Alþýðublaðið - 17.10.1987, Síða 22
22
Laugardagur 17. október 1987
HELGARSJÓNVARP
SPURT OG SVARAÐ
Ingibjörg Bjarnardóttir svarar
Hvernig getum við hjónin
tryggt hinu langlífari setu
í óskiptu búi?
Dagskrá Rikissjónvarpsins
Laugardagur 17. október
14.50 Joan Baez í Gamla Bíoi.
16.00 Spænskukennsla.
17.00 íþróttir.
18.30 Leyndardómar gullb.
19.00 Litli prinsinn.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Stundargaman.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Fyrirmyndarfaðir.
21.05 Maður vikunnar.
21.25 Hörkugæjar.
Bandarisk biómynd frá árinu
1974. í aðalhlutverkum eru
Sylvester Stallone og Perry
King.
22.40 Bllakóngurinn (The Betsy).>
Bandarisk kvikmynd frá árinu
1978 með Laurence Olivier,
Robert Duvall og Katharine
Ross i aðalhlutverkum.
00.40 Útv.fréttir I dagskrárlok.
Sunnudagur 18. október
16.05 Ashkenazy við píanóiö.
18.00 Helgistund.
18.10 Töfraglugginn.
Unnur Berglind er annar umsjón-
armanna Töfragluggans.
19.0Q Á framabraut.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.35 Dagskrárkynning.
20.45 Heim I hreiðrið.
21.15 Hundar á sýningu.
21.55 Veriö þér sælir, hr. Chips.
22.50 Meistaraverk.
23.00 Útv.fréttir I dagskrárlok.
0,
STOÐ-2
Dagskrá Stöðvar 2
Laugardagur 17. október
09.00 Með afa.
10.35 Smávinir fagrir.
10.40 Perla.
11.05 Svarta stjarnan.
11.30 Mánudaginn á miðnætti.
12.00 Hlé
15.30 Ættarveldiö Dynasty.
16.15 Fjalakötturinn
17.50 Golf.
18.45 Sældarlif Happy Days.
19.19 19.19
20.00 íslenski listinn.
20.45 Klassaplur Golden Girls.
21.15 lllur fengur Lime Street.
22.05 Og bræður munu berjast.
23.45 Strföiö milli kynjanna.
Aðalhlutverk Jack Lemmon, Bar-
bara Harris og Jason Robards.
Hvernig bregst harður pipar-
sveinn við þegar hann lendir allt
í einu í þeirri aðstöðu að giftast
fráskilinni konu og fer að búa
meö henni ásamt þremur börn-
um hennar.
01.25 Kinahverfið Chinatown.
03.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur 18. október
09.00 Kum, Kum, teiknimynd.
09.20 Paw, Paw, teiknimynd.
09.45 Sagnabrunnur.
10.00 Klementina, með Isl. tali.
10.20 Albert Feiti, teiknimynd.
10.45 Hinir umbreyttu, teiknim.
11.10 Þrumukettir, teiknimynd.
11.30 Heimiliö Home.
12.00 Sunnudagssteikin.
12.55 Rólurokk.
13.50 1000 Volt.
14.05 Heilsubæliö.
14.40 Það var lagið.
15.05 Geimálfurinn Alf.
15.40 Á sama tfma að ári.
17.20 Undur alheimsins Nova.
18.20 Amerlski fótboltinn NFL.
19.19 19.19
20.00 Ævintýri Sherlock Holmes
20.55 Viótal við Þurlði Pálsd.
Þuriður Pálsdóttir.
21.30 Benny Hill.
21.55 Vlsitölufjölskyldan.
22.20 Hjónabandserjur.
23.50 Þeir vammlausu.
00.45 Dagskrárlok.
Hjón báðu okkur að koma þessari spurn-
ingu á framfæri, til að fá svar við aðkallandi
vandamáli hjá þeim. Annað þeirra hefur nýlega
fengið að vita, að það gengur með alvarlegan
sjúkdóm. Við þessa vitneskju fór það að leiða
hugann að stöðu eftirlifandi maka síns. Hjón-
in eiga þrjú börn, tvö uppkomin en eitt á
skólaaldri. Maðurinn átti barn áður en hann
kvæntist.
