Tíminn - 07.09.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1967, Blaðsíða 5
7.,sept. Ms6.7. TfMINN Nyjungar í sSökkvi- starfi. „'lfezra ritstjóíri. Bar sean nú baía orðið tveir stóribnmar hér í Reykjavík, með stottu miltibili, langar mig til að biðja yðtrr að birta stutta ábend- ingu. Við höfum ekki árum saman fengið neinar leiðbeiningar um það hvemig við eigum að haga okkur ef eldsvoða ber að höndum. Væri það verkefni fyrir o-kkar unga og duglega slökkviliðsstjóra að koma slíkum ábendingum á framfæri í skólum og annars stað ar. Vai-ðandi slökkvistarfið er fyrst að gæta þess, að ekki verður bál og bruni, nema loft, eða súrefni, komizt að. Þess vegna er það fyrtsta sem menn þurfa að sj'á um er að allt sé lokað þar sem eldur er, svo loft komizt ekki að. Þetta finnst sumum ef til vill skrítin vizka, en ekki þarf nema benda á 1 það hvernig menn gera viðarkol. | Þar er þurrum sprekum hlaðið1 saman og kveikt í, en loftstraum- ur takmarkaður, svo að tnéð kolist en brenni ekki. Tekur só bruni venjulega nokkra daga og upp í viku. Hér virðis-t venjan við slökkvi- starfið vera sú að brjóta glugga, til að hleypa út reyk, svo menn sjái ffl eldsins, en um leið magn- ast eldurinn á svipstundu, eins og þegar blásið er í glóð. Svo er notað vatn til að slökkva eldinn, eins og frá örófi alda. Nú á tímum er að mestu horfið frá þessum vatnsaustri. í staðinn eru notuð ýms efni, fyrst og fremst kolsýra, til að slökkva eld, því vatnið eyðileggur ekki síður en eldurinn, enda er nú til mi'kið af efnum, sem vatn slekkur ekki, svo Sem benzín og oliur, og mörg plastefni. Bf eldur er í herbergi, opnar slökkviliðið hurðina örlítið, svo hægt sé að fleygja inn flösku með kolsýru, og lokar síðan aftur. Stúturinn brotnar af við örlítið fall, og kolsýran, sem er fljótandi ' miklum þrýstingi, þenst út og útrýmir súrefninu í loftinu. Kol- sýran er þyngri en loftið, og fylg- ir því gólfinu eins og vatn, en slekkur eldinn eða kæfir, án þess að gera skaða eins og vatnið. Er slíkt slökkvistarf auðvelt og oft hægt að slökkva eld á fimm mínút um. Þar sem hún útrýmdi súrefn- inu, þarf sá sem vinnur með kol- sýru að sjálfsögðu að hafa súr- efnisgrímu. Eitt blaðanna lýsir starfi okkar fórnfúsa og duglega slökviliðs svo, að það hafi „ráðizt gegn eldinum um austurdyr skemmunnar n. 2. Þá voru vesturdyr skemmunnar brotnar upp með vörulyftara, og virtist sem eldurinn æstist þá upp“, enda er það náttúrulögmál, að eldur æsist þegar hann fær loft. Hefði ég talið heppilegra að rjúfa lítið gat á vegg, svo hátt sem fært var, fleygja þar inn nokkrum kolsýruflöskum og byrgja siðan gatið. Jafnvel þó farið væri að loga upp úr öðrum enda skál- ans, hefði kolsýra átt að geta slökkt þar, eða gefið slökkviliðinu athafnafrelsi ffl að athuga sinn gang. Gæti jafnvel verið athugandi að nota blautt segl til að byrgja eldinn inni, svo hann fengi ekki ? loft og breiddist ekki út. A Svo virðist sem slökkviliðið hér hafi ekki tæki til að verja nálæg hús. Til þess er gerð froða úr sérstakri efnablöndu, sem fram- leidd er á svipstundu .Eru smá- hús gersamlega þakin í henni til þess að hitinn nái ekki að kveikja í þeim. enda dugar vatn lítið til þess. og hefur auk þess þann ó- kost að gluggar vilja springa þeg- ar þeir hitna, og fá vatn á sig. Hefði ég talið að með froðu hefði mátt bjarga gluggum Iðnaðarbank ans, og þeim skaða sem þar varð, og jafnvel húsi Sigurðar Kristjáns sonar. Vatn hefur þar næsta litla þýðingu, því það rennur jafnskjótt burtu Mikið af íbúum Reykjavíkur bua nú í háhýsum. Þar getur verið erfitt að koma að vatnsslöngum, en auk þess, mundi vatn sem lekur eða flæðir niður margar hæðir, geta eyðilagt húsið að mestu, fyrir lítinn bruna á einni hæð, sem hægt hefði verið að slökkva með kolsýruflösku. Nú segist slökkviliðið fá nýjan bíl fljótlega. Væri ekki róðlegra að fresta kaupum á honum en fá slökkviliðinu í staðinn froðu- snakka. kolsýruflöskur og súrefnis grímur? H.P.B.