. í því
sambandi hefur verið talað
um að Sovétmenn geti byggt
flaugar sem snúist með þeim
afleiðingum aö leysigeisli blti
ekki á flaugunum. En tökum
næsta stig I kjarnorkuárás.
Þegar flaugin er síðan komin
út I gufuhvolfið og kjarna-
oddarnir leysast úr læöingi,
og stefna á mismunandi
skotmörk, gerist leikurinn
enn flóknari. Þar að auki má
búast við að hver eldflaug
sleppi ótal málmhlutum og
belgjum sem skynjarar eigi
erfitt með að aðgreina frá
kjarnaoddum. Þá margfaldast
skotmörkin. Sé búið að eyði-
leggja hluta varnarkerfisins
fyrst með árásum, sér hver
heilvita maður að stærð-
fræðilegir möguleikar á pott-
þéttu kerfi eru ekki miklir. Og
þá verðum við að muna að
einn kjarnaoddur getur lagt
heila stórborg í rúst. Þar að
auki er geimvarnarkerfiö
geysilega flókið með ótal
þáttum sem eiga að verka
saman á nokkrum mínútum
án einnar einustu æfingar.
Þetta er svo flókin tækni, að
geimvarnaráætlun krefst
þess að óvinurinn verði mjög
samvinnuþýður." Og nú bros-
ir Keeny.
Víðtœk andstaða
— Hverjir eru helstu and-
stæðingar geimvarnaráætl-
unarinnar?
„Andstaðan er viðtæk
meðal hins almenna borgara.
Það er einnig ótrúlega mikil
andstaða á Bandaríkjaþingi
gegn áætlunum Reagans um
stjörnustríö. Andstaða þing-
manna byggist á siðfræðileg-
um, hernaðarfræðilegum og