Spurning hjónanna er:
Hvað þurfum við að gera til
að tryggja setu þess sem eft-
ir lifir í óskiptu búi?
Svar:
Til aö tryggja setu eftirlif-
andi maka í óskiptu búi geta
hjón gert erfðaskrá, þar sem
skýrt er tekið fram að langlíf-
ari maka sé heimilt að sitja (
óskiptu búi.
Með lögum nr. 29 1985 var
hjónum veitt heimild til þess
að ákveða þá tilhögun, að eft-
irlifandi maki gæti setið í
óskiptu búi meö sameigin-
legum börnum hjónanna. í
lagaákvæðinu er tekið skýrt
fram með sameiginlegum
börnum hjóna.
í upplýsingum spyrjanda
kemur fram, að eiginmaður-
inn átti barn fyrir núverandi
hjúskap. Framangreind laga-
grein binduraðeins sameig-
inleg börn hjónanna. Eigi
hjón önnur börn þarf að
greiða þeim þeirra erfðarhlut
út úr búinu. Þau geta þó
þrátt fyrir lagaákvæðiö sam-
þykkt fyrir sitt leyti, að arfur-
inn standi áfram inni í hinu
óskipta búi.
Samkvæmt lagaákvæðinu
þurfa hjónin að gera erfða-
skrá og visa í henni til heim-
ildar í 4. málsgr. 9. grein
erfðalaga nr. 8/1962. Rétt er
fyrir aðila að leita aðstoðar
lögfræðings við samningu og
gerð erfðaskrár, svo þau geti
verið viss um að vilji þeirra
komi skýrt fram og gildi
erfðaskrárinnar verði ekki ve-
fengt.
Ef hjón hafa gert slíka
erföaskrá skiptir ekki máli
hvort sameiginleg börn þeirra
eru fjárráða eða ófjárráða, þ.e.
undir 18 ára aldri. Börnin
verða bundin við þessa ráð-
stöfun foreldra sinna og geta
ekki krafist skipta, þ.e.a. með
því að nota þetta nýja laga-
ákvæði geta hjón komið í veg
fyrir að búi þeirra verði skipt
aö kröfu erfingja. Ennfremur
er skiptaráðanda skylt að
gefa út búsetuleyfi sam-
kvæmt fyrirmælum erfða-
skrárinnar nema sérstök
lagaákvæði hindri leyfisveit-
inguna, t.d. að eftirlifandi
makinn sé undir gjaldaþrota -
skiptum eða hafi verið svipt-
ur lögræöi.
Skiptaráðandi er opinber
embættismaður sem er að
finna hjá Borgarfógeta-
embættinu I Reykjavik eða
hjá bæjarfógetaembættum
eða sýslumannsembættum
úti á landi.
Hver er réttur þinn?
Hvernig er erfðaréttur barna
eftir stjúpföður sinn?
Leiðrétting
Það leiðinlega óhapp vildi
til við setningu svars Ingi-
bjargar síöastliðinn laugar-
dag að ein lina féll niður
þannig að efni svarsins
brenglaðist. Er það I kaflan-
um EF KONAN ANDAST Á
UNDAN, en þar var fjallað um
hver erfir eignir eiginmanns
konunnar að honum látnum,
en hann er fósturfaðir barna
hennar. Svarlð átti að hljóða
svo:
„Þegar hann andast erfa
börn konunnar hann ekki. Ef
eiginmaður konunnar vill arf-
leiða börn hennar þá verður
hann að gera það með erfða-
skrá. Engu máli skiptir hve
lengi hann hefur verið giftur
móður þeirra eða að hann
hafi alið börnin upp frá unga
aldri. Aftur á móti, ef hann
hefur formlega að lögum ætt-
leitt börn eiginkonu sinnar,
þá erfa þau hann eins og
hann væri kynfaðir þeirra.“