Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 6
6 TfMINN SUNNtJDAGUR 17. sept. 1967. Þa5 er komið haust og féö kemur af fjalli. Þessi mynd var tekin viS Þjórsá í vikunni er safn þeirra Gnúpverja rann tll byggSa. 'Fjallmennimlr lentu í óvenjulega vondu veðri aS þessu sinni á fjallinu, en þrátt fyrir alla tækni og framfarir á þessarl atómöld hefur fjallferSin lltiS breyzt, og þar er mest treyst á þarfasta þjóninn og mannlegan mátt. (Tfmamynd Kárt) og málofni Loftleiðamálið Menn bíða með nokkurri eftirvæntingu fundar sam- göngumálaráðherra og utan- ríkisróðherra íslands með sam- göngumálaráðíheiTum Norður- landa í Kaupmannahöfn á morg un um Loftleiðamálið svo- nefnda. Það er ljóst, að það er fyrst og fremst sænska ríkis stjómin, sem er okkur andhverf í þessu máli. Það, sem íslenzka ríkisstjórain hefur farið fram á fyrir hönd Loftleiða í sam- bandi við loftferðasamning ís- lands og SAS-ríkjanna, er al- gert réttlætismiál um eðliieg samskipti þjóðanna. Þegar um það var samið í október 1964, að Loftleiðir mættu nota DC 6 B flugvélar milli Skandinavíu og íslands en Rolls Royce 400 milli íslands og Bandaríkj- anna var reiknað fastlega með að samið yrði um að Rolls Royce fengju að lenda á Norð urlöndum innan tveggja ára. Nú hefur þetta mál verið ])æft og tafið og dregið á lang- inn í hálft annað ár og má segja að íslendingar hafi sýnt sér- stakt langlundargeð og þolin- mæði þvergirðingshætti ráð- herra SAS-landanna, í þessu máli, sem þó oft og gjama tala fjálglega um ágæti norrænn- ar samvinnu og mikilvægi þess að ísland taki þátt í samstarfi hinna norrænu frændlþjóða. Óneitanlega virðist nú svo kom ið í þessu máli, sem frændþjóð- irnar séu í nánu samstarfi um að sýna íslendingum óvild og ókurteisi. Þessar þjóðir hafa svo sannarlega ekki tapað í við viptunum við íslendinga og meira að segja hafa þær haft drjúgar tekjur af starfsemi Loft leiða. M. a. hefur viðhald véla Loftleiða farið fram á Norður löndum í áraraðir. Það skulu ráðherrar þessara frænd- og vinlþjóða okkar lika gera sér Ijóst, að fjandskapur þeirra gegn Loftleiðum verður á Is- landi skilinn sem óvildarbragð gegn allri íslenzku þjóðinni. Hér er um að ræða stærsta fyr irtæki íslendinga, fyrirtæki, sem íslendingar eru stoltir af að eiga, því að Loftleiðir eru einhver áhrifaríkasta tilraun þeirra til að skjóta fleiri stoð- um undir of einhæft efnahags og atvinnulíf á íslandi. Getur valdið jjáttaskilum Þessi fundur norrænu ráð herrahna á morgun er því. ör- lagaríkur. Það kann að vera að ýmsum þyki hér ekki um slíkt stórmál að ræða, að ástæða sé til stóryrða, en úrslit þess geta þó valdið algerum þátta- skilum í viðhorfi fslendinga til norrænnar samvinnu og hvort íslendingar telji sig yfirleitt nokkuð hafa að sækja í náðar faðm bróðurþels frændþjóð anna. Því skal ekki trúað fyrr en á verður tekið, að allar fögru ræðurnar hafi aðeins verið innantómt orðagjálfur, og því von, að ráðherrar frændþjóð anna sjái sóma sinn í að unna okkur sanngirni. Bregðist þær vonir, hljótum við að þakka bróðurþelið með viðeigandi hættL Skólamálin Töluverðar umræður hafa verið í sumar um skólamál og í nýútkominni Samvinnu eru þau mál tekin allrækilega til umræðu. Ber þar allt að sama brunni. Þar eru menn sammála um að fræðslukerfið þurfi rót- tækrar breytingar við, lagfær- ingar og samræmingar. M. a. skrifar Matthías Jóhannesen ritstjóri Morgunblaðsins, þar ágæta grein og fer þar hörðum orðum um ólestur skólamól- anna, og óhæfu og úrelti nú- verandi fræðslukerfis. Kemst hann m.a. svo að orði: „Ég hef talað við fjölda kenn ara og nemenda og vona, að enginn bregði mér um ósann- sögli, þegar ég fullyrði, að ég hef ekki hitt einn einasta mann sem hefur borið lof á skóla- kerfi okkar.“ Ritstjóri Morgunblaðsins átti hins vegar eftir að hitta slíkan mann a.m.k. átti hann eftir að heyra til hans. Það var leiðara- höfundur Alþýðublaðsins sl. fimmtudag. Hver var það? Þar sem Benedikt Gröndal dvelst nú erlendis, berast böndin að ákveðnum manni, sem kann að hafa hlaupið í skarðið, og telur sig geta stungið niður penna til að skfifa um skólamál. Og þessi maður er harla ánægður með ástand skólamálanna. Bregzt hann hinn æfasti við gagnrýni sem fram hafði komið í leiðara Tímans sl. miðvikudag, þar sem sagði, að nú væri flotið sofandi að feigðarósi í skólamálum þjóð arinnar — og er Tíminn sann- arlega ekki einn um þá skoð- un, eins og áður nefnd könn- un Morgunblaðsritstjórnar 'ber með sér. Höfundur Alþýðu- blaðsleiðarans tíundar afrek Gylfa Þ. Gíslasonar á 11 ára menntamálaráðherraferli og segir m.a. hvorki meira né minna: „ á undanförnum áratug þefur svo að segja öll löggjöf þjóðarinnar um einstaka skóla eða skólastig verið endurskoð uð eða er í endurskoðun.