Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.09.1967, Blaðsíða 11
_____________________11 Heimsókninni lokið SCNNUDACfUR 17. sept. 1967. KVENNASiDAN Framihald aif bls. 7. sítrónu og ein matskeið syk- ur. Þvoið rúsínuroar og saxið smátt, rífið gulrófuna, bland- ið öllu saman. Rúsínunum má sleppa og hægt er að nota edik í staðinn fyrir sítrónu- safann. í hrásalat getur iika verið mjög gott að nota jöfn Hutföll af gulrófum, gulrótum hvítkáli og hafa svo banana og annað til bragðbætis. Slómkál er grænmetis»eg- und, sem flestum lfkar, hvort sem það er bara notað í hlóm- kálssúpu eða framreitt á ein- hvern nýstárlegri hátt og liaft sem sérstkur réttur í máltið- inni. Hér kemur ein blóm- káisuppskrift: Sjóðið blómkálshöfuð af þeirri stærð, sem hentar fjöl- skyldu ykkar. Skerið síðan niður ostateninga, og stingið þeim inn í blómkálshöiuðið, sem þið leggið í eldfast mót. Yfir höfuðið er stráð brauð- mylsnu, sem velt hefur verið upp úr bræddu smjöri, og sömuleiðis er stráð yfir það smáum bitum af harðitciktu svfnafleskL Þetta á að baka í ofni, meðalheitum, í ea 20 minútur, eða þar til osíurinn er bráðnaður. MENN OG MAlEFNI Framhald af bls. 6. manna þjóðarinnar að vaka yfir velferð atvinnulifsins og vernda undirstöður þess í nú- tíð og framtíð. Meðal þess, sem síri má gleyma, í skólakerfinu er að rækja vel menntun og verkþjálfun framleiðslustétt- anna, þannig að þær standi öðr um innleridum starfsstéttum á sporði um menning og starfs- kunnáttu og haldi fyllilega til jafns við erlenda starfsbræð ur sem þær eiga beint og óbeint 1 samkeppni við. Sjómannastétt- in sem rækir eina mikilvægustu undirstöðugrein íslenzks at- vinnulífs og þar með þjóð- félagsins í heild, telur með hverju árinu lægri hundraðs tölu úr hópi vinnandi manna á íslandi. Það má kannski segja að það sé ekki óeðlileg þróun neytenda og velferðarþjóðfé lags á íslandi, en hinu geta menn ekki lokað augunum fyr ir, að lífsnauðsyn er að ávallt sé nægilegt framboð ungra og vaskra manna, sem vilja gefa sig að sjómennsku. Fari svo, að ekki verði hægt að manna skip, og báta með íslenzku úrvalsliði, þá mun fleira hætt en fiskveiðum og siglingum. Fram undir þetta hefur e.t. v. ekki verið veruleg hætta á því, að ekki fengist vinnuafl til þess að halda uppi frumþátt- um atvinnulífsins. Þó er það ekki einhlítt. Oft hefur skap azt vandræðaástand í sambandi við mönnun báta og skipa, svo að dæmi sé nefnt — m.a. vegna þess, að ungir menn hafa af ýmsum ástæðum fremur leitað í önnur störf. Ein ástæðan er sú, að drýgsta uppspretta sjó- mannastéttarinnar sjávarþorp in og sveitirnar, er að þrot- um komin miðað við óhjá- kvæmilega endurnýjunar- þörf stéttarinnar. Ungu menn- irnir, sem vaxa upp í borg og ýmsum stærri bæjum, eru margir ókunnugir sjómennsku svo að hún verður æ fjarlægari í 'hugarheimi þeirra og veru- leika. Ástæðulaust er að ásaka þessa ungu menn, því að við- horf þeirra mótast eðlilega af því umhverfi, sem fóstrar þá. Á því er höfuðmunur fyrir verðandi sjómann, hvort hann elst upp frá blautu barnsbeini í náinni snertingu við sjó og sjómennsku, eða hvort hann, kynnist slíkum störfum og lffs háttum af afspurn og án nokk urra beinna tengsla. Ungling- ur úr sjávarþorpi sem fæddur er og uppalinn í flæðarmálinu að kalla og hefur