Alþýðublaðið - 20.10.1987, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 20.10.1987, Qupperneq 1
Sambandsmenn segjast hafa gefið viðhlítandi skýringar og að aldrei hafi vantað þau 700 tonn af kjöti sem „vantaði“. „Ég tel aö viö séum komn- ir meö viðhlítandi skýringar," sagði Magnús Friðgeirsson framkvæmdastjóri búvöru- deildar Sambands islenskra samvinnufélaga i samtali við Alþýðublaðið. Magnús telur að aldrei hafi vantað þau 700 tonn af kindakjöti sem Al- þýðublaðið sagði frá í síð- ustu viku. „Þessar tölur frá bönkunum voru á frum- vinnslustigi og það átti eftir að vinna betur i málinu. — Þá kom i Ijós hver ágallinn var.“ Það var að beiðni fram- kvæmdanefndar búvöru- samnings sem bankarnir tóku sig til og gerðu um- fangsmikla talningu á kinda- kjötsbirgðum í landinu. Sam- kvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins reyndust birgðirnar vera 1700 tonn í lok verðlags- árs 31. ágúst, í stað 2387 tonna sem áætlun búvöru- samnings gerði ráð fyrirog upplýsingar framleiðsluráðs gáfu tilefni til að ætla. Afurðadeildir Landsbank- ans, Búnaöarbankans og Samvinnubankans fram- kvæmdu talninguna, sem er sú fyrsta yfirgripsmikla sem bankarnir gera, þrátt fyrir aö þeir hafi í áraraðir tekið veð í kjötinu vegna lána. Bankarnir hafa síðan fyrir helgi verið að meta skýringar sem gefnar hafa verið á „vöntuninni". Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins eiga niðurstöður að liggja fyrir í dag og gefa þær ekki vísbendingu um að vanti mik- ið af kjötinu. „Ef það er eitthvað sem skilur á milli manna ennþá, þá er það í svo litlum mæli að það getur rúmast innan eins prósents rýrnunartölu á ársgrundvelli," sagði Magnús Friðgeirsson, en hann átti þá eftir að fá tölur frá þremur birgðastöðum. „Jafnvel þó að við séum ekki búnir að fá þessar tölur frá þeim, þá tel ég að við séum búnir að gefa viðhlitandi skýringar." Það virðist því vera sem bankarnir hafi mistaliö birgð- irnar og skeikað um 700 tonnum. Það magn gæti fyllt 140 vöruflutningabíla. Alþýðu- blaðið spurði Magnús hvern- ig stæöi á því að bankarnir gætu ekki framkvæmt ná- kvæmari talningu en raun ber vitni: „Þetta er góð spurning en ég get ekki svarað henni,“ sagði Magnús. Bankamenn sem Alþýðu- blaðið talaði við í gær voru fáorðir en sögðu að málið ætti að liggja Ijóst fyrir í dag. „Það er leikur að læra,“ segir í kvæðinu. Líklega finnst þó flestum krökkum miklu skemmtilegra í fríminútunum. A-mynd/Róbert Stéttarsamband bænda: Fjárlagafrumvarpið brot á samkomulagi Stjórn Stéttarsambands bænda telur fjárlagafrum- varpið brjóta í bága við þá landbúnaðarstefnu sem bændur hafa gengið til sam- vinnu um og mörkuð var með búvörulögunum frá 1985. Þetta kemur fram í athuga- semdum sem stjórn Stétta- sambandsins sendi ríkis- stjórninni ( gær vegna fjár- lagafrumvarpsins, en þar seg- ir m.a. að forsendum fyrir bú- vörusamningum við ríkið sé kollvarpað með álagningu söluskatts á matvæli og lækkandi hlutfalli niður- greiðslna. Stjórnin segir að minnk- andi hlutdeild innlendra mat- væla kippi grundvellinum undan atvinnumöguleikum verulegs hluta bændastéttar- innar. Auk þess segir að minnkandi innanlandssala i kjölfar verðhækkana muni auka þörfina fyrir útflutning á búvöru. „Stjórnin mótmælir þvi harðlega að ríkisvaldið skuli hverfa frá stefnu búvörulag- anna og umsömdum mark- miðum búvörusamningsins," segir m.a. í bréfinu til rikis- stjórnarinnar. Þá telur stjórn Stéttarsam- bandsins að niðurskurður á framlögum til rannsókna og leiðbeininga í landbúnaði tefji nauðsynlegar búháttar- breytingar í sveitum, en þær séu einmitt eitt af stefnumið- um búvörulaganna frá 1985. Að endingu er varað við sam- drætti á framlögum ríkisins til jarðræktar og búfjárrækt- ar. Fíknó í feitt: Langstærsta „kók“smygliö Ávana- og fíkniefnalögregl- an í Reykjavík gerði upptækt mikið magn af kókaini sl. laugardag. Um er að ræða 450 gr. og eru þaö brasilísk hjón sem höfðu það í fórum sinum. Þetta er mesta magn af kókaini, sem að Fíkniefna- lögregian hefur, frá upphafi, lagt hald á. Hjónin, sem að eru 40 ára kona og 25 ára karlmaður, eru talin hafa komið hingað 1. október, með flugi frá Luxem- borg, og haft kókainið með sér í farangrinum. Þau hafa síöan dvalið hér á höfuöborg- arsvæðinu, en höfðu síðan dvalið einn dag i Hveragerði þegar þau voru handtekin. Fyrir utan kókainið höfðu þau um 780.000 kr. í seðlum á sér, mest í dollurum en þó einnig íslenska peninga. Eins og áður sagði er þetta mesta magn sem að náðst hefur hér áður. Nokkuð hefur verið um það að kókaini sé - smyglað inn til landsins um leiö og amfetamíni og hassi en það hefur aldrei áður verið neitt verulegt magn. Mesta magn sem hefurverið gert upptækt í einu er u.þ.b. 20 gr. Það var fyrir tveimur árum og þá var einnig um brasilískt par aö ræða. Við frumrannsókn bendir allt til að efnið sem náðist á laugardaginn sé mjög sterkt en það er þó ekki vitað með vissu. Til glöggvunar má geta þess að gangverð á kókaíni hefur verið um 8—10 þúsund grammið, hér á íslandi, en þá er ekki um að ræða alveg hreint kókaín. Grammið er yf- irleitt áætlað u.þ.b. 10 skammtar en þaö er þó dálít- ið breytilegt eftir styrk efnis- ins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.