Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 12. nóvember 1987 SMÁFRÉTTIR Faðirinn 100 ára Núna í nóvember, þann 14. nóvember n.k. verður 19. sýn- ing Leikfélags Reykjavlkur á • Föðurnum eftir August Strindberg. Þessi sýning er markverðari en aörar fyrir það að þennan dag eru liðin rétt 100 ár frá því að Faðirinn var fyrst frumsýndum. Það var í Kaupmannahöfn 14. nóvem- ber 1887. Það eru aðeins ör- fáar sýningar eftir á þessu leikriti, sem er talið vera I hópi auðskiljanlegustu og aögengilegustu verka Strind- bergs., og hefur sýning Leik- félags Reykjavíkur hlotið mik- ið lof fyrir vönduð vinnu- brögð og sterka sýningu. What is Glasnost? Dr. Mikhaíl Voslenski, sagnfræðingur frá Munchen, flytur fyrirlestur I boði heim- spekideildar Háskóla íslands er nefnist „What is Glas- nosts“ n.k. sunnudag. Fyrir- lesturinn verður í stofu 101 í Odda, og hefst kl. 15.00. „What is Glasnosts?“ fjall- ar um þær breytingar sem nú eru að verða í Sovétríkjunum í sögulegu samhengi. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Mikhaíl Voslenski var fyrr- um háttsettur embættismað- ur í þjónustu sovétstjórnar- innar. Hann hefur undanfarin sjö ár staðið fyrir rannsóknar- stofnun um sovétmálefni i Munchen í Vestur-Þýskalandi. Frægasta bók hans er Nomenklatura sem kom út 1980. Þar lýsir hann valda- kerfi Sovétríkjanna og styðst við eigin reynslu. DRAUGAR, 12 tommu Hljómsveitin „Mamma var rússi" gefur út hljómplötu 20. nóvember n. k. Platan nefnist DRAUGAR, er 45 snúninga og inniheldur sjö frumsamin lög. Platan er gefin út af Rokkfræðsluþjónustunni í samvinnu við Takt hf. Meðlimir „Mamma var rússi“ eru: Stefán Guðjóns- son, trommur Arni Daníel Júlíusson, bassi, Arnór Snorrason, gítar, Tryggvi Þór Tryggvason, gítar, Valgarður Guðjónsson, söngur, Brynja Arnardóttir, söngur og Dolly Magnúsdóttir, söngur. Tónleikar Heitapottsins Heiti potturinn, jazzklúbb- ur, heldur tónleika í Duus- húsi n.k. laugardag og sunnu- dag. Á laugardaginn, 14. nóvember, eru tónleikar er kallast Píanójazz. Nokkrir píanóleikarar vígja nýjan Steinway flygil Heitapottsins. Bein útsending verður á Rás 2 frá tónleikunum og þeir hefjast kl. 17.00. Píanóleikar- arnir sem taka þátt I tónleik- unum eru: Kristján Magnús- son, Karl Möller, Eyþór Gunnarsson, Egill B. Hreins- son og Kjartan Valdimarsson. Tónleikarnir á sunnudaginn 15. nóvember, hefjast kl. 21.30. Það er JazzkvinteU Sinfóníunar sem leikur. í honum eru þeir Reynir Sigurðsson, víbrafón, Szymon Kuran, fiðla, Martial Nardau, flauta, Þórður Högnason, bassi og Árni Ásgeirsson, trommur. Listasýning í Hafnarfirði Stjóm Hafnarborgar, lista- og menningarstofnun Hafnar- fjarðar, hefur boðið finnsku listakonunni Elinu Liikanen að halda sýningu á verkum sínum í sýningarsal stofnun- arinnar, Strandgötu 34. Sýn- ingin hefst laugardaginn 14. nóvember kl. 15.00 og stend- ur til 22. nóvember. Elina Liikanen hefur dvalið undanfarna þrjá mánuði í norrænu gistivinnustofunni í Hafnarborg, og eru verkin á sýningunni öll unnin á þess- um tíma. Liikanen fæddist í Finn- landi árið 1959 og stundaði listnám við háskólann i Helsinki 1978—79. Eftir