Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 3
3 SUNNUDAGUR 17. sept. 1967. TÍMINN Sophia Loren og eiginmaður bennar hafa fengið sér hrað- skreiðan mótorbát og njóta nú lífsins á honum. Þau fana á fætur klukikan fimrn á morgn ana og fara þá í siglingu, eða ganga um í garði sínum og hlusta á fuglasöng. En innan skamms viil Sophia reyna sig sem leiikihúisleikkona og hana dreymir um hlutverk í góðu bandarjsku leikriti og vill hún heizt, að það sé leikrit eftir Edward Albee eða Tennesee Wiiliams. Hér sj'áum við þau systkin- in, Karl prins og Önnu prins- essu, börn Bretadrottningar. Myndin er tekin í Braemar i Skptlandi og hefur prinsinn klæðzt Skotapiisi af tllefninu. Ingrid brosir breitt, þegar leikkonan Rosalind Ruissel ósk ar henni til hamingju. Gamlar dæguirlagaplötur eru nú komnar á vinsældarlista diæg-urlaga bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Má þar nefna I got Rythm, eftir Ger sihwin og hið tuttugu og sjö ára gamla lag Three Little Fiishes. Þá hefur söngvarinn Jerry Jay sungið gamalt )ag sem Fats Domino söng, My girl Josepihiné, og komst það þegar í stað á vinsældarlist- ann. * Vestur þýzka stjórnin heíur sem kunnugt er verið að draga úr útgjöldum eins og unnt er, en nú hefur utanríkisráðuneyt- inu tekizt — þrátt fyrir harða baráttu — að koma því til leiðar að tilvonandi þýzkir diplómatar fái ókeypis- .ennslu a -e.ð- skólum á kostnað ríkisins. Ætlast ráðuneytið til þess að þetta verið liður í þjálfun þeirra áður en þeir fari í utan ríkisþjónustuna og heifur ráðu neytið bent á, að það hali mikla þýðingu fyrir diplómata ekki sízt í Englandi. að getr. tekið þátt í útreiðum og veð- hlaupum og að þeir geti'bland- að sér af þekkingu í umræður annarra diplómata á veðlhlaup- um. ¥ Málari nokkur frá Parma á Ítalíu hefur fengið þá hug- mynd að viljia skreyta Berlín armúrinn. Ilann hefur gert geysimiikið uppkast að væntan legum skreytingum og er nú farinn á stúfana til þess íð fa leyfi yfirvaldanna beggja vegna múrsins, til þess að gera skreytinguna. ♦ Nancy Sinatra er nú í þann veginn að fara að leika í kvikmynd með Elvis Presley í kvikmyndinni Speeway. í kvifcmyndiniii eiga þau að syngja tvísöng. ★ Tveir frægustu leikarar Eng lendinga, þeir Jack Hawkins og Peter 0‘Toole, hafa hafið samvinnu um að gera kvik- mynd eftir bókinni The Scar- perer, eftir Brendan Behan. Undirbúningur er hafinn og eru þeir félagar önnum kafn- ir um borð í skipi, sem er á leið til Suður-Ameríku. ★ Marlon Brando er að skilja við eiginkonu sína, mexi- könsku leikkonuna Movita. í réttarhöldunum krefst hún yfirráða yifir tveim börnum þeirra, sem eru sex ára og tíu ára og 350 þúsund króna meðlags á mánuði. * Franska söngkonan Mireille Mathieu varð eins og kunnugt er, frægust fyrir það, hve mikið hún líktist söngkonunni frægu Edith Piaff, en Mireiil kom fram á sjónarsviðið skömmu eftir að Edith lézt. Nú hafa Frakkar eignazt enn eina söngkonu, Emmy Vetty, og auðvitað komst hún ekki til frægðar, fyrir eigin verð- leika, heldur af því að hún líktist söngkonunni Mistingu- etta, sem var fræg revíusöng- kona um 1930. ★ Rithöfundurinn Henry Mill- er, sem er sjötíu og fimm ára gamall, gekk fyrir skemmstu í hjónaband með japanskri söngkonu og píanó- leikara, Hiroko Tokuda, sem er tuttugu og átta ára. Er þetta fimmta hjónaband hins umtalaða rithöfundar, sem er frægur fyrir bækur sínar, Sexus og Plexus og fleiri. Þau hjónín fara í tveggja mánaða brúðkaupsferð til Svfþjóðar og Frakklands, en ætla síðan að setjast að í Kalif orníu. * Sú var tíðin, að Frakkar fyrirlitu bandaríska siði og þeir hafa eins og svo margir aðrir átt í erfiðleikum með að varðveita sína fögru tungu fyrir áhrifum enskunnar. En einn er sá bandaríski siður, sem þeir virðast ekki fyrirlíta né hafa ímugust á, ef dæma má eftir tölum, en það t.r tyggigúmísát. A síðastliðnu ári tuggðu þeir 1.3 milljónir tyggigúmfetykkja, og á þessu ári er búizt við, að þeir komi tíu tonnum í lóg. Ingrid Bergmaam er nú far- in að leika aftur á leiksviði, eftir tuttugn' og eins árs hlé. Leikritið sem hún leikur í, er More Stately Mansions eft- ir Eugen O'Neil, og er sýnt á Broadway. Þessi mynd er tefcin eftir frumsýninguna og ★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.