“ Ennfremur segir: „Tíminn er vissulega óhepp- inn, þegar hann tekur skólamál in sem dæmi um „sofandahátt“ núverandi ríkisstjórnar, því að allir, sem þekkja til, munu játa að aldrei hafi verið aðhafzt meira í íslenzkum skólamálum en á undanförnum árum,“ — Sem sagt gott. Vettlingatök Gylfa Sannleikurinn er hins vegar sá, að „allir sem til þekkja,“ gera sér orðið grein fyrir þeim sofandahætti, sem ríkt hefur í stjóm menntamálanna síðasta áratuginn. Og þeir eru orðnir svo margir og biturðin yfir að- gerðaleysinu orðin svo almenn og mikil, að jafnvel Morgun- blaðið treystir sér ekki lengur að verja menntamálaráð- herrann í ráðuneyti dr. Bjama Benediktssonar og gengur meira að segja svo langt, að senda honum tóninn nú í vik- unni m.a. með þessum orðum: „Við teljum okkur með bezt menntuðu þjóðum í heimi. Það er hættulegur misskilning- ur. Við erum að dragast aftur úr. Æskufólk annarra landa er að mörgu leyti betur mennt að en okkar æska. Hér duga engin vettlingatök. Burt með hömlurnar á menntunarþörf ís lenzku þjóðarinnar.“ Vonandi leiðir eitthvað gott af þessum umræðum um skóla málin. Þessum umræðum verð- ur að halda áfram, þar til bú ið er að draga vettlinginn af ráðherranum og vonandi verð- ur Morgunblaðsstj órinn ekki svo mjög hlessa yfir að hafa hitt mann, sem er ánægður með fræðslukerfið að honum fallizt hendur og hætti að skrifa um skólamál, því að hann getur gerzt liðtækur við vettlinga- dráttinn. Hvað líður fiskiðnaðarskóla Nágrannaþjóðir okkar hafa haldið því fram og telja sig hafa sitthvað fyrir sér í því, að fjármagn það, sem varið er til skólahalds og menntamála skili meiri arði en fjárfesting í iðnaði og atvinnufyrirtækjum geri að meðaltali. Þar er á þeim grundvelli staðið, að fram farir og aukna framleiðni í atvinnurekstrinum megi rekja til aukinnar menntunar, og vis indarannsókna. Þetta hlýtur að leiða huga okkar að þvi, þegar við ræðum íslenzk skólamál, að meginatvinnurekstur okk- ar er fiskveiðar og fiskiðn- aður. Atvinnulif okkar er ein- hæft og við þurfum að flytja mikið inn. 90% af gjaldeyris tekjunum koma frá fiskveið- pm og fiskiðnaði. Auknar fram farir í þessum greinum betri hagnýting aflans og aukin vél- væðing og framleiðni ættu því að vera þyngst á metunum varðandi það að gera þjóðar- búskap okkar arðbærari. Hvern ig hefur nú skólakerfið íslenzka aðlagað sig þessum aðstæðum- Hefur ekki verið gengið illilega fram hjá þungamiðjunni í ís- lenzku dvinnulífi i skólakerfi okkar og er ekki tímabært, að menn opni augun fyrir því og, fari að hedEJast handa til úrbóta. í fjögur eða fimm ár flutti Ingvar Gfslason þingsályktun artillögu um það á Alþingi að settur yrði á stofn fisk- ÍðnskólL Öll samtök útgerðar og flskiðnaðar lýstu stuðningi við tQlðguna. Hún náði hins vegar ekki fram að ganga vegna þess, að það var þing- maður úr stjómarandstöðunni, sem hafði flutt hana. Svo mik ill er þroski þingheims. Loks dröttuðust stjómarflokka- menn til að samþykkja tfllðg- una. Síðan hefur ekfcert af mál- inu heyrzt. Víða sofið á verði Viða soflð á veri 18 pt. Fyrir nokkrum dögum kom tfl landsins fyrsta rann- sóknarskipið í eigu íslend- inga, sem eiga flest sitt undir sjávarafla. Það er síldarleit- arskipið Ámi Friðriksson. Það er fyrst og fremst hinn gífurlegi síldarafli undanfar in ár, sem gert hefur kleift að hafa allmikið frjálsræði í gjaldeyrisverzluninni. Við eig um afbragðsví'Sindamenn á sviði fiskifræði, og þeir hafa veitt sjávarútveginum stór kostlega mikla þjónustu fyrst og fremst á sviði sfldarleitar- innar. Ekki hafði ríkisstjómm frumkvæði af því að skapa þess um ágætu og láglaunuðu vís- indamönnum okkar sómasam- lega aðstöðu, þrátt fyrir að þeir væm búnir að margsanna svart á hvítu, mifcilvægi starfa sinna fyrir afkomu þjóðarbúsins. Það voru sjómenn og útgerðarmenn sem hrintu málinu fram og lögðu fram féð. Nú eygj- um við loks þann dag, að við eignumst fullkomið hafrann- sóknaskip, en það hefur verið dregið í mörg ár, þótt pening- arnir til smíði skipsins væru til reiðu fyrir löngu. Þannig er hinn furðulegasti sofanda háttur á mörgum sviðum okkar bjóðlífs, þar sem ríkisvaldið á að hafa forystuna. Það er skylda ráða- Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.