Alþýðublaðið - 10.11.1987, Page 4
4
Þriðjudagur 10. nóvember 1987
KVIKMYNDIR
Sigmundur Ernir Rúnarsson
skrifar
ALLT í JÁRHUM
Húskólabíó: Riddari götunnar
(Robocob): Bandarísk, árgerð
1987.
Framleiðandi: Jon Davison.
Leikstjórn: Paul Verhoeven.
Handrit. Edward Neuheimer og
Michael Miner. Kvikmyndun:
Jost Vacano. Aðalleikarar: Peter
Welter, Nancy Allen, Daniel
O’Herlihy og Ronny Cox.
Eftir því sem kvikmyndum
fjölgar eykst ofbeldi, segja
sumir. Aðrir alhæfa álíka
léttilega að því meira sem of-
beldið er áberandi í samfé-
lagi manna verði fleiri bíó-
myndir framleiddar. Hvað
sem þessum sjónarmiðum
líður er Ijóst að ofbeldi hefur
og verður snar þáttur í efnis-
tökum kvikmyndagerðar-
manna, þó ekki væri nema
vegna þess að enn eru til
nokkrir leikstjórar sem vilja
fjalla um veruleikann og víst
er hann grimmur, ósanngjarn
— og slær frá sér. Svo eru of
beldismyndir einfaldlega vin-
sælar. Fólk unir því vel að sjá
meðbræður sína limlestaða
og alla vega drepna á hvítu
tjaldi. Fólk hefur gaman af
því að upplifa aðstæður sem
það óttast sjálft og vildi ekki
fyrir nokkurn mun lenda
sjálft í og sæta afleiðingun-
um.
Paul Verhoeven veit vel af
þessu. Þessi hollenski leik-
stjóri hefur farið hamförum á
hvíta tjaldinu nokkur undan-
farin misseri með margar of-
beldiskenndustu kvikmyndir
þess tíma sem náð hafa
dreifingu. Oftast nær hefur
hann notið liðsinni félaga
síns og gamals skólabróður
Rutger Hauer frá Rotterdam,
svo sem eins og myndunum
Flesh and Blood og Hitcher,
sem báðar voru einkar athygl-
isverðar afþreyingarmyndir,
þrátt fyrir linnulitið ofbeldi.
Ástæðan var einfaldlega sú
að Paul kann að spinna sögu,
kann mikið fyrir sér í sam-
spili klippingar og töku, kann
myndmál hraðans. Flesh and
Blood var óvenjulega vel
heppnuð períóðumynd frá
strlðshrjáðu miðöldum, þar
sem Hauer lúskraði grimmt á
verri mönnum en sér, Hitcher
var roadmovie, hryllilega
magnaður óður um enda-
sprettinn í ævi geðveikileg-
asta putalings í kvikmynda-
sögunni.
Nýjasta mynd Verhoevens,
Robocop, er ómenguð of-
beldismynd úr nútímanum,
nánar til tekið í borg óttans,
Detroit þar sem glæpir eru
viðlíka algengir og blaðasala
í Austurstræti. Forráðamenn
OCP fyrirtækjasamsteypunn-
ar sjá sér leik á borði og taka
að sér löggæslu gegn þókn-
un. Jones forstjóri hefur á
prjónunum að fela vélmenn-
um löggæsluna og sýnir
stofnanda fyrirtækisins og
nánustu samstarfsmönnum
gripinn en árangurinn er ekki
sá sem hann vonaðist eftir.
Þá sér einn samstarfsmanna
hans, Bob Morten sér leik á
borði og lætur vísindamenn
fyrirtækisins glæða lögreglu-
manninn Murphy nýju Iffi, en
hann hafði særst til ólifis I
skotbardaga við glæpamenn
í borginni. Þetta er semsé
söguþráðurinn, svona um
það bil mjög óliklegur, enda
er hér á ferðinni einskonar
jarðbundinn He-man sem
krakkar þekkja úr teiknimynd-
um og leikfangabúðum.
Verhoeven leikstjóri fer vel
kunnar slóðir i framsetningu
þessa efniviðar, hæðir og
lægðir eru þar sem vera skal
í stígandinni og engar áhætt-
ur teknar í persónusköpun-
inni; vondu karlarnir eru
vondir og þeir góðu góðir.
Verhoeven hefur samt tals-
vert umfram flestar kæruleys-
islega' unnar afþreyingar-
myndir í þessum dúr. I fyrsta
lagi hefur hann húmor fyrir
viðfangsefni sínu, veit ber-
sýnilega að hann er ekki að
skapa meistaraverk og ein-
beitir sér þess í stað alveg
að afþreyingargildinu;
skemmtir fólki á kuldalegan
og meinlegan máta eins og
unnendur ofbeldismynda
kunna að meta það. Tökur
eru á tíðum kraftmiklar, klipp-
ing snotur og gefur þaö
myndinni það andrúm
spennu og ótta sem hæfir
inntakinu. Þá sakar ekki ákaf-
lega góð leikmynd og bún-
ingar, einkum gervi vélmenni-
löggunnar, sem hlýturað
snerta hverja taug í unnend-
um málms og skrúfa.
