Alþýðublaðið - 10.11.1987, Side 5

Alþýðublaðið - 10.11.1987, Side 5
Þriðjudagur 10. nóvember 1987 5 UMRÆÐA Ragnar Ingi Aðalsteinsson skrifar TIL SVIPTRA 0G SORGMÆDDRA Það eru dapurleg tíðindi sem berast nú um stundir úr höfuðborginni til okkar í dreifbýlinu. Sagt er að síö- ustu daga og vikur sé lög- reglan í Reykjavík önnum kaf- in við að mæla ökuhraða þeirra sem um göturnar fara og fái gjarnan óhagstæðar niðurstöður. Síðan eru menn handteknir og sektaðir eða sviptir ökuleyfi eftir aöstæð- um og allir sjá að þetta hefur í för með sér hin mestu óþægindi fyrir ökuþórana. Það er vegna hinna sviptu og sorgmæddu sem ég skrifa þessar línur. Mér finnst alltaf svo vont að vita af fólki sem Kður illa. Það var vorið 1982. Ég var nýbúinn að kaupa mér nýjan Fiat Ritmo, fimm gíra, og var á leiðinni austur á land. Vegurinn yfir Laxárdalsheið- ina var afspyrnu vondur í það skiptið og ég fékk snert af þvl sem gárungarnir kalla víð- áttubrjálæði þegar ég kom á malbikið í Hrútafirðinum. Ég setti f fimmta gír og síðan tók ég að sýna farþegum mínum töfrabrögð. Ég ók aft- an að næsta bfl, vék mér Iftið eitt yfir á vinstri kantinn, steig bensínið í botn og lét svo bílinn við hliðina hverfa eins og töframaður frá Akur- eyri gerði við kjúklingana hans Kristjáns á Grímsstöð- um á frægu balli þar í sveit þegar ég var ungur fyrir aust- an. Þetta endurtók ég nokkr- um sinnum. Hver bíllinn eftir annan „hvarf“ aftur fyrir Rit- móninn og mér skilaði áfram á ógnarhraða — ólöglegum. En svo kom babb I bátinn. Allt I einu birtist fyrir framan mig maður sem veifaði rauðu vasaljósi í skólskininu og ég nam staðar og skrúfaði niður rúðuna. Það var alveg sama hvað ég reyndi að líta sak- leysislega út, — ég var færð- ur yfir í lögreglubílinn og spurður margra óþægilegra spurninga. Að lokum var mér þó leyft að fara —- með skírteinið mitt og ég hélt áfram austur á land en fór nú hægar en áður. Nokkrum vikum seinna var mér svo gert að standa fyrir máli mínu hjá sýslumannin- um í Búðardal. Ég var dæmd- ur til að greiða í sekt kr. 900 fyrir þessi töfrabrögð mín í Hrútafirðinum og ef ég á að segja eins og er þá hef ég alltaf haft á tilfinningunni að ég hafi sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður. En sagan er ekki búin enda væri að henni lítil huggun ef hún endaði hér. Næst er þar til að taka að ég er fjarska- lega nískur maður og mér liggur alltaf við gráti ef ég þarf að borga eitthvað sem ég hefði getað sloppið við. Og ég sá ógurlega eftir þess- um 900 krónum. Þess vegna hugsaði ég með mér að ég skyldi lita á þetta sem fjár- festingu og nota tækifærið til að koma mér upp sóma- samlegum ökumáta. Síðan þetta gerðist hef ég aldrei ekið hraðar en lög leyfðu hverju sinni. Þetta var vissu- lega erfitt, en lesendur skyldu minnast þess að nú var ég að reyna að ná ein- hverjum verðmætum út úr sektarpeningnum og ég beitti mig járnaga. Aldrei yfir löglegan hraða hvernig sem á stóö og þegar ég var kominn með andarteppu af streitu eins og sæmir sönnum ís- lendingi stöðvaði ég stund- um bílinn til að róa mig að- eins niður. Mér var alvara, — 900 krónur voru mikið fé árið 1982. Nú eru liðin rúm fimm ár slðan ég tróð upp sem töfra- maöur í Hrútafirðinum. Ég hygg að aldre, á lífsleiðinni hafi ég varið fé minu betur en þegarég greiddi þessar krónur í ríkissjóð til að Ijúka skuld minni við yfirvöldin vegna lögbrotsins. Liggja þar til ástæður sem nú skal greina. i fyrsta lagi líður mér nú orðið miklu betur undir „En það merkilegasta er þó það, að síðan ég hœtti að aka á ólög- legum hraða eftir þjóðveginum er ég fljótari milli staða en áður, “ skrifar Ragnar Ingi Aðalsteinsson í grein sinni um þá sorgmœddu sem sviptir hafa verið ökuleyfi. stýri. Undir niðri var ég alltaf hræddur um að deyja voveif lega meðan ég flýtti mér þessi ósköp eftir þjóðvegun- um. í annan stað fer ég núna miklu betur með bilinn minn en áður. Það kom af sjálfu sér (Degar ég fór að aka hæg- ar yfir holurnar. Nú hef ég aó jafnaði öll hjól á veginum og er hættur að láta bilinn minn stökkva eins og stóðhross upp í loftið þegar ég ek yfir ójöfnur. Bílar eru ekki stóð- hross og öll rassaköst eru þeim óholl. Þá eyði ég mun minna bensini en meðan allt var alltaf keyrt í botni. Síðan hinir dyggu laganna verðir veifuðu að mér rauöu Ijósi vorið 1982 hef ég ekið hátt á annað hundrað þúsund kíló- metra. Ef við gefum okkur að það muni þó ekki væri nema hálfum litra á hverja 100 km að jafnaði sem sparast með manneskjulegra ökulagi þá sjáum við að á 100 þús. km sparast 500 litrar og svo geta lesendur sjálfir reiknað út gróðann, en nú fer þá vænt- anlega að renna grun i, hvað gleður mig svo. Eg er sem sé búinn að fá 900 krónurnar mínar aftur. En það merkilegasta er þó að það slðan ég hætti að aka á ólöglegum hraða eftir þjóð- vegunum þá er ég fljótari milli staða en áður. Frá Laug- um ( Sælingsdal eru um 220 km til Reykjavíkur og ég þarf oft að aka þessa leið. Þegar ég athugaði málið í ró og næði komst ég að þvi að meðan ég lifði fyrir það að setja perónuleg hraðamet og var i lifsháska i hverri einustu beygju á veginum þá þurfti ég að koma við í annarri hverri sjoppu á leiðinni til að ná úr mér hrollinum með kaffisopa og meðlæti. Nú er hins vegar svo komið að ég vinn mér ekki léttara verk en aka alla vegalengdina i ein- um áfanga og er ekki einu sinni þreyttur á leiðarenda. Ég skrifa þessar linur fyrir þá sviptu og sorgmæddu sem nú horfa hryggum löng- urnaraugum á bílinn sinn og mega sig ekki hræra undir stýri fyrr en lögregluyfirvöld- um þóknast að skila þeim skirteinunum. Ég skrifa þetta fyrir þá sem hafa þurft að borga háar fjárhæðir ( nokk- urs konar skemmtanaskatt fyrir að sýna töfrabrögð í um- ferðinni. Eg skora á þessa aðila að láta huggast. Það er hægt að snúa vörn í sókn og ná fjármunum sínum aftur með þeim aðferðum sem ég nefndi hér áðan. Það er bæði fjárhagslega hagkvæmt, heilsufarslega áhrifaríkt og auk þess framúrskarandi frumlegt að fjárfesta i sið- samlegri hegðun I samfélag- inu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.