daglega fyrir augunum skip og sjó, sjómenn og sjóvinnu, kemst í þau veru leikatengsl, við sæfarir og flest sem að sjómennsku lýtur, að honum er það fullkomlega eðli legt að gerast sjómaður, þeg ar hann hefur aldur og þroska til. Enda er þarna að finna hinn náttúrulega skóla íslenzkra sjó mannsefna og þá lind. sem þrot laust hefur verið ausið af. Skólaskip •‘En hvað mun verða, ef þjóð lífsbreyting og búsetuþróun kollvarpar þessum náttúr- legu skilyrðum? Sú hætta kann að vera fyrir hendi meira eða minna leyti. Svarið við beirri spurningu, er m.a. að tekin verði upp skipuleg þjálfun sjómannsefna með einum eða öðrum hætti. í því sambandi hlýtur það að teljast undir- stöðuatriði. að rekið sé hentugt skólaskip, búið þeim vélum og tækjum og öðrum skips-. búnaði, sem almennt tíðk- ast. Engin vandkvæði ættu að vera á öflun nothæfs skips. Kæmi án efa til greina að kaupa eða leigja togara eða stóran fiskibát í þessu skyni. Til athugunar hlýtur það einn- ig að verða að tengja kennslu í sjóvinnu við störf gagnfræða- skóla, enda hefur það nokkuð verið reynt í Reykjavík og gefi izt eftir vonum, þrátt fyrir ófull komnar aðstæður. Einnig hafa verið Reykjavík, og gefizt eft ir vonum, þrátt fyrir ófullkomn ar aðstæður. Einnig hafa ver ið gerðar tilraunir með starf rækslu sjóvinnunámskeiða og útgerð skólaskips á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur og þeir, sem að því hafa staðið, telja mikils^ af slíkri starfsemi að vænta. Á Akureyri var um skeið haldið, uppi svipaðri starf semi og gafst vel. Allar þessar tilraunir eru lofsverðar og eiga skilið meiri stuðning af hálfu hins opinbera en raun ber vitni. íslenzk sjómannastétt hefur löngum verið talin dugmikil og vel verki farin. Má öðru fremur þakka þpð þeirri staðreynd, að nýliðar í sjó- mennsku hafa allaiafna upp við nagstæð skilvrði, sem bæði nafa beint áhuga þeirra að sjómennsku og gert þá fær ari en ella til þess að tiieinka sér sjómannsstörfin. sem vissu lega eru margþætt. og vanda- söm og krefjast áræðis. lag virkni og snprnu Þessar eigin leika mun verða þörf framveg is sem hingað til. og þa?i skip- ir miklu- máli, hversu t.il t.ekst um undirbúningsbiálfun og framhoð siómaunsefna. Það var með þetta i huga. sem þeir Ingvar Gislason, Jón Skaftason og Helgi Bergs hafa TÍMINN á undanförnum þingum flutt þingsályktunartillögu um að skora á rikisstjórnina að vinna að því í samráði við sérfróða menn að tekin verði upp skipu leg þjálfun sjómannsefna, m.a með rekstri hentugs skólaskips eins eða fleiri, eftir því, sem tiltækt þætti. Vonandi tek- ur ekkj jafn langan tima og raunin er orðin með fisk- iðnskólann að koma þessu máli fram. KAUP /ramhals af bls 1 hækkunar lágmarkslaunanna upp í 125—160 pesetia á dag, en ríkisstjómin taldi fjárhags stöðu landsins ekki leyfa svo mikla hœkkun. Hækkunin á að taka gildi frá . október, en mikill meirihluti spænskna verkamanna er þó með hærri, laun en þessu nemur. Ríkisstjórnin fjallaði einnig á sama fundi um atkvæða- greiðsluna í Gíbraltar um það, hvort landið ætti að sameinast Spáni eða vera áfram í tengsl um við Bretland. Spænska stjórnin telur atkvæðagreiðsl una ólöglega, og ákvað stjóm in á f.uindi sínum að halda áfram tilraunum sínum til þess að ná yfirráðum yfir nýlend unni. BRIDGE Framhals