Alþýðublaðið - 17.10.1987, Side 23

Alþýðublaðið - 17.10.1987, Side 23
Laugardagur 17. október 19p7 23 SMÁFRÉTTIR Getraunir: Potturinn flyst áfram Þaö má fastlega búast við stærsta pottinum á þessu tímabili getrauna því að í 7. leikviku getrauna náði. enginn 12 réttum. Fyrsti vinningur kr. 473.098 flyst því áfram í 8. leikviku. Það komu fjórar raðir fram með 11 rétta og fær hver um sig kr. 50.689. Vinningshaf- arnir voru úr Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði og einn var nafnlaus. Leikjum frestað Grípa varð til þess óyndis- úrræðis aö kasta upp ten- ingnum til að fá úrslit 3ja leikja á seðli 7. leikviku. Þetta varð vegna griðarlegs vatnselgs á Suður Englandi en elstu menn muna ekki eftir frestunum svo snemma.. Nú er léttskýjað á Englandi svo væntanlega gerist þetta ekki aftur í bráð. Hópleikurinn Út er kominn bæklingur hjá Getraunum sem kynnir hópleikinn vinsæla. Hann fæst á skrifstofu Getrauna og er kominn i dreifingu til umboðsmanna um land allt. Það má minna á að það þarf alls ekki að spila samfleytt í hópleiknum heldur aðeins í 15 vikur alls. íslendingar gigtveik þjóð Fjórar og hálf milljón Norð- urlandabúa þjást af gigt og þar af 50 þúsund íslendingar. Þetta kom fram á fundi Nor- rænna Gigtarfélaga, sem haldinn var i Finnlandi í lok seþtember. Þrir fulltrúar frá gigtarfé- lagi íslands sóttu fundinn en tilefni hans var einkum að undirbúa Norrænt Gigtarþing sem haldið verður ( Reykjavik á næsta ári. Einnig voru tekn- ar ákvarðanir um að stefna að stofnun sambands Nor- rænna Gigtarfélaga næsta vor og að hefja undirbúning að Norrænu Gigtarári 1990. Iðnþing á Akureyri Landssamband iðnaðar- manna heldur 42. Iðnþing ís- lendinga dagana 22.-24. október. Þingið er haldið á Akureyri og er þetta í fyrsta sinn síðan 1977 að þingið er haldið utan Reykjavíkur. Fjallað verður um starf- semi Landssambands iðnað- armanna og stefnu í iðnaöar- og atvinnumálum. Föstudag- urinn er skipulagður sem sjálfstæð ráðstefna, þar sem umræðuefnið verður „Ný tækni í iðnaði — Aukin fram- leiðni'1. Þinginu lýkurálaug- ardag með hinum ýmsu þing- málum auk kosningu forseta og varaforseta. Jólafrímerkin 1987 Þórður Hall, myndlistar- maður, teiknar jólafrímerkin í ár. Myndefnin eru: Jólahelgin — grenigrein sem táknar lifið er vaknar með hækkandi sól og jólaljósið — kertalogi sem tákn um jólahelgina og hátíð Ijóssins. Þórður Hall stundaði myndlistarnám bæði hér í Reykjavík og við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi. Hann hefur haldið fjölda sýn- inga, bæði innanlands og ut- an, starfaö við kennslu og einnig setið í stjórn Félags (slenskra myndlistarmanna. Jólafrimerkin í ár. Almanak Háskólans Út er komið Almanak fyrir ísland 1988 sem Háskóli ís- lands gefur út. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræöing- ur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað al- manakið og búið það til prentunar. Auk dagatals flyt- ur almanakið margvlslegan fróðleik. Háskólinn annast sölu og dreifingu almanaks- ins. Klifurferð til Bolivíu Ari Trausti Guðmundsson sýnir myndir af fjallgöngu- leiðangri til Bolivíu miðviku- daginn 21. október. Leiðang- urinn var farinn sumarið 1987 og gengu leiðangursmenn á þrjá rúmlega 6000 metra háa tinda í Andesfjöllum. Sýningin er á vegum íslenska alpaklúbbsins og hefst kl. 20:30 að Hótel Borg. Islenskar túrbínur seldar til Grænlands Útflutningsráð íslands gerði í vor samning við Grænlendinga um útflutning á túrbínum, til byggingar vatnsaflsvirkjana. Það er vélaverkstæði Jóns Sigur- geirssonar, norður í Þing- eyjasýslu sem flytur túrbín- urnar út, fyrir milligöngu Út- flutningsráðs. Undanfarinn áratug hefur Jón Sigurgeirsson sett upp nokkrar litlar vatnsaflsvirkj- anir hjá bændum í Þingeyjar- sýslu. Þær hafa reynst vel og eru taldar vera í ódýrari kantinum. Nú er áætlað að