“ Á VÍÐAVANGI Opiö bréf um landsprófið Hr. Andri ísaksson, formaður landsprófsnefndar. I júnílok s. 1. birtuð þér í dag- blöðúm höfuðborgarinnar „Athuga semd frá Landsprófsnefnd“ undir rftaða af yður. Tilefni þessarar „athugasemdar" var alvarlegur á- gceiningur vegna landsprófs í dönsku s. 1- vor. Vegna þessarar „athugasemdar“ birti annar okkar undirritaðra stutt svar í Alþýðuiblaðinu þ. 4. júlí, þar sem jafnframt voru lagð ar fyrir yður tvær þýðingarmikl ar spurningar, að gefnu tilefni frá yður. Þar sem þér hafið, þrátt fyrir tveggja mánaða umhugsunartíma, hliðrað yður hjá að svara þeim einu orði, teljum við ólíklegt að svars sé að vænta. En vegna niðurlags „athuga- semdar“ yðar, þar sem þér berið okkur á brýn rakalausan og ærumeiðandi áburð á landsprófs nefndarmann hr. Ágúst Sigurðs- son, og yður auðnaðist ekki að tilfæra ákæruatriðin, teljum við nauðsynlegt. að leggja skjölin á borðið. Á þann hátt getur lands- lýður fremur dæmt, hver það er, sem fer með rakalausan áburð, að því ógleymdu þó, að trúlega er „athugasemd yðar flestum gleymd, nema hlutaðeigendurrv Bréf okkar fer hér á eftir: Rvík, 24. maí 1967. Hr. Andxi ísaksson, form. lands- prófsnefndar c/o Fræðslumálaskrifstofan, Rvík. Hr. formaður. Við nokkuð nána athugun á verkefni til landsprófs í ólesmni dönsku 1967, 2. gr. hefir komið í ljós: Orð, sem standa í Lesköflum Ágústs Sigurðssonar, en ekki í Ný kennslubók í dönsku eftir Harald Magnússon og E. Sönderholm, sem þó eru metnar jafnaildar til lands prófs, eru, sem hér segir: bistand, samfædsel, kystfart, hyppige, hyppigt, komfortabelt, trafikeret, henvendelse. Þar eð kunnátta í þessum orð- um, eða vankunnátta, skiptir al- gerlega sköpum um getu nem- enda til að þýða greinina, sjáum við ekki annað en að hér sé beitt hlutdrægni við val texta, sem við teljum óþolandi og mótmælúm harðlega vegna okkar nemenda. í annan stað verður að lita svo á, að prófsemjandi, sem krefst jafn gífurlegrar nákvæmni af nem endum í úrlausnuni, ætti ekki að láta sig henda annan eins frá gang á prófverkefni eins og í grein C 3 sbr. h-lið en geologi og j-lið botaniker. Það er furðuleg tilviljun, að B gr. 1, 2 og 3 Otekið úr bókum hans sjálfs) virðast ekki hafa galla af þessu tagi. Þá er kastað höndum til b-lið- ar II, þar sem ekki verður séð, hvort á að umskrifa allar setning arnar, eða einstök orð. Matsformið virðist krefjast óhóf jlegrar vinnu, framar en í öðrum | greinum og útyfir tekur sú skef:p- jlausa frekja, að krefjast meðal- | einkunna úr öðrum landsprófs- | greinum með dönskunni, er úr- lausnum er skilað til hans. Hér er farið langt útyfir verkahring prófdómara, enda á danskan að metast sem slík, en ekki með hlið : sjón af öðrum prófgreinum. Klykkt er svo út með því. að segja nemendum að skrifa nafn , sitt og heiri (sic!!!) skólans á úr- lausnarblöðin. Að okkar dómi ber hér ailt að sama brunni og þar sem hér er um að ræða sífellda árekstra við þennan prófdómara, en enga aðra í landsprófsnefnd, óskum við ein dregið eftir því, að skipt verði um að því viðbættu, að hann hljóti