Tíminn - 22.09.1967, Síða 8
FÖSTUDAGUR 22. september 1967
_________TÍMINN
ALDARMINNING
Öld er í dag liðin frá fæðmgu
Sigurjóns Friðjónssonar. Hann
var aibróðir Guðmundar á Sandi
og tveimur árum eldri en hann,
en andstæðurnar í fari þeirra og
skáldskap eru augljósar flestum
sem til þekkja.
Sigurjón Friðjónsson fæddist
á Sílalæk í Aðaidal fyrir réttum
hundrað árum, sonur Friðjóns
Jónssonar og Sigurbjargar Guð-
mundsdóttur, sem bæði voru ætt
uð af sömu slóðum. Tvítugur lauk
hann búfræðiprófi frá Eiðum og
vann næstu fimm árin á 'búi föð-
ur sdns, sem flutzt hafði að Sandi
þegar Sigurjón var á sjöunda ár-
inu, og þar setti hann sjálfur
saman bú og átti heima frá
1892—1906. Næstu sjö ár bjó
hann á Einarsstöðum í Reykjadal,
en- eftir það á LitluHLaugum í
sömu sveit, en við þann stað hef-
ur hann oftast verið kenndur.
Œlann ól upp stóran barnaíhóp og
jafnhliða bústörfum gaf hann sig
að alls konar félagsmálastörfum,
sem á hann hlóðust í sveit og
sýslu, og sat meðal annars á þingi
um fimm ára skeið sem lands-
kjörinn alþingismaður og vara
maður Hannesar Hafstein.
Eins og ýmsum frændum hans
fyrr og síðar var honum skáld-
giáfa og ástfíða til skáldskapar í
blóð borin. Hann byrjaði ungur
að yrkja, og um hálfrar aldar
skeið, allt frá aldamótum og frarn
undir andlát hans, birtust oft eft-
ir hann Ijóð og þættir í blöðum
og tímaritum. En hann var orð-
inn rúmlega sextugur, þegar
fyrsta bók hans, „Ljóðmæli,“ kom
út. Hins vegar lét hann ekki þar
við sitja, því að sex bækur komu
út eftir það, meðan hann lifði.
Það voru „Skriftamál einsetumanns
ins“ (1929), smásagnasafnið ,d>ar
sem grasið grær“ (1937), Ijóða-
og þýðingasafnið „Heyrði ég í
hamrinum," I.—III. (1939—1947»)
og „Barnið á götunni“ (1943).
Síðasta bókin skiptist í fjóra
kafila: ljóðaflokkinn „Haustkvæði
til vordísarinnar," næst nokkur
ævintýri í óbundnu máli, Ijóð í
bundnu máli, sem bókin er heit-
in eftir, og loks kafla, sem heit
ir „Nótt í veitingahúsi,“ þar sem
skáldið víkur að lífsskoðun sinni
í tveggja manna taii.
Sigurjón Friðjónsson lézt
snemmsumars 1950 og hafði þá
tæpa þrjá um áttrætt.
Um skáldskap Sigurjóns og
bókmenntastörf hefur mér vitan
lega aldrei verið skrifað að gagni.
Að minnsta kosti hefur ekki verið
gerð tilraun til þess að vega hann
og meta í heild. Og ég ætla mér
ekki að reyna það í stuttri blaða-
grein, enda brestur mig margt til
þess.
Ástæðan til þess, hve hlut þessa
■þingeyska skáldbónda hefur verið
litill gaumur gefinn, getur auð-
vitað verið sú, að mönnum finn-
ist þar ekki nógu feitt á stykk-
inu, og vitanlega var Sigurjon
Friðjónsson ekki neitt stórskáld
og markaði til dæmis ekki nánd-
ar nærri jafn djúp spor í bók-
menntasögu samtíðar sinnar og
Guðmundur á Sandi. En það var
í senn svo margt merkilegt og
óvenjulegt við líf hans, skáldskap
og skoðanir, að það freistar til
frekari atihugana, og er með öll:>
ástæðulaust að láta aldarafmæli
hans líða hjé, án þess að þess
sé minnzt og bent um leið á eitt-
hvað af því, sem einkennir hann
mest eða virðist í fljótu bragði
atihyglisverðast.
