Tíminn - 16.09.1967, Side 9
9
LAUGARDAGUR 16. sept. 1967.
TÍMINN
Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURlNN
Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jön Helgason og Indrlði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug-
(ýsingastióri: Steingrimur Gislason Ritst.1.skrifstofur ' Eddu
húsinu. simai 18300—18305 Skrifstofu.'- Bankastrætl 7 Af-
greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t
lausasölu kr 7.00 eint - Prentsmiðjan EDDA b t
*
Islenzku framtaki
má treysta
Hér í blaðinu hefur það áður verið rifjað upp í til-
efni af hinni fróðlegu bók Þorsteins Thorarensens, að
stofnun íslandsbanka var framfaraspor á sínum tíma,
þótt langt hefði verið gengið af þeim, sem þá vildu
leggja Landsbankann niður. Með stofnun íslandsbanka
fékkst allmikið erlent lánsfé inn í landið, er var lánað
íslenzkum framtaksmönnum til ýrnissa framkvæmda. Það
sýndi sig fljótt, að ekki skorti íslenzkt framtak, þegar
fjármagn var fyrir hendi.
Stofnun Íslandsbanka markaði að þessu leyti rétta
stefnu, er síðar hefur verið fylgt að mestu leyti. Hún er
sú að fá inn í landið erlent lánsfé eftir því, sem skyn-
samlegt er til að efla íslenzkt framtak. íslenzkt framtak
brestur ekki, þegar fjármagn er fyrir hendi. Því hafa ís-
lendingar aldrei orðið fyrir hnekki af erlendum lántök-
um, sem hafa verið skynsamlega notaðar.
Þrátt fyrir þessa reynslu ber nú orðið á nýjum hugs-
unarhætti, sem einkum virðist eiga sér formælendur í út-
breiddasta blaði landsins, Morgunblaðinu. Þessi hugsun-
arháttur er fólginn í því, að það sé hættuminna að flytja
inn erlent fjármagn á þann hátt. að útlendir menn eigi
hér og starfræki fyrirtækin, en að flytja inn erlent láns-
fé, sem notað sé til eflingar atvinnufyrirtækjum lands-
manna sjálfra.
Þessi nýi hugsunarháttur getur ekki byggzt á öðru
en vantr.ú á íslenzku framtaki. Því sé ekki hægt að treysta
til að byggja upp blómlegt atvinnulíf. Vegna þess sé
tilvinnandi að fá erlenda menn til að reka hér atvinnu-
fyrirtæki, enda þótt því fylgi, að þá séu ekki aðeins
vextir og afborganir af erlenda fjármagninu fluttir úr
landinu, héldur einnig gróðinn, sem verða kann af
atvinnurekstrinum.
Þessi vantrú er fullkomlega órökstudd. Hinar miklu
framfarir, sem hafa orðið hér seinustu áratugina, sýna
þvert á móti, að íslenzku framtaki má hiklaust treysta.
Á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar blasa hvar-
vetna við sannanirnar um glæsilegan árangur af starfi
íslenzkra framtaksmanna. Það skortir ekki framtak ein-
staklinga á íslandi. Það, sem þarf, er að búa enn betur
að þessú íslenzka framtaki, svo að það fái notið sín
betur. Til þess þarf bæði að nýta betur hið innlenda
fjármagn, sem fyrir hendi er og fá erlent lánsfé til við-
bótar eftir því, sem skynsamlegt þykir.
Það er óhætt fyrir íslendinga að treysta á sitt eigið
framtak. Það hefur reynsla seinustu áratuga sannað
ótvírætt. En það þarf að búa að þessu íslenzka framtaki
eins vel og kostur er á. Þá þarf þjóðin ekki að óttast
um, að hún geti ekki lifað góðu lífi í landi sínu, öllum
óháð.
Hvorl var hyggilegra
Það er upplýst, að gjaldeynsvarasjóðurinn hefur rýrn-
”.m hálfan milljarð hina fyrstu sex mánuði þessa árs..
Þá varð ekki samdráttur í útfhitningstekjum á þessum
árshelmingi. Rýrnun gjaldeyrisvarasjóðsins stafar mest
af hóflitlum innflutningi á ýmsum miður þörfum varn-
ingi. Hefði ekki verið hyggilegra að verja þessum 500
milljónum króna til að auka framleiðni íslenzkra atvinnu-
vega, eins og Helgi Bergs lagði til, en að láta þennan
dýrmæta gjaldeyri fara í súginn vegna gagnslítils inn-
flutnings?
ERLENT YFIRLIT
Viöhorfin í Evrópu eru gleggri
eftir Póllandsför de Gauíie
Óttinn við Þjóðverja er enn rótgróinn í Austur-Evrópu.
De Gaulle og frú
FERÐALAGI de Gaulle
Frakklandsforseta til Póllands
er lokið. Mjög er um það rætt,
hvort iþað hafi borið tilaetlaðan
ánaagur eða ekki. Hafi menn
búizt við því, að það myndi
bera einhvern skjótan árangur,
hefur það ekki heppnazt. Hafi
það hins vegar verið tilgangur
de Gaulle að skýra betur sam-
búðarvandamálin í Evrópu og
greiða fyrir framtíðarlausn
þeirra hefur ferðalag forset-
ans ótvirætt orðið spor í rétta
átt.
