Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 12. nóvember 1987 SMÁFRÉTTIR Guðni Franzon, klarínettuleikari. Sinfóníutónleikar Fjórðu áskriftartónleikar ís- lands veröa haldnir í Há- skólabíó í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Guöni Franzson, klarínettuleikari leikur einleik meö hljómsveitinni, í fyrsta skipti. Klarínettukonsert nr. 2. eftir Weber. Auk þess verða á dagskránni Vespurnar eftir Vaghan-Williams og Sinfónía nr. 5. eftir Tschai- kovsky. Stjórnandi á tónleik- unum verður Frank Shipway. Hann stjórnanði fyrstu tón- leikum sveitarinnar í haust og mun stjórna þeim fimmtu og sjöttu. Aldarfjórðungur er nú sið- an Sinfóníuhljómsveit ís- lands flutti verk eftir Vaughan-Williams. Vespurnar er mjög langt verk og því verður einungis forleikurinn leikinn í kvöld. Sinfónía nr. 5. er eitt þekkt- asta verk Tschaikovskys. Það hefur oft verið flutt áður og notið mikilla vinsælda meðal unnenda klassískrar tónlistar. Guðni Franzson hefur öðl- ast nokkra reynslu sem klarí- nettuleikari. Hann kom fyrst fram á Listahátið og á Norrænu tónlistardögunum 1986. Hann hefur síðan hald- ið tónleika bæði hér heima og erlendis. Guðni lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskól- anum i Reykjavík 1984 og stundaði framhaldsnám í Amsterdam í Hollandi. Guðni hefur einnig samið nokkur verk fyrir Þjóðleikhúsið. í byrjun næsta árs er síðan væntanleg fyrsta platan með leik Guðna ásamt Þorsteini Gauta píanóleikara. Tónverkið sem verður flutt í kvöld gerir miklar kröfur til klarinetts- leikarans og koma allir möguleikar hljóðfærisins fram. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftir- farandi: RARIK—87008: Raflínuvír 180 km. Opnunardagur: Fimmtudagur 10. desember 1987, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropnunar- tíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 12. nóvember 1987 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 11. nóvember 1987. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laus staða Dósentsstaða í byggingaverkfræði við verkfræðideild Há- skóla íslands er laus til umsóknar. Dósentinum er ætlað að hafa umsjón með og stunda rannsóknir og kennslu á einhverjum eftirtalinna sviða: Aðveitur-fráveitur; byggðar- skipulag; framkvæmdafræði; landmælingar; samgöngu- mál; teiknifræði. Rannsóknavettvangur verkfræðideildar er Verkfræðistofnun Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritstörf og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Jafnframt skulu þeir látafylgjaeintök af vísindalegum ritum sínum, þrentuðum sem óprentuðum. Umsóknir skulu sendar'menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987. Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1987. Laus staða Staða framkvæmdastjóra Menntamálaráðs og Bókaútgfu Menningarsjóðs er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987. Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1987. Stjórnarfundur SÍF Á stjórnarfundi Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda, SÍF, voru til umfjöllun- px drög sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða 1988— 1991. Stjórnarfundurinn sam- þykkti ályktun er segir m. a. að fundurinn sé í megindrátt- um samþykkur frumvarpinu og þá sérstaklega því atriði er gerir ráö fyrir aukinni kvótaskerðingu, vegna út- flutnings á ferskum fiski. Jafnframt lýsir fundurinn áhyggjum sfnum vegna tolla- mála saltfisks í Evrópubanda- laginu. Stjórn SÍF skorar þvi á stjórnvöld að beita sér fyrir viðræðum um tollamál þessi. Krataáhlaup á Sauðárkrók A föstudag og laugardag ætla kratar að leggja undir sig Sauðárkrók. Strax á föstu dagsmorgun verður byrjað i fyrirtækjunum á staðnum og mun formaður flokksins Jón Baldvin Hannibalsson heim- sækja vinnustaði. Sama dag klukkan 18.30 verður opnuð félagsmiðstöð og klukkan 19.30 hefst Árs- hátíð Alþýðuflokksfélaganna á Norðurlandi—vestra, í Hótel Mælifelli. Á laugardag verður aðal- fundur kjördæmisráðs hald- inn í Safnahúsinu. Fundurinn hefst klukkan 10. árdegis. Klukkan 17. sama dag verður síðan almennur stjórnmála- fundur í Safnahúsinu með Jóni Baldvin Hannibalssyni. Hlutavelta og flóamarkaður verður í Hljómskálanum laugardaginn 14. nóv. kl. 14. Lúðrasveitakonur Blöð og blaðamennska í nútíð og framtíð Blaðamannafélag íslands boðar til oþins fundar um blöð og blaðamennsku í nú- tíð og framtíð. Fundurinn verður haldinn í Listasafni alþýðu í dag, fimmtudag kl. 20.30, en þar í salnum stend- ur nú yfir afmælissýning Blaðamannafélagsins sem lýkur um næstu helgi. Á fundinum munu blaða- mennirnirog ritstjórarnir, Árni Bergmann Þjóðviljanum, Björn Jóhannsson Morgun- blaðinu, Elías Snæland Jóns- son DV, Indriði G. Þorsteins- son Timanum og Steinar J. Lúðviksson Frjálsu framtaki hafa stutta framsögu en síðan verða almennar um- ræður. Blaðamenn og allt áhuga- fólk um blöð og blaða- mennsku er velkomið á fund- inn. RJÖLSRAimSXCUIIfi BREIÐHQUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun nemenda, sem ætla að hefja nám í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti ávorönn 1988, stendur nú yfir. Athygli er vakin á því að enn er unnt að bæta við nemendum einkum á heilbrigðissviði (sjúkralið- ar), matvælasviði (matartæknar og matarfræðingar) og tæknisviði (nám til sveinsprófs á málmiðna-, raf- iðna- og tréiðnabrautum). Sími skólans er 75600. Skólameistari Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir október mánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið KRATAKOMPAN Alþýðuflokksfélag Kópavogs Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 16. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Kaffihús Reykjavíkurkrata á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17.—19. er kaff i á könnunni og opið hús í félagsmiðstöð Jaf nað- armanna á Hverfisgötu 8—10. Við hvetjum sem flesta til að líta við til að ræða pólitíkina. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Norðurland Vestra, aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Norð- urlandi Vestra verður haldinn í Safnahúsinu á Sauð- árkróki laugardaginn 14. nóv. n.k. kl. 10—16.30. Dagskrá: 2. 1. Fundarsetning, skýrsla stjórnar. 2. Stjórnmálaviðhorfið, Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, Jón Sæmundur Sigurjónsson alþingism. 3. Kosningarnar í vor. Kristján L. Möller, íþróttafull- trúi. 4. Starfsemi flokksins. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdast. 5. Umræður og önnur mál. 6. Stjórnarkjör. Kjördæmisráðiö Árshátíð Norðurland Vestra Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna á Norðurlandi Vestra verðurá Hótel Mælifelli, Sauðárkróki kl. 19.30 föstudaginn 13. nóv. 1987. Gestir: Jón Baldvin Hannibalsson, Fjármálaráðherra, Bryndís Schram Jón Sæmundur Sigurjónsson, Birgitt Henriksen. Þátttaka tilkynnist til Björn Sigurbjörnssonar í síma '95-6622 eða Péturs Valdimarssonar í síma 95-5132. Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.