Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. nóvember 1987 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Karen Blixen i vinnustofu sinni á Rungsted- lund. Myndin er tekin árid 1942. BUXEN Á STRÍÐS- ÁRUNUM A stríðsárunum sýndi Karen Blixen að hún var ekki bara hin leyndardómsfulla kona eins og af öðrum heimi. Hún sýndi mikla samstöðu og hjálpsemi. Rithöfundurinn Ole Wivel sem var náinn vinur Karen Blixen skrifar í bók sem er nýkomin út (Lindhart og Ringhof) um andstœðurnar í því sem Karen Blixen skrifaði, og því sem hún tók sér fyrir hendur. Bókin nefnist „Et uafsluttet selvopgör. “ (Ófullgert sjálfs- nppgjör). Eftirfarandi skrifar Ole Wivel um afstöðu Karen Blixen gagnvart Þjóðverjum meðan á hernáminu stóð. Haustið 1943 tókst með mikilli samhjálp að forða dönskum gyðingum yfir til Svíþjóðar. Karen Blixen tók þátt í þessu hjálparstarfi og faldi eftirlýstar fjölskyldur í húsi sínu Rungstedlund, en það var við ströndina rétt hjá þeim stað, sem flóttafólkið ýtti úr vör. Ég vann líka aö þessum málum og Karen Blixen sagöi að við gætum verið stolt af að vera Danir, meðan Þjóð- verjarnir væru í garðinum og gyðingarnir inni í húsinu! Ungur skrúðgarðaarkitekt Ingwer Ingwersen var sam- eiginlegur vinur okkar sem starfaði í neðanjarðarhreyf- ingunni og gisti oft hjá okkur. Við þrjú ræddum atburðina sem voru að gerast og töluð- um hreinskilnislega um hlut- ina. í þessum samtölum vor- um viö miklu nær hvort öðru en ( samtölum um skáldskap og lífsýn. Ég kynntist alveg nýrri hlið á Karen Blixen á síðasta ári strfösins — hjálpsamri konu sem sýndi skilyröislausa samstöðu með vinum sínum — hin hliðin var kona leynd- ardómsfull og eins og af öðr- um heimi. Það var því eðli- legt að það fyrsta sem ég gerði, eftir að hafa frétt um uppgjöf Þjóðverja, var að fara frá Vedbæk norður til Rung- stedlund. Við föðmuðumst og drukkum saman glas af víni. Karen Blixen var eins og ung stúlka sem hefur fengið sína heitustu ósk uppfyllta. Á næstu mánuðum eftir þetta stofnaði ég, ásamt Knud W. Jensen og unga list- málaranum Helge Bertram, útgáfufyrirtæki, sem ætlað var að kynna nýja strauma í listum, myndlist, skáldskap og Ijóðagerð, frá hinum ýmsu löndum. Karen Blixen frétti af þessum áformum okkar og lét í Ijós sínar skoöanir og gagnrýni. Hún var hrifin af nýja abstrakt málverkinu og Ijóðskáldum á borð við T.S. Éliot og William Butler Yeats og vinveitt frumkvöðlum ný- stefnunnar, sérstaklega í frönskum bókmenntum svo sem Charles Baudelaire og Stéphane Mallarmé. Hún kunni ekki að meta það, sem Baudelaire kallaði „Fegurð óhugnaðarins", í svartsýni Yeats, né heldur kunni hún að meta hin sundurslitnu óþýðu Ijóð Eliots. Þessi tján- ingarmáti var henni svo fjar- lægur að hún sagði, að í aug- um ungra vina sinna væri hún þrjú þúsund ára gömul! Hún sá ekki eingöngu eyði- leggingu gömlu Evrópu og ómannúðlegar þjáningar I stríðinu. Hún sá líka endur- fæðingu þess hugrekkis sem barátta fyrir hugsjónum og trú á sigur, gerir mönnum kleift að lifa Iffinu á timum niðurlægingar. Gamaldags sakleysi og óttaleysi vógu þyngra