Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
3
FRÉTTIR
Verkamannasambandið og vinnuveitendur:
SAMNINGAR KUNNA AÐ DRAGAST
— Enn er ekki farið að rœða um kaupið — Spurt um skattprósentur og skattleysismörk
— Óljósar hugmyndir um kröfugerðina sjálfa — Allt á fullu hjá Vestfirðingum — Ganga
„útgöngumennirnir“ inn aftur?
Þórir Danielsson fram-
kvæmdastjóri Verkamanna-
sambands íslands segir sitt
mat, aö annaöhvort fari vid-
ræöur vegna kjarasamninga í
gang fyrir alvöru næstu daga,
eða sáralitið gerist á þessu
ári. „Ef til vill er falin í þessu
svolitil óskhyggja,“ sagði
Þórir ennfremur í samtali við
Alþýðublaðið í gær.
Famkvæmdastjórn Verka-
mannasambandsins og full-
trúar Vinnuveitendasam-
bandsins áttu formlegan
fund saman á mánudag. í
gær var síðan haldinn annar
fundur með fulltrúum aðil-
anna, en eiginlegar samn-
ingaviðræður hafa enn ekki
hafist. í dag halda samnings-
aðilar fund með forstjóra
Þjóðhagsstofnunar.
Samningamenn Verka-
mannasambands hafa mjög
óskýra kjaramálaálytkun í
farteskinu eftir aðalfund sam-
bandsins á Akureyri á dögun-
um. í ályktuninni segir al-
mennt orðað, að í næstu
samningum verði að leiðrétta
ójöfnuð í tekjuskiptingunni
og leiðrétta kjör þeirra hópa
sem ekki nutu góðærisins:
„Gera verður þá kröfu til
vinnuveitenda að þeir setjist
nú þegar að samningaborði
og hefji samningaviðræður I
fullri alvöru. Eftir leiðréttingu
hljóta samningar að beinast
að þvf, að styrkja kaupmátt-
inn- verja hann gegn verð-
hækkunum og skattabreyt-
ingum.“
Það sem helst virðist
standa í vegi fyrir, að ekki-
skuli enn vera farið að ræða
kjarasamningana sjálfa, mun
m. a. vera sú óvissa sem ríkir
um skattamálin. Fulltrúar
vinnuveitenda og Verka-
mannasambandsins vilja sjá
þær tillögur sem koma frá
nefnd fjármálaráðuneytisins
sem fjallar um undirbúning
staðgreiðslukerfisins. Skatt-
prósenta og skattleysismörk
eru atriði sem virðast þurfa
að liggja á borðinu áður en
farið verður að tala um kaup-
ið.
Vestfirðingar eru komnir í
gang með alvöru samninga-
viðræður og hafa m. a. á
borðinu hjá sér grundvallar-
breytingu á bónuskerfinu I
fiskvinnslunni. Þegar hafa
verið í gangi tilraunir með
hópbónus í stað gamla Dónus-
kerfisins og er mjög litið til
þess sem Vestfirðingar eru
að gera þessa dagana, í sam-
bandi við gerð kjarasamriinga
annars staðar. í gær var hald-
inn fundur með fulltrúum Al-
þýðusambands Vestfjarða og
vinnuveitenda og viðræðum
verður haldið áfram.
Austfirðingar virðast hins
vegar fara sér hægar og hafa
hægt enn meira ferðina eftir
aðalfund Verkamannasam-
bandsins á dögunum. Talið er
að þeir vilji bíða og sjá hvað
gerist á næstunni á vettvangi
Verkamannasambandsins
áður en þeir gangi til beinna
samningaviðræðna upp á
eigin spýtur. Því er sá mögu-
leiki enn talinn fyrir hendi að
þeir gangi til viðræðna í sam-
floti, í Verkamannasamband-
inu.
RÁDHÚSí
KÓPAVOGI?
Húsnœðismál stjórnsýslunnar í Kópavogi
tekin til athugunar á 500. fundi bœjar-
stjórnar.
Frá 500. fundi bæjarstjórnar í Kópavogi, sem haldinn var á mánudaginn
NYJAR
VAXTA-
HÆKKANIR
Vextir eru enn á uppleið.
Nýjar vaxtatöflur gengu í
gildi í gær hjá viðskiptabönk-
unum. Sparisjóðir og nokkrir
bankar hækkuðu þá vexti en
hjá öðrum eru vaxtakjör
óbreytt frá því að vaxtatöflur
voru síðast gefnar út fyrir 10
dögum. Þar sem vaxtahækk-
anir urðu á annað borð,
námu þær yfirleitt 1/2—1 pró-
senti.
