Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 17. sept. 1967. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriBi G Þorsteinsson Uulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Ritstj.skrifstofui l Eddu- búsinu. símai 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 \skriftargjald ki 105.00 á mán. lnnanlands. — t lausasölu ki 7.00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. f. Staðreyndir í stjórnarblöðunum getur öðru hvoru enn að lesa það, að allt hafi verið í öngþveiti, þegar vinstri stjórnin lét af völdum 1958, en riú sé öðru vísi um að litast eftir nín ára viðreisnarstjórn. Vissulega ætti það ekki að þykja frásagnarvert, þótt sitthvað hafi færzt til betri vegar á undanfömum níu árum, þari sem þjóðin hefur aldrei búið við hagstæðara viðskiptaárferði- Þrátt fyrir þetta og allt öngþveitistal stjómarblaðanna um ástandið, þegar „vinstri stjómin lét af völdum, blasa nú við eftirgreindar staðreyndir: að afkoma atvinnuveganna er yfirleitt stómm lakari nú en í árslok 1958, og þeir þurfa á mildu meiri aðstoð að halda, ef þeir eiga ekki að stöðvast eða dragast stór- lega saman, að skuldir þjóðarinnar við útlönd, að frádregnum inneignum bankanna, hafa aukizt stórlega síðan vinstri stjómin lét af völdum, að útgjöld ríkisins hafa margfaldazt og álöögurnar, sem ríkið leggur með ýmsum hætti á borgarana, eru nú miklu meiri en þá, að kaupmáttur tímakaups verkamanna er sízt meiri nú en þá, ■ að aukizt hefur stórlega jafnvægisleysi í byggð lands- ins, og tilheyrandi vandamál, að lánsfjárhöft og vaxtahöft, sem einkum draga úr framtaki hinna efnaminni, hafa stóraukizt, að skipulagsleysi og glundroði í f j árfestingarmálum hafa aukizt úr hófi fram, að verðmæti gjaldmiðilsins — krónunnar — hefur íýmað svo stórkostlega, vegna óðadýrtiðar, að það er nú í mörgum tilfellum helmingi minna en fyrir 9 árum, að afsalað hefur verið hinum einhliða rétti til út- færslu á fiskveiðilandhelginni, en hann átti þjóðin óskert- an fyrir 9 árum. Ef stjórnarblöðin treysta sér til að mótmæla því, að þetta séu staðreyndir, er skorað á þau að gera það. Grikkland og Nato Ástæða er til að fagna því, að þrjár Norðurlanda- þjóðirnar, Svíar, Norðmenn og Danir, hafa ákveðið að kæra grísku fasistastjórnina fyrir mannréttindadómstóli Evrópu. Væntanlega gerist Island einnig aðili að þessari kæru eða veitir henni á annan hátt fullan stuðning sinn. Þetta mál snertir hins vegar NATO enn meira en Evrópuráðið. NATO er stofnað til að verja frelsi og lýð- ræði. Það er að vísu ekki hlutverk NATO að hafa íhlutun um innanlandsmál þátttökuþjóðanna. En hér stendur sérstaklega á- Hér hefur her, sem notið hefur frarrilaga frá NATO, vikið lýðræðisstjórn frá völdum og beitir síðan þjóðina mesta ofbeldi. Slíkt getur NATO ekki látið afskiptalaust. Annars bregzt það skyldu sinni um varð- veizlu frelsis og lýðræðis. Það getur haft alvarlegustu áhrif fyrir framtíð NATO, ef það tekur ekki Grikklandsmáhð föstum tökum. NATO verður að beita öllum áhrifum sínum til að endurreisa lýðræðið í Grikklandi. TÍMINN 7 ERLENT YFIRLIT íhaldsflokkurinn brezki býr sig undir herferð gegn Wilson Harðskeyttur baráttumaður skipaður formaður landssamtaka flokksins. Aníhony Barber Sú hefð ríkir hjá brezka. íhaldsflokknum, að formaður þingflokksins, sem er jafnan aðaiforingi flokksins, tilnefnir í reynd formann landssamtak- anna, þótt að nafni til sé hann kjörinn af miðstjérn flokksins. Pormennskan í landssamtökun- um er erfitt og þýðingarmikið starf, en henni fylgir að vera eins konar framkvæmdastjóri flokksins. Pormanni landssam- takanna er ætlað að hafa yfir- umsjón með allri flokksstarf- seminni utan þings. Honum er ætiað að vinna að eflingu flokks starfsins um landið allt. Þegar Sir Alex Douglas-Home var forsætisráðherra, skipaði hann ungan og glæsilegan þing. mann, Edward du Cann, for- mann landssamtakanna. Hann >ótti á ýmsan hátt minna á Kennedy Bandaríkjaforseta í framgöngu. Talsvert er deilt um hvernig hann hefur reynzt, en vafalaust verður honum þó ekki gefið að sök. að flokkuxinn hefur tapað tveimur þdngkosn- ingum í formannstíð hans.Hann fékk líka verulega uppreisn á síðastl. vori, þegar íhaldsflokk orinn vann mikið á í bæjar- stjórnarkosningunum. Du Cann lét Mka fljótlega í ljós eftir pað, að hann