það fór hún til náms við listaaka- demíuna i Helsinki, 1979—85. Hún hefur ferðast viða og dvalið á erlendum vinnustof- um t. d. ítallu, Danmörku, Spáni og nú á íslandi. Hún hefur haldið þrjár einkasýn- ingar og einnig tekiö þátt í samsýningu ungra myndlist- armanna i Finnlandi. Kratakaffi á Hverfisgötu Á þrijudögum og fimmtu- dögum, milli klukkan 17 og 19 er starfrækt kaffihús í fé- lagsmiðstöð Alþýðuflokksins við Hverfisgötu. Kaffihúsareksturinn fór fyrst af stað i haust og hefur gefist vel, að sögn Guðmund- ar Einarssonar framkvæmda- stjóra Alþýðuflokksins. Guðmundur sagði að menn ræddu pólitíkinaog leituðu frétta úr flokksstarf- inu. Meðal góðra krata sem þarna mæta eru þingmenn og aörir úr flokksforystu. ísland fékk ekkert Engin íslensk kvikmynd er meðal þeirra niu sem Norræna menningarmála- nefndin veitir styrk til að þýða yfir á önnur norræn tungumál. Nefndin úthlutar um 1,2 milljónum danskra króna, árið 1987. í október siðastliðnum fengu níu myndir styrk samanlagt 201.500 danskar krónur. Meiri- hluti myndanna er frá Svíþjóð en engin frá íslandi. Aðalfundur Landverndar Aðalfundur Landverndar, landgræðslu- og náttúruvernd arsamtaka Islands, var hald- inn á Flúðum í Hrunamanna- hreppi dagana 7.-8. nóvem- ber. Aðallega var fjallað um möguleika á endurvinnslu sorps og úrgangs, einkum brotamálma, úrgangspapplrs og úrgangstimburs. Land- vernd skorar á heilbrigðisyfir- völd, bæja- og sveitarstjórnir að stuðla að því að úrgangs- efni þessi verði endurunnin en ekki urðuð eða fleygt í sjó. Fundurinn beinir þeim til- mælum til viðkomandi stofn- ana og eftirlitsaðila til sjós og lands að bæta aðstöðu við losun og eyðingu alls konar úrgangsefna sem nú valda mikilli mengun á ströndum landsins. Þrjú framsöguerindi voru flutt um þetta mál. Það voru þeir Birgir Þórðarson, um- hverfisskipulagsfræðingur, Sveinn Ásgeirsson, verkstjóri hjá Sindrastáli og Skúli Ingi- mundarson, viðskiptafræð- ingur. Þá var einnig fjallað um umhverfisvernd og upp- byggingu ferðaþjónustu. Framsögumaður í þeim efn- um var Tryggvi Jakobsson, landfræðingur. BÓKAFRÉTTIR æsku hér á landi sem braust til sjálfstæöis í kjölfar þeirra æskubyltingar sem, varð í Evrópu með bítlatónlist og Karnabæjartísku. Rætt er við fjölda manns sem tóku þátt í þessum atburöum s.s. Rúnar Júlíusson, Rósku, Davfð Oddsson, Bjarka Elíasson o.fl. „ÆTTERNISSTAPI OG ÁTJÁN VERMENN“ eftir Þorstein frá Hamri. Nltján sagnaþéettir sem eiga margir rót sina að rekja til þáttasam- fellna sem höfundur bræddi saman á kvöldvökum í ríkis- útvarpinu. „ÉG VIL LIFA“ sjö samtals- þættir við fólk sem staðið hefur auglitis til auglitis við dauðann, í samantekt Guð- mundar Árna Stefnánssonar og Önundar Björnssonar. Þetta er þriðja útgáfa bókar- innar. „LÁN ! ÓLÁNI" er sjálfs- ævisaga leikarans Sir Alec Guinnes. Hann hefur lifað stormasömu llfi og telur að örlaganornir hafi spunniö honum vef sem hann hefur verið flæktur í. Bókin kemur út í annað sinn. Rasmus fer á flakk Rasmus fer á flakk heitir barnasaga eftir Astrid Lind- gren sem Mál og menning hefur nú gefið út í nýrri þýð- ingu Sigrúnar Árnadóttur. I bókinni segir