Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 8
MÞYBUBUBIB Fimmtudagur 12. nóvember 1987 Vöruþróunarpeningar Iðntœknistofnunar: BITIST UM HVERJA KRONU 60 milljónir œtlaðar til átaksins. Um- sóknir námu 300 milljónum. Fimm fyrirtæki bítast um hverja krónu sem til ráöstöf- unar er í sambandi við vöru- þróunarátak Iðntæknistofn- unar. Stofnunin hefur 60 mill- jónir til ráðstöfunar vegna þessa verkefnis en til að anna öllum umsóknum sem bárust þyrfti 300 milljónir. Hér er um að ræða tveggja ára verkefni í vöruþróun sem nú er að fara af stað á vegum stofnunarinnar. Markmiðið er að aðstoða fyrirtæki og ein- staklinga við að þróa vörur sem eru samkeppnishæfar á heimamarkaði og hæfar til útflutnings. Nýsköpun er eitt áhrifarík- asta tækið í harönandi sam- keppni. Einn veigamesti þátt- urinn í fslenskri iðnþróun er að hugvit og tækni sé nýtt til aö þróa framleiðsluvörur og koma á markað. Við vöruþró- unarátakið verður stuöst við þá reynslu og þekkingu, sem erlendum og innlendum fyrir- tækjum hefur nýst best. Meginþáttur verkefnisins er aöstoð við fyrirtæki og einstaklinga til að vinna aö vöruþróun og markaðssókn og gera þátt til sýninga í sjónvarpi um hvernig standa ber að vöruþróun og um gildi vöruþróunar fyrir aukna verð- mætasköpun í atvinnulffinu og bætt lífskjör í landinu. Vöruþróunarátakið verður fjármagnað af Iðntæknistofn- un og lönlánasjóði. Valin verða verkefni þar sem Ijóst er að Ijúka má þróun og markaðssetningu á tveimur árum. Stefnt er að því að fag- deildir Iðntæknistofnunar taki þátt I sem flestum verk- efnanna og skipulag og stjórnun sé í höndum Rekstr- artæknideildar ITÍ eða sam- bærilegra aðila. Alls bárust umsóknir fyrir 65 verkefni upp á nær 300 milljónir kr. Stjórn verkefnis- ins áætlar að geta afgreitt 10—15 umsóknir miðað við það fjármagn sem er til ráð- stöfunar. Ljóst er að stjórnendur fyr- irtækja telja átakið kjörið tækifæri til aö hefja mark- vissa vöruþróun. Sarokvæmt úttekt Félags islenskra iðn- rekenda sem kynnt var á fundi átaksins þann 22. sept- ember sl. kom fram að is- lenskum iðnaði er hindrun að skorti á þekkingu á sviði vöruþróunar og fjármögnun slfkra verkefna. Meþ átaki Iðntæknistofn- unar íslands er tekið á þess- um vanda. Eitt af megin markmiðum átaksins er að flytja þekkingu á vöruþróun til fyrirtækjanna og gera þau þannig sjálfstæðari hvað ný- sköpun varðar. Heildarkostnaður verkefna sem sótt var um er frá rúm- um fimmhundruð þúsund krónurrrupp í um tvær mill- jónir. / RtMSÚTV' HVERJU SINNI Húsnæöislánin eru hagstæö lán, eins og vera ber. En af þeim þarf að greiöa, jafnt sem af öörum lánum og dráttarvextir eru háir ef ekki er greitt á réttum tíma. Þegar innheimtukostnaöur bætist viö að auki, fer greiðslubyrðin óneitanlega aö þyngjast. Við minnum á þetta núna vegna þess að haustgjalddagi var 1. nóvember sl. og greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum. Greiðslur er aö sjálfsögðu hægt að inna af hendi í hvaða banka, bankaútibúi og sparisjóði sem er. Á lán með lánskjaravísitölu leggjast dráttarvextir þann 16. nóvember. Á lán með byggingarvísitölu ieggjast dráttarvextir þann 1. desember. HAFÐU HÚSNÆÐISLÁNIÐ MTTEF5TA BLAÐI. ÞAÐ BORGAR SIG. Við viljum auk þess benda áað þú getur greitt lánið upp.hafir þú tök á þvf. Þá greiðir þú eftirstöðvar þess, ásamt verðbótum, frá upphafi lánstímans til greiðsludags. Á síðustu 12 mánuðum hafa 12 þúsund lán verið greidd upp, áður en lánstíma lauk. Einnig getur þú lækkað höfuðstól lánsins, viljir þú greiða inn á hann. Þaö getur komið sér vel þegar til lengri tíma er litið. Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.