af bls. 1. legan var þrælsleg, trompin fjög ur eitt, og lauf kom þannig út, að spilið var óvinnandi Það cr hægt að tapa á spili sem þess i, en Norðmenn. Norðurlandameisl- ararnir reyndu ekki við slemm- una. Lokatölur "i leiknum urðu 70-56 fyrir Noreg, eða 6-2. önn- ur úrslit umferðinni urðu þau, að England vann Spán 8-0, Grikk land vann Finnland 8-0. Be’gía Vann Frakkland 5-3-, Pólland vann Danmörku 8-0, Sviss vann írland 3-2, Holland vann ítaiiu 8-0, Svlþjóð vann Portúgal 6-2. Þýzkaland vann Líbanon 8-0, og Tékkóslóvakía og ísraei gerðu jafntefli 4-4. Úrslit i mótinu urðu þau að Ítalía varð efst með 114 stig. ! öðru sæti Frakkland með 106, 3. England 97, 4.-5. sæti Holtand Og Noregur 94, 6. Sviss 91 7 ísland 90, 8. Svíþjóð 85, 9. ísra.el 78, 10. Belgía með 75. 11. Pói land_ með 74, 12. Spánn með 73, 13. írland með 70, 14. Tékkóstóv- aikía með 65, 15 Líbanon með 63, 16. Danmörk með 60 17. Þýzkaland 60, 18. Grikkland 52, 19. Portúgal með 48. og 20. Finn- land með 29. í kvennaflokki varð Svíþióð meistari með 76 stigum, einu stigj meira en ítalía, sem hlaut 75. ítölskiu konurnar höfðu haft ‘'or- ystu í mótinu allt fram í síðustu umferð, en þá töpuðu þæt óvæot fyrir finnsku sveitinni, og ska"zt Svíþjóð þá upp fyrir þær Það er talsvert athyglisvert við árangur islands ? þessu móti sð við hljótum um 80% árangur á þær þjóðir. sem eru fyrir ofan okkur í mótinu Við hluturn S stig gegn Ítalíu 8 stig aee.n Frakklanii. 4 stig gegn Engisndi 6 stig gegn Hollandi, 2 stig gegn Noregi, og 4 stig gegn Sviss. Mótinu ej sem sagt lokið j eftir atvikum erum við ánæeð'r með Dennar ársngui þótt ein- og ég sagði áðan það séu sv^ lítii vonbngði oieð lokaarantor inn eftir tuna ágæt.u frammistó'S í miðju noti Þess m? ?eta að meðan gekk bezt a mótinu, biutuix við 56 stig n 64 nögulegum, ■>£ a sama tíma ?ekt Ítalíu mjö.ú vel einnig ‘>g beir hlutu 57 sti^ ai 64 mögulegum í þeim umferðum. Fréttatilkynning 15. septemfoer 1967 vegna hinnar opinberu heim sóknar forsætisráðherra íslands til Þýzkalands. Porsœtisráðherra íslands, dr. Bjarni Benediktsson, dvaldi í þýzkaiandi 12.-15. septemfoer 1967 í opinfoerri heimsókn í boði kanslara Þýzkalands Kurt Georg Kiesinger. í fylgd með forsætis- ráðherranum voru ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins Agn ar Kl. Jónsson og deildarstjóri í forsætisráðuneytinu Guðmunc- ur Benediktsson. Vegna fjarveru forseta Sam- bandislýðveldisins Þýzkalands tók dr. Helmut Lemke forseti Sam- bandsráðsins á móti dr. Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kanslarinn átti ítarlegar við- ræður við dr. Bjarna Benedikts- son. Ráðuneytisstjórarnir Schultz og Lahr ræddu einnig við Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóra. Viðræðurnar fóru mjög vin- samlega fram og samkomulag varð um öll aðalatriði. Viðræðuaðilar ræddu m.a. um vandamál í sambandi við öryggi Evrópu einkum þó Atlantshafs- bandalagið, ennfremur sambanri austurs og vesturs og viðskipta- mál er varða hagsmuni beggja aði-la. FLYTUR FYRIRLESTUR Prófessor, dr. phil. Trocls Fink aðalræðismaður Dana í Flensborg flýtur fyrirlestur í boði Háskóla íslands nk. þriðjudag 19. septem ber kl. 5,30 e. h. í 1. kennsiustofu Háskólans. Fyrirlesturin, sem fluttur er á dönsku, nefnist ,,Hovedlinier i dansk udenrigspolitik 1720— 1949“. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands). DORIA FramhaLs af bls. 1. nótt mátti greina áhrif hans allt norður til New York. Fellibylurinn Beulah, sem þeg- ar hefur orsakað dauða 18 manna Kanslarinn skýrði forsætisráð- herra frá stefnu Þýzkalands í utanríkismálum og ræddi eink- um samband Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands við Austur-Evr- ópuríkin. Hann skýrði frá skoð- un þýzku ríkisstjórnarinnar á nú verandi vandamálum í sambandi við Efnahagsbandalögin. Forsætisráðherra íslands skýrði frá afstöðu ríkisstjórnar- sinnar til E-fnahagsbandalaganna EFTA og EEC. Það var samkomulag um, að sameining Þýzkalands hefði úr- slitaþýðingu fyrir örugga sambúð þjóðanna og frið í Evrópu. Kanslarinn og forsætisrað- herra íslands létu í Ijós ánægju yfir því, hve hin gömlu vináttu- bönd milli Þýzkalands og íslands yrð-u jafnan styrkari og þau yrðu enn traustari vegna sameigin- legrar þátttöku í Atlantshafs- bandailaginu. METURKOMA Framhald aí bls. 1 rigningin 40 mm, en á Þingvöll- um og Syrarbakka mældust 35 mm og á Síðumúla 34 • mm á tímaibilinu frá kl. 18 í gærkvöldi og þangað til. 9 í morgun. Staf- aði þetta frá lægð og snörpum kuldas'kilum, sem gengu yfir, og jafnframt úrkomunni kólnaði noikkuð. Hitinn hér í Reykjavík komst hæst upp í 9 stig í gær, en í morgun var hann aðeins 4 stig. Kl. 9 i morgun var og einungis eins stigs hiti í Síðumúla og í Haukatungu. og í Stykkishólmi var aðeins þriggja stiga hiti. Hins vegar var 13 stiga hiti norð- ur á Sauðárkróki, og hafa kulda- skilin því verið gengin yfir suð- vesturhluta landsins á þeim tíma. Jafnframt þessu var úrkomulaust að heita mátti fyrir norðan oa allt austur í Fljótsdalshérað. Rigningunni í gærkvöldi og . nótt fylgdi og mikið hvassviðri, og t.d. mældust átta vindstig hér í Reykjavík á mið'nætti í nótt. Klukkan níu í morgun var veðrið þó gengið yfir hér í Reykja-vik og komið hægviðri, en þá var það hins vegar gengið upp á ha- lendið, og voru sjö vindstig á Hveravöllum og átta vindstig * 1 Jökuliheimum klukkan níu í morg un. í Karabíska hafinu, er í dag á leið í áttina til Kúbu'. Mun hann færast inn yfir vesturhluta eyiar innar með kvöldinu. Síðar kann að vera, að hann haldi áfram og fari yfir fylkin Texas og Louisana í Bandaríkjunum, s-amkvæmt því sem veðurfræðingar hafa 'ái- ið hafa eftir sér Samkvæmt þeim upplýsingum. sem Veðurstofan hafði íiandbær- ar í morgun og tóku yfir úr komu hér suðvestanlands á ára- bilinu 1931-1950 hafði aldrei mælzt jafn mikil sólarnringsúr- koma og nú í nótt á þyí áraibili í mánuðunum júlí. ágúst og sept- ember. Minningarathöfn um Jónas Tómasson, organista frá fsafirði verður í Dómkirkjunni, Reykjavik þriðjudag inn 19. september kl. 10,30 f. h. Jarðsett verður frá ísafjarðarkirkju. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóð frú Önnu Ingvarsdóttur. Tómas Á. Jónasson Ingvar Jónasson Gunnlaugur Jónasson. Móðþ okkar tengdamóðir og amma, Ingibjörg Bjarnadóttir, Kirkjuteig 5, áður búandi á Framnesi við Revðarfjörð, sem andað- ist á Landakotsspítala 12. þ. m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 20. sept. kl. 10,30 f. h. Áthöfninni verður útvarpað. börn, tengdabörn og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.