verðugar átölur fyrir rangsleitni í garð nemenda, sem ekki hafa lesið bækur hans. Virðingarfyllst, Oddur A. Sigurjónsson, skstj. Gagnfr.sk í Kópavogi. Óskar Magnússon frá Tungunesi, skólastjóri. Afrit af bréfi þessu verður sent menntamálaráðherra. Og hver voru svo viðbrögð yð- ar? í stað þess, sem vænta hefði mátt, að óska þess, að hlutaðeig- andi ráðuneyti léti fram fara hlut lausa rannsókn kunnáttumanna á ofannefndum atriðum, virðist yð- ur hafa þótt vissara, að halda sjálfur um_ mundangið í „rann- 'sókninni“. Það er ekki ætlun okkar, að deila á þessá „rannsókn" beint, það sem hún nær, en aðeins benda yður á, að það mun næsta fátítt, að slík ,,rannsókn“ sé gerð í við- kvæmu deilumáli. án þess að óhlut drægir aðilar séu til kvaddir, að ekki sé talað um þææ ályktanir, sem þér svo dragið af „rannsókn unum“ og vikið verður að síðar Áður en lengra er haldið er rétt að benda á, að þótt okkur virtist önnur grein hins lesna texta úr bók H. M. og E S. sýn.i þyngri en samsvarandi kafli úr bók Á. S„ töldum vi^ ekki á- stæðu til að taka það með að svo komnu, enda öhægra um 'vik um það, sem ætlazt er til að nemendur hafi lesið og kunni skil á. Hins vegar er, að okkar viti, hlálegt, að velja úr ’afnlöngu lesmáli einlhverrar örðugustu málsgreinar, sem þar fynrfinnast. Nú hafið þér sjálfur upplýst, að með samanburði á úrtökum yð ar sé meðaltal einkunna úr bók Ágústs Sigurðssonar í lesinni dönsku 8,05. Meðaltal einkunna úr lesnum texta úr bók H.M. og E.S. sé 5.41. Hér er mismunur hvorki meira né minna en 2,64 hinum síðari í óhag. Teljið þér þetta eðlilegt. ef allt er með felldu? Þér afsakið, að sú skýring, sem þér látið liggja að, að .um sl3kari nemondur sé að ræða, setn !esa bækur H.M. og E.S. er vægast sagt of brosleg til að vera tekin alvarlega, ef skemmta má með óskemmtilegum hlut. Við teljum hafið yfir allan efa að maður með yðar menntun hafi kynnt sér rökfræði til nokkurrar hlítar. En þegar þér haldið því blákalt fram, að hagstæðara sé nemendum, sem lásu bækur H.M. og E. S. að fá í ólesinni dönsku í meðaleinkunn 6.50, en nemend um, sem lásu bók Á.S. 7.16 í sama texta, hlýtur trú okkar á skarpsýni yðar og rökvísi að dofna verulega. Hér er um svo einfaldan hlut að ræða, að ólíklegt er að ólærð um manni í rökfræði hefði orðið fótaskortur á, jafnvel ekki óvilj- andi. Hóflega lærður maður í rök fræði mundi trúlega flokka þess ar ályktanir yðar undir rökvillur og rangar staðhæfingar. Það er ekki út í hött, að talað er um sífellda árekstra við próf nefndarmann, hr. Ágúst Sigurðs- son, sem staðinn var að því síðast í fyrra, að ætla að þyngja fyrir- g&f í dönsku frá því. sem hann hafði sjálfur ákveðið bréflega til allra skóla á landinu og sá þyngdi dömur átti að gilda á höf uðborgarsvæðinu, en skólar úti á landi voru þá búnir að gefa sínar tölur, sem landsprófsnefnd má ekki breyta. Þetta gerræði kom- um við í veg fyirir þá. Hér við bætist, að skólarnir eiga í sívaxandi erfiðleikum með að fá hæfa dönskukennara til pess að kenna við landsprófsbekki, sem örugglega verður að hluta i-akið til einstrengingslegra viðhorfa hans í samskiptum við kennara um fyrirgjöf Þá teljum við ærna ástæðu til að gaumgæfðar væru furðulegar jsveiflur í þyngd dönskuprófanna. j sem okkur virðast vera frá ökla til eyra. Þér virðizt ekki skilja, í ákafa yðar að koma á okkur höggi, að fyrir okkur vaki annað en að æru meiða hr. Ágýst Sigurðsson, að ástæðulausu. Við skulum reyna, þótt torvelt sé, að setja okkur í spor yðar, sem eðlilega nafið