Sigurjón Friðjónsson varð gam-
all maður og lifði mikla umbrota-
tiíma í andlegum og veraldlegum
efnum. Hann var lengst af bund-
inn áttlhögum sínum og umhverfi
sterkum böndum, eins og víða
verður vart í ljóðum hans. Sjón-
hringur hans varð af þeim sök-
um þrengri en ella, en innan
þess hrings var hann næmur á
hverja hræringu og hafði lag á
að láta ekki baslið smækka sig
og leita sér þess andlega þroska,
sem föng voru á, og staðfesta
það í verkum sínum. Eitt af því,
sem gerir manninn óvenju hug-
stæðan við lestiur verkanna, er
einmitt það, hve ástríða hans til
andlegs lífs og frjórrar hugsun-
ar og löngun hans til þess að
fylgjast með undirstraumum sam
tiíðarinnar var sterk til æfiloka.
Greinar og ljóð hans sjálfs eru
bezta sönnun þess. Af þeim sést,
að hann var alltaf leitandi. Ég
geri ráð fyrir, að hann hafi gert
sér grein fyrir því sjálfur. Ann-
að takmark taldi hann að
minnsta kosti ekki æðra. Hann
iét einu sinni svo ummælt, að
sannleikurinn væri sagna beztur,
en meðan hann væri ekki fund-
inn, væri leitin, sannleiksleit-
in — það sem öruggast stefndi
að þróun mannanna. Það var
engin furða, að efnið og andinn
háðu oftar en einu sinni tivísýna
baráttu í huga hans.
Sigurjón kveðst sjálfur hafa
farið að fylgjast með skáldskap
og lesa af ástríðu upp úr 1880
eða um fermingaraldur. Hann
er farinn að yrkja að verulegu
marki áratug síðar, og eftir það
leið ekki á löngu, unz hann fór
að birta sveðskap sinn. Hann
skrifaði rúmlega sjötugur grein
um félagsskapinn Ofeig i Skörð-
um, og fæst þar greinileg sönn-
un þess, að hann tók á æsku-
árum sínum þátt i starfi hans
og bóklestri og bókasöfnun þeirra
félaganna og lifði vakninguna í
stjórnmálum, félagsmálum og
skáldskap, sem fór eins og eldur
í sinu um Þingeyjarsýslu á síð-
asta hluta aldarinnar, sem leið.
Ævi og skáldskapur Sigurjóns
Friðjónssonar bendir til þess, að
saga þeirrar vakningar og áthrifa
hennar sé fróðlegt rannsóknar-
efni, en hún er enn óskráð á
þann hátt, sem vera þyrfti.
Af greininni um öfeig í Skörð-
um og formálum þeim, sem Sig-
urjón lét fylgja ljóðmælum sín-
um og fyrsta heftinu af ,JIeyrði
ég í hamrinum," 9ést glöggt, að
bókasafn félagsins var kjarni
þess, sem hann las framan af
ævi. Hann segir, að þeir félagar
hafi keypt norska tiimaritið
„Kringsjaa" og ýnisar bækur
þekktra höfunda, en fæstar þeirra
voru ljóðasöfn, og útlendum ljóð-
skáldum segist hann hafa kynnzt
fremur lítið af öðru en þýðing-
um og umsögnum tímarita fyrr
en um fimmtugt eða eftir það.
Sigurjón taldi skáldskap sinn
grein af meiði þingeyskrar ný-
rómantíkur á síðasta hluta 19.
aldar og kallaði kvæði sín
„ómræn“ fremur en „myndræn".
sem verið hefði eitt meginein-
kenni raunsæisskáldskaparins.
Það er vafalítið rétt, að hann
hafi orðið fyrir nokkrum áhrif-
um frá norskri nýrómantík af
lestri og kynnum víð verk
norskra höfunda, en þegar Sig-
urjón var að byrja að yrkja og
skömmu eftir það, gæti hugsazt,
að hann hefði einnig orðið fyrir
nokkrum áhrifum frá dönsbum
og norskum symbólisma, en braut
ryðjendur hans í Danmörku gáfu
út tímaritið „Taarnet" rétt eftir
1890. í bókasafni Ófeigs í Skörð-
um fékk hann lánaðar bækur eft-
ir Nietzche og Tolstoj, og braut
'heilann um kenningar hins fyrr-
nefnda í „Svo mælti Zaraþústra"
einkum í sambandi við siðspeki
Tolstojs, „er ég leit á sem ein
hverja hina skörpustu fulltrúa
einstaklingshyggju og sam-
hyggju," eins og hann segir sjálf-
ur. Af íslenzkum skáldum hreifst
Sigurjón fyrst af Sigurði Breið-
fjörð, á unglingsaldri var Stein-
grímur Thorsteinsson honum
mjög að skapi, en eftir að hann
náði þroskaaldri kvað hann Jónas
Hallgrímsson hafa verið sér kær-
astan allra íslenzkra skálda.