Til marks um skjótan og
staðgóðan frama Paul Ver-
hoevens i Bandaríkjunum eru
þeir leikarar sem hann fær
hér til liðs við sig og gefa
myndinni nokkurt gildi. Þetta
eru mest allt kunnar kempur
frá fyrri árum, svo sem Ronny
Cox og Daniel O’Herlihy sem
eiga að baki myndir eins og
Deliverance og McArthur, auk
þátttöku í kunnum sjónvarps-
seríum. Kvenmannsrullu
þessa verks fer Nancy Allen
(The Last Detail, Carrie)
ágætlega með, og kæmi
manni ekki á óvart að eigin-
maður hennar, Brian de
„Leikstjórinn Verhoeven skemmtir fólki á kuldalegan og meiniegan
hátt eins og unnendur ofbeidismynda kunna að meta,“ kemst Sig-
mundur Ernirm. a. að orði i umsögn sinni um Robocop sem Háskólabíó
sýnir um þessar mundir.
Palma, hefði hvatt hana frem-
ur en latt að taka þátt í þess-
ari mynd, enda nóg af blóði
og dauðakippum í Robocop.
Nancy Allen er reyndar systir
annarrar kunnrar kvikmynda-
menneskju, Karen Allen sem
kunn er til dæmis úr Starman
og Raiders of the last Ark.
PeterWeller, væntanlegur
arftaki Bronson og Eastwood
að margra dómi, skröltir svo
inni í vélmenni myndarinnar
og túlkar Robocop, kannski
full einhæflega, enda settar
þar miklar skorður.
h'DHPmuceiJoiiDáii
nii ey EM lileumeiep s Michsel Minep • produhd bv Arne Schmi • dibecied by Paul Verhoeven phíiíi
WKHTmCTHÐ <SgT~
PSHnsetBetua®
An ORjon %CTURES R&ease
©IM7 0>oo picturM Cocporauxv M RigMa H»t*rv«d
BÓKAFRÉTTIR
Sverra Nv&w
Orðlð cr laust
Orðið er laust
Hörpuútgáfan á Akranesi
hefur gefið út bókina ORÐIÐ
ER LAUST — Ráð og hug-
myndir fyrir ræðufólk. Höf-
undurinn, Sverre Nyflöt, er
þekktur í heimalandi slnu,
Noregi, fyrir hnyttnar ræður.
Þessi bók hefur að geyma
hagnýt ráð og leiðbeiningar
fyrir þá sem þurfa að tjá sig á
fundum og í samkvæmum
með snjöllum tækifærisræð-
um. Auk ráða og leiðbeininga
eru f bókinni smásögur,
skrýtlur og málshættir, sem
raðað er í 30 efnisflokka til
þess að auðvelda notkun
hennar.
Bókin „Orðið er laust“ er
80 bls. með myndum. Gissur
Ó. Erlingsson þýddi bókina.
Prentsmiðjan Oddi hf. annað-
ist prentun og bókband.
Rússnesk
ævintýri
Fjöður hauksins hugprúða
og fleiri rússnesk ævintýri
nefnist bók sem bókaforlag
Máls og menningar hefur
gefið út. Hún hefur að geyma
fjögur gömul ævintýri fyrir
börn sem Ingibjörg Haralds-
dóttir hefur þýtt úr rúss-
nesku. Hér er sagt frá prins-
um og karlsdætrum, stjúp-
um, riddurum og froskaprins-
essum og nornin Baba Jaga
kemur líka við sögu. Ævintýr-
in eru ríkulega skreytt mynd-
um í fullum litum eftir lista-
manninn I.A. Bilibin, þar af
eru 11 heilsfðumyndir. Bókin
er 48 bls. að stærð, prentuð á
Möltu.
VOÚH.
Á hljóðum
stundum
Hörpuútgáfan hefur gefið
út Ijóðabókina „Á hljóðum
stundum" eftir Öskar Þórðar-
son frá Haga í Skorradal.
Höfundur er f. 1920 og fyrsta
kvæði hans birtist á prenti
1936, þegar hann var aðeins
16 ára gamall.
í bókinni er safn af kvæðum
og stökum sem ort eru á 50
ára tímabili (1936-1986). í for-
mála segir höfundur: „Kvæði
mín og stökur hafa sprottið
fram nokkurn veginn ósjálf-
rátt... Erfiðismaðurinn sest
niður að loknu dagsverki og
párar á blað sinar hugdettur...
Von mín er sú að þegar þetta
tómstundagaman mitt er
komið til lesenda, þá hafi
þeir haft af því nokkra
ánægju." Bókin er 108 bls.
Prentuð í Prentverki Akra-
ness. Ljósmynd á forsíöu er
eftir Friðþjóf Helgason.
Pollýanna
Pollýanna eftir bandarfska
rithöfundinn Eleanor H.
Porter er komin út að nýju f
þýðingu Freysteins Gunnars-
sonar. Það er bókaforlag
Máls og menningar sem
gefur bókina út.
Pollýana var ekki gömul
þegar hún lærði dálítinn leik
sem oft kom í góðar þarfir.
Hann fólst í því að reyna
ævinlega að sjá bjartar hliðar
á hverju máli. Þegar hún
hafði misst báða foreldra
sína var hún send til frænku
sinnar í fóstur. Ungfrú Pollý
hafði aldrei haft neitt af börn-
um að segja og langaði
ekkert til að breyta því. Og
hvernig á maður að bregðast
við krakka sem ævinlega sér
eitthvað gott við allt sem fyr-
ir kemur — jafnvel fótbrot?
Pollýanna er í hópi klass-
ískra barnabókmennta. Hún
var fyrst gefin út í Bandaríkj-
unum árið 1913 en hefur
síðan verið þýdd á ótal
tungumál, sett á svið og kvik-
mynduð. Pollýanna kemur nú
út f þriðja sinn á íslandi og
nú bæði innbundin og í kilju.
Bókin er 219 bls. að stærð,
prentuð hjá Norhaven bog-
trykkeri a/s í Danmörku.
Kápumynd gerði Brian Pilk-
ington.