frá Rasmusi, niu ára strák sem dvelur á munaðarleysingja- hæli. Hann er búinn að fá nóg af vistinni og eftir við- burðaríkan dag strýkur hann þegar allir eru farnir að sofa. Hann er svo bráðheppinn að í fyrstu hlöðunni sem hann gistir í hittir hann Óskar — Utigangs-Óskar, landshorna- flakkara og guðs útvalda gauk! Rasmus fer á flakk er 211 bls., prentuö i Prentsmiðj- unni Odda hf. Eric Palmquist teiknaði myndirnar í bókina en kápumyndin er eftir Brian Pilkington. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýð- ingarsjóðnum. Nýjar Stínubækur Mál og menning hefur gefið út tvær nýjar Stínu- bækur fyrir yngstu börnin. Stina og leyndarmálið segir frá því þegar Kalli og Stina fengu að vita um litla barnið sem var að vaxa inni í maganum á mömmu. Og svo þegar litli bróðir fæðist. í hinni bókinni, sem heitir Stina stóra systir, fylgjumst við með hvernig Stínu tekst upp í nýja hlutverkinu. Áður hafa komið út tvær bækur um Stínu, Stlna og árstiðirnar og Frá morgni til kvölds meö Stínu. Höfundur Stínubókanna er Kristiina Louhi en Olga Guðrún Árna- dóttir þýðir. Ritnefnd Ljóðaárbókar 1988 ásamt fulltrúum Almenna bókafélagsins: Standandi eru þau Jóhann Hjálmarsson, Sigurður Valgeirsson, fram- kvæmdastjóri AB og Berglind Gunnarsdóttir, en sitjandi frá vinstri Kjartan Árnason og Eiríkur Hreinn Finnbogason. Ljóðaárbók 1988 Almenna bókafélagið hyggst gefa út Ijóöaárbók 1988 á vegum Ijóðaklúbbs félagsins, nú á næsta ári. Er siðan gert ráð fyrir að fram- hald verði á útgáfunni undir samheitinu Ný skáldskapar- mál... Tildrög þessara bókar eru þau að Almenna bókafé- lagið telur að það vanti bók er sýnir hvað hin ýmsu skáld eru að gera í dag. í fréttatil- kynningu um bókina segir, að skáld yrki hver meö sinum hætti, eldri skáld senda frá sér bækur sem margar hverj- ar eru nýir áfangar (list þeirra. Arbækur sem þessi geta því gefiö sem heilsteypt- asta mynd af íslenskri sam- timaljóðlist. Eingöngu verða valin Ijóð sem ekki hafa birst i bók og Ijóðaþýðingar jafngilda frum- sömdum Ijóðum. Höfundar- laun verða greidd samkvæmt samningum Rithöfundasam- bandsins og Félags íslenskra bókaútgefenda. Skilafrestur Ijóða er til 31. desember og skulu þau send til Almenna bókafélagsins með upplýs- ingum um höfund, póstfang og símanúmer. Ljóðin sem verða i bókinni velur ritnefnd sem skipuð er Berglindi Gunnarsdóttur, Jóhanni Hjál- marsyni og Kjartani Arna- syni. Fimm nýjar frá Tákn Bókaútgáfan TÁKN verður með fimm bækur á jólabóka- markaði ársins og koma þær út á næstu dögum hver af annarri. Bækurnar eru: „GAGN- NJÓSNARINN" eftir Peter Wright. Þetta er ævisaga breska leyniþjónustumanns- ins Peter Wright. Wright greinir frá starfsaðferðum bresku leyniþjónustunnar um tveggja áratuga skeið 1956- 76. Söguefnið er miklu leyti óþekkt en fjallað er um fjölda atburða sem bryddað hefur verið á í heimsfréttum. Bókin var bönnuð í Bretlandi en bandaríska útgáfan hefur verið seld þar með leynd I hundruð þúsundum eintaka. „68-HUGARFLUG ÚR VIÐJ- UM VANANS" eftir Gest Guð- mundsson og Kristinu Ólafs- dóttur. Samtimasaga þeirrar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.