setja upp um 15 virkjanir í Suður- Grænlandi, á næstu 5—6 ár- um. Fyrsta virkjunin var sett upp núna í september, í Eiríksfirði nálægt Bröttuhlíö. Yfirlæknír segir upp Léleg starfsaðstaða á gamla sjúkrahúsinu og seina- gangur við framkvæmdir á því nýja, segir Einar Hjalta- son yfirlæknir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði, vera helsta ástæða þess að hann hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram í blaði vest- firskra sjálfstæðismanna, Vesturland, þriðjudaginn 13. október. Einar er búinn að starfa á ísafirði í sex. Áætlað var að starfsemi gæti hafist á nýja sjúkrahúsinu fyrir u.þ.b. tveimur til þremur árum. Framkvæmdir hafa hinsvegar gengið svo seint að einungis nokkrar stoðdeildir eru komn- ar þ.e.a.s. röntgendeild, rann- sóknarstota, endurhætinga- deild, tannlæknastofur og heilsugæsla. Allar skurðað- gerðir og meiri háttar læknis- verk fara enn fram á gamla sjúkrahúsinu og segir Einar að vinnuaðstaða þar sé þann- ig að maður gefist hreinlega upp. Helsti huglæknir Breta heldur fyrirlestur Fræðslumiðstöðin Þrí- drangur hefur skipulagt fyrir- lesturog námskeið með Matthew Manning 23.-25. október n.k. Matthew Manning hefur verið lýst sem helsta hug- lækni Bretlands. Með tilraun- um hefur hann sannað að huglækningar eru óháðar trú eða sálrænum þáttum. Vís- indamenn hallast frekar að því að þarna eigi sér stað meövitaöur orkuflutningur sem Matthew Manning hefur aögang að. Manning hefur haldið fyrir- lestra og námskeið um alla Evrópu og víðar. Hann leggur mikla áherslu á raunsæi ( málflutningi sínum auk þess sem fyrirlestrarnir einkennast af innsæi í mannlegt eðli og sterkri kimnigáfu. AFSá íslandi AFS á íslandi, Alþjóðleg Fræðsla og Samskipti, held- ur upp á 30 ára afmæli sitt nú i haust. í tilefni þess verð- ur haldinn hátlðarfundur í Norræna húsinu laugardag- inn 17. október kl. 16:30. Sér- stakur gestur þessa fundar verður forseti alþjóðasamtak- anna (AFS Intercultural Pro- grams) hr. Rick Haynes Jr. Þetta er fyrsta heimsókn hans til (slands, en hann tók við starfi forseta AFS á sfð- asta ári. AFS samtökin hér á landi voru stofnuð fyrir milligöngu Íslensk-ameríska félagsins. 1957 fór fyrsti hópurinn hér utan og voru það 8 manns. Frá upphafi hafa 1007 ung- menni farið sem skiptinemar á vegum AFS á íslandi, þar af 139 á þessu ári. Þeir sem fara utan til árs- dvalareru áaldrinum 16—18 ára, en sumarnemar eru á aldrinum 15—30 ára. FRÉTTA GETRA UN Taktu þátt ( leik meö okkur. Þú átt að geta upp á atburðum frétta liðinnar viku. Þú setur X (þann reit sem þú telur réttan. 3 kostir koma til greina, og er einn réttur. Góða skemmtun. 1. Hver fékk friðarverðlaun Nóbels nú fyrir stuttu? a. Desmond Tutu b. Oscar Arias Sánchez c. Jón Baldvin Hannibals- son 2. Hvar er heimsmeistara- keppnin í skák haldin? a. Ákureyri b. New York c. Sevilla á Spáni 3. Ný bók kemurút núnal nóv- ember næstkomandi og ber hún nafnið Perestjokk hver er höfundurinn? a. Ronald Reagan b. Mikail Gorbasjoff c. Þorsteinn Pálsson 4. Hversu hár er nýi söluskatt- urinn á landbúnaöarvörum? a. 10% b. 75% c. 1% 5. Ólafur Ragnar Grímsson er I framboði til formanns fyrir stjórnmálaflokk. Hvaða flokkur er það? a. Framsóknarflokkur b. Flokkur mannsins c. Alþýðubandalagið 6. Hvað hét hinn þýski fyrrver- andi forsætisráðherra, sem svo mjög var og er tvísýnt um hvernig hafi látist? a. Helmut Kohl b. Uwe Barschel c. Derrick Sendið svörin á Alþýðublaðið — laugardagur — Armúla 38 — 108 Reykjavík. Dregið verð- ur úr réttum lausnum og eru verðlaun áskrift að Alþýðu- blaðinu. Dregið var úr réttum lausnum úr síðustu getraun upp kom nafn Arnars Arn- grlmssonar, Vesturbraut 3,230 Keflavík. Verður honum send áskrift að Alþýðublaðinu. NAGLARNIR EVÐA GÖTUM BORGARINNAR l|! Gatnamálastjóri OaríRÍA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.