Þetta hygg ég, að sé rétt, og
í skóldskap hans er tónninn
mjög í ætt við þá oft á tíðum.
Og þó að hann héldi því sjálfur
fram, að hann hefði nokkra sér-
stiöðu í nýrómantík sinni, slægi
þar raunsæjan tón, var hann fyrst
og fremst rómantískt skáld og
hann var það að eðlisfari, eins
og Ijóð hans sýna. En það er
gaman að veita þvi athygli, hve
mikils hann mat Matthías Jocn-
umsson, og ég er ekki í neinum
vafa um, að í sálarlífi hans sjálfs
var margt, sem honum hefur ekki
fundizt skáldskapur annarra en
Matthíasar spegla betur, og segir
það sína sögu. Hann ritaði grein
um Matthías, orðinn sjötugur að
aldri, og hélt því þar fyrst fram,
að hann hefði farið einna bezt
með íslenzkt mál í ljóði og „sam-
ræmt vel hrynjandi ljóðs við al-
mennt álherzlulögmál tungunnar“
en sagði síðan:
„Þessi xostur Matthíasar veld-
ur miklu um það, hve kvæði hans
eru mjúk í munni, og að þau
minna á lindina, sem fellur ó-
sjálfrátt. frjáls í dal, oftast með
jöfnum, líðandí halla, en brýtur
þó stundum á steinum og fellur
í fossum til vekjandi tilbreyting-
ar. Ljóðmál Matthíasar veldur
sjálfsagt miklu um vinsældir hans
en þó ldklega meiru tilfinninga-
líf hans, trú og bjartsýni. Það
er margt í skáldskap hans, sem
illa þolir skarpa gagnrýni. £n
hann er dæmdur og mun jafnan
verða dæmdur aðallega eftir því
tilfinningariki, sem bak við hann
og í honum er, léttleika málsins
og snilliyrðum þeim, er skáldið
hefir einatt á takteinum til að
bregða ljósi yfir það, sem fyrir
því vakir, trúarkrafti þess, vel-
vild og bjartsýni . . . hann hafði
svo djúptæka og víðfeðma sam-
úð, að hann lét sér fátt mann-
legt óviðkomandi.“
Samúð Sigurjóns Friðjónsson
ar var líka víðfeðm, en hann
sagði, að sér hefði ætíð fundizt
samúð Matthíasar vera bund
in við einstaklinginn, en ekki
samfélagið í heild, eða barátt-
una fyrir bættum kjörum og
betra lífi olnbogabarna þess, sem
væri einn sterkasti undirstraum
ur samtímans. Og þarna skildi
með honum og Matthiasi. Sam-
úð Sigurjóns var félagslegs eðl-
is og ekkert hefur komið mér eíns
á óvart og það, hverja stefnu
skoðanir hans og skáldskapur
tóku, þegar hann var orðinn rosk
inn maður og jafnaldrar hans og
þaðan af yngri menn flestir
orðnir staðnaðir eða von-
daufir um ókomna tíma. Þá
verður Sigurjón æ róttækari
með aldrinum og verk hans bera
þyi vitni, að aldrei hafi baráttan
í sál hans verið meiri né lff og
atiburðir samtíðarinnar orkað
sterkar á hann. Styrjaldir og
byltingar fara eldi um löndin,
og í „Ragnarökkri" segir hann:
„Rifizt er um, hvort í Rússa-
veldi
roði af degi — eða kveldi.
Spurnir þyrpast að hátt og
í hljóði:
Hvert er ríki þitt, Baldur
góði?“
Skáldið á Litlu-Laugum lætiur
samt ekki tortryggnina eða kvíð-
ann buga sig, þó að hann efist,
og veltir í senn fyrir sér, hvað roð-
inn í austri kunni að boða og
hvort 1-íf sé eftir dauðann, en sam
úð hans er alltaf með sannleiks
leitinni, æskunni og vorinu sem
bendir fram á við:
„Hví skyldi ég ei kasta burt
kvíðanum þunga,
og kenna nú til með þér,
þjóðin mín unga,
og rétta þér hönd yfir höfin
um hljómlöndin töfrandi fríð?