vildi fcaetta for- mennskunni. Sögusagnir herma, að það hafi m.a. stafað af því, að þeir hafi ekki átt skap sam- an hann og Edward Heath, for- maður þingflokksins. Þessar sögusagnir mögnuðust mjög, þegar du Cann lagði niður for- mennskuna í síðastl. viku og annar maður var kjörinn í stað hans. Það mun þó sennilega hafa ráðið mestu um þessa breyt- ingu. að Heath hefur talið nauð synlegt að bneyta nokkuð um baráttuaðferðir og starfshætti og slikt yrði bezt gert undir forustu nýs manns. Þrátt fyrír vaxandi óvinsældir ríkisstjóm- ar Wilsons, hafa vinsældir íhaldsflokksins ekki aukizt að sama skapL Einkum virðist þó Heath ganga illa að afla sér fyigis almennings. Hann hefur þó ferðazt meira og tekið meiri batt í flokksstarfinu en nokkur fyrirrennari hans hefur gert. Margir telja það helzt spilla fyrir Heath ,að hann hafi ekki nein sérstök litrík einkenni, sé of hversdagslegur. Wilson er á ýmsan hátt óvenjulegri. VALIÐ á hinum nýja for- manni landssamtakanna, Ant- hony Barber, þykir benda ó- tvírætt til þess, að Heath ætU að herða sóknina gegn stjórn Verkamannaflokksins og gera hana stórum harðskeyttari en hingað til. Hinn nýji formaður er ekki jafnoki du Canns í út- iti og framkomu, en hann er miklu harðfengnari baráttumað ur. Hann er jafnframt seigur og ötull starfsmaður. Það þykir bvi líklegt, að starfsemi íhalds flokksins muni eflast og harðna undir forustu hans. Pyrsti blaðamannafundurinn, jem hann mætti á eftir að hann tók við formennskunni. bar þess ljós merki, að ætlunin er að herða sóknina gegn stjórn- inni. Barber taldi það efalaust, að íhaldsflokkurinn myndi vinna í næstu þingkosningum. Þennan spádóm byggði hann á því. að menn væru að missa tiltrú tíl stjómarinnar í sívax- andi mæU. Hún stæði hvergi við það, sem hún hefði lofað fyrir kosningarnar. Alveg sér- staklega myndi þó tiltrúin til Wilsons minnka, og sjálfur kvaðst hann ekki hafa minnsta snefil af tiltrú til Wilsons. Hann vék sér fimlega undan, þegar hann var minntur á akveðin dæmi þess, að ekki hefði íhaldsflokkurinn heldur staðið við öU kosningaloforð sdn. ANTHONY BARBER, sem Heaíh virðist nú leggja traust sitt á, er 47 ára gamall. Hann tók þátt í síðari heimsstyrj- öldmni frá upphafi sem flug- maður. Árið 1942 skutu Þjóð- verjar flugvél hans niður og tóku hann tU fanga. Honum tókst skömmu sáðar að strjúka ásamt nokkrum félögum sínum, en náðist aftur. Eftir það not- aði hann fangelsistímann tU að lesa lög. Að styrjöldinni lok- inni, lauk hann lagaprófi I Ox- íord. Árið 1950 var hann fyrst í. framboði fyrir íhaldsflokk- tnn. en náði þá ekki kosningu. Hann náði hins vegar kosningu á aæsta ári og hélt sama kjör- dæminu óslitið til 1964. Hann féU þá, en sigraði í aukakosn- xngu á næsta ári. Atvikin höguðu því svo til, að hann hélt jómfrúræðu sína : þinginu annan daginn, sem nann átti sæti þar. Óvenjulegt er, að nýliðar láti svo fljótt til sin taka. Honum var veitt sérstök athygli eftir það og spáð vaxandi frama. Flokkur- ;nn fól honum ýmis trúnaðar- störf í þinginu og 1958 út- nefndi Macmillan hann sem sér stakan fulltrúa sinn í þinginu. Síðar hlaut Barber ýms að- stoðarráðherrastörf, unz fcann var skipaður heilbrigðismála- ráðherra í október 1963, þegar Sir. Alex myndaði ráðuneyti sitt. Hann gegndi því starfi ekki nema í rúmt ár, en þó nógu lengi til þess að vinna sér þar mikið álit. Síðam íihaldsflokkurinn lentd i stjómarandstöðu, hefur Bar- ber látið mikið til sín taka í þinginu og verið manna harð- skeyttastur í ádeilum á stjórn- ina. Hann fékk það verkefni að halda uppi baráttunni gegn þjóðnýtingu stáliðnaðarins og bótti gera það með miklum agætum. Hann hafði bersýni- E lega þrautkynnt sér alla mála- vexti og reyndist auðvelt að út- skýra hin flóknustu atriði. Þessi barátta hans var vonlaus. en nún bar þann árangur að þreyta stjórnarsinna og efla álit Barbers sem baráttumanns og þingskörungs. Þeir Heath og Barber hafa lengi verið góðir vinir. Heath lagði mikið kapp á, að Barber tæki við formennsku landssam .akanna, en Barber játaðist því ökki fyrr en hann hafði loforð íyrir því, að hann héldi henni fram yfir næstu þingkosningar. Og víst þykir að hann fer nú strax að undirbúa þaer, þótt oaai verði sennilega ekki fyrr en eftir 3—4 ár. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.