Dæmi voru þó um meiri
hækkanir. Þannig hækkaði
Útvegsbankinn í gærvexti af
almennum skuldabréfum um
þrjú prósentustig, úr32% í
35%. Þeir bankar sem hækk-
uðu vexti í gær efu Alþýðu-
bankinn, Samvinnubankinn
og Útvegsbankinn, en auk
þess hækkuðu vextir hjá
Sparisjóðum.
Vextir hafa verið á sífelldri
uppleið að undanförnu og
eru ýmsar ástæður taldar
liggja til þess. Vaxandi verð-
bólga er að sjálfsögðu til-
greind, en auk þess hafa ver-
ið uppi kenningar um að
tímabundin hækkun vaxta af
spariskírteinum rlkissjóðs
hafi verkað til vaxtahækk-
unar.
Bankarnireru nú frjálsir að
því að ákveða vexti og mega
þeir breyta vaxtatöflum sín-
um þrisvar í mánuði, dagana
1., 11. og 21. hvers mánaöar.
Ef núverandi vaxtaþróun
heldur áfram má þv( næst
vænta vaxtahækkana þann
21. nóvember.
skipa nefnd sem myndi meta
það hvort æskilegt sé að
stjórnsýsla bæjarins fari öll
fram undir sama þaki. Nefnd-
in mun ennfremur skoða
hvaða lóð á miðbæjarsvæði
Kópavogs gæti hentað undir
starfssýslu kaupstaðarins.
Kristján Guðmundsson,
bæjarstjóri Kópavogs, sagði í
samtali við Alþýðublaðið að
hér væri um að ræða annars
vegar lóð undir ráðhús og
hins vegar byggingu yfir alla
bæjarstarfsemina. Nefndin á
enn fremur að gera tillögu
um það hvernig húsaskipan
bæjarstarfseminnar verði
háttað, þ.e.a.s. húsnæði bæj-
arstjórnar, aðstaða fyrir
fundahald o.fl.
Kristján sagði einnig að
alltaf væri eitthvað nýtt á döf-
inni f Kópavogi. Nú riýverið
var m.a. tekið upp það ný-
mæli að hafa þannig aðstöðu
I Hjallaskóla aö börnin gætu
dvalið þar utan skólatlma.
Einnig eru miklar fram-
kvæmdir ( holræsa- og hús-
næðismálum.
Alþýðublaðið innti Kristján
eftir því hvernig málin stæðu
I kaupum Sambandsins og
Reykjavlkurborgar á Smára-
hvamms- og Vatnsendalandi.
„Vatnsendamálið er i bið-
stöðu en mun þó skýrast á
næstu dögum“. Hins vegar
hefur ákvörðun bæjarstjórnar
um kaup á Smárahvamms-
landi verið frestað vegna
þess að bæjarstjórnarmenn
vilja að það liggi Ijóst fyrir
hvernig Sambandið hyggst
standa að uppbyggingu
landsins áður en hún tæki
ákvöröun, sagði Kristján.
Bæjarstjórn Kópavogs hélt
sinn fimmhundraðasta fund
þriöjudaginn 10. nóvember. í
tilefni þess var ákveðið að
Starfsfólk hverfaskrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavikur í Breið-
holti. Forstöðumaður skrifstofunnar, Gunnar Kiængur Gunnarsson
er lengst til vinstri en lengst til hægri á myndinni er Sveinn H. Ragn-
arsson, félagsmálastjóri.
Félagsmálastofnun Reykjavíkur:
ÚTIBÚ í BREIÐHOLTI
Félagsmáiastofnun Reykja-
víkur opnaði í gær útibú að
Áifabakka 12 í Breiðholti.
Húsnæðinu er ætlað að vera
miðstöð fyrir félagsmálaþjón-
ustu í öllum hverfum Breið-
holts. Á hverfaskrifstofunni
munu starfa 10 starfsmenn.
Húsnæðið að Álfabakka
var keypt um sl. áramót, þá
tilbúið undir tréverk og hefur
verið unnið að því að innrétta
það síðan. Við fráganginn var
lögð áhersla á aö húsnæðið
nýtist sem almennt skrif-
stofuhúsnæði og hinsvegar
einnig tekið tillit til sérhæfðr-
ar starfsemi sem fram fer á
félagsmálastofnunum. Jafn-
framt er gert ráð fyrir að hús-
næðið nýtist fyrir stærri
fundi, fyrirlestra og nám-
skeiðahald á vegum Fglags-
málastofnunar Reykjavikur.
Auk hinna 10 starfsmanna
munu 3 starfsmenn Félags-
málastofnunar í sérstökum
verkefnum, hafa þarna aðset-
ur fyrst um sinn. Forstöðu-
maöur hinnar nýju skrifstofu
verður Gunnar Klængur
Gunnarsson.