Tilgangur de Gaulie með
ferðalaginu hefur sennilega
verið fyrst og fremst sá að á-
rétta þá stefnu hans, að í
framtíðinni eigi Evrópa, sem
nær allt til Úralfjalla, að
vinna saman sem ein heild, en
innan þeirrar heildar eigi þó
þjóðríkin að halda fullri sér
stöðu sinni. Þetta þýðir að
ryðja verður úr vegi þeim tor
færum, sem aðskilja Vestur-
og Austur-Evrópu. Sú tor-
færan, sem er einna verst að
yfirstóga, er sameiginlegur ótti
þjóðanna í Austur-Evrópu við
Þjóðverja. Ferðalag de Gaulle
var fyrst og fremst farið til
þess að vinna bug á þessum
ótta. Kjaminn í boðsbap hans
var sá, að Frakkar hefðu tek
ið upp nána samvinnu við
Þjóðverja, þrátt fyrir fjand-
skap og styrjaldir í margar ald-
ir. Það hefði verið óhjákvæmi-
legt skref til að koma á sam-
vinnu ríkjanna í Vestur-Evr
ópu. Svipað skref yrðu Pól-
verjar einnig að stíga og ef
þeir stigju það, gætu þeir treyst
á vináttu Frakka.
DE GAULLE lét það óspart
koma í ljós, að skoðun hans
væri sú, að Pólverjar gætu
ekki stiigið þetta skref, nema
þeir fengju vesturlandamæri
sín viðurkennd eða Oder-Neiss
er-landamiærin svokölluðu.
Hann hefur bæði nú og áður
lýst sig þvi fylgjandi, að þessi
landamæri fengi allþjóðlega
viðurkenningu.
Vestur-þýzka stjómin hefur
hins vegar enn ekki viljað fall
ast á þessa viðurkenningu. Hún
segir, að landamærin eigi end-
anlega að ákveða á friðarráð
stefnu. Það kemur ekki ljóst
fram nú orðið, hvort hún muni
á slíkri friðarráðstefnu gera
kröfu til landamæranna frá
1938, en flest bendir þó til
þéss. Meðan Vestur-Þjóðverjar
hafa þessa afstöðu, verður erf
itt að bæta sambúð þeirra og
Pólverja að ráði. Þessi afstaða
Vestur Þjóðverja viðheldur
Þjóðverjahræðslunni í Austur
Evrópu, enda þótt Þjóðverjar
segi jafnframt, að þeir muni
ekki reyna að breyta landa-
mærunum með valdi.
Með því að láta í ljós þá
skoðun sína í Póllandsferðinni,
að viðurkenna bæri vesturlanda
mæri Póllands, hefur de Gaulle
viljað gera Vestur-Þjóðverjum
ljóst, að þetta væri það gjald.
sem þeir þurfa að greiða, ef
sambúð þeirra við Austur-Evr
ópu á að komast í eðlilegt
horf. Þessi afstaða de Gaulle
valdi að sjálfsögðu gagnrýni i
Vestur-Þýzkalandi. Ráðandi
menn í VestursÞýzkalandi
munu að vísu vera búnir að
gera sér þetta ljóst, en af póli-
tískum ástæðum heima fyrir er
erfitt fyrir þá að segja þetta
opinberlega.
ÞAÐ KOM hins vegar í ljós
í viðræðum de Gaulle og
pólsku sjórnmálamannia, að ótti
þeirra við Þjóðverja er svo rík
ur, að þeim myndi ekki nægja
að fá viðurkenningu á vestur
landamæruinum. Þeir vilja einn
ig, að Austur-Þýzkaland fái við
urkenningu með einum eða
öðrum hætti. Pólverjar eru ó-
fáanlegir til þess á þessu stigi
að fallast á sameiningu Þýzka
lands í eitt ríki. Svo mjög ótt
ast þeir öflugt sameinað Þýzka
land. Þess vegrna vilja þeir láta
tvískiptingu Þýzkalands hald
ast áfram um ófyrirsjáanleg
an tíma. í þessum efnum hafa
þeir sömu afstöðu og Rússar.
De Gaulle vildi hins vegar
ekki ganga svo langt til móts
við Pólverja að fallast á viður
kenningu Austur-Þýzkalands.
Hann vissi, að það var Vest-
ur-Þjóðverjum enn viðkvæm-
ara mál en viðurkenning Od-
er-Neisse-landamæranna. Hann
telur, að á þessu sviði verði
frumkvæðið að koma frá Vest
urÞjóðverjum sjálfum.
Vestur-Þjóðverjar margir
gera sér það ljóst, að bæði
þjóðum Austur-Evrópu og Vest
ur-Evrópu myndi standa ótti af
sameinuðu Þýzkalandi. Þetta
viðurkenndi Kiesinger kansl-
ari, þegar hann ræddi við
blaðamenn í Waslhington fyrir
nokkru. Hann gaf jafnframt til
kynna, að sameinað Þýzkaland
með 80 millj. fbúa, gæti
hvorki verið í vesturblökk eða
austurblökk í Evrópu (“A
reunified Germany has a criti-
cal size, or a critical weight.
It wouid be hard to see a
reunifield Germany of 80
million peopie going to one
side or the other'). Af þessum
ummælum Kiesingers mætti
ætla, að hann gæti hugsað sér,
að sameinað Þýzkaland hefði
einhverja sérstöðu. Vel má
vera að eitthvað svipað vaki
fyrir honum og de Gaulle, þeg
ar hann ræddi í Póllandsför
sinni um Vestur-Evrópu, Mið-
Evrópu og Austur-Evrópu.
ÓTVÍRÆTT er, að Pólverj-
ar hlustuðu vel á það, sem de
Gaulle hafði að segja. Honum
v^ar lika forkun«ar vel tekið.
Áhrifin af ferð hans geta því
orðið veruleg, þótt þau komi
ekki fram strax. Að sinni hef
Framhald á bls. 15.