mesta reynslu í að sjá skóla frá annarri hliðinni þ. e. nemerod- bekkjunum. En við vdjum iatn- framt spyrja: Hverjum ber skylda til ef ekki skólastjórum og kenn- urum, að standa við hlið nemenda sinna til allra laga, ef þeir telja þá beitta röngu? Við mundum telja það hreint brot á okkar embættisskyldu og í fullu ósamræmi við okkar heit, að hliðra okkur hjá að krefjast réttlætis þeim til handa við hvern sem er að deila. Sé áburður okkar á hr. Ágúst Sigurðsson þungur-og samræmist ekki, að yðar dómi, ptöðu okkar og störfum, hvernig1 samræmist þá yðar dómur um okkur yðar lYamhalo a 15. síðu. „Fara varlega" Forsætisráðherrann heftir verið önnum kafinn í öllum tiltækum fjölmiðlunartækjum að undanförnu við að mála ástandið svart, og helzt svartara en svart, fyrir þjóðinni. Hann hefur aðeins átt eina huggim handa henni, og sú huggun er meiri stóriðja erlendra aðila, stækkun á4vers helzt um helm ing nú þegar, og sittlivað fleira. Morgunblaðið hefur svo endurflutt boðskapinn milli þess sem það hamast við að hræða. Alþýðublaðið, hitt stjórnar- blaðið — meira að segja sá stjórnaraðilinn, sem sigri átti að fagna í kosningunum — tel- ur að vonum, að það hafi nokk uð til þessara mála að leggja, og ræðir þau í forustugrein í gær. Kemur í ljós, að þar ræð- ur skynsamlegra viðhorf en hjá forsætisráðherranum og aug- sýnilega nokkur uggur við gönu hlaup hans. Alþýðublaðið segir m.a.: „Sjálfsagt er að sækja fram á sviði stóriðju og leita að nýjum verkefnum til að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Hins vegar er rétt að fara var- lega í notkun • erlends fjár- magns. eins og Alþýðuflokkur iim hefur lagt til í stefnu sinni. Ýmis verkefni á þessu sviði eru viðráðanleg með láasfé einu, og oft má fá tæKaJhjálp, án þess að þurfa að Meypa inn fjármagni um leið'*. Þetta er rétt og skynsamleg afstaða og önnur en forsætis. ráðherra fjasaði um. Hann tal- aði ekki um „að fara varlega“. Hann gat þess ekki með cinu orði, að bezt væri stóriðjan með lánsfé einu, og að unnt væri að koma fram ýmsum slík um yerkefnum, án þess að þurfa að hleypa inn erlendu áhrifafé. Honum virtist búa það eitt í huga að bjóða aðeins nógu miklu slíku fjármagni inn I landið. Það er fagnaðarefni, ef Alþýðuflokkurinn hefur hug á að spyrna fótum við hinni erlendu auðsókn Sjálfstæðis- flokksins í stjórnarsamstarfinu. Annar varnagli Þá fer heldur ekki milli mála, að Alþýðublaðið gerir sér Ijós- ar hættur þær sem hin skefja litla dýrkun erlends auðs í land inu, forréttinái hans og stefna, sem beinlínis miðar að því að greiða slíku fjármagni leið, en torvelda íslenzkt framtak, hafa í för með sér fyrir íslenzkt atvinulíf. Forsætisráðherran- um þótti óþarft að slá nokkurn varnagla um þetta, en Alþýðu- blaðið gerir það í sama leiðara á þessa leið: „Þessi nýja sókn (til stór- iðju) má þó ekki draga athygli frá hinum eldri atvinnugrein- um fslendinga. Aflatregða og verðhrun spilla ekki því trausti sem sjávarú<vegur hefur byggt upp með þjóðinni um aldir, og kalin tún í nokkrum sveitum megna ekki að eyðileggja það grundvallartraust, sem íslenzk ur landbúnaður býr við". Þetta er einnig skynsamlegt tal hjá Alþýðublaðinu, og sést þar. að blaðið óttast þau áföll, sem stjórnarstefnan hefur vald ið atvinnuvegunum og sér þá hættu, sem stjórnin stofnar þeim í. Þess vegna þykir blað- inu nú réttast að slá nokkra varnagla, þegar Bjarni geisar með stóriðjuna. Vonandi duga þeir varnaglar til nokkurs við- náms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.