Hví skyldi ég ei syn-gja þér
söngva,
þú sólfagra, nýja tíð?“
í raun og veru finnst manni
það stríða á móti öllum náttúru
lögmálum, að þessi þinge.vsxi
bóndi, sem lengst af hafði alið
manninn í áttihögum sínum i
harðri lífsbaráttu og kominn
var yfir þrítugt um síðustu a'da
mót, skuli bregðast við tuttugustu
öldinni eins og Sigurjón Fr:ð-
jónsson gerði. Milli sextugs
og sjötugs hneigist öann að
jafnaðarstefnunni og gerist
verkalýðssinni, fer að skrifa í
verkalýðsblöð, stofnar verka-
mannafélag með fleíri mönnum.
sem gerir verkfall í sveit nans,
og þegar gamlir samherjar hans,
sumir hverjir á líku reki eða
nokkru yngri, vilja fá hann til
þess að styðja nýstofnaðan
hændaflokk, birtir hann opið
bréf til þeirra og segir m.a.:
„Satt að segja virðist mér sú
búnaðarhugsjón, sem fyrir ykk-
-ur vakir, vera nokkuð gamal-
dags, vera nokkurs konar stór-
hændahugsjón miðuð við liðna tið
fremur en nútíð og framtíð."
f sögunni „Spekingurinn í Norð
-urhlíð,“ sem birtist í sagnasafn
inu „Þar sem grasið grær“.
ræðir sögumaður margar brenn
an-di spurningar við speking-
inn, m.a. bylting-una í Sovét-
ríkjunum, tiigang lífsins og lok
þess eða framhald. Og niður-
lag þriðja kaflans er að mörgu
leyti táknrænt fyrir höfundinn:
„f s-ál-u' minni börðust andstæð
ur og heimtuðu hvor sin-n hl-ut.
Annars vegar einveruþrá, er
stefndi til fjalla, burtu frá
mönnun-um, eigingirni þeirra,
ósanngirni, hégómaskap og
metnaði, andúð og óvild, í ieit
að friði til eigin ræktunar. Hins
vegar samúð, er stefndi út í
baráttuna fyrir rétti þeirra sem
órétt líða, þangað sem eigið
líf er minna metið en mark, sem
að er stefnt. Og á bak við óljós
grunur um, að ef til vill lægju
þó stefnurnar báðar að einu
miði.“
Niðurlag sögunnar er á þessa
leið:
„Og ég spurði ekki lengur. Mér
var sem ég sæi á haf, þar sem
hvergi sá til landa, baðað í
geisl-u-m frá glitrandi morg-unsól.
Og að jafnframt bæri nið að
eyrum mínum, Mkan viðfcvæmu
tregahljóði, frá fjarlægri strönd
að baki, er hneig í haf.“
Þó að Sigurjón Friðjónsson
ætti róttækan hug, sem mér
finnst speglast bezt í verkum
'hans í óbundnu m-áli, var
hann eins og áður var sagt fyrst
Og fremst rómantískt skáld, hug
hrifaskáld með sálarlíf, sem var
eins og næm, opin kvika. Hinn
sterki, lýriski þáttur í eðlisfari
hans, réð alltaf mestu um blæ
Ijóða hans, sem yfirleítt báru
vitni fágun og hógværð, — sum
eins og fínofið víravirki:
„Þei!
Hjartað slær. — Hvort heyr-
irðu ei?
Yzt í vestri sólin sígur.
Svanir kvaka. — Beyrirðu ei?
Eins og blóð í æðum mínum
áin niðar. — Heyrirðu ei?
Nótt
við lilj-uiblómin h-jalar hljótt.
Eins og lilja er þinn hug-ur
og mfn sál sem vorsins nótt.
Áin niðar, áin niðar,
eins og hjarta þyrst og mótt.“-
Annað dæmi má nefna úr
„Skriftamálum eínsetumannsins1
sem er réttnefni á lítilli, en hug-
þekkri bók, þar sem saman
blandast einræður í spámannleg
•um bíibHustíl, dulspekilegar hug
leiðingar og prósaljóð:
„Liðin ævi er á að sjá stutt
eins og andartak. En hið ókomna
er eins og haf, þar sem hvergi
s-ér til landa.
En þetta haf er í faðmi eilífð-
arinnar. í faðmi þínum — þú
hinn mikli og dularf-ulli.
Yndislega lætur vængjaþyt-
ur hinna hvitu svana í eyrum þess
sem búinn er til ferðar. — Eins
og niður fjarlægra vatna strýkur
hviskur hinna gróandi skóga um
eyru mín.------“
Sigurjón Friðjónsson sagðist
ætla, að það fyrsta. sem hann
myndi úr lífi sínu. væri fugla
söngur á vordegi. Öllum. sem
þekkja til kvæða hans, ber sam-
an um, að þau séu i ætt við > >tr
birtu og sólaryl. Lífstrú hans. toi
alltaf með sigur aí hólmi úr hverj
um leik. Honum hætti stundum til
Framhald a bls. 15.