á vogarskálum hennar en hörmungarnar. Þegarvið hin sáum í múrryki fallandi húsa og sprengjuelda, fjóra riddara heimsendis (Apoka- lypso) sá hún — fyrst og fremst riddarann á hvíta hest- inum — barnalegt já en þó? Sá hetjuskapur sem var Karen Blixen svo kær, var annars eðlis en hetjuskapur Þjóðverja. í bréfum sem hún skrifaði frá Berlin líkir hún Þriöja ríkinu við Islam: sem trúarhreyfingu með öfga- kenndar trúarsetningar. Hún sagði Islam og Þriðja ríkið eiga sameiginlega — baráttu- gleðina, trúarvissuna um sig- ur og samstöðuna gegn öll- um sem ekki hafa sömu trú. Þó er munur á: „Islam ber merki uppruna síns i eyði- mörkinni, það eru sandstormar í Islam og miklar hillingar. Aftur á móti finnst mér Þriðja rikiö vera haldið stór- mennskubrjálæði og eins- konar framagirni upp á lif og dauöa á himni og jörðu. Hvor þessara hreyfinga er hættu- legri, er ekki gott að segja til um.“ Ofurkapp nazismans í því að halda aríska kynstofninum „hreinum" telur Karen Blixen sjálfsvíg nazismans. Nasistar vilja berjast og það er þessi sterki vilji sem setur svip sinn á þjóðina í augum gest- komandi í Þýskalandi Hitlers. í samtölum Karen Blixen við hina þýsku gestgjafa sína, leggurhún viljann ann- arsvegar en æruna og guðs náð hinsvegar. Þessu eru þýsku gestgjafar hennar ekki sammála. í þeirra augum er vilji og æra eitt og hið sama en trúin á náð guðs gömul kerlingabók. Karen Blixen svarar þessu á þá leið að vilji og æra séu andstæður. Það kemur til snarþra orðaskipta milli þeirra en seinna segir hún: „Persónulega held ég að versta leið til að skapa listaverk sé að vilja endilega hreint verða listamaður, og versta leið til að fá einhvern til að elska mann, sé að vilja endilega hreint láta hann elska mann, og versta leið til að verða hetja er að vilja endilega verða hetja.“ Við- mælendur hennar hugsa sig um dálitla stund og segja síðan: „Hinn sterki vilji þýsku þjóðarinnar er náð guðs til Þýskalands." Karen Blixen trúir þvi að nazisminn sé and- svar Þýskalands gegn þeirri miklu niðurlægingu sem það þurfti að þola I heimsstyrj- öldinni fyrri. Svar vilja og hefnigirni við tillitsleysi við sigraðan fjandmann, sem fyr- ir bragðið glatar trúnni á náð guðs. Meiri andstæðuren lífs- skoðun Karen Blixen og naz- isma, er vart hægt að hugsa sér. Til er fólk sem heldur þvi fram, að Karen Blixen hafi ( rauninni ekki haft sérstakar lífsskoðanir, það hafi verið til- viljanakennt hvaða skoðanir hún hafði. Sumt af því fólki segir líka sem svo: „Fyrst hún var ekki einu sinni demó- krati getur munurinn á ein- veldinu og „aristokratisma", hennar ekki hafa verið þýð- ingarmikill." Karen Blixen hélt því alltaf fram að hún væri ekki demókrati. Karen Blixen varð fyrir sömu athugasemdum I Kenya vegna samúðar sinnar við svertingja og mannrétt- indi þeirra, þá var sagt: „Hún er Evrópubúi sem hefur sest að i Afríku og þessvegna hlýtur hún að vera að hræsna þegar hún er að rausa um mannréttindi svertingja. Ekkert er fjær lagi en að Karen Blixen hafi verið hræsnari. (Det fri Aktueit)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.